Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 19.06.1999, Blaðsíða 13
HLÍÐARENDI f Fljótshlíð í ágústmánuði 1897. Mynd eftir W.G.Collingwood. NÆSTSIÐASTA EFTIR LARS HULDÉN Það var hljótt uppi ó Hlíðarenda. Það komu bara vindsveipir öðru hverju svo að þaut í grasinu. Við tylltum okkur hvor ó sinn steininn og biðum. Það var fallegur sólskinsdagur. I suðri blikaði hafið og í austri sóst móta íyrir Mýrdalsjökli. Fyrir neðan okkur voru grænar grundir og ó sem rann í bugðum. Við sótum hljóðir og hugsi. þessarar bókar vafalaust verða ósammála um sum ummæli, sem ég hefi tekið sem dæmi um kímni. Skopskynið fer mjög eftir einstakling- um, eins og ég þegar hefi minnst á. Það verður alltaf örðugt að skera úr um það, hvort einhver ummæli eru upphaflega hugsuð sem kímni. Þess er getið til dæmis, að veik kona „hafi þjáðst mikið undir höndum margra lækna“ (Mark. 5, 26) „og engan bata fengið, en öllu heldur farið versnandi". - Það er ómögulegt að vita hvort guðspjallamaðurinn gerir þessa at- hugasemd til að gera lækna samtímans bros- lega, eða hvort hann er aðeins að leggja áherslu á, að ekki hafi verið hægt að lækna konuna með venjulegum aðferðum. Kimni Jesú Gerður er greinarmunur á kímni án skops og kímni með skopi. Kímnin á upptök sín í leik og kátínu. Þá kemur hið kímilega fram í frum- stæðu formi. Það eru þó nokkrar greinar í guð- spjöllunum sem sýna að Jesú hafði smekk fyrir glaðværð. Dæmisögumar um týnda soninn (Lúk. 15,3-7) og týnda peninginn enda á því að smalinn og konan kalla saman vini sína og biðja þau að samgleðjast sér. Það er ekki farið út í það í textanum, hvemig þessi gleði var lát- in í ljós, en mér finnst eðlilegast að hugsa mér það sem boð til einfaldra góðgerða á heimilinu. Jafnvel þó að ekki væri átt við annað en samúðarríka gleði hjartans, hlyti hún að fá útr rás í brosi eða hlátri. Gleði af þessari tegund er nefnd í mörgum dæmisögunum þar, sem gleði á himnum er líkt við brúðkaupsveislu eða mót- tökufagnað vegna sonar, sem kemur heim frá útlöndum. Slíkar veislur hafa ekkert broslegt við sig í sjálfu sér, en þeim fylgir glaðværð, dans og söngur. Þá em, í milliköflum þessa meginkafla um kímni Jesú, nefnd dæmi og þau rædd, sem skírskota til broslegra hugmynda, broslegs fólks, broslegra athafna eða broslegrar að- stöðu. Bent er á dæmi um fyndni, orðaleiki og þverstæður. Kimni með skopi Þar er einnig um að ræða fjölþætta flokkun og hver gerð tekin til athugunar: skop sem ræðuform, dæmisögur, spaug í deilum, guð- íræðilegt skop, svonefnt venjulegt skop og að lokum fjallar dr. Jakob ítarlega um skop spá- mannsins og skop rabbíans, hins gyðingalega kennimanns. Þar segir: Jesús var spámaður og fer að ýmsu leyti sömu leiðir og hinir fomu spámenn ísraels. Hann var opinskár, stundum í árásarhug. Hann hikar ekki við að nota al- hæfingar sem voru bæði ósanngjarnar og ósannar, ef þær ættu að takast bókstaflega og með fullri nákvæmni. Fræðimaðurinn á að lýsa mönnum og mál- efnum með skýrt skilgreindum orðum sem merkja hvorki meira né minna en það sem fólk með venjulegri greind leggur í þau. Því er öðru vísi háttað um spámann eða jafnvel skáld. Þeim getur fundist nauðsynlegt að ýkja sann- leikann, nota þverstæður um raúnveruleikann og viðhafa svo stór orð, að þau vektu ógn og hræðslu, ef þau væru skilin bókstaflega. Þá segir: kímni Jesú er ekki hinn háværi hlátur eða svipuð fyndni og vér finnum í blöð- um og tímaritum, en öllu heldur í því fólgin að vera tilbúinn að brosa undir alvarlegum kring- umstæðum lífsins. Leikur að orðum og hug- myndum, sem voru algengar hjá rabbíunum. Hugsununinni er oft beint að því, meðvitað og ómeðvitað, sem var broslegt í gömlum erfðum, atriði úr gyðinglegri þjóðtrú, samlíkingu, sem tilheyrendur þekktu og vissu, að stóð í sam- bandi við eitthvað hlægilegt. Gleði meistarans Að lokum ritar sr. Jakob í bók sinni Kímni og skop í Nýja testamentinu: Þegar ég held því fram að finna megi kímni og skop í orðum Jesú, bæði predikun og samtölum, þá á ég ekki við að hann hafi alltaf og undir öllum kringum- stæðum tjáð sig á þennan hátt. Ekki einu sinni þegar tilfinningamar voru í samræmi við það. Eg á aðeins við það að ég hafi fundið í mörgum ummælum guðspjallanna nokkrar líkur til þess að Jesús hafi haft smekk fyrir því broslega og gamansama. Stundum tjáir hann sig með kímni, sem felst í gömlum máltækjum, dæmisögum og ummælum. En hann virðist einnig hafa verið opinn gagnvart broslegum og hlægilegum þáttum í daglegu lífi samtíðar- manna. Tilheyrendur hans hafa kannast við all- margar af persónum hans. Hann er skáld og listamaður í fremstu röð. Sem spámaður er hann byltingarmaður, gagn- rýnir þjóð sína, ríkisstjómina og andleg yfir- völd, en á hinn bóginn er hann mjög hæversk- ur. - Rabbíinn beitir kímni til að gera myndina lífrænni. Það er sem sólin skíni inn í skólastof- una. En mér virðist svo sem sólarljósið sem lýsir upp skólann þar sem nemendur Jesú stunda nám, komi ekki að utan, heldur frá gleði meistarans, - gleði brúðgumans í brúðkaups- veislunni. Höfundurinn er veðurfræðingur á Veðurstofu fslands. ILLA sagði föður mínum hugur um heilsu sína og framtíð þegar hann var fimmtug- ur. Einu sinni þegar við vorum að heyja bað hann mig að setjast á skurðbakkann hjá sér. Hann var sveittur af vinnu og dá- lítið móður. - Það lítur helst út fyrir að ég eigi ekki ýkja langt eftir, sagði hann. Þegar ég er dáinn vil ég að þið sækið stein sem er sjávarmegin við Hnausmýrina og gerið hann að legsteini yfir mér. Ég hét því að hafa upp á steininum. Pabbi lifði í meira en tuttugu ár eftir þetta. Hann kvaddi sér hljóðs sem skáld þegar hann var fimmtíu og sex ára og samdi tólf bækur áður en hann dó. Steininn hinum megin við Hnausmýrina tókst mér ekki að finna þrátt fyrir mikla leit í mörg ár fyrr en í sumar sem leið, þegar pabbi hafði hvílt í gröf sinni yfir tuttugu ár. Hann er rétt við nýja veginn, svo að það er skrýtið að ég skyldi ekki rekast á hann fyrr. Það hlýtur að vera hann, það sér maður undir eins. En það væri naumast ráðlegt að fara nú að skipta um legstein. Það yrði bara til að vekja umtal. Ekki svo að ski(ja að ég sé ánægður með þann sem á gröf hans er og þangað er kominn fyrir tilviljun á tilviljun ofan sem ég get ekki farið að rekja nú. Tíu árum eftir samtalið á skurðbakkanum þurfti hann að trúa mér fyrir dapurlegum fréttum. Við sátum kyrrir í bílnum tvær mín- útur eftir að hann var búinn að aka honum inn í bílskúrinn. Hann hafði verið í skoðun hjá lækninum eftir á vegna þess að hann hafði legið á sjúkrahúsi með slæma hálsbólgu. Nú hafði rannsókn leitt í ljós, að hann var kominn með ákveðna tegund hvítblæðis. Tíu ár átti hann eftir í mesta lagi, hafði læknirinn sagt, en það var borin von að hann næði nokkum tíma fullri heilsu. Það gerði hann heldur ekki, en honum hrakaði hægt og í fyrstu þurfti hann ekki á neinni sérstakri læknismeðferð að halda. Á útmánuðum, þegar hann var að aka timbri úr skóginum, hafði sótt á hann þorsti og hann et- ið mýraber sem þá höfðu einmitt stungið upp kollinum í hlákunni úti í mýri. Nokkru seinna gat að lesa í blaði að færðar hefðu verið sönn- ur á að einmitt í mýraberjunum gæti safnast fyrir geislavirkt úrfelli vegna kjarnoku- sprenginga í tilraunaskyni sem voru svo margar á þeim tíma. Það var eftir að hann át mýraberin sem hann fékk hálsbólguna og hinn sjúkdómurinn greindist. Með tímanum ágerðist þreyta hans og hann fékk kvalir í fætuma. Hann þurfti oft að hvfla sig. En um jörðina sinnti hann enn síðasta vorið. Hann sáði þar alls staðar byggi mörg ár í röð. Það óx hvað best og upp úr því var tölu- vert að hafa. Sumarið 1967 var hann mjög þreyttur, því að það var síðasta sumarið sem hann lifði. Það var gott sumar, að frátöldu ágústveðr- inu mikla, þegar rigndi svo gegndarlaust að gjörvallt landslagið breytti um svip og leit út eins og á átjándu öld, þegar sjórinn stóð tveimur metmm hærra en nú, já sumpart fleytti syndaflóðið okkur ennþá lengra aftur í tímann. Eitt sinn lagði hann frá sér bókina og sagði: Ég hef aldrei komið til íslands. - Blessaður farðu þangað, sagði ég ákafur. Ég hafði nefni- lega fyrir skemmstu verið þar á ráðstefnu og var alveg heillaður af landinu, eins og maður verður þegar maður sér það í fyrsta sinn, eða öllu heldur í hvert skipti. Það skal aldrei verða! sagði mamma. Að minnsta kosti ekki einn, því að hún vissi auð- vitað hve þreyttur og heilsulaus hann var. Ef hann fer, þá verður þú að fara með honum, sagði hún við mig. Við reiknuðum um stund og sáum að það yrði ansi dýrt. - En fyrir mig verður það bæði í fyrsta og síðasta sinn, sagði pabbi. Og við því gat ekkert okkar hinna sagt neitt. Daginn eft- ir hringdi ég í ferðaskrifstofu. Við skröpuðum saman peninga, m.a. með því að slá víxil í banka. Viku seinna flugum við til íslands. Við skiptum um vél í Kaupmannahöfn. Ferðin frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur tók milli fjóra og fimm klukkutíma í þá daga. Við sváf- um drjúgan hluta leiðarinnar. Pabbi var þreyttur og ég hef alltaf átt auðvelt með svefn. Hann sat við gluggann og ég við gang- inn. Þar kom að flugfreyjan tilkynnti í hátalar- anum að nú væri mál að spenna öryggisbeltin, því að eftir drykklanga stund yrðum við kom- in til Keflavíkur. Pabbi leit út um gluggann og sá hrjóstrugt landslagið þar sem skiptist á einhvers konar grænn litur sem engum dytti annars staðar í hug að kalla grænan, en ekki er heldur unnt að kalla betra nafni. - Þetta er förðölegt, sagði hann. Við töluð- um nefnilega alltaf mállýsku hvor við annan, þótt greinileikans vegna segi ég að mestu leyti frá samtölum okkar á kórréttu máli. Þegar við stigum út úr flugvélinni kom á móti okkur næðingur með einn og einn regn- dropa á stangli, eitt af mörgum veðrum Is- lands. Við gengum framhjá fríhöfninni og beint út í rútuna, því að faðir minn var bind- indismaður alla sína ævi. Við urðum að bíða góða stund, þangað til aðrir ferðalangar voru búnir að birgja sig upp og þeim var ekkert að vanbúnaði að aka um hraunflákana til Reykjavíkur. Stöku sauðkindur voru þar á beit, en hvemig þær fóru að þvi að lifa á þess- um fáu stráum virtist ráðgáta. Næsta dag fómm við í hringferð með rútu frá hótelinu. Við sáum heitu laugarnar og kraftmikið gos Strokks, Gullfoss, þjóðar- fossinn sem aldrei verður hnepptur í fjötra með stíflu vegna virkjunar (skyldi maður vona) og gróðurhúsin í Hveragerði, þar sem heita vatnið úr iðmm jarðar býr til furðu- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. JÚNÍ 1999 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.