Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 15
HÓPUR barna í einu þorpinu. Húsnæði og lifnaðarhættir hafa víða lítið breyst síðustu árhundruðin. HOLDSVEIKUM er raðað inn í svefnskála án allra þæginda. Útskúfun þeirra frá fjölskyldu og samfélagi er stórt vandamál. ÞORPSBÓKASAFN með um 200 bókum og blöðum. Bókavörðurinn ábúðarfullur en starfsmenn DEVI hjálparsamtakanna fylgjast með. STÚLKURNAR koma uppábúnar í skólann. Þær sitja flötum beinum undir strá- þaki/skyggni. Kennari þeirra er lengst til hægri en starfsmenn DEVI til vinstri. að spúla gólfið og rann þá allt þama niður. Á öðrum stað voru berklasjúklingar og vannærð- ir, allt að því ósjálfbjarga vesalingar sem höfðu verið hirtir upp þar sem þeir höfðu lagst fyrir. Var verið að hreinsa á þeim húðina, sem öll var í óþrifum og sárum, og ná einhverjum holdum utaná þá. Á þessa stofnun er farið reglulega með hóp af munaðarlausum strákum sem hanga niðri á brautarstöð þar sem þeir stunda betl og hnupl. Um leið og þeir hafa fengið að borða kjósa þeir hins vegar að fara í burtu til að halda áfram iðju sinni. Allur aðbúnaður var jafn fátæklegur og hjá nunnunum en á báðum stöðum var reynt að halda byggingum og um- hverfi hreinu og snyrtilegu. Eftirminnileg var ferð til Agra til að skoða Taj Mahal. Það er grafhýsi sem einn af síðustu mógúlum múslíma, Shah Jahan, reisti yfir ÞESSI litii drengur á munaðarleysingjahæli móður Theresu var talinn vera með áunna þroskaskerðingu vegna illrar meðferðar. Hann vildi helst ekki sleppa af mér hendinni á meðan systirin sýndi okkur svæðið. konu sína. Það tók um tuttugu þúsund menn tuttugu og tvö ár að byggja það. Hvítan marm- ara varð að flytja um 300 km leið. Til þess voru notaðir um eitt þúsund fílar sem hver gat borið blokkir sem vógu um 2.250 kg. Eðalsteinum var safnað víða, frá Punjab, Baghdad, Af- ghanistan, Ceylon og Kína en úr þeim voru búnar til blómamyndir. Sum blómanna eru felld inní hvítan marmarann með meira en 120 eðalsteinum. í öllu hefur hvert smáatriði verið unnið af þvflíkri snilld að fáu verður saman jafnað. í Tveir hápunktar voru á dvölinni í Delhí. ! Annar var heimsókn í safn til minningar Ma- t hatma Gandhi, „föður þjóðarinnar“. Þar voru 1 málverk, ljósmyndir og líkön frá ýmsum helstu ' atburðum í ævi hans. Þar var t.d. sagt frá > „saltgöngunni“ en árið 1930 gekk hann í 24 daga, 385 km leið, til að mótmæla skatti sem , Bretar höfðu ákveðið að setja á salt. Söfnuðust æ fleiri fylgismenn í gönguna á leiðinni, þar til • þeir urðu um 90.000. Er komið var til saltná- >. manna tók Mahatma Gandhi upp hnefafylli af ! salti og lýsti því yftr að salt væri jafn nauðsyn- legt bæði ríkum og fátækum og því ætti það ekki að bera neina skatta. Enn þann dag í dag er salt eina varan í Indlandi sem ekki ber skatt. I Delhí var einnig mjög áhrifaríkt að skoða Lótusmusterið, tilbeiðsluhús baháía, , enda ein af merkustu byggingum sögunnar. Byggingin er í formi níu blaða lótusblóms, bæði með ytri og innri blaðkrónu, og eru bók- staflega engar beinar línur í henni. Hún er því- líkt verkfræðilegt afrek að af mörgum var fyr- irfram talið ft’æðilega hugsanlegt að byggja hana á Vesturlöndum en útilokað á Indlandi. Er þangað stöðugur straumur þúsunda manna á hverjum degi og er musterið mjög mikils- verður hluti af aðdráttarafli borgarinnar fyrir ferðamenn um leið og það er helgur staður í augum baháía. * Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundurinn er (orslöðumaSur skólaþjónustu Eyþings ó Akureyri. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.