Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENNINC LISTIR 38. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Laugarvatnsskólinn 70 óra Það var í októberbyrjun 1929 að skólinn var settur og tók til starfa í hinu nýja húsi, sem Guðjón Samúelsson hafði teiknað í bursta- bæjarstíl. Það var þó lítið nieira en fokhelt og skólapiltar urðu að gera sér að góðu að sofa í flatsæng í opnu rými fyrsta veturinn. Héraðsskólinn á Laugarvatni slarfaði í hús- inu til 1991, en síðan nýtir Menntaskólinn á Laugarvatni húsið að nokkru leyti. Það má þó segja að þessu merka húsi þurfi að finna nýtt hlutverk. Gísli Sigurðsson fór austur og leit á Laugarvatnsskólann. Sýndarhóskóli sem starfræktur verður inni á Netinu er við- fangsefni Sigrúnar Guðjónsdóttur, arki- tekts, en þrívíddarhönnun í sýndarveruleik- anum er nýtt svið innan hönnunargeirans sem komið hefur fram á síðustu árum. Raf- heimar Netsins eru orðnir gífurlega stórir og íbúar þeirra fjölmargir. Jónas Guðlaugsson skóld var einn þeirra sem taldi vænlegast að yfir- gefa Island snemma á öldinni og starfa er- lendis. Hann orti ljóð og varð vel metið skáld, skrifaði skáldsögur, var óvenju bráð- þroska og átti um margt dramatíska ævi og afköstin voru ótrúleg þegar litið er á það að hann féll frá aðeins 28 ára gamall. Um Jónas skrifar Guðrún Guðlaugsdóttir. Bílar, fólk og umferð Björn Olafs arkitekt í París lítur á þetta fyr- irbæri, bilinn, sem var í upphafi leikfang yf- irstétttarfólks, en varð aimenningsfarartæki eftir fyrri heimsstyrjöld. Svo hljóp ofvöxtur í bflaflotann og ofvöxtur í hraðbrautir sem mynda sumstaðar óleysanlega flækju. Björn ber einnig saman akstursmáta, t.d. í Los Angeles, Evrópu, Yemen og á Islandi þar sem fjallajeppamenningin blómstrar þó sjaldnast sé farið út af malbikinu. José Antonio Fernóndez Romero hefur þýtt íslenskar bókmenntir á spænsku og galisísku í f'jiiruli'u ár með hléum. Þröst- ur Helgason heimsótti Romero og komst að því að þýðendaferill hans hefur verið með svolitlum ólíkindabrag en á endanum hafa tilviljanir, óhöpp og efasemdir fært íslensk- um bókmenntum dýrmætan liðsmann suður á Spáni. Bologna verður ein af menningarborgunum og íbú- ar og yfirvöhl vinna ötullega að undirbún- ingi menning- arársins 2000. Sigurbjörg Þrastardóttir kynnti sér fjöl- breyttar hug- myndir sem innan fárra mánaða taka á sig mynd í þessari borg matar, náms og listar. GUÐMUNDUR BÖÐVARSSON HÖRPUSKEL Ég man hvað éggladdist ogfór um þig fagnandi höndum í fyi'sta sinn, afdaladrengur, ókunnur sævaríns ströndum, alinn við fallsins kinn, en þú varst mér teiknið frá djúpsins dunandi söndum og dýrgripur minn. Hvað snerti það mig þó að hríðaði meira og meira í myrkrí og snæ, fyrst dýrðlegrí hafnið fékk enginn annar að heyi'a né átti sér blárrí sæ í kvöldvökulok er ég lagði þig mér við eyra ílitlum bæ? Ó, vissuð þér nokkurn er heilsaði hvítarí degi úr húmsins gröf? Og hvar er sá maður er stýrt hafí stoltara fleyi um stærri og voldugrí höf? Hver hlaut slíka skyggni á úthafsins víðu vegi í vöggugjöf? OgLorelei djúpsins ergullhár um sólarlag greiðir var mín, öll sæfarans gleði á því hafí sem hrynur og freyðir, því hafíi sem speglar og skín. - Ó, trúið mér, ég fór einn um þess óraleiðir úr allra sýn. FORSÍÐUMYNDIN Hús Héraðsskólans á Laugarvatni hefur sett svip á staðinn í 70 ár. Myndina tók Gísli Sigurðsson neðan af Laugarvatnstúninu, þar sem nú eru hlaupa- brautir og önnur mannvirki íþróttakennaraskólans. Guðmundur Böðvarsson, 1904-1974, var Ijóðskóld og bóndi ó Kirkjubóli í Hvílórsíðu. Fyrsta Ijóðabók hans kom út 1936 og einkenndist af nýrómantík, en síðar urðu Ijóð hans þjóðfélagslegri og efnistökin raunsærri. HVER Á? RABB / ISUMAR sendu bæjaryfirvöld í Hafnarfirði samtökum kennara og menntamálaráðuneytinu gögn vegna hugsanlegs útboðs á kennslu í hafnfirskum grunnskóla. Á sama tíma var bygging hans boðin út til einkaaðila sem eiga þá að byggja og reka húsið næstu áratugi. Það síð- ara er gert við Iðnskóla Hafnarfjarðar og verður fróðlegt að fylgjast með rekstri hans þar sem svo má heyra á bæjaryfir- völdum í Firðinum og jafnvel mennta- málaráðherra að þetta sé rekstrarform framtíðarinnar. Það er því fróðlegt að skoða sviðið með þessi viðhorf í huga og jafnvel líta til umræðunnar í þeim löndum þar sem markaðsvæðing skóla hefur gengið hvað lengst. Markaðsviðhorf og markaðsvæðing tröllríða reyndar umræðunni hér á landi, eins og víðar. Öllu skal stjórnað af mark- aðnum. Samt er einkavæðingin oft byggð á ríkisrekstri. I skólageiranum munu fiestir einkaskólarnir í raun reknir af rík- isfé auk þess sem nemendur (foreldrai-) greiða aukalega. Þessir skólar eru svo oftast að hluta undanþegnir þeim reglum sem aðrir skólar lúta, sbr. gjöld, inntöku- reglur og fleira. Með auknu fjármagni, völdum hópi nemenda og fleiru geta þeir svo látið líta út fyrir að þetta rekstrar- form sé betra. Jafnframt er ljóst að yrðu þeirra reglur látnar gilda um alla skóla þá myndu sumir foreldrar hreint ekki senda börn sín í skóla vegna meints pen- ingaleysis eða ónógrar þjónustu. Annað einkenni markaðsvæðingar er hugtökin en með þeim greinist skólinn sem seljandi gæða sem neytandinn kaup- ir. Þessi gæði þarf svo að mæla því tryggja þarf að þau séu fullnægjandi og birta niðurstöðurnar til þess að fólk viti að hverju það gengur. Gögnin eru svo einfölduð til að þau taki ekki mikið pláss, frávik eru felld út, öllum til einföldunar þó svo að stundum þyki sannleikurinn fulleinfaldur. Mælikvarðarnir eru settir upp af sérfræðingum sem oft hafa lítið eða ekki starfað innan skóla. Uttektin á helst ekki að kosta krónu og má ekki taka tíma frá starfsfólki skólanna. Það fær hvorki tíma til að koma að málinu né setja sig af raun inn í það. Á almennum vinnumarkaði þýðir gæðastjórn jafnan aukna þátttöku í starfi og ákvarðanatöku en í skólum hefur nýleg lagasetning frem- ur leitt tii minnkandi þátttöku kennara í ákvarðanatöku og stjórnun. Þar sem gæðastjórn verður jafnan til að einfalda vinnuna í fyrirtækjum og hagræða þá sýnist hún færa skólum fleiri verkefni og auknar skyldur. Um leið og við beitum utanaðkomandi mælikvörðum til að tryggja samræmið þá kemur upp sú hugsun að tryggja að námsefnið sé utanaðkomandi framleiðsla í sama staðlaforminu svo mælingin sé nógu einföld. Þar með væru skólinn og nemandinn orðnir að neytendum þar sem sjálfstæð hugsun, sköpun og gagnrýni eru sett til hliðar fyrir neysluhugsun mai-kaðssamfélagsins. Dæmi um þetta má sjá t.d. í Bandaríkjunum þar sem námsefnispakkar eru útbúnir af stórfyr- irtækjum um leið og þau kynna málstað sinn. Þannig hefur verið kennt umhverf- isnámsefni frá stóru hamborgarafyrir- tæki. Það fjallar m.a. um eyðileggingu skóga en þar er hvergi nefndur hlutur þessa fyrirtækis í eyðingu regnskóga. Mötuneyti skólanna þar í landi eru stundum leigð til handhafa frægi-a vöru- merkja sem selja þá framleiðslu sína í þröngri merkingu og útiloka önnur vöru- merki ef vill. Raunar hafa einkavæðingarmálin geng- ið svo langt vestanhafs að finna má stór- fyrirtæki sem reka jafnvel fjölda skóla hvert í gróðaskyni. Þessir skólar eru oft á sérsamnningum, tengjast tilraunum með svokallað ávísanakerfi eða þá þeir tengj- ast tilteknum starfsaðferðum og jafnvel trúarbrögðum. Það er slíkt form sem ver- ið er að skoða í Hafnarfirði. Þetta eru umdeildir skólar. Sumir telja að þeir séu boðberar frjáls skólastarfs framtíðarinn- ar þar sem hagnaðarsjónarmið fái að ráða. Þeir telja jafnframt að árangur verði þá mældur í öðru en námsárangri. Þessir skólar eru gagnrýndir fyrir of mikla hagræðingu í rekstri sínum, t.d. hvað varðar ráðningu starfsfólks. Þar er átt við að skólarnir ráði ódýrt starfsfólk, - reynslulitla kennara eða réttindalausa, séu með ófaglærða ráðgjafa eða enga o.s.frv. Þá velji þeir inn nemendur t.d. þannig að fatlaðir nemendur eða nemend- ur með sérþarfir, slakir nemendur eða nemendur af óæskilegum kynþáttum (t.d. svartir/indíánar) fái ekki inngöngu. Ef nemendur með sérþarfir eru teknir inn þá eru dæmi um að þeir séu látnir afsala sér þeirri þjónustu sem þeir annars ættu rétt á. Svona aðstæður (sem reyndar hafa löngum verið við lýði í Bretlandi þar sem einn megintilgangur einkaskóla er að ein- angra fínni manna börn frá almúganum) eru vitaskuld ekki til þess fallnar að efla lýðræði, jafnrétti og bræðralag. Reyndar deila menn um það hver tilgangur skóla- starfs sé. Eru skólar til þess að þjálfa upp vinnuafl eða gagnrýna lýðræðissinnaða borgara? Hvaða hlutverki gegna kennar- ar í þessu? Eru þeir til að framfylgja stefnu sitjandi stjórnvalda eða gagm-ýnir hugsuðir sem eru virkir í ákvarðanatöku, stefnumótun og námsefnisgerð? Mark- aðshugsunin sem nú ríkir er raunar af- skaplega vinsæl og öllum þykir sjálfsagt að hafa allt sem frjálsast. Það er spurning hvar draga skuli mörkin milli frelsis og samábyrgðar. Það kann að vera spurning að hversu miklu leyti eigi að takmarka, binda og festa niður starfskerfi eða regl- ur. Þá er það samábyrgðin sem felur það í sér að hver og einn leggi sitt af mörkum til þess að aðrir fái notið þjónustu sem allir eiga rétt á. Það væri of langt gengið ef sortéra ætti út úr bílum sem lent hefðu í árekstri þá sem rétt ættu á heilbrigðis- þjónustu vegna þess að þeir hefðu keypt til þess gerðar tryggingar og svo hina sem ekki eiga þess rétt vegna þess að þeir hafi ekki haft ráð á að kaupa sér tryggingar. Það að einn búi að lúxussvítu á spítala meðan annar fái bai’a plástur er ekki í anda þess mannréttindakerfis sem margir telja að samfélag eigi að búa við. Ef réttur einstaklingsins er mikilvægur þá er það skylda okkar sem einstaklinga í samfélagi að tryggja að tekjuminni ein- staklingur fái notið sömu þjónustu og hin- ir betur megandi. Þegar til alls er litið þá búum við í samfélagi, með sameiginlegar reglur, skyldur og réttindi, en ekki í af- mörkuðum einingum sem fyrst og fremst níðast hver á annarri í tekjuskyni. MAGNÚS ÞORKELSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.