Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 9
1632 1634 1640 1652 1659 1661 1669 koma upp nafni móður sinnar. Tveimur árum síðar var fjárhag Rembrandts illa komið; hús og listmunir voru seld á uppboði, en fyrir til- stilli ástkonu sinnar og sonar gat hann málað óáreittur sín síðustu meistaraverk. En hart hefur honum fundizt að sér gengið, því 1662 brá hann á það ráð að selja grafarstæði Sa- skiu. En þótt margt blési í mót, Hendrickje Stoffel lézt 1663, hélzt listamannsnafn Rembrandts óflekkað og þau verk, sem hann vann, nutu mikillar hylli. Er oft talað um þennan tíma sem síðara blómaskeiðið á lista- mannsferli Rembrandts. En þótt frami og frægð væru honum hliðholl, hélzt honum áfram illa á fé. Og nú fór heilsan að bila. Son- urinn Titus dó 1668, dóttir hans Titia van Rijn var skírð í marz árið eftir og 4. október 1669 dó svo Rembrandt Harmensz van Rijn og lét fátt annað eftir sig, en fötin og penslana. Maöurinn og lislamaðurinn Þannig leið sú ævi, sem býr að baki sjálfs- mynda Rembrandts, því hvernig sem lukkan lék hann, hélt Rembrandt ótrauður áfram með sjálfsmyndirnar. Menn hafa mjög velt því fyrir sér af hverju hann gerði þær svona margar; hvort þar hafi ráðið um einhver innri þörf til sjálfsskoðunar eða hann viljað láta heiminum sjálfan sig í té með þessum hætti, eða eitthvað allt annað hafi stýrt hönd hans. Hvað sem því líður, er ljóst að Rembrandt málaði myndirnar ekki til þess að liggja yfír þeim, því engin er honum talin til eignar í ná- kvæmri skrá 1656. Hann hefur því málað þær til sölu. Eftirspurn eftir portrettum var mikil á þessum tíma og hefur verið bent á, að kannski hafí hún verið meiri, ef andlitið var þekkt. Þá hafa orðstír Rembrandts sem por- trettmálara og frægð hans þess vegna farið saman í bezta myndefninu. Hann hefur alltént losnað við að greiða fyrirsætulaun með því að horfa í spegilmynd sína! En hvernig sem sjálfsmyndirnar eru til- komnar, þá eru þær samankomnar fágæt skrásetning margbrotinnar mannsævi. Hollenzki kvikmyndagerðarmaðurinn Bert Haanstra var fenginn til þess að gera mynd um Rembrandt 1956 til að minnast þess, að þá voru 350 ár frá fæðingu listamannsins. Hann fór þá leið að láta sjálfsmyndirnar tala; augun voru alltaf á sama stað, en andlitið breyttist, þegar ein mynd tók við af annarri. Þannig mátti sjá málarann þroskast og eldast fyrir augunum á manni. Áhrif þess að ganga með myndunum, hverri af annarri, hljóta að vera þessu lík. Auðvitað er það svo, að myndirnar sýna okkur útlit mannsins, en segja fátt um inn- rætið. Það er ýmislegt í upptalningunni hér að framan sem andlitin í málverkunum segja okkur ekki, meðan annað kemur Ijóslifandi í gegn. En þótt maðurinn sé mikilvægur, getur breyskleiki hans svo sem legið milli hluta. Því það er auðvitað fyrst og fremst listamaðurinn, sem við leitum til. Það er fyrir hann, að þess- ar myndir eru þau listaverk, sem þær eru. Það er fyrir hann, að við stöndum enn berg- numin þrjú hundruð og fimmtíu árum síðar. Og ekki aðeins við. Því þann óð, sem malara- sonurinn frá Leiden málaði, orti hann eilífð- inni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.