Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 20
EILÍF ÁST, FRAMTÍÐARMAÐURINN OG REYNSLUHEIMUR KVENNA * >> Polylogue 153 er samsýning 15 listctmanna frá París sem nú stendur yfir í Nýlistasafninu. F 5olylogue er fi álag áhugamanna, listunnenda, safnara og menntamanna sem hafa það að markmiði að styð ja listamenn og koma verkum |; )eirra á framfæri. Formaður félagsins, Odile Baudel, er jc jfnframt sýningarstjóri og kom hún ásamt listamönnunum til íslands. Verkin í Nýlistasafninu eru fjölbreytt en þar má m.a. sjá myndbandsverk, Ijós- myndir, hönnun og málverk. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓ7TIR ræddi við Odile og nokkra listamann- anna um tildrög Polylogue og verki n á sýningunni. ODILE, sem nýtir rúm- góða íbúð sína í París sem sýningarrými, segir að hún hafi fengið hug- myndina eftir að börnin hennar þrjú fóru að heiman. „Mér fannst ómögulegt að nýta ekki þetta stóra rými og fékk þá hugmynd að bjóða listamönnum að sýna þar og fór í framhaldi að skipuleggja sýningar," segir Odile. Hún segir að hún bjóði þangað fólki sem hafi gaman af listum og að margir styrki þannig listamenn með heimsókn sinni. „Eg trúi því að augu og eyru virki betur ef þú þarft að borga fyrir, heldur en þegar eitthvað er ókeypis," bætir Odile við. Hún segir þó að vegna franskra laga geti hún einungis haldið sex sýningar á ári. En frönsk lög líta svo á að annars sé um atvinnu- starfsemi að ræða, en ekki aðstoð við unga listamenn að reyna að koma sér á framfæri. Polylogue var stofnað 1996 og segir Odile að hún fylgist reglulega með því sem sé að gerast í listalífinu. Hún fari oft á útskriftarsýningar, aðrar sýningar og jafnvel heim til listamanna að skoða verk þeirra. Listamennirnir leita þó ekki síður til Odile en hún til þeirra. „í Frakk- landi er nútímalist ekki jafn mikils metin og á Islandi,“ segir Odile til útskýringar. „Frakkar eru hrifnari af list fyrri tíma. Nútímalist er lífsmáti ykkar á íslandi, þið byrjið alltaf að vinna út frá henni. Það er mun erfiðara að kynna nútímalist fyrir Frökkum,“ bætir hún við. Odile segir Polylogue hafa fengið betri við- brögð en hún þorði að búast við. Hún segir nú- tímalistina líka það vítt svæði að hún hafi ákveðið strax að velja ákveðið tema á hverju ári. „Fyrsta árið voru það skynfærin fimm og nútímalist, sem var nokkurs konar endurfæð: ing og því táknrænt fyrir þetta nýja félag. í fyrra var temað síðan Andi hvar ertu? og not- uðu listamenn þar húmor í verkum sínum. Pað var þá sem ég kynntist Laufeyju Helgadóttur sem kunni vel að meta sýninguna," segir Odile. „Hún stakk upp á að við kæmum með sýningu til íslands. Eg hafði síðan aðeins einn og hálfan mánuð til að koma sýningunni sam- an. Eilíf ást ekki fyrir íslendinga endaduftið" hafa verið vinsælast á íslandi, en enginn hér hafi hins vegar freistast til að sprauta sig með „Eilífri ást“. „Það er fýrir Spánverjana", skýtur Christine Canetti, einn listamannana, inn í og uppsker almennan hlátur. Darko Karadjitch myndhöggvari er frá Svartfjallalandi. Verk hans samanstendur af tilraunaglösum sem hylja heilan vegg og er u.þ.b. helmingur þeirra fylltur bláu vatni frá ýmsum stöðum. I hluta glasanna er komið fyrir koparvír og breytist því litur vatnsins smám saman yfir í grænan vegna efnabreyt- inga koparsins. Darko lauk við innsetninguna sl. laugardag og bíður nú bara eftir að liturinn breytist. Hann segir að hann líti aðallega á verk sitt sem formgerðarverk, en hann hafi þó fengið margar mismunandi túlkanir á verkinu. „Sumir segja að þetta sé landslags- mynd. Að þetta sé abstrakt landslag með regni og sjó. Aðrir sjá í því vistvænar tilvísan- ir og túlka þá mismunandi bláu tóna sem á vatninu eru sem gagnrýni á mengun,“ segir Darko og bætir við að hann láti þessar túlkan- ir sér í léttu rúmi liggja. Darko segir þó að sér hafi fundist verkið viðeigandi þar sem hann hafi séð ísland fyrir sér sem eitthvað á milli himins og jarðar. Maike Frees er frá Berlín. Hún sýnir ljós- ODILE seilist í mótmælendapúðrið vinsæla. FRÉDÉRIC Atlan segir áhættu fylgja því að vinna myndverk á einni viku, LJÓSMYNDIR Catherine Heimer, frá vinstri: The Coast 1, The Coast 2, The Sea 1 og The Garden 1. í ár er tema Polylogue samskipti og segir Odile að það eigi við samskipti okkar við aðra, en ekki síður við okkur sjálf. Það er fjöl- breytnin sem ræður ríkjum á sýningunni þrátt fyrir að ákveðið tema tengi verkin saman. Frangcoise Pétrovitch sækir sér t.d. efnivið í reynsluheim kvenna fyrr á öldinni og eru myndimar unnar úr hannyrðum og klippi- myndum sem og úr æfingabókum sem fransk- ar konur voru látnar gera í skóla. „Þessar bækur,“ segir Odile, „sögðu þeim að vera sæt- ar og góðar, en á þessum tíma sögðu þær kon- um aldrei að vera þær sjálfar". Það er húmorinn sem ræður ríkjum í verki kanadísku listakonunnar Dönu Wyse. En verk Dönu eru pillur og sprautur í notenda- ■ vænum pakkningum og fylgir hún þar fyrir- mynd auglýsingaiðnaðarins. Pillur Dönu eru þó svolítið óvenjulegar því að þær lofa eilífri ást, gagnkynhneigð, meydómi, mótmælenda- trú og ýmsu fleiru. Að sögn Odile hafa þó nokkrir tekið pillurnar án þess endilega að trúa á virkni þeirra. Hún segir „Mótmæl- myndaröð af systur sinni og móður og þeirri augljósu spennu sem ríkir milli þeirra. Maike er auk þess með myndbandsverk þai* sem hún leikur sér með birtingarform athyglisgáfunnar - það að hlusta á fólk án þess að heyra hvað það er að segja. Christine Canetti sýnir síðan röð andlitsmynda, hún afsakar þær þó hálf- partinn og segir þær ekki gefa rétta mynd af vinnu sinni. Hún vinni venjulega með gler, en það hafi verið of fyrirferðarmikið og dýrt að flytja til íslands. Myndirnar á veggnum eru því meira það sem Christine kallar „ex- pressjónískar" skissur og því hefðbundnari en önnur verk hennar. Ný heimkynni framlíðarmannsins Jérome Olivet leita á önnur mið en hinir listamennirnir og horfir til framtíðar í sínum verkum. Jérome er lærður hönnuður og sýnir myndbandsverk og hönnun sem hann hefur unnið að. Það er tenging á milli verkanna og lýsa þau komu framtíðarmannsins, sem hálf vélgerðar mannverur framtíðar eru nógu mennskar til að bera kennsl á. Hann segir verkin fjalla um andlega byltingu. „Hálf- mennskar verur framtíðar bera kennsl á framtíðarmanninn og saman ferðast þær til annars heims þar sem við getum lifað að ei- lífu,“ segir Jérome. Hann hefur undanfarið verið að vinna að hönnun fyrir Alessi, fyrir- tæki á Ítalíu. Jérome játar að hafa gaman af vísindaskáldskap og segist vilja breyta veru- leikanum. Hann segir verk sín engu að síður þess eðlis að þó hann leitist við að skapa fantasíuveröld, þá eigi hún sér alltaf rætur í veruleikanum. Annars ættu áhorfendur nefnilega þess ekki kost að taka þátt og fylgj- ast með því sem gerist. Frédéric Atlan á heiðurinn að setustofu Nýlistasafnsins. Hann segir að þegar hann hafi frétt að þetta væri nýlistasafn, en á ensku er heitið „Living art museum“ eða lif- andi listasafn, þá hafi sér fundist mikilvægt að gera eitthvað sem væri lifandi list. Frédér- ic segir líka að hann hafi viljað hafa verkið á léttu nótunum. Hann málaði því veggi, gólf og loft setustofunnar á einni viku. Frédéric segir að hann hafi lagt nótt við dag til að klára verkið og segir áhættuna töluverða í slíkum tilvikum þar sem að ekki sé hægt að koma að verkinu aftur og laga það. Frédéric kom þó einnig með eitt verka sinna frá Frakklandi og hefur því verið fundinn staður í miðri setu- stofunni. Hann segir efnivið þess vera heims- styrjöldina síðari. „Fyrir mig er myndlistin ákveðin læknis- meðferð,“ segir Frédéric. „Ég hef tvö stig við vinnu mína, fyrst hendi ég litum á vegginn án þess að skeyta mikið um það sem ég er að gera og áhrifin því eingöngu sjónræn. Síðan skipulegg ég það sem gerðist ósjálfrátt með því að mála með svörtum lit það sem ég sé fyr- ir í myndinni. Það má því segja að þetta sé í raun menningin og náttúran," bætir Frédéric við. „Svarti liturinn er menningin sem endur- speglar náttúrulega ástandið sem kom fyrst og er öllu frumstæðara." Polylogue 153 lýkur 27. júní. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.