Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 20
V VATNSLITAMYNDIR KRISTÍNAR OG OLÍUMÁLVERK JÓHÖNNU í HAFNARBORG » Tvær sýningar verða opnaðar í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, í dag kl. 15. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR ræddi við listakonurnar Jóhönnu Bogadóttur, sem sýnir olíumólverk, og Kristínu Þorkelsdóttur, sem sýnir vatnslitamyndir, og komst fljótt að dví að nóttúran er þeim bóðum ofarlega í huga. Bóðar standa sýningarnar til 25. október og eru opnar alla daga nema þriðjudaga k 1. 12-18. Tilvera undir sól, 1999. UNDUR SKÖPUNAR- VERKSINS FRÁ Skeiðará til Sahara er yfirskrift sýning- ar Jóhönnu Bogadóttur í aðalsal Hafnarborg- ar. Þar eru 23 olíumálverk unnin á síðastliðn- um þremur árum. Heiti nokkurra verkanna; Tilvera undir sólu, Hugsað í suður, Tilvera við jökul, Heitur gróandi og ísjakar í Sahara, geta gefið nokkra hugmynd um viðfangsefni listakonunnar. Jóhanna segir að undur sköpunarverksins og átökin í samspili manns og náttúru séu meðal þess sem hún finnur sig knúna til að fjalla um, enda séu þau ekki síður eins og alls- herjar myndlíking fyrir mannlífið á þessari jörð, hvort sem er í suðri eða norðri. „Ferðir til framandi heimshorna hafa verið mér mjög mikilvægar, þær hafa gefið mér mikinn innblástur og tækifæri til að mæta ólíkri menningu og fólki og kynnast þessu heita í náttúrunni. Þessar ferðir minna mig á að andstæðurnar í náttúrunni og mannlífínu eru þrátt fyrir allt hluti af sama náttúrulög- máli hvai’ sem er á jörðinni. Eitt af því sem er hvati í minni vinnu er að mig langar til þess að við getum sýnt sköpunarverkinu í sinni fjöl- breyttustu mynd virðingu. Mér fmnst það mjög knýjandi að við skoðum og endurskoð- um verðmætamat okkar í ýmsu sem við erum að gera,“ segir hún. Morgunblaðiö/Golli Jóhanna Bogadóttir og á bak við hana verkið Höfuðskepnur II. LJósmynd/Hörður Danielsson Kristín Þorkelsdóttir á vettvangi á Jökulhálsi. Snæfellsjökull III, málað á Jökulhálsi í ágúst 1999. Morgunblaðið/Ásdls UÓSDÆGUR KRISTÍNAR ALLS eru um 80 vatnslitamyndir, stórar og smáar, á sýningu Kristínar Þorkelsdóttur í Sverrissal, Apótekinu og kaffistofu Hafnar- borgar. Sýningin ber yfirskriftina Ljósdægur og er meginuppistaða hennar myndir af ís- lensku iandslagi, málaðar á vettvangi. Þar eru ennfremur myndir úr norskri strandnáttúru og portrettmyndir, sem hún kallar „nokkrar ■t ásjónur á veggjum". Kristín málar landslagsmyndir sínar úti í náttúrunni andspænis viðfangsefninu og seg- ir náttúruna vera sér afskaplega mikils virði. „Það skiptir manninn í nútímanum svo miklu máli að hafa aðgang að náttúrunni og að geta opnað tilfinningar sínar gagnvart sjálfum sér. Þetta eru mín ljósdægur,“ segir Kristín. 5 — „Þessi sama náttúra á í vök að verjast í nú- tímanum, eins og við vitum ósköp vel,“ held- ur hún áfram. Hún kveðst þó ekki vera að prédika í myndum sínum, heldur fyrst og fremst að lýsa því hvers virði náttúran er henni. Nokkrar myndanna á sýningunni eru sem áður sagði málaðar í Noregi, nánar tiltekið á Ryvarden í sveitarfélaginu Sveio, skammt fyrir norðan Haugasund. Þaðan lagði Hrafna- Flóki upp á sínum tíma og þar er nú verið að byggja upp samband milli Noregs og íslands á listasviðinu. Þar hefur gömlum vitavarðar- bústað og húsum í kringum hann verið breytt í gallerí, veitingahús, vinnustofu og bústað fyrir listamenn og aðra gesti. Einu sinni á ári er úthlutað myndarlegum styrk til norsks eða íslensks listamanns og fylgir honum sex vikna dvöl á Ryvarden og í framhaldi af því sýning á staðnum. Kristín varð fyrsti íslendingurinn til að fá styrkinn árið 1998 og dvaldi þar sex vik- ur í hálfgerðri einangrun. „Þetta er í tveggja eða þriggja kílómetra fjarlægð frá annarri byggð og ég var þar ein,“ segir Kristín og læt- ur vel af dvölinni. I apríl síðastliðnum hélt hún svo sýningu á afrakstri dvalarinnar og þúsundir Norðmanna komu gangandi á sýn- inguna. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.