Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 6
danskir byggingaverkfræðingar treystu sér til að gera. Næsti þröskuldur voru svo bankarnir. Bankastjórar munu hafa álitið húsið alltof stórt og ekkert væri með allt þetta húsnæði að gera. En upp komst húsið og var flutt í það haustið 1935. Bflamálun var í fyrstu í vestur- endanum, viðgerðir í miðjunni og lager í aust- urenda. Tveimur eða þremur árum síðar var svo byrjað að byggja yflr bfla hjá B.S.A.. Byggt var yfir fjölda bfla. Fyrst skal telja For- drúturnar, síðan mjólkurbfla og jeppa og þóttu húsin lagleg, sterk og vel byggð. Yflrbygg- ingaverskstæði var til húsa á efri hæð Gamla bíós. Þegar bflarnir þóttu ekki orðnir nógu ör- uggir í áætlunarferðir vora húsin tekin af þeim en bflstjórabekkurinn skiiinn eftir og neglt fyrir bakið. Þessir bílar bættust svo í vörabflaflota Kristjáns og vora notaðir í vega- vinnu og aðra flutninga, sem til féllu. Gætti þessara bfla nokkuð um tíma og voru auð- þekktir. Pláss var fyrir tvo menn auk bflstjóra frammi í stýrishúsinu og þekktust bílarnir m.a. af þvi. Vorið 1937 var mikill hugur í Kristjáni og starfsmönnum hans. Þetta vor vora skráðir fimm nýir bflar á stöðina hjá honum til viðbót- ar þeim sem fyrir vora. Nýju bílarnir vora þrír talsins, A 3, A 20 og A 25. Einn vörabfll, A 79, var og skráður. Hann var á þessum tíma stærsti vörabfll á Akureyri. Og svo var A 59 skráður, fyrsti bfllinn, sem byggt var yfir á B.S.A, og var 22 sæta. Allir vora þessir bflar af Fordgerð. Næstu árin bættust svo við fleiri bflar. Og á tuttugu ára afmæli stöðvarinnar var bflaeignin fimmtíu bílar, starfsmenn alls hjá bifreiðastöðinni, B.S.A. verkstæðinu og yf- irbyggingarvrtæðinu 98 manns. Má segja að miklu hafi verið áorkað á ekki lengri tíma, sem að auki var mjög erfiður öllum rekstri, enda kreppa í algleymingi lengst af tímanum. Krist- ján hélt sínum háttum, íylgdist grannt með öllu í fyrirtækjum sínum og hafði glögga og duglega menn við akstur og við verkstjórn. Hemámsárin vora mikill gósentími fyrir vel- flesta í landinu. Þegar þau hófust hafði Krist- ján byggt fyrirtæki sitt það vel upp, að hann gat tekið af fullum krafti þátt í þeim umsvif- um, sem fylgdu hemámi. Aður hafði hann að mestu þurft að sinna uppbyggingu og endur- nýjun, en nú gat hann snúið sér að tekjuhlið- inni nær ótraflaður og má segja að starfsemi hans, fullbúin sem hún var, hafi fært honum ómældar tekjur. Kristján mun hafa skipt við Utvegsbankann, en útibússtjóri hans á Akur- eyri var Svavar Guðmundsson. Var sögð saga af því, að eitt sinn hefði Kristján fundið að því við Svavar, að það væri ekki til mikils að leggja daglega inn stórar fjárfúlgur hjá hon- um, sem síðan lánaði peninga til einhvema sem kynnu ekki fótum sínum forráð og hafði við orð að réttast væri að geyma bara pening- ana heima. Menn hljóta að eiga eitthvað undir sér sem þannig tala við bankastjóra, en sagan upplýsir einmitt hvaða álit menn höfðu á Kri- stjáni almennt á þessum áram og gildir einu hvort sagan er sönn eða ekki. Kristján Kristjánsson var aldrei sóttur til stórverka í pólitík þau ár sem hann var á Akureyri. Eg heyrði aldrei minnst á hvar hann væri í pólitík. Það var eins og engum kæmi það við. Heyrt hefi ég að hann hafi verið vinstri sinnaður sem ungur maður í símavinnu á Siglufjarðarskarði, en síðan eyddist það orð- spor og við tóku athafnir og áræði, sem benda til þess að hann hafi ekki átt samleið með unga manninum er keypti bfl á Húsavík. Eins og áð- ur hefur komið fram var Kristján glettinn. Hann var mikill vormaður, enda fylgdu vorinu auknar athafnir, einkanlega norður þar, bæði var að vegir opnuðust og ýmiskonar störf hófust sem höfðu legið í dróma yfir vetrar- mánuðina, þegar Akureyri var að miklu leyti einangruð nema frá sjó. Kristján færðist allur í aukana vorið 1937, þegar keyptir voru nýir bflar og hann hafði sjálfur látið byggja yfir íyrstu norðlensku rútuna. Vorhugur hana smitaði út frá sér, eins og vísan sýnir, sem Hafsteinn Halldórsson, vörubflstjóri, orti í orðastað Kristjáns: Lifnarvoríveröldsenn vetrar burt er klafínn, viti allir vaskir menn, aðvorsókninerhafin. Árið 1946 stofnaði Kristján íyrirtækið Bíla- söluna h.f. ásamt Ólafi Benediktssyni og á næstu áram dró hann úr bflaútgerð. Áður hafði hann hætt með vörubíla, en KEA keypti yfirbyggingaverstæðið og rak það næstu árin. Þótt Kristján drægi smásaman úr umsvifum sínum á Ákureyri hóf hann mikinn rekstur í Reykjavík. Áður hafði hann komið við ýmis- konar starfsemi á Akureyri. Hann var einn af stofnendum og meðeigendum í Dráttarbraut Akureyrar og einn af stofnendum Flugfélags Akureyrar, sem síðar sameinaðist Flugfélagi Islands. Auk þess eignaðist hann hluti í fyrir- tækjum í Reykjavík. Kristján Kristjánsson var kominn á sextugs- aldur, þegar hann hætti rekstri á Akureyri að mestu, þar sem hann þekkti alla innviði bæjar- - ■ * □Jf" RÚTUBÍLAFLOTI Kristjáns á fimmta áratugnum. BREKKUGATA 4, hús sem Kristján byggði, en sjálfur stendur hann á tröppunum. í kjallara hússins var stundum bækistöð og vinnuað- staða Kjarvals, en hann bjó hjá Kristjáni vini sínum þegar hann kom norður. KRISTJAN til vinstri í laxveiðitúr ásamt Vigfúsi Guðmundssyni, „Fúsa vert“ í Hreðavatnsskála. félagsins, og fluttist til Reykjavíkur. Þar mætti honum annað umhverfi, sem um margt varð honum erfiðara fyrir fæti. I Reykjavík rak hann innflutningsverslun með bfla, varahluta- sölu og bflaverkstæði. Hann byggði stórhýsi, þar sem nú er Hótel Esja, og hafði snemma við orð að hann mundi ekki hætta þeirri byggingu fyrr en hún næði hærra til himins en bygging Samvinnutrygginga, sem var beint fyrir ofan hús hans, og stendur á klöpp við Armúla. Mátti grilla í þessari heitstrengingu, að enn bjó kapp í gamla brautryðjandanum að norðan. Þótt hann flytti suður í kringum 1960 átti hann samt eignir á Akureyri, en 1953 byggði hann stórhýsið Geislagötu 5, sem nú er Búnaðar- bankinn. Einhverju sinni urðum við Kristján samferða í flugvél norður til Akureyrar á Reykjavíkurárum hans. Var sá fundur báðum til mikillar ánægju og áttum við langt spjall í flugvélinni. Þetta var í síðasta sinni, sem ég sá Kristján, en hann andaðist 16. júní 1968. Þá sagði hann mér að hann hefði betur átt Geislagöt- una fyrir sunnan heldur en á Akureyri. Benti það til þess að hann hefði haft meiri fjárhagslegan stuðning af slíkri bygg- ingu í Reykjavík. En hvað um það. Hótel Esja reis af grunni og gnæfir yfir Suðurlandsbrautina, eins og varða á mikilli leið at- hafnamanns, þótt hún sé nú í annarra eigu. Krist- ján stóð í miklu bygg- inga- og fyrirtækjavafstri þau ár sem hann átti ólif- uð í Reykjavík. Það fór engum sögum af lang- ferðalögum lengur. Rútur gengu á milli byggðar- laga eins og hverjir aðrir strætisvagnar. Menn vora löngu hættir að fara Öxnadalsheiðina með því að standa af sér hliðar- hallann og áttu yfirleitt lengri leið fyrir höndum en að Krossum á Þela- mörk. Saga Kristjáns Kristjánssonar er öðram þræði saga Akureyrar. Hennar sér enn stað í húsinu við Geislagötu og í byggingum á Odd- eyri, þar sem hann vildi snemma reisa stór- hýsi við hæfi með fimmtán metra breiðu þaki. Eins og oft, bæði fyrr og síðar, verða menn eins og Kristján að sætta sig við, að samtím- inn er ekki reiðubúinn fyrir hin breiðu þök. Mér hefur stundum dottið í hug, að best gerðu Akureyringar með því að reisa voldug- an stein í minningu Kristjáns og hafa hann á miðju Ráðhústorgi. Það væri vel við hæfi því mörgum steinum ruddi hann bókstaflega úr vegi til hægðar og hagsbóta fyrir Akureyri. Margir mektarmenn voru á Akureyri á dög- um Kristjáns. Þeir voru annað hvort í Frí- múrarareglunni eða Oddfellow og þar var Kristján félagi. Hann var sæll með sínum fé- lögum í starfi. Hann svaraði Vigni Guðmunds- syni eitt sinn spurningunni, í blaðaviðtali, hvað hann teldi frumskilyrði fyrir því að menn kæmust til bjargálna í lífinu. Og Krist- ján svaraði: „Að nenna að fara á fætur á morgnana, hugsa og vinna. Hverju þjóðfélagi er hollast, að einstaklingurinn fái að ráða sem mestu um gerðir sínar, sé það í honum að nenna að vinna. Óstundvísi er þjóðarböl, en hana rekur maður sig á allsstaðar. Þetta opin- bera fargan og ófrelsi á öllum sviðum er að drepa þjóðina. Ef ég vil byggja hús yfir starf- semi mína, þá á ég að ráða því sjálfur hvernig það er, en ekki einhverjar nefndir og skrif- stofurassar í opinberum stofnunum. Það er neyð fyrir þann sem vill bjarga sér, að þurfa að skríða fyrir nefndum og ráðum til þess að fá leyfi til að vinna.“ Helstu heimildir: Bifreiðir á Islandi II. bindi. Ættir Þingeyinga IV. bindi. Svanlaugur Ólafsson, bifvélavirki. Bragi Svanlaugsson, verkstæðisformaður. Baldur Svaniaugsson, bifvélavirki. Gísli Ólafsson, fyrrverandi yflrlögregluþjónn. KRISTJÁN ÁRNASON ÖLDIN MÍN Öldin mín, þú ert á förum. Ófædd ljóð mér brenna á vörum. Fjöldi spurna, en fátt af svörum, finnst í rýrum nestismal, þá er héðan halda skal. Þú varst ör, með eld í taugum, eftir skírn í frelsislaugum. Þá ég lauk upp ungum augum, engan þekkti lífsins harm. Við móðurfaðm og fóðurarm. Öldin mín, þér unni ég forðum, át af þínum hlöðnu borðum. Fannst það víst í föstum skorð- um þú fleyttir mér til eilífðar. Hvílíkt blessað barn ég varl Óldin mín, þú ert að hverfa. Öldin hinna fóllnu kerfa. Þeir sem land og lærdóm erfa, líta þvílíkt nægtabúr, að þarmun vandi að velja úr. Það er mannsins sorgarsaga, síst að þola góða daga. Með andlit sveitt og svangan maga, sigrar hann í margri raun. Aftuiför er óhófs laun. Brennur hraun við Bláfjöll Brennur hraun við Bláfjöll, Bólstrar dökkir rísa. Þrumuleiftur lýsa, Loki hristii• fjötra. Brennur hraun við Bláfjöll, Úr björgum hrynja skriður. Engjast jarðar iður, Undirheimar nötra. Brennur hraun við Bláfjöll, Byggðar lendur hverfa. Eyðing mun þær erfa, Eldsins gyðjur brosa. Brennir sól við Bláfjöll, Bræði eldsins lokið. Hraunið hrufum strokið, Hylst að nýjum mosa. Fantasía um blóm Það vex eitt blóm meðal villtra grasa, Það veit ég fegurst á jörð. I nálægð þess, er hætta að hrasa, A hálan og grýttan svörð. Margur hefur til meiðsla hnotið, Sem mændi á þetta blóm. Skipið sitt góða og boðorð brotið, Búið sér þungan dóm. Af tærum nektar er blómsins bikar Barmafullur að sjá. Þar seiðandi ljósbrot sífelit kvikar, Svalandi með hverri þrá. Með ilmi það fyllti ískalt tómið, Sem álengdar gráðugt beið. En krjúpi ég niður, og kyssi blómið. Kyssi ég dauðann um leið. Höfundurinn er fyrrverandi bóndi og smið- ur ó Slcálá í Sléltuhlíð. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.