Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.06.1999, Blaðsíða 12
Ljósmynd/Árni Þorgilsson Á NÝJABÆJARFJALLI er sléttlent, en hvergi stígur af steini. Tafla 1. Fjöll á Tröllaskaga sem eru yfir 1400 metra hæð. Raðnúmer vísa tilstaðsetningar á korti af Tröllaskaganum (ferhyrningar). Hæðartölur lesnar af kortum Landmælinga íslands (14), en í svigum eru frávikstölur sem nefndar eru ÍÁrbókum Ferðafélags íslands (12,13). Röð Heitifjalls Metrar yfir sjó Aðliggjandi dalir 1 Kerling 1536 Finnastaðadalur/Glerárdalur 2 Tröllafiall (syðst) 1483 Glerárdalur/Bægisárdalur 3 Kista 1474 Glerárdalur/Hörgárdalur 4 Strýta 1456 Glerárdalur/Hörgárdalur 5 Tröllafjall (nyrst) 1454 Glerárdalur/Bægisárdalur 6 Kambshnjúkur 1450 (1414) Glerárdalur/Horgárdalur 7 Dýjafjallshnjúkur 1445 (1456) Ytri-Tungudalur/Klængshólsdalur 8 Kvarnárdalshnjúkur 1430 (1448) lllagilsdalur/Klængshólsdalur 9 Tröllahyrna 1425 (1435) Glerárdalur/Bægisárdalur 10 Jökulborg 1421 Þverárdalur/Bægisárdalur 11 Stóristallur 1420 Skjóldalur/Finnastaðadalur 12 Kistufjall 1407 (1411) Pverárdalur/Glerárdalur 13 (Hólamannahnjúkur, Hjörtur) 1406 (1393) Barkárdalur/Kolbeinsdalur 14 15 Heiðingi Jökulfjall 1402 (1400) 1402 (1399) Hafrárdalur/Heiðinnamannadalur Barkárdalur/Hjaltadaiur Ljósmynd/Árni Þorgilsson HORFT TIL vesturs af Hofsdalahnjúk. Lengst til vinstri má í fjarlægð greina Ljósavatn og lengst til hægri Strýtu í Vindheimafjallgarðí. Hér sést hvernig mörg fjöll eru flöt að ofan, svo sem Vatnshiíöarfjall handan Þorvaldsdals. dölum. í Norðurárdal í Skagafirði þar sem ek- ið er upp á Öxnadalsheiði er gangnamanna- skáli. Tinnársel er gangnamannakofi í Aust- urdal og Gráni nefnist hús sem er við botn Austurdals, alveg á suðurmörkum Trölla- skagans, og uppi á Nýjabæjarfjalli eru tveir skálar sem vélsleðamenn hafa komið upp, Bergland við Vatnahjallaveg og Litlakot aust- an Urðarvatna, um það bil þar sem vetrarveg- ur Nýjabæjarfjalls fer hæst. Skammt ofan Akureyrar, við rætur Súlna, eiga skátar húsið Fálkafell og framarlega á Glerárdal er Ferða- félag Akureyrar með skálann Lamba og á Öxnadalsheiðinni er slysvarnaskýlið Sesselju- búð. I miðjum Barkárdal hefur Ferðafélagið Hörgur endurreist gamlan torfbæ, Baugasel, og um miðbik Skíðadals er gangnamannakof- inn Stekkjarhús. Á Heljardalsheiði er kofi og upp af botni Kolbeinsdals á Ferðafélag Svarf- dæla Tungnahryggsskála í nærri 1.200 m hæð. Á utanverðum skaganum eru slysavarn- arskýli við Almenningsnöf á Siglufjarðarleið, við Vík í Héðinsfirði og í Hvanndölum. Öll eru þessi hús opin en eru lítil og rúma einungis fáa í rúmstæðum. Útivistarsvæði Tröllaskaginn hefur að mestu sloppið við ágang stórframkvæmda virkjunaraðila og línu- lagningamanna, og yona ég að svo verði áfram um ókomna tíma. Ég tel óráð að leggja vegi uppá fjöll Tröllaskagans, hann eigum við að geyma ósnortinn fyrir göngumenn, skíðamenn, hestamenn og vélsleðamenn. Fjalllendið er raunar á náttúruminjaskrá, sem er yiljayfirlýs- ing um að varðveita þetta svæði. Á honum er eitt friðland, í Svarfaðardal. Skaginn er ótæm- andi ánægjulind fyrir þá sem vilja njóta úti- veru í hrikalegu, fjölbreytilegu, friðsælu og óspilltu landslagi, og held ég að hvergi á land- inu séu meiri möguleikar til útivistar. Þarna eru djúpir og skjólsælir dalir, brött og hrikaleg fjöll, brattir og úfnir smájöklar og tignarlegar hásléttur. Menn skyldu þó ætíð fara varlega, því í landslagi Tröllaskagans eru ýmsar hættur sem menn verða að varast, þar geta fallið snjó- flóð að vetri og þar geta menn lent í bröttum klettum og vélsleðamenn eru sérstaklega varaðir við því að fara ekM fram af hamrabrún- um. Þá geta veðrabrigði oft verið ótrúlega snögg, þannig að menn verða að hafa varann á. Það sem gerir þetta svæði sérlega áhugavert er að ferðamaðurinn hefur það á tilfinningunni að hann sé einn í óbyggðaheimi og sé að stíga fætí sínum á slóðir þar sem mannsfótur hefur aldrei stígið áður. Það er alveg ótrúlegt hve lít- ið íslandingar hafa sinnt því að skoða þetta svæði. Á 20 ára gönguferli mínum um Trölla- skagann hef ég einungis þrisvar hitt menn óvænt á fjöllum, og í tvö skipti voru útlending- ar á ferð. Ég geymi ótalmargar unaðsstundir í hugskoti mínu frá ferðum um þennan fjöl- breytílega skaga. Sögustaðir Á Tröllaskaganum eru auðvitað margir sögustaðir í byggð, en fjalllendið geymir ekki marga sögufræga staði. Forfeður okkar áttu ekki erindi inn á hálendið nema til að komast á milli byggða eða til að leita búfjár. Allvíða eru þó til þjóðsögur eða sagnir af svaðilförum á milli héraða og sumum lyktaði hörmulega, eins og til dæmis ferð Ingimars Sigurðssonar um Héðinsskarð árið 1908lz. Þá má nefna harmleikinn í Tryppaskál, en þar fórust 26 hross árið 1870, og má enn sjá beinahrúguna þar12. Þá má nefna að víða eru ónefnd fjöll, Tafla 2. Helstu leiðir yfirTröllaskaga á milli Eyjafjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu. Raðnúmer vísa til staðsetningar á korti af Tröllaskaganum (hringir). Hæðartölur lesnar af kortum Landmælinga íslands (14) og Árbókum Ferðafélags íslands (12,13). Röð He'rti leiðar Metraryfirsjó Byggðarlög, Eyjafj./Skagafj. Færð 1 Lágheiði 400 Ólafsfjörður/Fljót Akfært 2 Öxnadalsneiði 540 Oxnadalur/Norðurárdalur Akfært 3 Siglufjarðarskarð 630 Siglufjörður/Fljót Akfært 4 Hörgárdalshelði 630 Hörgárdalur/Norðurárdalur Hestfært 5 Olafsfjarðarskarð 743 Ölafsfjörður/Fljót Hestfært Hestfært 6 Hálsar/Sandskarð 750 ðlafsfjörður/Héðínsfjörður/Fljót 7 Hvarfdalsskarð 830 Svarfaðardalur/Fljót Hestfært 8 Heljardalsheiði 870 Svarfaðardalur/Kolbeinsdalur Hestfært 9 Vatnahjallavegur 900 Eyjafjarðardalur/Austurdalur Hestfært 10 Sandskarð 970 Svarfaðardalur/Fljót Hestfært 11 Unadalsjökull 1010 Svarfaðardalur/Unadalur Hestfært 12 Hjaltadalsheiði 1030 Hörgárdalur/Hjaltadalur Hestfært 13 Nýjabæjarfjall (sumarlek 5) 1030 1084 Villingadalur/Austurdalur Skíðadalur/Kolbeinsdalur Hestfært Gangfært Gangfært 14 Þverárdalsjökull 15 Svardalur 1100 Villingadalur/Austurdalur 16 Vesturárdalsjökull 1110 Skíðadalur/Kolbeinsdalur Gangfært 17 Nýjabæjarfjall (vetrarleið ) 1133 1150 Villingadalur/Austurdalur Barkárdalur/Kolbeinsdalur Gangfært Gangfært 18 Tungnahryggsleið 19 Svarfdælaskarð 1210 Skíðadalur/Kolbeinsdalur Gangfært 20 21 Hólamannaskarð 1210 Barkárdalur/Hjaltadalur Gangfært Héðinsskarð 1250 Barkárdalur/Hjaltadalur Gangfært Ljósmynd/Ámi Þorgilsson HORFT TIL norðausturs af Hofsdalshnjúki. Fjöllin handan Svarfaðardals eru í baksýn. Jökull- inn er í botni Þverárdals og í klettabríkinni sjást vel rauðu jarðlögin. Ljósmynd/Arni Þorgilsson ÚTSÝNI til suðurs af Sælufjalli. Snjór er í dölum og fjöllum í júlímánuði 1995. hnjúkar og skörð, sem annaðhvort hafa aldrei verið nefhd, eða nöfnin hafa glatast. Unnið er að úrvinnslu og staðsetningu örnefna Eyja- fjarðarmegin. Tafla 1. Fjöll á Tröllaskaga sem eru yfir 1.400 metrar á hæð. Raðnúmer vísa til stað- setningar á korti af Tröllaskaganum. Hæðar- tölur lesnar af kortum Landmælinga ís- lands14, en í svigum eru frávikstölur sem nefndar eru í Árbókum Ferðafélags íslands12, 13 Tafla 2. Helstu leiðir yfir Tröllaskaga á milli Eyjafjarðarsýslu og Skagafjarðarsýslu. Raðnúmer vísa til staðsetningar á korti af Tröllaskaganum. Hæðartölur lesnar af kort- um Landmælinga íslands14 og Arbókum Ferðafélags íslands12,13. Heimildir: 1 Angantýr Hjörvar Hjálmarsson, 1991. Sunnan Öxnadalsheiðar og austan Öxnadals. Árbók Ferðafélags íslands 1991,57-66. 2 Sigurður Þórarinsson, 1974. Breskir unglingar kanna jökla á Tröllaskaga. Jökull 24, 59. 3 Helgi Pjeturss, 1959. Ferðabók dr. Helga Pjet- urss. Hvernig Skagafjörður er til orðinn (1941). Bókfellsútgáfan hf. Reykjavík, bls. 224-245. 4 Hannes Pétursson, 1988. Nýlegt örnefni. Skag- firðingabók, 17, 92. 5 Steindór Steindórsson, 1989. Tröllaskagi. Morg- unblaðið 9. ágúst, bls. 18. 6 Matthías Jochumsson, 1896. Stefnir 4 (15), bls. 58-59. 7 Haukur Jóhannesson, 1991. Yfirlit um jarðfræði Tröllaskaga (Miðskaga). Árbók Ferðafélags ís- lands 1991, 39-56. 8 Hörður Kristinsson, 1991. Gróður. Árbók Ferða- félags íslands 1991,7-20. 9 Helgi Björnsson, 1991. Jöklar á Tröllaskaga. Ár- bók Ferðafélags íslands 1991,21-37. 10 Hallgrímur Jónasson, 1946. Skagafjörður. Ár- bók Ferðafélags íslands 1946.231 bls. 11 Hjörtur E. Þórarinsson, 1973. Svarfaðardalur og gönguleiðir um flöllin. Árbók Ferðafélags ís- lands 1973.163 bls. 12 Þ. Ragnar Jónsson, Björn Þór Ólafsson, Hjörtur E. Þórarinsson og Bjarni E. Guðleifsson, 1990. Fjalllendi Eyjafjarðar að vestanverðu frá Al- menningsnöf að Öxnadalsheiði. Árbók Ferðafé- lags fslands 1990,240 bls. 13 Angantýr H. Hjálmarsson og Magnús Kristins- son, 1991. Fjalllendi Eyjafjarðar að vestan- verðu. Árbók Ferðafélags Islands 1991.67-201. 14 Landmælingar íslands. Kort 1:50.000, útgáfa 1- DMA, Flokkur C761. Höfundur er dr. scient. og storfar sem náltúrufræð- ingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins ó Möðruvöllum f Hörgárdal. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 12. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.