Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 16
FJORÆR- INGURINN í PRAG Alþjóðlegi fjóræringurinn í Prag í leikmyndahönnun var opnaður 3ann 7. júní og stendur til 27. júní. HAVAR SIGURJONSSON skoðaði sýninguna og fylgd- ist með íslenska framlaginu fæðast ó staðnum. FJÓRÆRINGURINN í Prag hefur unnið sér sess sem viðamesta sýn- ingin í veröldinni á leikmynda- og búningahönnun ásamt leikhúsarki- tektúr. Sýningin hefur verið haldin reglulega frá 1967 og stöðugt vaxið að umfangi, þótt líklega hafi hún aldrei verið jafn viðamikil og núna, , með þátttöku nær 50 þjóða, auk alls kyns sýn- inga og uppákoma sem tengjast henni. Islendingar hafa tekið þátt í Fjóræringnum frá 1987 og að þessu sinni voru fulltrúamir þriggja manna hópur frá Hafnarfjarðarleik- húsinu, þau Hilmar Jónsson leikstjóri, Finnur Arnar Amarson leikmyndahönnuður og Þór- unn María Jónsdóttir búningahönnuður. Hlín Gunnarsdóttir hafði umsjón með íslenska hópnum og var tengiliður hans við skipuleggj- endur Fjóræringsins. Sjálf var Hlín fulltrúi Is- lands á Fjóræringnum 1991 og því öllum hnút- um kunnug. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensku fulltrúarnir hafa getað leyft sér þann sjálf- ' ■ sagða munað að hafa tengilið og skipuleggj- anda og var það einróma álit þeirra að slíkt væri ómetanlegt og beinlínis nauðsynlegt þeg- ar um væri að ræða svo stóra og flókna sýn- ingu sem Fjóræringurinn er. „Við nutum stuðnings menntamálaráðuneytisins við þetta verkefni sem annars hefði verið óframkvæm- anlegt,“ segir Hlín Gunnarsdóttir. Fjölbreytt stórsýning Fjóræringurinn skiptist í fjóra hluta þar sem em í fyrsta lagi framlög einstakra þjóða og em „básarnir" eða sýningarsvæðin afskap- lega óhk innbyrðis. Þá var sérstakur hluti sýn- ingarinnar helgaður ævistarfi nokkurra heims- þekktra leikmyndahönnuða og áttu samlandar hvers og eins heiðurinn af uppsetningu sýning- anna. í þriðja lagi mátti líta teikningar arki- tekta af leikhúsbyggingum víða um heim síð- astliðin ár og einnig vom birtar tillögur sem bámst í samkeppni um hönnun leikhúss á svæði í Prag þar sem ætlunin er að reisa leik- hús á nýrri öld. Loks vora sýningar á verkum nemenda ýmissa hönnunarskóla og háskóla- deilda í leikmyndahönnun. Anti-Warholes Það var ánægjulegt að sjá með hversu afger- andi hætti íslenski básinn skar sig úr og greini- legt að hann vakti töluverða athygli sýningar- gesta og annarra þátttakenda. „Við hugsuðum þetta sem eins konar innsetningu og hönnuðum básinn sem myndverk frá granni í stað þess að sýna módel og teikningar af fyrri leiksýning- um,“ sagði Finnur Amar. í sem stystu máli er básinn þannig hannaður að þegar gestir ganga inn í hann mætir þeim umhverfi sem líkist því sem er að tjaldabaki í leikhúsi og gegnum lítil göt á bakvegg bássins má h'ta myndir af iomar- lömbum stríðsátaka síðustu mánaða í Kosovohéraði. Yfirskriftin Anti-Warholes er háðsk og áleitin í senn. Sterk hugmynd sem kveikir ýmsar hugrenningar um leikhúsið og tilgang þess; leikarar og sviðsmenn nýta sér svona lítil göt á leikmyndinni til að geta kíkt inn á sviðið og séð hvar leikurinn er staddur. Um leið era þeir að horfa á tilbúinn veruleika sem framinn er á sviðinu fyrir áhorfendur sem era handan við, í salnum. Leikhúsið er ávallt spegill veraleikans á einhvem hátt og þvi verður sögn- in í íslenska verkinu býsna sterk ef draga má þá ályktun að raunveraleikinn blasi við þegar kíkt er inn á sviðið að tjaldabald. Raunveruleik- inn er þó frystur í ljósmyndinni, hann er ekki raunveralegur heldur hefur umbreyst í hið kyrra form ljósmyndarinnar og því kvikna ýms- ar spumingar eins og hvað getur leikhúsið sagt HIRÐFÍFLIÐ Stanczyk. Brúða í fullri stærð úr Brúðkaupinu, sögufrægri sýningu Pólverjans Stanislaw Wyspíanski frá 1901. okkur um raunveraleikann og hvenær er raun- veraleikinn raunveralegur í leikhúsinu? Eini raunveraleikinn í leikhúsinu er tjáningin það augnablik sem hún á sér stað og hún er jafn raunveraleg og tilfinningamar sem hún vekur meðal áhorfenda. Skýrslur um leiksýningar Islenski básinn er ein örfárra tilrauna á sýn- ingunni til að skapa vísi að lifandi leikhúsi, aðr- ir básar og einstakar sýningar vora í rauninni eins konar skýrslur um leikhús, mjög fróðlegar oft á tíðum og glæsilegar en ekki lifandi list í sjálfu sér. Ein af spurningunum sem vakna þegar gengið er um sýningu af þessu tagi þar sem hönnunin í leikhúsinu, leikmynd, búningar, ljós og byggingamar sjálfar era í aðalhlutverki er hvort slíkt geti nokkum tíma orðið trúverðug- ur vitnisburður um leikhús. Ondrej Cemý, framkvæmdastjóri Leiklistarstofnunar Tékk- lands, segir að þetta sé alls ekki rétta spum- ingin. „Tilgangurinn með Fjóræringnum er ekki að sýna hvers konar leiklist hefur verið framin í heiminum undanfarin fjögur ár. Til- gangurinn er að sýna hönnun í leikhúsinu í sem víðustum skilningi, sýna afrakstur vinnu leik- myndahönnuða, kynna tækninýjungar og leik- húsarkitektúr með eins heildstæðum hætti og okkur er unnt,“ segir Cemý en viðurkennir jafnframt að þessi spuming hafi verið mjög áleitin framan af og nauðsynlegt hafi reynst að svara henni. „Eitt besta svarið er komið frá landa mínum, leikskáldinu Milos Hlávka, sem sagði: „Að sýna leikhúslist með þessum hætti er tilgangslaus hégómi. Það er ekki hægt að sýna lifandi leiklist eftir að hún hefur átt sér stað en einstökum hlutum hennar er hægt að halda uppi til skoðunar eftirá; sálin er ekki til staðar en andinn lifir, lögun leiklistarinnar í tíma er ekki hægt að sýna en notkun rýmisins má skoða; ekki er hægt að varðveita andrúms- loft leiksýningarinnar en félagslegar rætur hennar má rekja. Ekki er hægt að varðveita ÓDYSSEIFUR og menn hans berjast við Kýklópinn í samnefndri sýningu eftir snillinginn Josef Svoboda. Morgunblaðið/Hávar ÍSLENSKU þátttakendurnir úti fyrir sýningarhöllinni í Prag. Þórunn María Jónsdóttir búninga- hönnuður, Finnur Arnar Arnarson leikmyndahönnuður og Hilmar Jónsson leikstjóri. tilfinningalega reynsiu áhorfandans, en sögu- legar og sálfræðilegar forsendur þeirrar reynslu má kortleggja." Að sögn Cemýs má rekja upphaf Fjórær- ingsins í Prag allt aftur á fjórða áratuginn. „Leikmyndahönnuðimir Hofman, Tröster og Sládek sópuðu að sér verðlaunum bæði á Þrí- æringnum í Mílanó 1936 og á Heimssýningunni í París 1937. A sjötta og sjöunda áratugnum hélt þessi velgengni áfram og tékkneskir leik- myndahönnuðir með Tröster og Svoboda í far- arbroddi unnu öll verðlaun á Tvíæringnum í Sao Paulo í Brasilíu á áranum 1957-1965. í kjölfar þess var tekin sú ákvörðun að stofna Fjóræringinn í Prag og áherslumar vom skil- greindar strax í upphafi. Að um leið og það er viðurkennt að hönnun leikmynda, búninga, ljósa og bygginga eru einstakir hlutar leiklist- arinnar en ekki summa hennar, þá er hugsunin samt sú að sýna leiklistina í gegnum hönnun- ina. Það er hins vegar mjög mikilvægt að orðið „sýna“ sé skilgreint rétt í þessu samhengi. Hér er verið að sýna leiklist en ekki fremja hana. Það er grundvallarmunur á þessu tvennu.“ Höfuðpaurar margra þjóða Eitt af því sem vekur athygli á Fjóræringn- um er hversu mikil áhersla að þessu sinni er lögð á að sýna ævistarf margra þekktustu leik- myndahönnuða þessarar aldar. Þetta er sér- stakur hluti Fjóræringsins undir sérstöku heiti, hin þematíska deild. Þar getur m.a. að líta ítarlegt yfirlit um verk Svíans Lennarts Mörk sem unnið hefur fjölda sýninga með leikstjórunum Sjöberg og Bergmann svo ein- hverjir séu nefndir. Þá gera Pólverjar leik- stjóranum og leikmyndahönnuðinum Tadeusz Kantor góð skil og einnig öðrum brautryðj- anda í pólsku leikhúsi frá því í byrjun aldar- innar, Stanislaw Wyspianski (1863-1907). Áhrif hans eru djúpstæð og jafnvel meiri en umheimurinn hefur gert sér grein fyrir að sögn stoltra Pólverja. Hann mun hafa gert ýmsar tilraunir í sviðsetningu leiksýninga um aldamótin sem ekki urðu alþjóðlega viður- kenndar fyrr en á þriðja áratugnum. Þjóðverjar gera Achim Freyer ítarleg skil og Suður-Kóreumenn hefja búningahönnuðinn Byong-Boc Lee til alþjóðlegrar virðingar með glæsilegri sýningu. Þá sendu Bretar sérstaka yfirlitssýningu til Prag á lífsstarfi hins merka leikmyndahönnuðar Ralph Koltai í tilefni Fjóræringsins en Koltai sem er fæddur 1924 er að uppruna þýskur gyðingur en hefur verið breskur þegn frá því í lok fjórða áratugarins. Merk og góð sýning um lífsstarf merks lista- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.