Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 10
„AMAZÓNUR OG SÍRENUR" Leyndardómar Parísarborgar eru margir, og það varð BRAGI ÁSGEIRSSON meira en var við í rannsóknum sínum ó rými tímans ó þeim breiddargróðum ó síðast- liðnu hausti. Lyfti hnýsinn rýnirinn tjöldum fortíðar, kom einnig í Ijós að mikillótar og stórgófaðar samkynhneigð- ar konur óttu driúgan þótt í uppgangi menningar og lit- ríku mannlífi í borginni fró fyrsta óratug aldarinnar og fram yfir heimstyrjöldina síðari. París var kona. HÉR skal í knöppu formi hermt eitt og annað af frönskum, enskum og bandarískum val- kyrjum sem örlögin ófu margræða vefi í hringiðu París- arborgar á fyrstu tugum aldar- innar. Aðallega aðfluttum enskumælandi, amazónum og sírenum, sem héldu hópinn í Latínuhverfinu á vinstri bakkanum og sópaði að í menningarlíf- inu, sumum kunnum öðrum nafntoguðum, jafn- vel einstökum heimsfrægum enn þann dag í dag. Nefni hér helst rithöfundana Gertrude Stein og Djunu Bames, svo og Sylviu Beach, út- gefanda og velgjörðarmann írska rithöfundar- ins James Joyce, stofnanda bókabúðarinnar Shakespeare and Company, á Rue de l’Odéon. Að ógleymdri hinni frægu og dulmögnuðu Co- lette og fleiri mikils háttar konum, svipmiklum valkyrjum og hafgúum ástarlífsins. Af tilviljun rak ég augun í bók er bar nafnið, Paris War eine Frau, París var kona, í þýsku bókabúðinni í nágrenni Pompidou-menningar- miðstöðvarinnar, kom þó í allt öðrum erinda- gjörðum, en festi mér hana strax. Svona líkt og í fyrra skiptið á Kjarvalsstofu sumarið 1989, er ég sá sögur eftir Stefan Zweig á sama stað á út- leið, reyndust svo lengstu smásögur sem ég hef lesið og kiljan sú þykkasta sem ég hef handleik- ið, líkust ritsafni, sögumar þó örfáar, en hvílík- ur lestur og hvílík bók! - Síðan ég komst til nokkurs þroska á al- þjóðavísu hef ég leitast við að meta fólk for- dómalaust af verkum þess og gerðum, síður einkalífi, trúarbrögðum, stjómmálaskoðunum, kynþætti eða litarrafti. Hef gengist svo upp í því um dagana, að margt hefur farið hjá, sem annars er almælt, þó helst undir rós, en það er síður í þesslags vitneskju sem mér hugnast að sæþja jafnt hvunndagslega sem andlega nær- ingu. Það hefur oft gert það að verkum að ég hef orðið steinhissa yfir fáfræði minni, þótt lítið sé til að fyrirverða sig fyrir, en samt hef ég reynt að ráða bót á henni síðustu ár við lestur skjajfestra heimilda sem áður var legið á. Jafn- vel í þeim mæli að í tíu binda uppsláttarritum um myndlist frá upphafi vega hefur kannski 2-4 síðum verið varið í efnið og kynorkuna, sem er þó í sama mæli drifkraftur listsköpunar og elds- neyti bifreiðum! „Die Frauen von der Left Bank“, Konumar á vinstri bakkanum, er undirtitill bókarinnar. I fimm köflum er sagt frá vel á þriðja tug ensku- mælandi valkyrja, sem frá fyrstu áratugum ald- arinnar fram að heimstyrjöldinni síðari settu sterkan svip á lífið á vinstri bakkanum, Rive Gauche. Þetta lið skarar einnig franski rithöf- undurinn Colette, sem þrátt fyrir þrjú hjóna- bönd stóð í ástarsambandi við einstakar þessar og margar aðrar konur, skjólstæðing sinn Germaine Beaumont, Marie Laurenchin, Adrienne Monnier og fleiri. Gáfaðar, stoltar, sjálfstæðar, metnaðargjamar og frjálslyndar konur, í flestu jafnokar karlmanna á andlega sviðinu og hafnar yfir þá á hinu líkamlega. Þær verðskulda hver um sig að vera kynntar með noklcrum línum, opnar þeim er les sviðið, þótt ekki bregði þeim öllum fyrir í lesmáli né mynd. - Beatrice Abbott var þekktur amerískur ljósmyndari, sem byrjaði feril sinn með því að vinna að eigin myndum á vinnustofu Man Ray í hádegisverðarhléi sínu. Margaret Anderson var stofnandi og útgefandi The Little Review sem var eitt þýðingarmesta framúrstefnuritið á millistríðsárunum. Djuna Bames var skáld- sagnahöfundur, blaðakona, ádeiluhöfundur og myndlistarmaður. Þekktasta verk hennar telst neðanjarðar klassíkerinn Nightwood. Natalia Clifford Bamey var höfundur alræmdra bók- mennta um samkynhneigð kvenna. Var með fullar hendur fjár og tíður gestur í sam- lcvæmislífinu, bjó 70 ár í París. Aðurnefnd Syl- via Beach gaf út Ulysses, margræðustu bók ald- arinnar. Germane Beaumont var frönsk blaða- kona og rithöfundur, sem hlotnaðist hin virtu Prix Theophraste Renaudot-verðlaun í bók- menntum, skjólstæðingur og trúnaðarmaður Colette. Romaine Brooks var amerískur málari, sem málaði áleitnar portrettmyndir í dempuð- um litum, var ævilangur vinur Natalíu Bames. Winfried Eellerman Bryher var auðugur ensk- ur erfingi, útgefandi, rithöfundur, stuðnings- kona lista og andfasisti; ævivinur skáldkonunn- ar H.D (Hildu Doolittle). Lily de Clermont Tonnere var af aðalsættum, náin vinkona Na- talíu Bames og Gertmde Stein; umdeildur höf- undur upphaflega vinstri- en seinna hægrisinn- aðra rita. Fyrrnefnd Colette var einn umtalað- asti, virtasti og ástsælasti kvenrithöfundur Frakklands um sína daga. Nancy Cunard var af hinni frægu skipamiðlaraætt með sama nafni, en yfirgaf fjölskylduna til að verða skáld, stofn- aði framúrstefnuritið Hours Press. Hilda Doolittle var skáld og rithöfundur, sem aðallega bjó í London en var með annan fótinn í París, var músa Esra Pounds og gekkst undir sál- greiningu hjá Sigmund Freud. Janet Flanner var nafntoguð amerísk blaða- og fréttakona sem í 40 ár skrifaði greinar um lífið í París í The New Yorker. Gisele Freund var landflótta gyðingur frá Þýskalandi, sem ljósmyndaði alla fræga kven- og karlkyns rithöfunda Parísar- borgar, einnig þá sem áttu eftir að verða það. Eileen Gray var írskur hönnuður og arldtekt sem skóp sinn eigin módemíska stíl og bjó í 75 ár á vinstri bakkanum. Radcliffe Hall var ensk- ur rithöfundur og skrifaði hina umdeildu bók The Well of Loneliness (1928), þar sem hún tal- aði máli, og hvatti til umburðarlyndis gagnvart samkynhneigðum konum. Taldi öll vandamál úr sögunni fengju þær að ganga að altarinu. Bókin var á bannlista í Englandi til 1948. Jane Heap var meðútgefandi Margaret Anderson að Little Review og jafnframt óopinber áróðurs- og um- boðsmaður Gertrude Stein. Marie Laurenchin var snjall málari og tíður gestur í samkvæmum Natalie Bamey og Gertrude Stein. Georgette LeBlanc var frönsk óperusöngkona, sem bjó í 20 ár með ritstýrunni Margaret Anderson. Mina Loy var fædd í Englandi, skáldkona og hönnuður, sem myndskreytti minni bókmennta- tímarit. Adrienne Monnier var franskur rithöf- undur og ritstýra sem opnaði mikilvæga bóka- búð fyrir framúrstefnurit, „Le Maison des Amis des Livres“, Hús bókavinanna. Noel Murphy var amerísk söngkona, átti hús í nágrenni Parísarborgar, mikið sótt af útlenskum konum um helgar. Solita Solano var ritstýra, skáld- sagnahöfundur, skáld og blaðamaður, sem fóm- aði eigin frama til að geta stutt Janet Flanner af lífi og sál, sem hún og gerði í 50 ár. Gertmde Stein var þekktasti og iðnasti kvenrithöfundur módemismans, einnig stórmerkur listasafnari og bauð til móttöku í hverri viku, aðdáandi Mat- É}\ m-M i ' Sí'" .. /h ■ ■ | • ÍT tmm I |ggf 11 m j’ , |; WM. W ■ú i t J| EFST til vinstri; Gertrude Stein og Alice B. Toklas i blóma lífsins; Við vorum eins og eiginkonur. Þí Stein, sem sat 88 sinnum fyrir hjá málaranum meðan á tilorðningu myndarinnar stóð. Við hlið henn legust allra ekkna.“ Stöllurnar Djuna Barnes og Mina Loy, náin vinátta þeirra byggðist á skyldum e aðeins T.S. Eliot með fornafni, heldur var Janet Flanner eina manneskjan sem leyfðist að ávarpa . hægri Sylvia Beach og Adrienne Monnier með Ulyesses í gervi heildarútgáfu verka Shakespeares hver aðra upp. Natalia Barney, sem var líkust holdgervingi Saffóar frá Lesbos, var orðin þjóðsag klæddu og ábúðarmiklu Colette, sem lítur stolt niður til skjólstæðings síns Germaine Beaumont. I et l’lmpur, er vakti gríðarlegt umtal og hneyksli er hún kom út. Að mati Janet Flanner var Colette sér, villta stúlkan frá Cincinnati sem tók París með trompi. Þamæst sér í Adrienne Monnier fyrir fr cl'rffe Hall og vinkonu hennar, Unu Troubridge, að mæta i veislur í samkvæmisfötum karla og mi bridge með hundana sína tvo og nefndi „Una Lady Troubridge". Til hægri er svo hin fagra amerísk sem ísmeygilegur og glottandi horfir beint á les; isse og Picassos. Alice B. Toklas var ævilangur félagi, ritari og útgefandi og músa Gertrude Stein. Renée Vivien var hæfileikarík skáldkona, nágranni Colette og ástkona Natalie Barney, en dó aðeins 31 árs í París. Dolly Wilde var enskur rithöfundur, sem minnti sterklega á frænda sinn, Oscar Wilde, í útliti. Thelma Wood, silfur- punkta listakona og myndhöggvari, átti á þriðja 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999 -J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.