Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 5
frá stöðinni - eða Ráðhústorgi, á slaginu klukkan átta að morgni, stundum fimm að tölu eða fleiri, fyrir utan rútur í aðrar áttir. Krist- ján stóð með farþegalistana og gætti að því að engan farþega vantaði. Þannig lagði hann sig persónulega fram við að hafa röð og reglu á hlutunum. Ekki var nóg með að hann fylgdist grannt með að farþegar mættu til ferðar. Rút- urnar voru með sérstaka geymslu fyrir far- angur aftast og fylltist hún yfirleitt fljótt af töskum. Farþegahúsin voru sterkbyggð og farangrinum, sem ekki komst í geymsluna var raðað upp á þak. Stóð bílstjórinn þar, en Kri- stján gekk til og rétti töskur og poka upp til hans. Þannig var hann einn af þeim og drif- fjöðrin í öllu, líka við þá sem óku leigubílunum. Kristján Kristjánsson byrjaði kornungur að aka bílum eða tuttugu og þriggja ára að aldri. Hann var í sveit sem unglingur, en strax og hann hafði yfirunnið veikindi sín sneri hann sér að almennri verkamannavinnu á Akureyri og stundaði sjómennsku um skeið. Hafði hann meðal annars á hendi beituflutninga til Siglu- fjarðar um skeið. Báturinn var opinn og hét Andvari og voru þeir tveir á honum. Kristján var skipstjóri og sóttust ferðirnar sæmilega yfirleitt. Eitt sinn fengu þeir þó svo dimma þoku, að þeir urðu að fylgja fjörum inn Eyja- fjörð til Akureyrar. Gekk sú ferð seint og illa en heimahöfn náðu þeir þó heilir á húfi, eins og úr öllum þessum ferðum. Ekki þarf að taka fram, að Kristján var réttindalaus skipstjóri á bátnum. Hann stundaði einnig símavinnu hjá fóður sínum við lagningu síma yfir Siglufjarð- arskarð, svokallaður stauramaður og var það kaldsamur starfi. Voru þess dæmi að þeir fé- lagar urðu að þíða skóna sína við prímusloga á morgnana til að komast í þá. Kristján sagði í viðtali við Vigni Guðmundsson, blaðamann við Morgunblaðið 19. júní 1959, að hann hefði ver- ið fermdur upp á „kverið og faðirvorið og hef ekkert lært meira um ævina, nema það sem ég hef stautað mig áfram sjálfur." Kristján Kristjánsson keypti fyrsta bílinn sinn vorið 1921, þá tuttugu og tveggja ára gamall. Hann var á leiðinni til Siglufjarðar í símavinnu og kom við á Húsavík í leiðinni. Þar sá hann Fordræfil standandi á tunnum í skúr hjá Bjarna Benediktssyni, sem átti hann ásamt Gunnari Snorrasyni. Kaupverðið var tvö þúsund krónur. Síðar fékk Kristján bílinn sendan með skipi til Akureyrar, enda var þá enginn vegur kominn á milli bæjanna. Frá Akureyri var hægt að aka bfl fram að Saurbæ, út fyrir Hörgá og fram að Krossastöðum á Þelamörk. Þegar Fordbfllinn, sem var blæju- bíll, var kominn til Akureyrar og símavinnu lauk um haustið, settust þeir að bflnum Krist- ján og Ebenharð Jónsson, sem bar ökuskír- teini nr. 1 í Eyjafirði, og unnu að því að gera hann gangfæran. Þeir Ebenharð og Kristján störfuðu saman á þessum árum við bfla, eða þangað til árið 1929 að Ebenharð var skipaður bifreiðaeftirlitsmaður á Akureyri. Áður en til þess kom auglýstu þeir Ebenharð og Kristján opnun verkstæðis, 15. mars 1922. Stóð þar að þeir tækju að sér „ýmsar aðgerðir, svo sem á bifreiðum, hjólhestum, ritvélum, grammofón- um, prímusum og m.m.fl.. Enn fremur allskon- ar lóðningar af hendi leystar. Verkstæði okkar er í Bíókjallaranum, inngangur að vestan. Fljót afgreiðsla og sanngjarnt verð. Virðingar- fyllst. Kristján Kristjánsson og Ebenharð Jónsson." Þessi samvinna varð upphafið að B.S.A. bflaverkstæðinu, sem er rekið enn í dag á Akureyri með sama nafni. Er það sennilega elsta bílaverkstæði á landinu, sem alltaf hefur borið sama nafn. Kristján byrjaði að aka Fordbflnum sam- tímis því að hann stofnaði til verkstæðisrekst- urs. En árið eftir stofnaði hann svo Bifreiða- stöð Akureyrar, laugardaginn 2. júní, og hafði þá eignast tvo bfla til viðbótar, Okumenn ásamt honum voru Ebenharð Jónsson og Jón Jósepsson, sem vann seinna á sprautuverk- stæði hjá Kristjáni. Hann var bróðir Jóhann- esar glímukappa á Hótel Borg. Kristján jók fljótlega við sig og var kominn með tvo vöru- bfla 1926, en þá var hafið að byggja Kristnes- hæli og voru bflamir notaðir við þá byggingar- vinnu. En helsta framtak Kristjáns á þessum árum var byrjun áætlunarferða til Reykjavík- ur, sem komust á um þetta leyti án þess að segja mætti að komið væri á vegasamband milli héraða eða landshluta. Stórhugurinn og áræðið var slíkt að fólki sem ekur nú um tví- breiðar brýr og á malbikuðum vegum á erfitt með að skilja gömlu brautryðenduma, sem ýttu og hálfbáru faratæki sín yfir verstu tor- færurnar. Kom sér vel að fyrstu bflamir voru yfirleitt léttir. Kristján Kristjánsson fór fyrstu ferð sína suður á land árið 1929. Þá var ekki enn orðið bílfært alla leið til Reykjavíkur, svo hann og farþegar hans, sem var hópur templ- ara, tók sér fari með báti frá Borgarnesi. Gekk það allt slysalaust nema hvað vatn komst inn á bátsvélina, svo hún drap á sér. Brá Kristjáns sér þá í mótorhús og kom vélinni aftur í gang von bráðar. Gerðist ekkert sögulegt eftir það fyrr en á norðurleið, að þeir festust í Grjótá. Bfllinn lenti þar á stómm steini og varð ekki FYRSTI bíll Kristjáns sem hann eignaðist 1921. Myndin er tekin fyrir framan Bifreiðastöð Akureyrar, Bíóið í baksýn, en í kjallaranum þar hófst rekstur BSA. KRISTJÁN undir stýri á Buick, blæjubfl af árgerð 1926. Hér ekur hann tignum farþegum um Eyjafjörð, Kristjáni konungi X og Alexandrínu drottningu í íslandsför þeirra 1926. Myndina tók Vigfús Sigurgeirsson á Grund í Eyjafirði. HJÓNIN Kristján Kristjánsson og Málfríður Friðriksdóttir með börnin sín þrjú, synina Friðrik og Kristján og dótturina Kolbrúnu. KRISTJÁN Kristjánsson bílakóngur á fullorðinsárum. bifað hvemig sem templararnir bisuðu við far- artækið. Urðu menn blautir upp í mitti við að reyna ýta bflnum upp úr ánni og tóku síðast það ráð að ganga niður að Þverá í Öxnadal af því þar vissi Kristján af síma. Kristján kenndi sér síðar um þetta atvik og orðaði frásögnina á þann veg, að hann hefði „bleytt í templurun- um“. Þorkell Teitsson varð árið 1928 fyrstur til að fara á bfl frá Borgarnesi til Akureyrar og þótti Norðlendingum mikið við liggja að svarað yrði í sömu mynt. Tækifærið gafst svo þegar Krist- ján Kristjánsson flutti templarana á þing í Reykjavík sumarið eftir. Vegir höfðu ekki tek- ið neinum teljandi framfórum frá árinu áður enda tæki til vegagerðar seinvirk og mest unnið að því að greiða fyrir umferð innan hér- aða en minna hugsað um vegakerfið sem slíkt. Til dæmis má nefna að það var ekki fyrr en eftir seinna stríð sem tókst að ljúka því sem menn þá kölluðu vegagerð yfir Óxnadalsheiði. Vegarlýsing frá þessum tíma er svolítið kostu- leg. Þar segir að frá Borgarnesi að Bólstaðar- hlíð megi vel komast á léttum bflum, þegar þurrt sé í veðri. Ekki er tekið fram að í bleytu- tíð voru niðurgröfnu vegirnir næstum ókeyr- andi.Tekið er fram að frá Bólstaðarhlíð upp á Vatnsskarð sé alltof bratt fyrir bfla, en senni- lega mætti með litlum kostnaði ryðja þar fær- an veg. Að austanverðu væri ekki nærri eins bratt upp á skarðið. Yfir Húseyjarkvisl og Hólminn væri slæmur vegur. Kvíslina væri verið að brúa og leggja veg yfir Hólminn að Héraðsvatnabrú. Fram Blönduhlíð væri sæmi- lega ruddur vegur, en alltof mjór fyrir bfla. Yf- ir eyramar við Norðurá væri mjög illt að kom- ast og upp á Öxnadalsheiði væri mjög bratt og vegurinn alltof mjór. Þar lá vegurinn hátt uppi í brattri skriðu og mikill hliðarhalli á veginum. Þurfti oft að laga til með skóflu og standa auk þess á pallinum á bflnum, sem vissi á móti hallanum, til þess að halda honum á réttum kili. Niður Öxnadalinn var líka hálfgerður tröllavegur. Ekki var hægt að komast án hjálpar um þennan veg, en það bjargaði mál- um að bílar voru svo sjaldgæf sjón og fólk lagði á sig erfiði og fyrirhöfn til að koma þess- um mótormerum leiðar sinnar. Þetta er nokk- umveginn lýsing á leiðinni sem Kristján fór í sinni fyrstu ferð frá Akureyri í Borgarnes og er þá sleppt að lýsa „fjölfarnari" leiðum, niður- gröfnum eins og yfir Holtavörðuheiði, Húna- vatnssýslur og Borgarfjörðinn. En nú fóm rútuferðir að koma til sögunnar hjá Kristjáni. Hann hélt líka í austur og opnaði þegar tímar liðu áætlunarleiðir til Húsavíkur og Kópaskers og staða á Austurlandi. Ferð á Þingvöll á Alþingishátíðina 1930 varð kveikjan að því að Kristján hóf áætlunarferðir suður á Hvalfjarðarströnd vorið 1931. Farþeg- arnir voru ferjaðir yfir fjörðinn, en þar biðu bflar frá Steindóri Einarssyni eftir þeim og fluttu þá til Reykjavíkur. I þessum föstu ferð- um notaði Kristján tvo sjö manna Buick-bfla. A 1 og A 50. Bflstjórar vora þeir Gísli Ólafs- son, síðar yfirlögregluþjónn á Akureyri og Steingrímur Kristjánsson. Þeir vora báðir vanir bflstjórar og vanir viðgerðum, sem kom sér vel þótt ferðirnar gengju ágætlega. Það var til marks um farsæld þessara tveggja manna í starfi, að þeir höfðu báðir dugnað, þrautseigju og þolinmæði til að bera. Fljótlega urðu þessir sjö manna bflar of litlir. Vegir breyttu smám saman um svip og urðu greið- færari og flutningaþörfin jókst. Til er saga frá þessum árum, þar sem getið er manns sem kom á B.S.A. til að tala við Kristján um að fá bfla undir hóp sumarferðafólks. Töluðu þeir um þetta fram og aftur og var sama hver vandi kom upp. Kristján gat leyst úr þeim öll- um. Þegar maðurinn var að fara sneri hann sér við í dyranum og spurði: Hvað taka þessir sjö manna bflar annars marga farþega? Niður- staðan út af þrengslum vegna of lítilla bíla var leystur með því að keyptir voru sex Stu- debaker bílar, sem smíðað var yfir hjá Agli Vilhjálmssyni. Þeir voru ýmist með átján eða tuttugu og tveggja manna hús. Við af þeim tóku svo Fordbflar síðar. Kristján var einu sinni spurður að því hvort meðferðin á bflun- um hefði ekki verið slæm á meðan ekið var meira eða minna á vegleysum. Kristján játti því og bætti við að stundum hefði ágóðinn ekki orðið mikill af hverri ferð. „En það voru tögg- ur í Fordinum". Kristján varð seinna umboðs- maður fyrir Ford, bæði á Akureyri og í Reykjavík og bflafloti hans í áætlunarferðum varð eingöngu Ford með tímanum. Nú var svo komið, eftir að Studebaker bflar vora komnir, að hvergi var pláss til viðgerða af því lofthæð var ekki nóg í Bíó-kjallaranum. Var þá leitað til dansks byggingafyirtækis og beðið um teikningu af húsi fyrir bifreiðaverk- stæði, sem væri 36 metrar á lengd og fimmtán metrar á breidd. Þegar teikningin kom neitaði byggingarnefnd með öllu að breiddin yrði meiri en 10 metrar og bar við að þaksperrar myndu aldrei halda uppi þaki á 15 metra breiðu húsi. Kristján gerði allt sem hann gat til að fá húsið breikkað, en varð að gefa eftir til að fá byggingarleyfi, burtséð frá því hvað LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 19. JÚNÍ 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.