Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 14
verk eins og bananatré og vínviðarplöntur. Bn það var einn staður á íslandi sem við urðum að sjá. Og það var Hlíðarendi, bær Gunnars. Hann er á austanverðu Suður- landsundirlendinu, tveggja tíma bflferð frá Reykjavík. Við fengum áætlun langferðabfls- ins á hótelinu, og snemma einn morgun sátum við í næstum tómri rútu á leiðinni þangað. Þegar á leið fóru æ fleiri að tínast upp í. - Góðan daajin! sagði pabbi glaðlega við alla sem inn komu. Við marga þeirra tókust líka samræður. Þeir urðu þess vísari hvaðan við vorum, að pabbi hefði aldrei fyrr komið til ís- lands, að hann var bóndi. Og skáld, bætti ég við, því á Islandi skiptir öllu máli að vera skáld. Hestar og kýr og heimsfriðurinn voru umræðuefni sem einnig bar á góma, að því er pabba viðvék á ríkissænskublendingi og Munsalamállýsku sem Islendingar virtust eiga auðvelt með að skilja. Sjálfir brugðu þeir fyrir sig sinni bestu skandinavísku. Að við vorum á leiðinni að Hlíðarenda til þess að skoða staðinn, það skildu þeir vel. Gunnar hefði frekar átt að fara en snúa aftur, fannst flestum. Um Hallgerði konu hans, sem ekki vildi ljá honum lokk úr hári sínu í bogastreng í lokabardaganum, voru skoðanir skiptar. Hvað sem öðru leið var hann dauðadæmdur, og það vissi hún, sagði einhver. Svo vorum við komnir á leiðarenda og stig- um út úr bflnum niðri á þjóðveginum. A veg- vísinum stóð Hlíðarendi og hátt uppi í brekkunni stóð bærinn, byggður í spánnýjum stfl. - Fögur er hlíðin, svo að mér hefur hún aldrei jafn fógur sýnst! sagði pabbi, þegar drunurnar í rútunni voru þagnaðar. Það voru orð Gunnars, þegar hann var á leið í útlegðina og hesturinn drap fæti svo að hann datt af baM og honum varð litið um öxl. - Mun ég ríða heim aftur og fara hvergi! hélt hann áfram, Gunnar og pabbi. Við lögðum af stað upp brekkuna, sem er ansi brött. Pabbi mæddist og við urðum oft að stansa. Heima við bæinn þar sem er lítil kirkja og (eins og víðast á íslandi) vanhirtur Mrkju- garður hittum við gamla konu. - Heldurðu að hún sé öll þar sem hún er séð? spurði pabbi. Hvers vegna skyldi hún ekM vera það? Kannski þetta sé Hallgerður afturgengin, hugsaði hann. Hún hefur fulla ástæðu til þess að vera ekM alveg rótt í gröfinni. En sú gamla var vingjamleg í viðmóti og benti á staðina. Þarna stóðu húsin, þama var skálinn sem fjendur Gunnars undu ræfrið af. Og þama skammt frá gat að líta haug hunds- ins Sáms. Það hlýtur að hafa verið stór hund- ur. Sést Bergþórshvoll héðan? spurði pabbi. Og sú gamla benti á bæ við sjóndeildarhring, tuttugu kflómetra í burtu, niður undir sjó. Það var þar sem Njáll bjó, lögkrókamaðurinn, tryggðavinur Gunnars. Njáll var brenndur inni, eins og allir muna, með konu sinni, nokkrum sonum og ungum dóttursyni. Það væri gaman að sjá þann stað líka, sagði pabbi. Eg skal biðja nágranna okkar sem á bfl að koma og keyra ykkur þangað, sagði sú gamla. Það er allt of miMl fyrirhöfn, því að þangað er nú drjúgur spölur, sögðum við. Nei, ég er með síma, sagði sú gamla og trítlaði inn í húsið. Það var hljótt uppi á Hlíðarenda. Það komu bara vindsveipir öðm hverju svo að þaut í grasinu. Við tylltum okkur hvor á sinn stein- inn og biðum. Það var fallegur sólsMnsdagur. í suðri blikaði hafið og í austri sást móta fyrir Mýrdalsjökli. Fyrir neðan okkur voru grænar grundir og á sem rann í bugðum. Við sátum hljóðir og hugsi. Nágranninn kom og við gátum skoðað okk- ur um á bæ Njáls eða réttara sagt á staðnum þar sem hann hafði staðið. I sögunni segir að kveikt hafi verið í bænum með heysátu, nánar tilteMð arfasátu sem stóð rétt við bæjarhúsin og kona sem vissi lengra en nef hennar náði hafði áður lostið og sagt að ógæfa mundi af hljótast. Að húsabaki spratt haugarfi, óvenju hávaxinn. Okkur var hleypt út og við sMldir eftir við þjóðveginn og hálftíma seinna kom rútan. Nú var pabbi þreyttur, og það var ég líka, svo að við sváfum meðan bfllinn skrölti áfram. Seint um kvöldið vorum við komnir aftur til Reykja- víkur. Við höfðum ekki borðað neitt frá því um morguninn, svo að nú fórum við niður í matsalinn og fengum okkur kvöldmat. Meðan við vorum að borða sagði pabbi allt í einu: KannsM við ættum að bregða okkur snöggvast til Ameríku? Eg áttaði mig strax á því hvers vegna hon- um hafði dottið það í hug. Aður en við fórum út úr flugvélinni í Keflavík var tilkynnt í há- talaranum að þeir farþegar sem ætluðu áfram til New York ættu líka að fara inn í flugstöð- ina meðan verið væri að taka bensín og búa vélina undir áframhaldandi flug. Við vorum komnir næstum hálfa leið til Ameríku, þangað sem hvorugur okkar hafði komið, og fyrir mig var það líka Mtlandi tilhugsun að halda áfram. Þá þurfum við vegabréfsáritun og meiri peninga, sagði ég. Aritun hlytum við að geta fengið í Reykjavík og til Hirvlax gætum við hringt eftir peningum, sagði hann. í Hirvlax var bankaútibúið sem hann skipti mest við. Við byrjuðum á vegabréfsárituninni, og það var engum erfiðleikum bundið að útvega sér hana. Báðir höfðum við fullgild vegabréf og höfðum ekki í hyggju að valda forseta Banda- ríkjanna tjóni á nokkum hátt og við vorum ekM heldur í neinum óheppilegum flokki. Stimplunum var skellt á. Svo hringdum við heim og ollum þar kvíða og svo í bankann sem símsendi okkur um- beðna fjárhæð gegn tryggingu þeirra sem heima sátu. Þar sem við höfðum ofan á annað komist í kynni við íslenskt ágústrok, þegar blátt áfram var ekM stætt úti, sátum við nokkrum dögum seinna uppi í loftinu á leið til Ameríku. Hvaða erindi við áttum þangað vissum við ekki almennilega, vissum bara að margt var hægt að gera. Fólk úr sveitinni sem flust hafði vestur um haf gátum við hitt í Brooklyn og Bronx, og skyldmenni áttum við að minnsta kosti í Michigan. Þeirri stórfenglegu sýn þegar vélin sveigði inn yfir Manhattan áður en hún lenti á Kenn- edy-flugvelli gleymi ég aldrei. Pabbi var alltaf opinn fyrir áhrifum og naut þeirra undir eins til hlítar, og þegar ég sá hann sitja við glugg- ann í ákafa sínum, allan á valdi þess sem hann sá, hugsaði ég sem svo að þetta yrði honum áreiðanlega að ljóði. Það varð reyndar ekki, tíminn var of stuttur, en um þá lífskennd sem býr að baM hverju góðu kvæði er í raun og veru engu minna vert en kvæðið sjálft og hún hefur með einhverjum hætti áhrif á heiminn af því að hún hefur áhrif á eina manneskju. Við vorum tvo daga í New York, fórum í hringferð um borgina í vagni og lögðum leið okkar í aðalstöðvar Sameinuðu þjóðanna. En svo tókum við okkur til og flugum til Michig- an með það í huga að hafa upp á skyldmenn- um okkar, sem voru tvímenningar við pabba, ef það fólk fyndist. En það var vonlaust verk, jafn illa undirbúnir og við vorum. Loks vissum við ekM fyrri til en við vorum staddir í Ford-safninu í Detroit. Og það er sú stund sem ég man langbest úr öllu ferðalag- inu. Pabba var afar hlýtt til Henrys Ford. Báðir voru bindindismenn, það minnti hann ódeigur á hvenær sem færi gafst. Og fyrsti bfllinn hans hafði verið Ford T, annar Ford A. Dráttarvélin var af Fordson-gerð, sú fyrsta sem keypt var á bænum. Við rákumst á þau öll í safninu. Þegar við stóðum fyrir framan T-Fordinn, bíl æsku hans, vildi pabbi endilega klifra upp í hann og rifja upp hvemig væri að sitja í honum. Verð- imir vora fljótir á vettvang, það mátti sem sagt ekM snerta sýningargripina. En þegar ég útskýrði fyrir þeim að pabbi væri í sinni fyrstu og síðustu ferð til Ameríku og Detroit mýktust þeir allir upp. Þeir sáu svo um að hann fékk að setjast við stengurnar í Norður- pólsflugvél Amundsens. Hann var í sjöunda himni og veifaði til mín gegnum rúðuna. Amundsen var ein af hetjum hans. Við voram klukkutímum saman á safninu. Skýringin var að nokkra leyti sú að það var svalt þar inni, en óþægilega heitt úti í borg- inni. Síðasta verk okkar daginn eftir, áður en við héldum heimleiðis, var að líta inn á lista- safn borgarinnar. Við staðnæmdumst fyrir framan stóra mynd sem hét Indian Summer, eftir amerískan listamann sem ég man ekki hvað hét. Ég man áhrifin af haustlitum, lygnu vatni og ótrúlega tæra lofti, eins og það getur líka orðið í október heima hjá okkur, rétt fyrir frostnætur, áður en kuldann herðir og slabb og myrkur haustsins tekur við. Svona er það einmitt, sagði pabbi, meðan hann stóð og var að horfa á myndina. Við komum heim til Nörrákers, og mamma fagnaði okkur vel, eins og títt er að orði kom- ist í íslendingasögum. I nóvemberlok tóku veikindin vöMin og 8. desember var jarðarför hjá okkur. Hjörtur Pálsson þýddi. Höfundur þessarar Irásagnar, Lars Huldén (f. 1926), er finnlandssænskur mólfræðingur sem lengi var pró- fessor við hóskólann í Helsingfors. Jafnframt hefur hann verið eitt þekktasta og afkastamesta Ijóðskáld sinnar kynslóðar heima fyrir, en einnig lagt stund á aðrar greinar ritlistar, m.a. skrifað margt um bók- menntir. Hann hefur löngum verið einn af forustu- mönnum sænskumælandi Finna í menningar- og fé- lagsmálum, var t.d um skeið formaður í rithöfunda- samtökum þeirra. Hann hefur margoft komið til Is- lands og orí um það og á hér marga vini. Fyrir tveimur órum gaf bókaútgáfan Urta út bókina Ekki algerlega einn, úrval úr 15 Ijóðabókum Huldéns í ís- lenskri þýðingu Njarðar P. Njarðvík. Eins og þessi frásögn þer með sér er Lars Huldén kominn af sveitafólki í Austurbotni. Hún er tekin úr bók hans, Berattelser ur mitt förflutna liv (1990). NÁMSPVÖl I INPLANPI - ANNAR HLUTI í MANNÚÐ- ARSTOFNUN MÓÐUR THERESU EFTIR JÓN BALDVIN HANNESSON Áhrifarík var heimsóknin í mannúðarstofnun móður Theresu sem rekin er af kaþólskum nunnum og munkum. Nunnurnar reka barnaheimili fyrir munaðar- laus börn og hlúa að holdsveikum en munkarnir sinna vangefnum og geðfötluðum og reka sjúkradeild fyrir berklasjúka og útigangsfólk. / EG FÓR til tveggja þorpa með starfsmönnum liknarsamtaka, DEVI, Dignity Education Vision International, sem eru með marg- vísleg verkefni í tugum þorpa ná- lægt Lucknow. Þau sjá um grunn- skóla, lestrarkennslu fyrir full- orðna, bókasöfn og halda nám- skeið, m.a. í saumum, sápugerð, fyrstu hjálp fyrir dýr o.fl. Auk þess gefa samtöMn bækur, leikföng, fatnað, saumavélar og fleira. Mark- mið þeirra er fyrst og fremst að miðla þekk- ingu og gera fólk sjálfbjarga. I fyrra þorpinu var í gangi saumanámskeið. Hópi kvenna höfðu verið gefnar nokkrar gaml- ar saumavélar og var nú verið að kenna þeim að sauma fót á sig og fjölskyldur sínar. Hug- myndin var að þær gætu síðar selt framleiðslu sína. Konumar sátu flötum beinum utanvið og inní litlum kofa með stráþaki. í öðram enda kofans var bókasafn sem DEVI samtökin höfðu komið á laggimar. Það samanstóð af um 200 bókum og blöðum sem lágu á nokkrum hill- um. Kona gætti bamahóps meðan hinar vora á námskeiðinu. Þurfti ég að standa uppá tað- hrauk til að ná mynd af þeim enda kompan lítil sem þau kúldraðust í og höfðu fá og úr sér gengin leikföng til afþreyingar. I öðru þorpi skoðaði ég skóla fyrir stúlkur. Enginn skóli var áður í þorpinu en hins vegar í öðru þorpi í nokkurri fjarlægð. Þangað voru flestir drengir sendir en stúlkunum haldið til verka. Þama höfðu DEVI samtökin með lagni fengið þorps- búa til að samþykkja skólagöngu þrjátíu stúlkna. Það reyndist erfitt en forseti samtak- anna, Mr. Chakrabarthi, sagði mér að þau væra nú búin að ávinna sér traust þessa fólks. I báðum þorpunum voru aðstæður allar afar framstæðar. Hvorki var rennandi vatn, raf- magn né sími og augljóst að einungis var hug- að að frumþörfum manna. Þessi þorp gætu hafa verið nokkurn veginn alveg eins þúsund árum áður, kannsM helst að litglaðari og fal- legri efni væm komin til sögunnar i fyrra þorp- inu. Þama virtist mér vera meira jafnvægi og ró en í borginni þótt tölur um misrétti kynja, barnadauða og ólæsi bendi til margs kyns vandamála. Mannúðarstofnun móður Theresu Önnur áhrifarík heimsókn var til mannúðar- stofnunar móður Theresu sem rekin er af kaþ- ólskum nunnum og munkum. Nunnumar reka barnaheimili fyrir munaðarlaus böm og hlúa að holdsveikum en munkamir sinna vangefn- um og geðfötluðum og reka sjúkradeild fyrir berklasjúka og útigangsfólk. Þessi heimsókn var miMl reynsla fyrir neytanda frá einni rík- ustu þjóð heims. Systirin sem sýndi okkur þeirra hluta sagði að þarna væra allt uppí fjörutíu böm, allt frá kornabörnum og til um tíu ára aldurs. Sum þessara barna höfðu fund- ist í rasli eða verið skilin eftir einhvers staðar og nokkur voru veralega andlega sködduð. GREINARHÖFUNDUR ásamt eiginkonu framan við Taj Mahal grafhýsið. Ásamt 'nunnunum unnu þarna nokkrir sjálf- boðaliðar en ekki virtist nægilega margt starfsfólk til að sinna börnunum vel, lágu mörg þeirra yngstu á þunnu teppi á hörðu steingólfi og grétu. Lítið sem ekkert virtist vera til af leikfóngum, þó örfá úr sér gengin og brotin. Hjá þeim holdsveiku var fletum raðað inní nokkra skála nokkurn veginn eins þétt og unnt var. Eina afþreyingin fólst í að vefa. Ekki gátu þó allir ofið því á marga vantaði ekki bara fing- ur og tær heldur höfðu stærri hlutar af útlim- um einnig verið höggnir af. Til þess komu viku- lega læknar frá Delhí og ekki var skurðstofan beysin, frekar að hún minnti á framstætt slát- urhús en nútíma sjúkrahús. Hvað verst við að eiga í sambandi við þennan hóp var hin félags- lega einangrun hans. Þarna voru saman komn- ir einstaklingar sem ýmsir höfðu t.d. sinnt virðulegum embættum en allir áttu það sam- eiginlegt að hafa verið útskúfað alfarið af fjöl- skyldum sínum. Systirin sagði að eftir dauða móður Theresu fyrir um ári fyndi hún fyrir enn meiri krafti en áður og köllun hennar væri sterkari. Hún bar ekki fram eina einustu kvörtun þrátt fyrir að aðbúnaðurinn væri slakur en bað okkur að biðja fyrir þeim öllum og starfinu sem þarna er unnið. Hjá munkunum var ástandið ekki betra. Hinum vangefnu var raðað inná deildir eftir því hvað þeir voru sjálfbjarga og á einni þeirra voru þeir sem ekki höfðu stjórn á þvagi og hægðum. Þar hallaði gólfið niður að „flór“ sem tók við fyrir utan dyrnar bakatil og var hægt 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐ5INS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.