Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 13
FRANS Hals: Portret af Tiel- eman Roosterman. Málverk- inu hefur ásamt öðru verið skilað til ættingja Rothschild-ættarinnar. Það mun fara á uppboð hjá Christie's í London 8. júlí. HYACINTHE Rigaud: Portret af greifanum Philipp Ludwig Wenzel Sinzendorf. Málarinn er ekki meðal hinna þekkt- ustu og greifinn með öllu gleymdur, en myndin er engu að sfður tilkomumikil og sannarlega barn síns tíma. RANSFENG SKILAÐ EFTiR HARALD JÓHANNSSON Hvort hægt verour að hafa uppi á erfingjum ailro þeirra sem sviptir voru listaverkaeignum sínum er auð- vitao vafamál en settar hafg verið á stofn rannsóhoT-" nefndir sem vinna ötullega ao því ao hafa uppi á þeim sem eiga meo löglegum hætti tilkall til verkanna. . >*„«¦ ««§*>-»%> v£F?" . \ V'\c*á3í^33^Bw'' ^< °*?&K'' &M J)lj(5~X tJbijj jrfjjffl «53? ''¦¦'¦"¦¦„rscs ^T?! ^ÓjSpS?-^^^^1; liM. *^«I17^tB 'Æf tm>< íf *¦¦ /. rfcj^'^w^lyA,. j&^ •:^^W':'Ék y?f? ™ ¦Ir^".' BWfiK^feiKfef.T , \" (4: m&k "'•' \ 1 HHP^ ' í ¦TP u' *v BC^IRI^Ss^ gt,- Hp» / í £^ ' ";£^&fre r >E-'' Mi'.'-' "***?' "*"H '?t-".5 - - '^¦'¦".¦¦"''. "" • - ¦\ f JAN Wyants: Landslag og veiðimenn. Dæmigert fyrír rómantfsk 19. aldar málverk. IAUSTURRÍSKA þjóðþinginu voru á sl. ári samþykkt lög sem eru afdrátt- arlaus tilskipun um að listaverkum sem nasistar á árunum 1938-1945 tóku ófrjálsri hendi úr höndum eig- enda sinna, skuli skilað, lagasetningu þessari sem er númer 181 frá 1998 skal þegar framfylgt. Nú eru nær 60 ár liðin síðan listaverkun- um var svipt af eigendum sínum, en þeir voru flestir Gyðingar en auk þeirra líka fleiri sem ekki vildu sætta sig við húsbændur úr röðum nasista, má því nærri geta að erfitt mun að finna verkunum farveg til baka. Þá- verandi löggiltir handhafar eru löngu látnir ef ekki vegna aldurssaka, þá af manna völd- um en allir þekkja örlög milljóna Gyðinga í síðustu heimsstyrjöld, og annarra sem ekki lutu orðálfeust tilskipunum Hitlers. Eftir margra áip|Ömræður og yfirveganir er þetta endanleg íkvörðun austurríska ríkisins með frú Elisabeth Gehrer menntamálaráðherra í fararbroddi, hún er íslendingum ekki síst kunn fyrir heimsókn sína með bóka- og handritagjöf til íslensku þjóðarbókhlöðunn- ar sumarið 1997 í fylgd Helmuths Neumanns tónskálds. Verðmæti þeirra verka sem skila á nema milljörðum shillinga, t.d. þrjú málverk eftir Franz Hals (1580-1666), hann var samtíma- maður Rembrandts en þeirra verk eru í sama himinháa verðflokki. Nokkrar myndir eftir Gustav Klimt (1862-1918), einn af toppum austurrískra listmálara fyrr og síðar, sem enn vegna óljósra formgalla hefur ekki verið end- anlega ákveðið að skuli skilað, þó að líklegt sé að svo^verði, eru metnar á meira einn miUjarð shillinga. (1 ÖS = 5:6 íkr.) Umfangsmesta myndasafriið sem skilað verður í einu lagi tilheyrði á sínum tíma Rothschild, vellauðugri Gyðingafjölskyldu sem búið hafði í Burgenlandsfylki Austurríkis öldum saman, en það eru alls 239 verk eftir ýmsa valinkunna listamenn. Hvort hægt verður að hafa uppi á erfingj- um allra þeirra sem sviptir voru listaverka- eignum sínum er auðvitað vafamál en settar hafa verið á stofn rannsóknarnefndir sem vinna ötullega að því að hafa uppi á þeim sem eiga með lóglegum hætti tilkall til verkanna. Það eru ekki allir sammála þessari ráðstöf- un, þeir kalla þessa ákvörðun pólitískt glappa- skot en þeir veigra sér þó við að hafa hátt um það. Þeim hópi sem fyrir stuttu kaus Jörg Haider formann Frjálslyndra, flokk öfgafullra hægrisinna til landstjóra í Kárnten, eins af níu fylkjum Austurríkis, er þessi gjörð síst að skapi, þó hefur flokkurinh alls ekki orð á sér fyrir að hafa list eða aðra menningargeira í hávegum. En réttlætiskenndin liggur misjafnlega djúpt í vitund manna eins og kunnugt er og sumir fara jafnvel alveg á mis við hana og er þá nokkuð eðlilegra en að þeir skipi sér í flokk sér líkra? Það sem mestu máli skiptir er að mesti hluti landsmanna stendur einhuga að baki þessari ákvörðun austurríska þingsins, og er það þjóðinni til ævarandi sóma. Höfundurinn býr 1 Vfnarborg. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 12. JÚNÍ1999 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.