Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 11
- Ljósmynd/Bjarni E. Guðleifsson HORFT TIL suðausturs af Drangafjalli rétt sunnan við Hraundranga. Hraunsvatn og Vatnsdalur eru nær, Þverbrekkuvatn og Öxnadalur fjær, en Þverbrekkuhnjúkur aðskilur dalina. I 20 km. TRÖLLASKAGI. Tölur í ferningum vísa til númera í töflu 1 og sýna hæstu fjöll á Tröllaskaga en tölur í hringjum vísa til númera í töflu 2 og sýna leiðir milli héraða. Öxnadalsheiðarinnar, sem oft er einu nafni nefnt Nýjabæjarfjall, heyri einnig til Trölla- skagans, allt suður þar sem botnar Eyjafjarð- ardals og Austurdals í Skagafirði nálgast (sjá kort). Samkvæmt þessari víðfeðmu skilgrein- ingu nær Tröllaskaginn um 120 km frá norðri til suðurs og er rúmlega 60 km breiður þar sem hann er breiðastur. Myndun Tröllaskaginn er byggður upp af misþykkum hraunlögum sem runnu á tertíertíma og eru elstu lögin á utanverðum skaganum um 11 milljón ára gömul. Flest eru hraunin basalt- hraun en í grennd við megineldstöðvarnar, sem eru fjórar, eru einnig súrari andesít- og líparít- hraun. Megineldstöðvarnar eru í Flókadal í Fljótum, við Hóla í Öxnadal, við Austurdal og á Nýjabæjarfjalli (7). Á milli hraunlaganna eru svo þunn setlög, oft rauðleit, mynduð úr jarð- vegi, en stundum hvít eða grá leirsteins- eða sandsteinslög og jafnvel völuberg. Þessi setlög sér maður oft greinilega^ þegar gengið er um háskörð Tröllaskagans. Á ísöld runnu megin- jöklar út firðina tvo, en hliðarjöklar runnu til þeirra og grófu dali í hraunlögin. Stærstu jökl- arnir sem runnu til meginjöklanna grófu út Djúpadal, Glerárdal, Hörgárdal, Þorvaldsdal, Svarfaðardal og Ólafsfjörð norðaustur til Eyja- fjarðar en Hjaltadal, Kolbeinsdal, Deildardal, Únadal og Fljót norðvestur til Skagafjarðar. Víða eru svo minni þverdalir, og svo lengi stóð rof jöklanna að botnar úr austri og vestri ná sums staðar saman og eftir standa aðeins rimar á milli þeirra. Sennilega hafa hlutar skagans staðið upp úr jóklunum á ísöld, og þar hafa plöntur lifað ísöldina af. Hvergi á íslandi er há- fjallagróður jafn fjölbreyttur og á Tröllaskaga8. Nú eru allmargir smájöklar á Tröllaskaganum, samtals um 150 ferkílómetrar, og eru stærstu jöklarnir á miðjum skaganum þar sem Barkár- jökull og Tungnahryggsjökull tengjast. Allvíða eru einnig minni jöklar og grjótjöklar9. Gljúfurárjökull i Skíðadal er úfnasti skriðjökull skagans. Fföllin Tröllaskaginn er ekki bara mikill um sig heldur einnig býsna hálendur, fjöllin víðast yfir 1.000 metra há og mjög víða ná þau 1.300 m og hæsta fjallið er yfir 1.500 m. Fjalllendið er þó ekki samfellt, heldur mjög sundurskorið af djúpum dölum sem jöklarnir grófu á síðasta jökulskeiði. Ótrúlega víða hafa öndverðir dal- botnar nánast náð saman, og á milli þeirra eru BAUGASEL f Barkárdal. Ljósmynd/BEG Ljósmynd/Hörður Kristinsson KERLING, hæsta fjall Trötlaskaga, séð af Súlum. Tindarnir vinstra megin eru Þrfklakkar og Bóndi, en beint undir er Stórikrummi (dökkur). Hægra megin Kerlingar er Lambadalsöxl. Ljósmynd/lngvar Teitsson HORFT þvert yfir Héðinsfjörð úr Hestskarði. Víkurhyrna til vinstri, Vatnsendahnjúkur til hægri. einungis hvassar eggjar. Dalirnir eru víða djúpir og fjöllin hömrótt og hrikaleg. Þegar uppá fjöllin er komið kemur það manni á óvart hve slétt þau eru að ofan, og víða er hægt að ganga eftir þessari hásléttu frá einu fjallinu yf- ir á annað, en sums staðar skera dalbotnar þessa samfellu, þannig að maður verður að ganga eftir hvössum eggjum eða fara niður fyr- ir þær til að komast á næsta fjall. Hæst eru fjöílin umhverfis Glerárdal, sem er suður af Akureyri, en einnig eru há fjöll á milli Hörgár- dals og Skíðadals svo og á milli Barkárdals og Hjaltadals. I töflu 1 eru tekin saman hæstu fjöll Tröllaskagans. Þessi fjöll og önnur lægri eru skemmtileg áskorun fyrir útívistarmenn. Út- sýni er víða stórkostlegt og er ekki hægt að velja fegursta útsýnisstaðinn, en minn uppá- haldsstaður núna er af fjallinu Blástakki í botni Féeggstaðadals (1.388 m). Skörðin Tröllaskaginn var fyrrum mikill farartálmi á milli vestur- og austurhluta Norðurlands. Menn fundu þó fljótt þær leiðir sem stystar og lægstar voru og helst færar á milli héraðanna, Eyjafjarðar og Skagafjarðar. f töflu 2 eru helstu leiðir sýndar. Margar þessara leiða eru nú aflagðar og einungis sjást þar stöku göngugarpar á ferð, eða vélsleðamenn að vetri. Auk leiðanna á milli héraðanna í töflu 2 er ara- grúi lágra og hárra leiða á milli nágranna- byggðarlaga innanhéraðs. Mörgum þeirra er lýst í árbókum Ferðafélags íslands',10, ",12,13. Skörðin á milli héraða og byggðarlaga eru kjör- in til gönguferða, enda er fjölbreytnin afar mik- il, og geta menn valið sér leiðir eftir getu og tíma. Það verður hins vegar ekki sagt að fjöl- breytnin sé mikil í nafngiftum á fjöllum og döl- um. Enda þótt á skaganum séu mörg gullfalleg nöfn, svo sem fjallanafnið Glóðafeykir og dals- nafnið Brandi, þá eru þar ótrúlega margir Grjótárhnjúkar og Lambárdalir. Fjallvegir um Tröllaskagann á milli héraðanna Eyjafjarðar og Skagafjarðar eru um Öxnadalsheiði, Lág- heiði og um Siglufjarðarskarð, en engar jeppa- slóðir eru á milli héraðanna. Sums staðar eru slóðir inn í dalina, svo sem inn í Hörgárdal, Barkárdal, Skíðadal og Kolbeinsdal, en uppúr þeim er ófært fyrir jeppa. Slóð var rudd yfir Heljardalsheiði árið 1988 í tengslum við lagn- ingu ljósleiðara, en hún er líklega orðin ófær. Skálar Á skaganum eru fáir skálar. Nokkrum gangnamannakofum er enn haldið við frammi í T- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 12. JÚNÍ1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.