Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 2
 JORUNN VIÐAR TONSKALD UTNEFND BORGARLISTAAAAÐUR 1999 Morgunblaðið/Jim Smart INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri afhendir Jórunni Viðar borgarlistamanni viðurkenningu. Með þeim á myndinni er Guðrún Jóns- dóttir, formaður menningarmálanefndar Reykjavíkurborgar. STÓRKOSTLEGT AÐ FÁ ÞESSA VIÐURKENNINGU TÓNSKÁLDIÐ Jórunn Viðar var útnefnd borgarlistamaður ársins 1999 á þjóðhátíðar- daginn og var henni veitt viðurkenning á Kjar- valsstöðum. Jórunn hefur samið tónlist af fjöl- breytilegu tagi; fyrir hljómsveit, píanó, selló, einsöngvara og kóra, og hún hefur samið fyrir leikhús, ballett og kvikmynd. Sjálf er hún pí- anóleikari og hefur m.a. frumflptt píanóverk eftir sig með Sinfóníuhljómsveit Islands. Borgarlistamaðurinn Jórunn Viðar sagðist að vonum mjög ánægð með útnefninguna. „Það var stórkostlegt að fá þessa viðurkenningu og mikill heiður. Byr af þessu tagi getur alltaf nýst manni vel til að koma sér áfram,“ sagði Jórunn. Hún hefur fengið ýmsar viðurkenning- ar; er t.d. á heiðurslaunum Alþingis og fékk fálkaorðuna fyrir um 20 árum. „Ég er farin að skrifa meira upp á síðkastið enda er mikið ver- ið að panta hjá mér,“ sagði Jórunn en hún kvaðst ætíð hafa verið mjög þjóðleg í tónlistar- sköpun og gömlu stemmumar og ljóð samtíma- skáldanna hefðu orðið henni yrkisefni. Næstkomandi þriðjudagskvöld mun Sinfón- íuhljómsveit Islands halda tónleika og á efnis- skránni eru m.a. tvö verk Jórunnar Viðar; ball- ettsvítan Eldur og píanókonsertinn Slátta. Eld samdi Jórunn fyrir listamannaþing, sem haldið var í tengslum við opnun Þjóðleikhússins árið 1950 og Slátta var samin árið 1977 að frum- kvæði Tónskáldasjóðs Ríkisútvarpsins. HIRÐORGANISTI í HALLGRÍMS- KIRKJU Á VEGUM Kirkjulistahátíðar 1999 og Sumarkvölds við orgelið eru að hefjast hinir hefðbundnu hádegistónleikar í Hall- grímskirkju. Á laugardögum leikur í flestum tilfellum sá organisti sem kemur fram á sunnudagstónleikum Kirkjulista- hátíðar í sumar. Á fyrstu hádegistónleikum í dag kl. 12 leikur austurríski orgelleikarinn Martin Haselböek, hirðorganisti í Vín og pró- fessor í orgelleik við háskólann í Lubeck í Þýskalandi, verk eftir fjögur tónskáld. Það fyrsta „Grand Dialogue" eftir Louis Marchand, þá Fimm lög fyrir flauturadd- ir eftir Joseph Haydn, sálmforleikinn „Kommst du nun, Jesu, vom Himmel herunter" BWV 650 og Prelúdíu og fúgu í D-dúr BWV 532 en hana leikur hann einnig á sunnudagstónleikunum daginn eftir. Síðasta verkið er svo „Tanz- Toccata“ eftir Anton Heiller. Sunnudagstónleikar Kirkjulistahótídar Martin Haselböck leikur á þriðju tón- leikum Kirkjulistahátíðar á morgun, sunnudag, kl. 20.30. Fyrst á efnisskránni eru Battaglia og Capriccio Cucu eftir Jo- hann Kaspar Kerll en hann var dómorganisti við Stefánsdómkirkjuna í Vínarborg á ofanverðri 17. öld. Hitt barokkverkið á efnisskránni er Prelúdía og fúga í D-dúr BWV 532 eftir Johann Sebastian Bach. Orgelrómantík 19. aldar á fulltrúa sinn í tveimur verkum, annars vegar Kóral nr. 2 í h-moll eftir César Franek sem hann samdi andlátsárið sitt 1890 ásamt hinum tveimur kóröllunum og nýútgefið verk eftir Franz Liszt: Prelúdía um sálminn „Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen“. Eftir franska 20. aldar tónskáld- ið Jehan Alain leikur Haselböck Trois Danses en dansana ncfndi hann Gleði, Söknuð og Baráttu. í lok tónleikanna mun Haselböck leika af fingrum fram yfir laglínu sem hann fær afhenta á staðnum. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kringlunni Lýður Sigurðsson. Til 22. júni. Gallerí Sævars Karls Gylfi Gíslason. Til 7. julí. Gerðarsafn, Listasafn Köpavogs Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Á. Árnason- ar. Til 20. júní. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Hafnarborg Sverrissalur: Ljósmyndasýning Johns R. John- sen. Til 28. júní. Ingólfsstræti 8 Hreinn Friðfinnsson. Til 18. júlí. Kj'arvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASÍ Samsýningin Cellolose: Jane Balsgaard, Ga- briella Göransson, Gjertrud Hals og Hilde Hau- an Johnsen. í öllum sölum. Til 27. júní. Listasafn Ámesinga Ættarmunstrið: Steinunn H. Sigurðardóttir og Inga Jónsdóttir. Til 27. júní. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ágúst. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listasetrið Kirly'uhvoli, Akranesi Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar. Til 11. júlí. MÍR-salurinn, Vatnsstíg 10 Mai Cheng Zheng. Tii 20. júní. Nýlistasafnið 15 listamenn frá París: Polylogue 153. Til 27. júlí. Norræna húsið Ljósmyndir af listafólki og menningarfrömuð- um frá menningarborgum Evrópu árið 2000. Anddyri: Norræni Ijósmyndaháskólinn. Til 15. ág- Safnasafnið, Svalbarðsströnd Ragnar Bjamason, Gunnar Amason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Hand- verk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Sýning á hafrænum málverkum. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjóðarbókhlaðan Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. Laugardagur Hallgrímskirkja: Martin Haselböek orgelleik- ari. Kl. 12. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Martin Haselböck orgelleik- ari. Kl. 20.30. Þriðjudagur Háskólabíó: Sinfóníuhljómsveit Islands. Ein- leikari: Steinunn Birna Ragnarsdóttir. Hljóm- sv.stj.: Petter Sundkvist. Fimmtudagur Sjávarhúsið Vigur, Isafiarðardjúpi: Guðrún Jónsdóttir sópran, Ingunn Ósk Sturludóttir mezzósópran og Margrét Gunnarsdóttir píanó- leikari. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Maður í mislitum sokkum, lau. 19., sun. 20. júní. Abel Snorko býr einn, lau. 19. Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 19., fim. 24., fös. 25. júní. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, lau. 19., fös. 25. júní. Hattur og Fattur, sun. 20. júní. Iðnó Hádegisleikhúsið: 100-eyja sósan, mið. 23., fim. 24., fös. 25. júní. Fjöiskyldu- og húsdýragarðurinn Sirkustjald. Ævintýraleikhús. Gleym-mér-ei og Ljóni Kóngsson, frums. sun. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. KARL Guðmundsson í hlutverki Samúels í Selárdal. HEIMILDARMYND UM SAMÚEL í SELÁRDAL KVIKMYNDAGERÐIN Andrá frumsýnir heimildarkvikmyndina Steypta drauma í Tjamarbíói laugardaginn 19. júní kl. 20. Um er að ræða leikna heimildamynd með ævintýralegu ívafi um Samúel Jónsson í Sel- árdal (1884-1969) í leikstjóm Kára Schram og eftir handriti hans og Olafs J. Engilberts- sonar. Með hlutverk Samúels fer Karl Guð- mundsson. Bjöm Karlsson leikur landmæl- ingamann sem heimsækir Selárdal síðan þrjátíu áram síðar og þá rifjast upp kynni hans og Samúels og ýmislegt óvænt gerist. Með önnur hlutverk fara Björk Jakobsdóttir, Þóra Friðriksdóttir og Helgi Skúlason, en hlutverk prestsins í Selárdal er eitt síðasta hlutverk hans. Samúel Jónsson byrjaði að gera högg- myndir úr steinsteypu, þegar hann fékk elli- lífeyri og hafði fyrirmyndir úr bókum og tímaritum. Hann reisti auk þess kirkju yfir eigin altaristöflu er sóknarnefndin hafði hafnað. Myndin er öðrum þræði gerð til að benda á nauðsyn þess að verkum Samúels verði bjargað frá glötun. í myndinni koma fram heimildarmenn sem þekktu til Samúels, þ.á m. Olafur Hannibalsson, Ragnar Páll, Þórarinn Samú- elsson o.fl. Myndin er gerð fyrir sjónvarp og verður sýnd á næstunni í Sjónvarpinu. Kvik- myndatöku annaðist Halldór Gunnarsson, lýsingu annaðist Guðmundur Bjartmarsson og Þorbjörn Erlingsson sá um hljóð. Olafur J. Engilbertsson sá um útlit og Margrét Örnólfsdóttir samdi tónlist við myndina. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.