Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 7
Á SÍÐU. Ljósmynd/GS NJÖRÐUR P. NJARÐVIK FAEINAR FERÐAVISUR Við Ketilstíg á Reykjanesi Himinninn víður er himinblár og hamrar brúnir af elli hraun hefur runnið um fítjar og fíár og falið grösuga velli. í Staðarsveit Kirkjan bíður á Staðastað og starir á ljósu fjöllin saknaðarfull hún signir þá er sofna í grænan völlinn þaðan opnast í einskærri dýrð upphafín skýjahöllin en loðin krumla í lymskum sæ leikur við boðaföllin. Poka leggst á Ljósufjöll og læðist niður gráar hlíðar grasið litar grænan völl en grána mun hann einnig síðar. Við Breiðafjörð Vindur kremur, vindur ber, vonsku temursér. Sólin kemur, sólin fer, sjórinn lemur sker. Á Holtavörðuheiði Holtavörðuheiðin er heljarlöng að fara en ofan af henni andinn sér augu drottins stara: Út á hýran Hrútafjörð horfír’ann og brosir yfír hóla, holt og börð hæðadrög og kvosir. í Hrútafirði Lít ég út til landa úr lágri mosató strandafjöllin standa sterkleg fram í sjó. í Víðidal Mæra af hjarta milding skal er myrkrið svarta fól, nú er bjart í Víðidal: vorið skartar sól. Við Kattarauga hjá Kornsá í Vatnsdal Okkur heimur opnast nýr innhjá dalakoti, Iand vort yfír ýmsu býr: eyja er hér á floti. í Köldukinn Fer ég enn um Köldukinn, kuldaglennur eru, þarna menn og fljóð ég fínn frændgarð hennar Beru. í Laxárdal Nú er hölda hljóðnað tal, holtin köld að vökna, liðið kvöld í Laxárdal og loftsins tjöld að dökkna. í Hvalvatnsfirði Sólin kyndir kulsins blæ, kvöldið tindrar skært, lægir vind og lygnir sæ, lognið sindrar vært. Við Hljóðakletta Andar blær og hátt ég heyri hljóða kletta. Fljótið lætur dyn sinn detta. Dável skemmti mér við þetta. \ Borgarfirði eystra Dag einn setti Drottinn hérna dyr á fjöll- in. Opin stendur hamrahöllin. Hurðarlaus þar krókna tröllin. \ Öræfasveit Eru gríðar háar hlíðar, harla tíðar skriður. Aldir líða, ísar víða áfram skríða niður. í Skaftafelli Fannahvítur fellur jökulfossinn niður. Þögull er hans þungi niður, þaðan veitist innri friður. \ Bæjarstaðaskógi Stendw Bæjarstaðaskógur styrkum fót- um og dansar út að dalamótum við drunur undan jökulrótum. Foss á Síðu Birtist fram af brúnum háum bjartur strengur. Það er eins og þráðarlengju sé þyrlað niður klettahengju. Höfundurinn er prófessor við Háskóla Islands. ERLENDAR BÆKUR RENZO PIANO „SIGLINGABÓK" Renzos Pianos eru hugrenningar og minningar Pianos. Faðir hans sem var bygginga-verk- taki, sagði við hann þegar hann kvaðst ætla að stunda nám í arkitektúr: „Af- hverju aðeins arkitekt, maður sem teiknar hús og byggingar, því ekki „a builder“„ - eða byggingarmeistari, en arkitekt er þýtt með því orði á ís- lensku. Og Renzo hlýddi þessu. Þessi ævisaga eða minningar er talin nokk- uð læsileg, hún er myndskreytt og höfundur lýsir viðhorfum sínum til starfs síns og tíundar starfsferilinn. Bók Pianos er á vissan hátt styttur útdráttur úr „Complete Works“ eftir Buchanan, en með persónulegum inn- skotum. Piano varð heimsfrægur eftir að hann ásamt Richard Rodgers teiknaði og mótaði byggingu Centre Georges Pompidou, sem var fullbyggt 1977. Byggingin varð fræg á stundinni og aðsóknin slík, að 1995 var Piano beð- inn um að hafa umsjón með endurgerð byggingarinnar, hún var þá að hruni komin, þoldi ekki hið stöðuga álag. Viðgerðinni á að verða lokið 31. des- ember 1999. Viðgerð hafði áður verið gerð á innviðum salanna 1985 á þann hátt að sölunum var skipt í smærri sali. Akvörðunin um byggingu Pomp- idou safnsins var tekin ekki síst vegna þess að París hafði ekki þann foma sess sem miðstöð listanna, eins og ver- ið hafði. Og það stóð ekki á aðsókn eins og áður segir. Ef ætti að ein- kenna þessa byggingu, þá væri það svohljóðandi: Það sem er falið í bygg- ingum - ef svo mætti segja, snýr út og það fyrrum falda er nú gert að ein- kenni höfuðatriði í þessari byggingu. Pompidou safnið virðist hafa orðið einhverskonar opinberun meðal þeirra einstaklinga sem hugðu á byggingu menningarstöðva eða hús vítt um heim. Tilboð streymdu til Renzo Pi- anos um byggingarframkvæmdir um heim aOan, ekki endilega um teikning- ar að menningarhúsum heldur einnig að uppdráttum og hönnun flugvallar- bygginga og miðstöðva. Menil safnið í Houston er meðal frægari gallería, sem Piano var feng- inn til þess að hanna, Osaka flughöfn- in og mannvirkið við höfnina í Amster- dam og síðast en ekki síst er Pots- dammer Platz í miðborg Berlínar eitt viðamesta verkefni sem Piano hefur tekið þátt í ásamt öðrum frægum arki- tektum. Verkið hófst 1992 og átti að verða tilbúið um aldamótin. Margvís- leg vandræði hafa tafíð framkvæmdir og nú er talið líklegt að framkvæmd- um verði lokið 2003. Piano varð fljót- lega ljóst að hönnun og skipulagning þessa verkefnis væri vart framkvæm- anleg á svo skömmum tíma sem ætl- aður var til verksins. Hann talar um að borgir Evrópu eigi sér hundraða ára byggingarsögu, þær hafi sprottið gegnum aldirnar og fegurð þeirra hafi ekki skapast á fimm árum, eins og ætlað var að bygging miðborgar Berlínar tæki. „Siðaður maður er nefndur „urban“ borgarbúi og þegar minnst er á siðmenningu, þá minnast menn allra hinna glæsilegu borga. En við vitum að þær voru ekki byggðar eftir uppdrætti. Þær mótuðust, spruttu líkt og jurtir. Þær voru lífræn sköpun". Piano er nákominn evrópskri menningu aldanna. Verk hans hafa tekið miklum breytingum frá Pomp- idou safninu, hann hneigist æ meira að evrópskum hefðum fortlðarinnar. Byggingar miðalda verða honum æ meiri íkveikja til stílmótunar, svo ekki sé minnst á endurreisnartímana. Báð- ar þessar bækur sýna inntak verka Pi- anos og menningarlegar forsendur þeirra. Úr New York Review of Books 4/2 ‘99, Marki Fiiler. Siglaugur Brynleifsson tók saman. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.