Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 16
Brennipunktur Bologna 2000 verður aðaltorgið, Piazza Maggiore, þar sem hjarta borgarlífsins slaer. Hér sést hluti torgsins. Ljósmynd/Luciano Leonotti Boðið verður upp á útsýnisferðir yfir Bologna í loftbelg, en hann verður jafnframt fljúgandi auglýsing um viðburði menn- ingarársins. MENNINGARHJARTAÐ DÆLIR BLOÐI UM BORGINA íbúar og yfirvöld ítölsku borgarinnar Bologna vinna nú ötullega að und- irbúningi menningarársins 2000. SIGURBJÖRG ÞRASTARDQTTIR kynnti sér fjölbreyttar hugmyndir sem innan fárra mánaða taka á sig mynd í borg matar, náms og listar. / ITALSKA borgin Bologna er Menning- arborg Evrópu árið 2000 ásamt Reykja- vík, Prag, Brussel, Helsinki, Björgvin, Kraká, Santiago de Compostela og Avignon. Þema Bologna sem menning- arborg er upplýsingar og samskipti, en í undirbúningi er fjölbreytt dagskrá sem spannar allt frá hátíðarmatseðlum veitingastaða til alþjóðlegrar listasmiðju tvö þúsund bama. „Arið 2000 er hugsað sem óslitin menning- arveisla þar sem borgarbúar og gestir gegna lykilhlutverkum," segja stöllumar Paola Zaccheroni og Francesca Puglisi á kynningar- skrifstofu Bologna 2000 og leggja áherslu á ávinning heimamanna. „I tengslum við Bologna 2000 hefur verið afráðið að gera þrennt til þess að efla tengsl íbúanna við Helstu kennileitum borgarinnar er stefnt saman í kynningarmynd verkefnisins Bologna 2000. menningu og sögu borgarinnar: í fyrsta lagi er unnið að því að afhjúpa ýmis menningar- vei’ðmæti sem annaðhvort hafa verið utan seilingar almennings eða legið lengi óbætt hjá garði. I öðru lagi em rými sem hingað til hafa hýst menningarstarfsemi „uppfærð“ til sam- ræmis við áhuga og kröfur samtímans og í þriðja lagi er svæðum til skipulagðrar menn- ingarstarfsemi fjölgað." Sem dæmi um verkefni sem sameinar fyrri liðina tvo er fyrirhuguð opnun margmiðlunar- bókasafns í gamalli höll við aðaltorg borgar- innar. „Þar var áður ýmis menningar- og við- skiptastarfsemi en nú er unnið að því að bylta húsnæðinu og búa til menningar- og fræðslu; torg íyrir upplýsta borgara framtíðarinnar. I kjallara hússins verða svo afhjúpaðar róm- verskar rústir sem ekki hefur fyrr verið veitt- ur aðgangur að,“ segir Francesca Puglisi. Líf og list á torginu Hún bendir á að menningarlíf borgarinnar sé þegar mjög líílegt. „Menningarneysla í borginni er með því mesta sem gerist á lands- vísu og frítími borgarbúa er hlutfallslega hæstur hér í samanburði mOli ítalskra borga. Hér er að finna 43 söfn, 50 kvikmyndahús, yf- ir 200 bókasöfn og tólf leikhús - allt frá tO- raunaleikhópum til klassískra leikhúsa," segir Puglisi og kveður fjölbreytnina endurspeglast í dagskrá menningarársins. Við aðaltorgið, Piazza Maggiore, slær hjarta borgarinnar og þar verður einnig brennipunktur hátíðarhaldanna árið 2000. „Kórinn Raddir Evrópu [undir stjórn Þor- gerðar Ingólfsdóttur] mun syngja ásamt Björk á torginu, en dagskrá ársins í heild er einmitt fléttuð úr hæfileikum heimamanna og stórviðburðum á alþjóðavísu," segir Paola Zaccheroni og bendir einnig á fjölþjóðlega sumarhátíð tónlistarmanna í umsjá ítalska rapparans Jovanotti og fleiri heimamanna. Einnig er beðið með eftirvæntingu eftir fram- úrstefnulegri hljóð- og Ijósasýningu breska leikstjórans Peter Greenway sem setja mun svip á miðborgina aOan júnímánuð. „Sú athygli sem Bologna mun vonandi fá á næsta ári verður nýtt með skipulögðum hætti til þess að auglýsa borgina sem áfangastað er- lendra ferðamanna á næstu öld. Sérstöku átaki í menningarferðamennsku hefur verið hrundið af stað enda er hugmynd borgaryfir- valda að opna borgina inn á við og út á við,“ segii' Zaccheroni. Nánar var greint frá ferða- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.