Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 19
HEIMSFRÆGI LISTDANSKENNARINN DAVID HOWARD SÆKIR ÍSLAND HEIM ÞOU NMÓÐU R EN KRÖFUHARÐUR KENNARI Hlátrasköll ómuðu úr kennslustund Davids Howards í Listdansskólan- um milli þess sem hann kallaði til nemenda og klappaði taktinn. Það var qreinilegt að hann haföi gaman af kennslunni og EYRÚN BALDURSDÓTTIR kannaði hvað fleira ein- kenndi þennan frægasta listdanskennara heims. ✓ EG trúi að það hafí verið örlög mín að verða ballettkennari," segir David. „Þegar ég var 29 ára hætti ég að dansa vegna bakmeiðsla, þá vildi ég verða hárgreiðslumaður og ætlaði alls ekki að kenna.“ Hárgreiðslu- starfið var hins vegar lítið betra fyrir bakið og því byrjaði hann að kenna ball- ett þrátt fyrir fyrri ásetning og segist aldrei hafa séð eftir því. David Howard hóf ungur að koma fram fyrir áhorfendur. Hann tók þátt í söngleikja- uppfærslum í London Palladium 16 ára gam- all en ákvað um það leyti að snúa sér alfarið að ballettdansi að áeggjan föður síns. Hann var í 7 ár sólódansari í Konunglega ballettin- um í London og dansaði einnig í Kanadíska ballettinum svo fátt eitt sé nefnt. Ferill hans sem kennara hófst árið 1966 þegar honum var boðið að kenna við Hark- ness-ballettskólann í New York sem hann síðar stýrði. I þeim sama skóla vai- Helgi Tómasson við nám og að sögn Davids tókst með þeim góð vinátta. David stofnaði einnig sinn eigin skóla í New York sem hann rak þar til fyrir þremur árum. Sérstæðar áherslur „Ballettdans er gamalt listform sem hægt er að nálgast á tvo vegu,“ segir David. „Sumir kennarar leggja áherslu á það hvernig ballett lítur út og kenna hann eins og mynd en sjálfur skoða ég ballett einna helst út frá hreyfifræði og samhæfingu lík- amsvöðva. Líklega má segja að ég vinni á breiðara sviði en aðrir kennarar," segir Da- vid brosandi. David hefur menntað sig í líffæra- og hreyfífræði og kveður góðan listdans grund- vallast á réttri líkamsbeitingu. „Oft er ástæða meiðsla röng líkamsbeiting eða of mikil endurtekning sömu hreyfinga. Eg skoða hreyfimynstur ballettdansara og finn út hvort þeir teygi of mikið, noti of mikið afl eða beygi sig of djúpt. Líkaminn segir til þegar eitthvað er að því þá bregst samhæf- ingin og tímasetningin líka,“ segir David sem sjálfur er veikur í fótum og þarf að sitja á stól við kennsluna. David mun vera snöggur að greina hvort eitthvað hrjái listdansara og margir sem átt hafa í meiðslum hafa leitað til hans. Hann segist hafa meira gaman af endurhæfingu en hefðbundinni danskennslu. „Mér finnst gaman að leysa vandamál en dansarar verða líka að vera tilbúnir að breyta um hreyfi- mynstur og leggja mikið á sig ef þeir vilja taka framförum. Sumir dansarar halda að maður sé eins konar barnapía, vilja fá klapp á bakið og vita að þeir standi sig vel en mikil áhrif á mig. Hann var aldrei aðaldans- ari og dó of snemma þannig að maður veit aldrei hvort nafn hans hefði getað risið hærra,“ segir David. Hugarfar skiptir sköpum Það sem veldur því að einn dansari nær lengra en aðrir er samkvæmt vissu Davids einbeiting og vilji. „Dansarar verða að hugsa aðeins um eitt og stefna að settu marki ef þær ætla að ná langt. Bestu listdansararnir eru eins og íþróttamenn og gera allt sem þarf að gera til að bæta sig. Auðvitað verða þeir að hafa hæfileika og góða líkamsstöðu en aðalatriðið er hugarfarið," segir David ákveðið og bendir á að þeir reyni að halda sér á toppnum eins lengi og mögulegt er. Aðspurður hversu langan tíma dansferill spanni kveður hann það misjafnt milli kynja. „Eftir 35 ára aldurinn eru karlmenn vana- lega hættir en auðvitað eiu til undantekn- ingar. Baryshnikov er t.d. fimmtugur og enn að, sem að mínu mati er of langur tími. Það v er ekki eins áhugarvert að sjá fimmtugan mann stökkva um sviðið, sama hversu góður hann er. Hins vegar geta konur verið lengur í ballett því þær geta breytt um hlutverk. Þær þurfa ekki að stökkva um eins og strák- arnir og geta klæðst síðum kjólum til að fela aldursmerki á fótleggjunum,“ segir hann og bendir á að sumstaðar finnist meira að segja ballettdansarar yfir sextugu. „Þetta er eins og í íþróttunum þar sem baráttan gegn þyngdarlögmálinu verður harðari með hverju ári eftir þrítugt.“ David kveður dansara oft verða betri í leikrænni tjáningu með aldrinum þótt þeir eigi erfiðara með að stökkva. „Það er svo sorglegt að loksins þegar hugurinn er mót- aður og fólk fai’ið að átta sig á aðalatriðun- um þá bregst líkaminn," og hann segir marga ballettdansara taka það mjög nærri sér. Hann útskýrir að ballettdansari þurfi öðrum þræði að vera leikari. „Danshöfundur hefur alltaf eitthvað í huga, hvort sem það er þyngdarleysi, fráhvarf eða örvænting og það verða dansarar að geta túlkað,“ segir David. Hann bendir á að ballett sé ekki listform fyrir útvalda þótt svo megi stundum virðast. „Eg held að allir geti lært að meta ballett enda eru birtingarform hans nú til dags fjölbreytileg. Forvitinn um island „Eftir að ég kynntist Helga Tómassyni hefur mig alltaf langað til að koma til landsins, ég ákvað því að slá til þegar Orn Guðmundsson, skólastjóri Listdansskólans, bað mig um að koma hingað og kenna,“ segir David. „Til allrar hamingju er ég mjög upptekinn maður en til að komast hingað varð ég að stytta sumarfríið mitt. Ég vissi lítið annað um landið en að hér væri góð danshefð enda hafa komið nokkrir hæfileikaríkir dansarar héðan, til dæmis Helgi, sem er stórkostlegur — listamaður. í huganum hafði ég undarlega mynd af Islandi sem stóðst ekki þegar til kom,“ segir David hlæjandi. David kenndi hér í fjóra daga og til hans komu m.a. dansarar úr íslenska dansflokkn- um. „Þeir dansarar sem ég hef unnið með hér eru góðir og hafa fína einbeitingu.“ David hefur um þessar mundir í nógu að snúast við að kenna listdans víðsvegar um heiminn. „Mér finnst ég mjög lánsamur maður að fá að ferðast og vinna um leið að hugðarefnum mínum,“ segir David en á síð- asta ári var hann á ferðalagi í 200 daga af árinu. „Ég á margar góðar minningar frá ■> kennslunni, til dæmis frá Mexíkó, Japan og vissulega héðan líka,“ segir hann og bætir við að hann vonist til að fá tækifæri til að koma til íslands aftur. fundið að þeim frægu dönsurum sem ég vinn með, en raunin er að ég set meira út á þá eftir því sem þeir eru færari,“ segir David og er mikið niðri fyrir. „Maður verður sífellt að finna þeim ögrun enda vilja þeir verða betri. Þeir vilja ekki heyra að þeir séu góðir, þeir vita það því annars hefðu þeir ekki náð eins langt og raun ber vitni.“ David segir þessa bestu dansara heims einnig hafa kennt sér mjög mikið en eftirminnilegasti dansari sem hann hefur starfað með er samt ekki úr þeirra hópi. „Otrúlegasti dansari sem ég hef unnið með var drengur nokkur í Balley Theater sem hét Peter og dó 27 ára gamall. Hann hafði ekki sérstaklega flottan líkama en þegar hann dansaði skein gleði og ást frá honum, hann var yndislegur og hafði Morgunblaðið/Jim Smart DAVID Howard útskýrir dansspor fyrir íslenskum nemendum sínum. kennsla gengur vitaskuld ekki þannig fyrir sig. Það krefst mikils að vera listdansari og þeir verða að vera tilbúnir að fórna ein- hverju og breyta lífsstílnum," segir hann. Þolinmæði þrautir vinnur Það sem góðan danskennara þarf að prýða er að sögn Davids þolinmæði, ást og getan til að segja sama hlutinn á milljón mismunandi vegu. Hann þarf einnig að hafa góða kímni- og sköpunargáfu og líka vel við það sem hann er að gera. Sjálfur segist hann hafa róast með árunum og orðið þolinmóðari kennari en án þess að slaka á kröfunum. „Ég legg mig fram við að gera hlutina vel og þess vegna hef ég átt velgengni að fagna sem ballettkennari,“ segir David sem auk þess hefur gefið út kennsluefni á formi myndbanda og geisladiska. „Ég hugsa sjald- an út í að ég sé frægur kennari heldur skila minni vinnu eftir bestu getu, ef ég er beðinn um að koma aftur veit ég að ég hef staðið mig vel,“ bætir hann við David hefur kennt öllum helstu listdans- stjörnum heims, s.s. Mikhail Baryshnikov, Gelsey Kirkland, Cynthia Harvey, Rudolph Nureyev, Sylvie Guillem, Katherine Healy, Jennifer Golfand og Natalia Makarova. „Fólk veltir því oft fyrir sér hvað ég geti LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.