Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 5
HÉR ER útflutningsframleiðslan svo langt sem augað eygir. BÚSÆLD í Þykkvabæ sést af þessum gulu pokum sem viða ber fyrir augu. HÁBÆR ber nafn með rentu, en bak við húsið er Hábæjarhóll og þar var sagt að byggju álfar. Til vinstri eru Skimur VATNSTURNINN austanvert í Hábæjarhóli setur svip á staðinn. Gamla húsið á myndinni er Hábær II. ÞYKKVABÆJARFÓLK var áður orðað við hrossaketsát, sem sýnir að það var á undan sinni samtíð. Nú eru Þykkbæingar orðaðir við „Þykkvabæjar flögur og skrúfur", en hráefnið eru kartöflurnar og hér eru víðáttumiklir kartöflugarðar undir plasti. ekki neyðst til að ala það vegna ullarinnar sem notuð var í fatnað. Aldamótamenn í Þykkvabæ ólust upp við veiði í vötnunum milli bæja, óhemju magn af sjóbirtingi og nokkuð af laxi gekk í árnar og álana. Mikið var um stórfiska og á haustin fylltust allir lækir af silungi þannig að menn mokuðu upp fiski. Á árunum 1844 til 1907 drukknuðu 27 manneskjur þar sem nú er þurrt land. Hinn 26. mars 1907 drukknaði Helgi Bjarnason, fjórtán ára unglingur frá Borgartúni. Helgi hafið farið með hross í haga að Vetleifsholti. Á heimleið brast ís undan hesti hans á svo köll- uðum Þríkeldum, en þar undir var hyldjúpt og straumhart. Helgi komst við illan leik upp á ísskörina og reyndi að halda hestinum uppi, meðan samferðamaður hans fór að sækja hjálp. Þegar komið var að aftur var hesturinn kominn upp á ísinn en Helgi hvergi sjáanleg- ur. Hesturinn hefur að öllum líkindum brotið sér leið upp á ísinn en um leið kippt Helga út í vökina og straumurinn borið hann undir ísinn. Árið 1896 kom aftur mikið hlaup í árnar kringum Þykkvabæ svo að við lá að allt færi á kaf. Söfnuðust sveitungar þá saman til að reyna að stemma flóðin. Hlaðnir voru nokkrir garðar en þeir héldu ekki, vatnið braut þá jafnharðan aftur. Þetta kann að hafa stafað af því að lítið er um grjót í sveitinni, menn urðu því að binda saman stóra heybagga og setja sand á milli. Eigendur Safamýrar fengu bændur úr öðrum sveitum til að koma með grjót í staðinn fyrir aðgang að slægjum, en það dugði skammt. Þykkbæingar gripu til þess að hlaða snidd- um í stóra trékláfa og sökkva þeim í árnar. En stundum dugði það ekki til vegna straum- þungans, strengdu menn þá kaðal yfir árnar og röðuðu sér þétt á hann og mynduðu þannig stíflu meðan kláfunum var sökkt. Þótti þetta hið mesta þrekvirki og án efa hefur verið erfitt að standa í ísköldu vatninu upp undir höku. Fernleifar Tvisvar sinnum hefur verið komið niður á fornleifar í Hábæjarkirkjugarði þegar teknar hafa verið grafir. Árið 1919 fannst spjótsodd- ur og árið 1958 fannst þar öxi, skjaldarbóla og axarskaft. Af þessu hafa menn ályktað að kirkjugarðurinn við Hábæjarkirkju standi á gömlum kumlateig. Þegar grafið var fyrir grunninum að prestsetrinu fannst þar haus- kúpa og leifar af beinagrind, en ekkert bendir til þess að um kuml hafa verið að ræða. Búskaparhættir I gamla daga voru allar engjar slegnar með orfi og ljá og heyið flutt á hestum. Hey varð oft að sækja um langan veg og yfir vötn. Þeg- ar sandbleytur voru í vötnunum varð að reka hóp hesta yfir til að troða þær áður en farið var yfir með heyið. Hey var jafnan af skornum skammti og reynslan kenndi Þykkbæingum að fara vel með það. Eignarhluti Þykkbæinga í Safamýri var lítill og nýttist þeim illa vegna þess hve slægjurnar voru blautar. Bændur reyndu því eftir megni að koma í veg fyrir að hey hrekt- ist eða færi í súginn. Fram á þessa öld voru engar hlöður í sveitinni. En menn höfðu tekið eftir því að heyið versnaði fljótt ef loft lék um það. A vorin voru því stungnir upp kekkir og þeir látnir standa allt sumarið og síðan notað- ir í hlaða. Kekkjunum var hlaðið utan að heyj- unum og stafnarnir hafðir jafn háir þeim, síð- an lögð tré yfir í þak. í mæni var gluggi og felldur í hann hnaus, glugginn var opnaður þegar leysa átti hey en síðan vandlega lokað. Þess var einnig vandlega gætt að hey stæði ekki út milli rimlanna á meisunum, ekkert máti fara til spilliS. Kekkirnir sem hlaðnir voru utan um heyin voru síðan notaðir til að dytta að íbúðarhúsum eða í hleðslur. Áður en vötnin eyddu mellöndum Þykkbæ- inga söfnuðu þeir mel á hverju ári. Stöngull- inn og blöðin voru kölluð „rubb" og notuð í dýnur og reiðver, ræturnar voru kallaðar „smámelur" og hafðar í lénur. Þegar vatn gróf undan melnum losnuðu ræturnar og auðvelt var að safna þeim. Spunninn var þráður úr fínustu rótunum og hann notaður til að sauma meldýnur. Melþráður þótti mjög góður þar sem hann fúnaði ekki í bleytu. Melkorn þótti hinn besti matur, Ijúfengt, saðsamt og hollt. í stað þess að baka brauð úr korninu elduðu Þykkbæingar þykkan graut sem kallaður var deig. Deigið var sett á disk og smjör yfir. Árið 1934 var fyrst unnið land til kartöflu- ræktar í Þykkvabæ en í seinni tíð hefur kart- öfluræktun tekið við af öðrum búskap. Til að byrja með voru kartöflurnar settar niður með höndunum, en fljótlega smíðuðu hagleiks- menn verkfæri til niðursetningar. Festir voru tréstautar með jöfnu millibili á trétunnu og henni síðan ekið um akurinn eins og hjólbör- um. Þótti þetta hið mesta hagræði og flýtti niðursetningu til muna. Barnaskóli var stofnaður í Þykkvabæ 1892, fimmtán árum áður en fræðsluskylda barna var lögleidd. Honum var valinn staður í Há- bæ. Núverandi skólahúsnæði var tekið í notk- un 1992. Þjóðtrú Álfar í Hábæfarhöl Eins og áður segir er ekki mikið um hæðir og hóla í Þykkvabæ, landslagið er flatt. Einn af þeim fáu hólum sem þar finnast nefnist Há- bæjarhóll. Efst á hólnum er þúfa og segir sag- an að undir henni búi álfar og að henni fylgi álög, ef til vill er þúfan strompurinn á húsi álf- anna. Fyrir langa löngu bjó unglingspiltur á bænum ásamt fjölskyldu sinni, faðir hans hafði brýnt fyrir öllum að láta þúfuna í friði og raska ekki ró álfanna. En drengurinn var baldinn, eins og drengja er von, og dag einn rak hann langt prik niður í þúfuna. Hann passaði sig þó á því að segja engum frá uppá- tækinu og beið eftir viðbrögðum álfanna. Um nóttina dreymir bóndann að til hans komi álfkona fremur ill á svipinn. Hún sagði að pilturinn hefði handleggsbrotið barnið hennar og hún ætlaði að hefna sín. Bóndinn bað hana að hlífa drengnum því að hann hefði gert þetta af óvitaskap. Alfkonan var treg til en að endingu kvaddi hún með þeim orðum að hann skyldi fá einhverja ráðningu. Nokkrum dögum síðar rann drengurinn í flórnum og lærbrotnaði. íbúar í Hákoti trúðu því að álfarnir í hólun: um fengju stundum lánaða hluti á bænum. I hvert skipti sem hlutir hurfu og komu síðan í ljós seinna skýrði húsmóðirin það með því að álfarnir hefðu fengið hlutina lánaða. Kofinn Meðan kirkja var í Háfi lá kirkjuleið Þykk- bæinga framhjá kofa nokkrum er stóð á Borg- artúnsnesi. Samkvæmt munnmælum áttu að vera þar tveir afturgengnir drengir og jafnvel útburður. Börnin í sveitinni hræddust kofann og fullorðnum var ekki um að fara þangað í myrkri, og þóttust ýmsir hafa séð eitthvað óhreint þar. Kofinn stóð við vatnsbakka og voru hafðir í honum sauðir og gengið til þeirra á hverjum degi. Á þessum tíma var Kristján Pálsson ábúandi í Borgartúni, hon- um var lýst sem stilltum manni og rólyndum. Hann gerði lítið úr draugaganginum og hélt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 12. JÚNl 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.