Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 9
 GOTUMYND borgarinnar. frá Lucknow. Hér ægir öllu saman þótt um sé að ræða eitt helsta breiðstræti Kýrin jórtrar hin rólegasta þrátt fyrir hávaða og mengun á meðan lögreglumaður stjórnar umferðinni enda götuljós óvirk. VINNUAÐSTÆÐUR í saumaverksmiðju í Lucknow. Börn og fullorðnir vinna chickan-klæði, útsaum sem er einkennandi fyrir þetta svæði. um hana gilda. Menn giftast innan stéttarinn- ar, sinna ákveðnum störfum sem eru talin til- heyra henni og hafa einnig mismunandi siði og matvenjur. Trúarbrögð hindúa kenna að stéttir séu ekki jafnar og skuli hinar óæðri virða þær æðri. Þrátt fyrir mismunun sem af þessu hlýst telja flestir hindúar ekki að í því felist neitt óréttlæti enda ráða gjörðir þínar á fyrra tilverustigi í hvaða hlutverk þú endurfæðist. Eitt af því sem ræður mestu um hvort þú fær- ist á hærra stig er einmitt hvort þú hefur sætt þig við stöðu þína í þessu lífi og lifað í sam- ræmi við hana. Þetta er trúlega megin skýr- ingin á þolinmæði og kröfuleysi sem virðist einkenna öll samskipti. Indland verður ekki skilið nema gera sér grein fyrir þessum siðvenjum. I raun eru til þúsundir stétta (jatis) en að jafnaði hefur þeim verið skipt niður í fjóra megin hópa (varnas). Lægst settir allra eru síðan þeir sem ekki tilheyra neinni stétt, áður kallaðir „hinir ósnertanlegu", nú iðulega kallaðir „börn Guðs" að hætti Mahatma Gandhi. Nafnið „hinir ósnertanlegu" er tilkomið vegna at- . vinmmnar sem þessi hópur stundaði. Hann sinnti óþrifaverkum, vann við slátrun, verkun dýrahúða, ruslhreinsun o.fl. Þessi hópur hefur alla tíð búið við mikla fordóma en hefur síð- ustu árin fengið ýmis forréttindi sem ætlað var að bæta stöðu hans. Þau hafa þó ekki dug- að tíl. Dæmi um stéttaskiptingu, laun e.fl. Ég gat aldrei vanist því sem Indverjar töldu eðlileg samskipti stétta. Um tíma bjó ég á heimili konu sem var yfirmaður eftirlits- deildar CMS. Eiginmaður hennar var fyrr- verandi ofursti, kominn á eftirlaun. Á heimil- inu voru tveir „starfsmenn" sem ofurstinn verkstýrði á daginn. Kona sinnti matseld, hreingerningum og fleiru. Hún bjó í herbergi uppá þaki hússins ásamt eiginmanni. Konan vann a.m.k. átta tíma á dag og fékk fyrir það 1.000 rúpíur, eða um 1.600 kr. á mánuði. Til viðbótar fékk hún herbergið, frítt rafmagn og stundum matarafganga. Auk þessa var þeim stundum boðinn morgunmatur og þá sitjandi frammi á gangi á meðan hjónin sátu við borð- stofuborðið. Þetta þótti ofurstanum vel í lagt og sagði að margir fengju minna fyrir meiri vinnu. Einnig vann á heimilinu ungur maður sem sinnti innkaupum, þrifum, viðhaldi og ýmsu smálegu. Hann kom á hverjum morgni um kl. fimm og vann til kl. níu eða tíu, kom síðan aft- ur kl. þrjú síðdegis og vann þá til kl. sjö. Hann fékk um 1.300 kr. mánaðarlaun fyrir þessa vinnu og stöku sinnum bol, skyrtu eða eitt- hvað smálegt. Tónninn sem notaður var við fyrirskipanir til þessa fólks var stundum hryssingslegur og ofurstinn sagði að nauðsyn- legt væri að láta þau alltaf vera að puða. Til viðmiðunar fylgja hér gróf launaviðmið sem mér voru gefin upp: Verkamenn og bændur, bílstjórar o.fl. 1.500-2.500 krymán. Aðstoðar- fólk á skrifstofum, verslunarfólk o.fl. 3.000- 5.000 krymán. Skrifstofufólk, reikningshald- arar, kennarar o.fl. 6.000-9.000 krymán. Stjórnun, rekstur, ráðuneyti o.fl. 10.000- 16.000 krymán. Á ferð með starfsmanni CMS hittum við ungan mann sem átti sex börn og var með 1.600 kr. mánaðarlaun. Þegar ég spurði starfsmanninn hvernig fjölskyldan gæti lifað á þessu yppti hann bara öxlum. Þau voru aug- Ijóslega í hópi þeirra sem ekki áttu nema rétt fyrir einni máltíð á dag. Þetta er fyrsta grein af þremur. Sú næsta birtist i næstu Lesbók. Á MEÐAN karlinn selur smádót eldar konan við hlóðir alveg ofan í opnu göturæsinu og börn- in fimm finna sér eitthvað til dundurs. Takið eftir nöktu kornabaminu á bak við móðurina. CMS-skólans voru ákaflega duglegir og náðu miklum árangri voru þeir háðir miðstýringu og gátu setið og beðið fyrirmæla heilu dag- ana. Þrátt fyrir aksturslag sem var skelfilegt virtust slys ekki tíð og menn sýndu undan- tekningalaust þolinmæði. Innan fjölskyldna voru jafnframt skýrar reglur um aldurs- bundna virðingu og mikil festa var einnig í starfi skólans. Flest vandamál segja Indverjar að rekja megi til mannfölgunarvandans sem spilltir stjórnmála- og embættismenn sjái sér ekki hag í að leysa. Ómenntað lágstéttarfólk lítur á það sem eðlilegan og nauðsynlegan hlut að eignast mörg börn. Þau hjálpa til við vinnu og tryggja umönnun foreldra í ellinni. Lágstétt- arstúlkur eru sjaldan sendar í skóla heldur vinna við fjáröflun og aðstoð á heimili. Stjórnvöld hafa ekki undan að skipuleggja þjónustu sem okkur vesturlandabúum finnst sjálfsögð. Rafmagn er tekið af nokkrum sinn- um á dag. Af þeim sökum eru Ijósavélar við flestar skrifstofur og sum heimili. Duga þær fyrir ljós og viftuspaða í loftum en sjaldan fyr- ir loftkælingar. Símakerfi er lélegt og ekki óalgengt að samband rofni. Sími hefur ekki verið lagður til allra staða, sérstaklega ekki í sveitirnar. Þjónusta við netnotendur er bág- borin og reyndi þetta eina samband mitt við „fyrra líf' oft á þolrifin. Fyrir kom að ég gat hvorki tekið á móti né sent rafpóst heilu dag- ana. Kannski má merkilegt heita að eitthvað hafi þó ratað réttar leiðir yfirleitt gegnum þær víraflækjur sem liðuðust milli síma- staura. Lestarkerfi landsins hefur ekki und- an. Til að ferðast með lest þarf að panta heil- um mánaði áður til að fá örugglega sæti. Ég pantaði lestarferð frá Agíá til Delhí með tveggja vikna fyrirvara. Utilokað reyndist að komast með hraðlest, þar voru þegar komnir 54 á biðlista, en með annarri lest var unnt að fá 10. og 11. sæti á biðlista. Unnt er að komast að með minni fyrirvara og fá þá hvorki sæti né vera í loftkældum vagni. Stéttaskipting Hið ævaforna stéttakerfi, kastakerfið, er enn við lýði meðal hindúa í Indlandi þótt margir teýi það á hægu undanhaldi. Það hef- ur lítið breyst í sveitum en öllu meira í borg- um. Menn fæðast inní ákveðna stétt og verða að haga sér samkvæmt þeim lögmálum sem ÞORVALDUR ÖRN ÁRNASON VERÖLDIN OGÉG Þú undurfagra veröld með lýsandi stjörnur og litrík blóm. Að ég skulu vera hluti afþér jjetta eina lífsem ég á, þetta blik á óravíðu hafiþínu, þessi örmjói geisli sem lýsir uns hann dreifíst og er gleyptur, - svo bjartur og hlýr meðan hann er. Þetta litla, skæra vetrarblóm á grýtta melnum, nýkomið undan snjó og veturinn í nánd. Ég er hér til að breyta til hins betra. Með tilstyrk forfeðra og samferðafólks legg ég hellu ígangstíginn til framtíðarinnar. An mín væri glit hafflatarins daufara og einu blómi offátt í gróðurkraga fjallsins. HELGI AUÐN- ARINNAR Þú gráleita víðátta, skreytt litríkum djásnum blóma og steina, sem sólin ryðst inn í á góðviðrisdegi og sveipar bláma himinsins. Kyrrð þín og kraftur hjálpar mér að fínna aftur lífíð sjálft, ástina í mér öllum og ryðja sandfyllta farvegi hennar. Þinn er mátturinn og dýrðin, aðeilífu? Höfundurinn býr í Vogum. Ljóið er til minn- ingar um Einar Aðalsteinsson sem var forseti Guðspekifélagsins um árabil. Höfundurinn er forstöðumaður skólaþjónustu Eyþings á Akureyri. JOHANNA HALLDÓRSDÓTTIR LEITANDI Einlæg er stúlkan ögrandi spyr örlagahjólið það rúllar sem fyrr Leitar að svörum leitaraðþér skiljandi lítið hve lokað allt er Ætlunarverkið er andanum háð fjölþætt, svo fjölbreytt hún sinnir um sitt sinnir um sína Tónlistin létt í elskenda valsi elskuð en engum þó háð sporin sín skilur íhjartanu eftir viskan þig slær og faðmar í senn Óskiljanleg eins og vindur í íogni íaugunum þrá fyrir örmagna heim í höndum rósir óskrifuð blöð Utan við allt og innra með öllu Er staðurinn hennar bleikur og blár Höfundurinn býr ó Blönduósi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 12. JÚNÍ1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.