Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 16
ENDURREISNARMAÐUR MYRTU R EFTIR JÓNAS KNÚTSSON Æ, þessar síbrotaástríðw mínar sem eiga sér engan samastað. Úr ljóði eftir Pasolini. ANNAN nóvember árið 1975 fannst illa leikið lík skáldsins og leikstjórans Pier Paolo Pasolini á ber- angri í Ostia á ítalíu. Klukkan hálftvö sama dag veitti ítalska lögregl- an gráum Alfa Romeobíl eftirför. Bifreiðin hafði verið í eigu Pasolini. Ódæðismaðurinn keyrði á grindverk og lög- reglan hafði hendur í hári hans. Fórnarlambið Pier Paolo Pasolini fæddist 5. mars árið 1922, sama ár og Mussolini komst til valda. Faðir hans var atvinnuher- maður og fasisti. Brátt kom á daginn að son- urinn var hinn mesti ættleri og lítt til her- mennsku falUnn. Bróður Pasolini Guido kippti hins vegar í kynið. Hann gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna í heimstyrjöldinni seinni og féll í skærum við aðra andspyrnu- menn. Pasolini var harmi sleginn. Faðir þeirra gerðist hneigður til drykkju og Bakkus lagði þennan gamla stríðsmann að velli. Pasolini dvaldi í Friuli á stríðsárunum og varð vitni að baráttu leiguliða við auðuga landeigendur sem voru í raun lénsherrar og höfðu ráð undirsátanna í hendi sér. Örlögin hlífðu Pasolini við að verða menntaskólakennari. Listamaðurinn kenndi við menntaskóla en árið 1949 var honum gert að sök að hafa gert sér dælt við nemanda. Hann var sýknaður en rekinn úr starfi og gerður brottrækur úr kommúnistaflokknum ítalska. Fyrsta ljóðabókin eftir Pasolini Aska Gramsci (Le ceneri di Gramsci) kom út árið 1956 en Gramsci þessi lést í fangelsi á valda- árum fasista. Pasolini var persónulegt og einlægt skáld. Rithöfundurinn Alberto Moravia sagði hann merkasta skáld á ítalíu á ofanverðri öldinni. Pasolini var alla sína tíð milli steins og sleggju. Fasistar Utu á hann sem byltingarsinna og fúllífismann; samherj- um hans á vinstri vængnum fannst hann hins vegar of einþykkur og borgaralegur. Pasolini var hvassyrtur pistlahöfundur og hlífði eng- um þegar hann hélt reiðilestur yfir samborg- urum sínum. Það segir sig sjálft að maður sem rekinn er úr kommúnistaflokki hlýtur að vera með afbrigðum réttsýnn. Eins og lang- flestir sem gæddir eru pólitískri sannfær- ingu var Pasolini þröngsýnn og leiðinlegur þegar hann skrifaði um stjórnmál. Á glapstigum Pasolini kom askvaðandi inn á ritvölhnn og gat sér gott orð fyrir næmar lýsingar á götulífinu í Róm. Hann fékkst fyrst við kvik- myndir sem handritshöfundur og starfaði með Federico Fellini að Nóttum Cabiriu (Le notti de Cabiria). Fellini vann að mynd um portkonu í Róm. Brátt kom á daginn að handritið var of ungmennafélagslegt, brodd- inn vantaði. Meistarinn þurfti á að halda heimildarmanni sem gat lýst skuggahliðum Rómar svo að trúlegt væri og fékk götustrák til liðs við sig. Sá var enginn annar en Pier Paolo Pasolini. Handritshöfundinn dreymdi um að setjast í leikstjórastólinn og gerði stutta kynningarmynd sem hann sýndi Fell- ini en leikstjórinn lét sér fátt um finnast. Fyrstu mynd sína, Attacone, gerði Pasolini árið 1961 og sótti söguefnið í eigin smiðju. Segir þar frá undirmálsmanni einum sem býr í fátækrahverfi í Róm og er vita gagns- laus jafnt sjálfum sér sem öðrum. Eigi að síður nær misindismaðurinn að vinna hug og hjarta áhorfandans. Næsta mynd eftir leik- stjórann, Á glapstigum (Una vita violenta), var af sama toga spunnin. Mamma Roma segir frá gleðikonu í Róm. Anna Magnani lék aðalhlutverk með miklum tilþrifum eins og' við var að búast. Ekki fór á milli mála að Pa- soUni var klaufskur leikstjóri. Þó lá mannin- um svo mikið á hjarta að hann gat hrifið FRANCO Citti lék ógæfumanninn Attacone í fyrstu mynd sem Pasolini gerði. PASOLINI mundar myndavélina við tökur á Kantaraborgarsögum eftir Chaucer. PASOLINI í þungum þönkum. PASOLINI deildi hart á valdatíð fasista í myndinni Salo. ENRIQUE Irazoquí (hlutverki frelsarans í Matteusarguðspjalli. áhorfendur með sér þrátt fyrir aUa þá form- galla sem á myndum hans voru. PasoUni var stór sá). Þótthann veldi ömurlegustu fá- tækrahverfi á Italíu sem sögusvið skein virð- ing hans og samúð með sögupersónum í gegn um hvern myndramma. Skáldið gerði úrhrök mannkyns að marg- brotnum söguhetjum án þess að fegra eða draga glansmynd af þessari veröld eða reyna að gera hana þóknanlegri en efni stóðu til. Hann var laus við ræfladýrkun en sýndi blákalt heim þeirra sem minna mega sín. Hann efldi nýraunsæi sem ruddi sér til rúms á eftirstríðsárunum og gekk feti framar. Pa- solini hvarf frá nútímanum þegar frá leið og leitaði fanga í fortíðinni. Síðar meir reyndi hann að taka upp þráðinn en Pasolini átti í raun aldrei afturkvæmt á þessar slóðir. Myndirnar Teorema og Svínastían (Porcile) eru þunglamalegar ádeilur á samtímann, burgeisana og hvaðeina. Þær líða fyrir að sögusviðið er ekki fátækrahverfi á líðandi stundu eða horfinn heimur svo að alUr van- kantar og hnökrar eru deginum ljósari, frumstæð efnistökin kallast ekki lengur á við söguheiminn. Margir gerðu því skóna að brögð hefðu verið í tafli þegar Pasolini var myrtur og drápsmaðurinn hefði ekld verið einn að verki. SUkt hefur aldrei sannast og fátt bendir til þess. Leikstjórinn Michelang- elo Antonioni sagði: „Hann féll fyrir hendi eigin sögupersónu". Pier Paolo Pasolini var dreginn fyrir rétt 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.