Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 20
ÞAÐ VAR SVO KALT AÐ KAFFIÐ MITT FRAUS Hann hefur unnið með listamönnum á borð við Pavarotti og Kiri Te Kanawa, en kom nýf ega til íslands til að vinna með Blásarakvintett Reykj< wíkur. ANNA SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR ræddi við Chris Hazell um tónlistar- iðnaðinn, matarskorf í Pól- 1 landi og sitthvað fleira. CHRIS Hazell hefur starfað sem upptökustjóri í rúman aldarfjórðung. Hann er breskur, ólst upp í Midlands og enn vottar fyrir syngjandi hreimnum sem einkennir málfar íbúanna. Chris var ný- lega staddur á íslandi við upptökur með Blásarakvintett Reykjavíkur, en hann hefur áður unnið með kvintettinum og Sinfóníuhljómsveit íslands. Þær eru ófáar Islandsheimsóknimar sem Chris á að baki. Hann kom fyrst til landsins í byrjun tíunda áratugarins þegar breska hljóm- plötuíyrirtækið Chandos sendi hann hingað tO að vinna með Sinfóníuhljómsveitinni. Sú sam- vinna gat af sér sjö eða átta diska og segist hann vera orðinn vanur duttlungum íslenskrar veðráttu. I einni ferða Chris var tækifærið síð- an notað til að taka upp efni með Blásarakvin- tettinum, sem hafði áður gefíð út efni á vegum Chandos. Chris er þvi vel kunnur þeim Bemharði Wilkinson, Daða Kolbeinssyni, Einari Jóhann- essyni, Josef Ognibene og Hafsteini Guð- mundssyni sem skipa Blásarakvintettinn, enda leika þeir allir með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var líka fyrir tilstilli Blásarakvintettsins að Chandos bað Chris að taka upp meira efni með kvintettinum. Unnið i dragsúgi, ryki og skít Chris lærði tónsmíðar við Konunglega tón- listarháskólann í London og hefur starfað sem upptökustjóri í rúman aldarfjórðung, þar af lengst hjá hljómplötufyrirtækinu Decca. Hann hefur unnið viðs vegar um heiminn m.a. lengi vel í Ameríku. Chris segir starf upptökustjóra fjölbreytt. „Það getur verið allt frá því að ákveða hvaða tónlist á að taka upp, til þess hvar á að taka hana upp, með hverjum og allt þar á milli. „I grunnatriðum má þó segja að ég sé náunginn sem segir hvað er gott og hvað slæmt,“ bætir hann við. Starfíð er þó langt frá því að vera sveipað töfraljóma að mati Chris. „Fólk sér fyrir sér upptökustjóra í vel búnum hljóðstofum með fjöll tækjabúnaðar og þægilegan hægindastól. Mitt líf líkist þessu engan veginn,“ segir Chris. „Ég vinn yfírleitt í skrúðhúsum og kirkjum, súgurinn næðir um allt og nóg er af ryki og skít. Við erum yfirleitt um fimm mílur frá næsta bæ og þegar upptökum dagsins lýkur þá er yfirleitt búið að loka alls staðar." Máli sínu til staðfestingar rifjar Chris upp atvik í einni af kirkjum Lundúna. „Það var svo kalt þar að kaffið mitt fraus," segir hann og hlær. Ekki er þó hægt að skynja annað en að Chris líki starf sitt engu að síður ágætlega og segist hann vera ánægður með samvinnuna við Blásarakvintettinn. „Sem betur fer þekkir kvintettinn mig frekar vel þannig að þeir eru vanir ruddaskapnum í mér,“ segir Chris, bros- ir og bætir við að kannski sé þó réttara að segja að hann sé ákveðinn. „Tónlist er nefni- lega ekki eins og stærðfræðiformúla sem eitt- hvert eitt rétt svar er til við. Tónlist er mun óljósari, þannig að hún getur í raun verið hvað sem er. Það er því mitt hlutverk að aðstoða tónlistarmennina við að túlka tónlistina og að halda þeim við efnið,“ segir Chris. Upptökur með Blásarakvintettinum tóku tæpa viku, en vinnan hófst á mánudegi og lauk á laugardegi. Tónlistin var tekin upp í Lang- holtskirkju og þurfti því stundum að rýma kirkjuna vegna annarra viðburða. Chris segh- töluverðan tíma fara í að bera saman hljóm tónlistarmanna við hljómburð hverrar kirkju. Ut frá því sé síðan fundinn rétt staðsetning fyrir hvern hljóðnema. „Það getur tekið þó nokkurn tíma að finna réttu staðina ef hljóm- burðurinn er erfiður," segir Chris. „Þegar maður byrjar nefnilega að taka upp þá er orðið of seint að breyta hljóðinu.“ í Langholtskirkju er þó ekki um flókinn upptökubúnað að ræða, en aðeins er unnið með þrjá hljóðnema. „Ég er hrifinn af einfaldleika, þegar hægt er að koma honum við,“ segir Chris og kveður hljómburðinn í Langholts- kirkju góðan. „Það verður samt að hafa stjóm á honum. Þetta er opið svæði sem ber hljóð vel og því er hætta á ákveðnu jafnvægisleysi í hraðari verkum Blásai-kvintettsins. Það er því nauðsynlegt að ná jafnvægi milli þess að unnt sé að heyra hverja staka nótu og þess að fólk skynji að tónlistin er tekin upp í góðri bygg- ingu.“ Pavarotti er Pavarotti Chris hefur unnið með listamönnum á borð við Pavarotti og Kiri Te Kanawa. „Ég hef verið heppinn að því leyti að ég hef unnið með mörg- um þekktum listamönnum," segir Chris. Spurður hvort slíkt fólk óski sérmeðferðar, þá brosir Chris og segir, „Pavarotti er Pavarotti og gerir yfirleitt það sem hann vill gera. En Kiri Te Kanawa er yndisleg, eins og margir aðrir, svo framarlega sem farið er fram á raun- hæfa hluti. Það er alrangt að stjörnurnar vilji ekki hafa upptökustjórann til staðar. Þær þurfa á hjálp hans að halda og maður kemst meira að segja upp með að segja alls konar hluti við þær,“ bætir Chris við. „Það getur t.d. verið nauðsynlegt að segja að eitthvað hafi ver- ið falskt, orðin ekki nógu skýrt fram borin eða að viðkomandi geti spilað betur. Auðvitað þarf stundum að orða hlutina á varkárari máta, en það er ótrúlegt hvaða gagnrýni fólk tekur.“ „Það er mitt starf að hjálpa tónlistarmönn- um að ná fram sínu besta,“ segir Chris. „Ég spurði einmitt þá í Blásarakvintettinum hvort þeim þætti gagnrýni mína særandi, en þeir svöruðu neitandi og sögðu hana réttmæta. Það er að sjálfsögðu hvetjandi að heyra þetta,“ bætir hann við. „Þetta virkar þó á hinn veginn líka, því að ég verð að fá viðbrögð frá tónlistar- mönnunum til að vita hvaða leið skal halda.“ Kyndiklefi sérkennilegasti upptökustaðurinn Eftir rúmlega aldarfjórðungs langan feril sem upptökustjóri býr Chris að fjölda skemmtilegra frásagna. „Ég man þegar við vorum við upptökur í Póllandi um það leyti þegar kommúnisminn leið undir lok. Við kom- um til baka á hótelið seint eitt kvöldið og vor- um svangir af því að við höfðum ekkert borðað allan daginn," segir Chris. „Við báðum um mat, en var neitað. Við héldum að starfsfólkið væri bara erfitt af því að það var áliðið og buðum því pólska peninga og síðan dollara þegar það dugði ekki til. Dollararnir höfðu hins vegar ekki heldur tilætluð áhrif sem okkur fannst skrýtið. Þegar við spurðum síðan hvers vegna við gætum ekki fengið neinn mat, var okkur sagt að enginn matur væri til. Matarskammtur dagsins var uppurinn," segir Chris. Sérkennilegasti staður sem hann hefur verið við upptökur á segir Chris þó að sé kyndiklefi undir kirkju. I kirkjuna vantaði öll aukaher- bergi eins og skrúðhús þannig að eini staður- inn þar sem hægt var að koma búnaðinum fyr- ir var kyndiklefinn. „Það var ofboðslega heitt,“ segir Chris og bætir svo við, „það var satt að segja svo heitt að við vorum á nærfótunum við upptökumar.“ Ráðstefnumiðstöð á Miami geymir líka skemmtilega sögu að mati Chris, en hún hefur að hans mati einn hljómbesta sal sem hann þekkir. „Við vorum við upptökur þar sem einn veggja salarins er glerveggur. Skömmu síðar tók fólk að safnast saman hinum megin við glervegginn, en þar var einhvers konar mót- taka í gangi. Allt í einu mætti síðan jasshljóm- sveit á svæðið og fór að spila,“ segir Chris. „Við vorum að reyna að taka upp klassíska tón- list fyrir innan og ég gat ekki losnað við jass- hljómsveitina þrátt fyrh' að ég reyndi að kaupa hana í burtu.“ Chris brosir og viðurkennir að tónlistariðn- aðurinn eigi það til að greiða mútur til að auð- velda upptökur. Hann segir verkamenn hafa verið fljóta að komast upp á lagið með þetta. „Ég man eftir einu atviki þar sem verið var að endurbyggja verslun við hliðina á kirkju sem við vorum að taka upp í. Ég spurði verkamenn- ina hvort þetta gæti ekki beðið til morguns. Þeir litu hvor á annan og sögðust kannski geta skroppið á pöbbinn. Ég lét þá hafa peninga og þá sögðust þeir skreppa stax á pöbbinn. Um eftirmiðdaginn birtust síðan tveir verkamenn í viðbót, þannig að ég varð að múta fjórum þann daginn. Morguninn eftir mættu síðan sex á svæðið, en þá sagði ég hingað og ekki lengra," segir Chris og hlær. „Þetta er eitt af því sem upptökufyrirtæki þurfa að eyða töluverðum upphæðum í. Þetta er í rauninni skuggalegur bransi," bætir hann við. Likar ekki að fara á tónleika Chris hefur alltaf unnið við klassíska tónlist og segir þá vinnuaðferð gjörólíka upptöku popptónlistar. Þar er hvert hljóðfæri einangr- að og hægt er að eyða heilu dögunum í að tvinna saman ólík hljóð. Við upptökur á klass- ískri tónlist er hins vegar allt tekið upp í einu og allt verður að nást í sömu upptöku. Smámunasemi er eiginleiki sem Chris telur vel til þess fallinn að ná fram því besta hjá tón- listarfólki. „Þegar orðið er áliðið og menn eru búnh' að spila sama verkið fimm sinnum er alltaf ákveðin tilhneiging til að segja þetta orð- ið nógu gott. En þá er það mitt hlutverk að segja nei það er það ekki, ég veit að þið getið gert betur. Þetta virkar stundum eins og gul- rót og stundum eins og vöndurinn," segir Chris og hlær. Að mati Chris er hann líkast til svolítið skrýtinn að því leyti að honum líkar ekki vel að fara á tónleika. „Ég held að að hluta til sé það vegna þess hvernig ég hlusta á tónlist,“ segir hann. „Stundum finnst mér ég eyðileggja hana með sundurgreiningu. En mér finnst erfitt að sitja bara og hlusta og leyfa tónlistinni ná tök- um á mér, sem er það sem tónlist á að gera. Á tónleikum langar mig tU dæmis oft til að standa upp og biðja tónlistarmennina að leika einhvern hluta aftur,“ segir Chris. „Minn besti staður tU að hlusta á tónlist er í gróðurhúsinu. Þar hlusta ég mest af því að þar er ég að gera eitthvað.“ Chris segist engu að síður hafa gaman af tónlist og að hann hlusti tölvert á hana í frístundum sínum. Hann segir að hann hlusti þá ekkert síður á popp og rokk, auk þess sem hann hafi gaman af gospeltónlist líka. „Ég hef í rauninni mjög fjölbreyttan smekk,“ segir Chris. „Þegar ég var að vinna í Baltimore þá uppgötvaði ég útvarpsstöð, sem spUaði nútíma kristilega tónlist. Sumir kollega minna myndu eflaust líta á þetta sem tóma smekkleysu, en einhverra hluta vegna þá hef ég gaman af þessu. Ég veit ekki hvort þetta segir meira um mig en þá,“ bætir hann við og heldur svo áfram, „en sum þessara laga koma við mig, sem er það sem tónlist á að gera. Ég get hlustað á sum verka Mozarts og hugsað já maðurinn er snillingur, hann er mjög klár, en verkið hreyfir ekki við mér.“ Kórverk fyrir 2000 börn árið 2000 Það eru þó ekki eingöngu tónverk annarra sem Chris vinnur við, því hann stundar líka tónsmíðar sjálfur. Hann segir verk sín vera mest á léttu nótunum sem sé góð hvíld frá vinnunni. „Ég hef undanfarið verið að semja verk sem flutt verður í Royal Albert Hall í mai’s á aldamótaárinu." Tvö þúsund grunn- skólabörn koma til með að flytja verkið og seg- ir Chris því mikilvægt að ljúka því fljótlega þar sem mikil vinna muni fara í æfingar fyrir kór- stjóra barnanna. „Ég sem þó líka fyrir sinfón- íuhljómsveitir þannig að þetta blandast allt saman,“ bætir hann við. Chris viðurkennir að það sé ekki vandræða- laust að stunda tónsmíðar þegar hann vinnur allan daginnn við tónlist. „Stundum kem ég heim og sest niður við að semja eftir að hafa unnið allan daginn með ákveðið tónverk. Ég skrifa niður nótur og hugsa með sjálfum mér þetta sé nú nokkuð gott. Síðan uppgötva ég eftir smá stund að ég skrifaði hluta úr verki eftir Mahler eða einhvern annan. Þannig að það er engin furða þó það hafi verið gott,“ seg- ir Chris og hlær. Aðrar þjóðir geta að mati Chris lært ýmis- legt af íslendingum. Hann tekur sem dæmi að það sé venja enskumælandi þjóða að hunsa það sem er heima fyrir. „Enskur söngvari sem heit- ir Smith getur aldrei verið jafn góður og söngv- ari sem heitir ítölsku nafni,“ segir Chris. „Ég veit ekki hvort þetta telst snobb, en þetta er að minnsta kosti ákveðið viðhorf. Sem betur verð- ur þessa ekki vart hérna á íslandi," bætir hann við. „Fólk hér gerir sér grein fyrir að það á gott tónlistarfólk og mér fmnst þið réttilega vera stolt af listamönnum ykkar. Ég held að þið get- ið kennt nokkrum öðrum þjóðum listina að líta í eigin bai-m og að njóta þess sem þær hafa.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.