Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 5
Höfundurinn er arkitekt og starfar í París. Los Angeles: Tom Stan tók á móti mér á flugvellinum, sem er á miðju borgarsvæðinu. Tom er rithöfundur en líka hjólreiðagarpur og hreykinn af því að hafa hjólað þvert yfir Bandaríkin og til baka. Uti er hellirigning, sem fór vel við ræðu Tomma sem hafði ákveð- ið að rífa niður blekkingar mínar og drauma um borgina. Til þess hafði hann nægan tíma, umferð var mjög hæg á Pasadena-hraðbraut- inni til Glendale sem er líka á miðju svæðinu. „Þú heldur eflaust að hér séu allir ljóshærðir og laglegir á sjóskíðum við ströndina? Á henni er enginn nema í smágirðingu á Venice Beach, þar sem túristar taka myndir af vaxtarrækt- uðum exhibitionistum." „Hvar er þá fólkið?“ spyr ég. „Það er allt í verslunarmiðstöðvum eða í einhverju Disney- landinu, enda er ekkert annað hér. Þú ættir að sjá vinnufélaga mína, bætir Tom við, þeir sitja allan daginn hreyfingarlausir og standa ekki upp af hræðslu við uppsögn, nema til að fá sér mjólkurkaffi og gotterí. Síðan eyða þeir mörg- um klukkutímum í vélloftræstum, lokuðum bíl með kaffikrús fyrir framan sig. Daginn enda þeir fyrir framan skerminn með matarbakka og bjórdósir og svo beint í bólið. Morguninn eftir fer fjölskyldan á fætur fyrir allar aldir, börnunum er ekið í allar áttir og síðan er ekið í vinnu. „Heldur finnst mér þú vera harðorður, Tom. Fólkið hlýtur að dúlla sér í garðinum og fara út úr bænum um helgar.“ „Garðurinn er bara skraut fyrir framan húsið, það kemur strákur öðru hverju að slá blettinn. Hann er yfirleitt ekki notaður. Um helgar fer það í skemmtiferð með börnin í eina af þessum verslunai-miðstöðvum sem ég talaði um áðan. Þar er „allt“.“ Hann heldur áfram að lýsa fólki, sem er búið að gleyma því að hægt er að opna gluggann á bílhurð. „Ég hélt að hér væri besta loftslag í heimi,“ segi ég. „Það er betra að sigta það áður en maður andar því að sér loftinu því.“ Orðinn leiður á þessu röfli í Tomma fór ég að skoða fólkið sem hreyfðist rólega í hina áttina á þessari tíu akreina hrað- braut. Allir virtust annars hugar og afslappað- ir, sumir hreyfðust örlítið, sýnilega í takt við íslenskt stöðutákn: Land Cruiser, upphækk- aður hvort sem hann þarf nokkru sinni að fara út af malbikinu eða ekki. frá sér farangurinn og hverfur. Hvorugur okk- ar sagði eitt orð alla leiðina. Ég banka upp á hjá Brigitte. Brigitte er eina erlenda konan sem býr í gömlu borginni í Saana. Hún talar arabísku, er fædd og uppalin í Sýrlandi, lærð í París, og vinnur nú við mannúðarstörf í Yemen. Ég segi henni ferðasöguna. „Beltið og rýtingurinn eru nokkurs konar fermingargjöf sem piltum er gefin er þeir eru taldir fullgild- ir. Þessi er sennilega þrettán ára. Ekki er litið á börn hér sem börn heldur sem smáfólk. Strákur kann á bíl, þá keyrir hann. Höfuðfat hans sýnir að fjölskyldan á peninga, hann er af góðu fólki. Þessi tákn eiga sér hliðstæðu á Vesturlöndum þar sem foreldrar gefa börnum sínum bíl á ökuleyfisaldri til að þau skammist sín ekki. En rýtingmánn er fyrirferðarminni og ekki nærri eins hættulegur"... Brigitte kennir mér á borgina. Eins og í öðrum fátæk- um löndum, á fólk í Yemen yfirleitt ekki fyrir bíl. Þeir eru því fáir. Eftir smádvöl í landinu komumst við þó að því að mjög auðvelt er að komast hvaðan sem er og hvert sem er bíllaus. Sé maður mikið að flýta sér er hægt að bregða sér á baksæti á taxi-moto sem sveiflar sér milli bíla og er langfyrstur á áfangastað. Sértu skræfa er ágætt að veifa í smátaxa, sem tekur þrjá óviðkomandi, sem hver borgar fyrir sig. Það kostar verð vínarbrauðs. Sértu blankur er hægt að taka stórtaxa í félagi við sex eða tíu aðra. I þá er líka veifað en þeir fara línu eins og strætisvagnarnir sem eru ennþá ódýrari og notaðir sem leiktæki af strákum, sem hanga utan í þeim. Sama kerfi er notað til að komast á milli byggða. I ríkari löndum eru slík kerfi sjaldgæf. Þó uppgötvaði ég að ísraelar hafa hermt eftir nágrönnum sínum sem þeim er svo illa við, þeir nota sama kerfið, en farartækin eru þó fínni og þægilegri. Reykjavík: Agnes er Ijóshærð og falleg en á við það ólán að stríða að búa í Hafnarfirði, í Blautulaut sex. Hún stundar nám við háskól- ann ,og er bíllaus nema þegar móðir hennar er í góðu skapi. Strætisvagnasamgöngur eru svo seinlegar og strjálar, að hennar sögn, að fljót- legra er að komast í skóla á hjóli. Agnes er að safna sér fyrir bíl, helst rauðum, sem færi vel við uppáhaldsvaralitinn. Agnes talar: Annað- hvort safnai' maður fyrir bíl og hefur ekki ráð á neinu öðru, eða ég leigi herbergi niðri í bæ og hætti að safna og hef heldur ekki ráð á neinu öðru. Æskuvinur minn, Ari, faðir Agnesar, frá- skilinn og nýgiftur maður, vill endilega fara með mér í bíltúr, til að sýna mér nýbyggingar í bænum. Hann kemur á stórum bfi sem lítur út eins og jeppi framan á en frá hlið eins og líkbfll eða líkkista. „Frekar það síðarnefnda, segir Ari, hann er dálítið valtur þessi. Þetta er fjallajeppi.“ „Já, ertu orðinn fjallamaður, þú hefur breyst “ „Hann hefur nú aldrei fjall séð nema úr íjaska, þessi. Hann gæti rispast í ófærum“. „Af hverju varstu þá að fá þér þetta, og hvernig kemurðu ömmunum upp í hann? Ýtirðu þeim eða togar þú þær upp?“ „Frúin sér um þær.“ Það er glampandi sólskin og Ari sýnir mér Rima og Borgir í góðu skapi. „Þú skilur ekki bfla, segir hann, manstu ég var alltaf á druslum af finni tegund; það er out. Þegar ég kem á honum þessum á réttu staðina er tekið á móti mér með allt öðru augnaráði, þú skilur. Maður verður að fylgja sínum tíma.“ Það veður á Ara. „Manstu eftir Lúlla?“ Lúlli bjó á Vesturgötunni og átti langfínasta bflinn í hverfinu þegar við vorum smástrákar. Þegar Lúlh ók upp Bræðraborgarstíginn hættum við samstundis í stórfiskaleiknum og horfðum með aðdáun á sýnina. Lúlli var holdugur mað- ur á besta aldri og sat makindalega í nýjustu tegund af Pontiac. Bfllinn var hafdjúpsgrænn, skreyttur skínandi krómi og í laginu eins og konur á Rubensmálverki. Lúlli ók hægt og sneri til vinstri á Öldugötu. Við krakkarnir hlupum á Ægisgötuhornið, Lúlli birtist aftur, tók ekki eftir okkur, sneri inn á Vesturgötu og keyrði inn í bílskúr. Enginn hafði séð Lúlla fara annað á bflnum, en sagt var að hann færi einu sinni á sumri á honum til Þingvalla. „Ég er Lúlli okkar tíma,“ segir Ari, sem er ekkert spéhræddur og hefur aldrei verið merlalegur með sig.“ Þú ert verri en verkfræðingur, bætir hann við, þú heldur að bfll sé bara farartæki. Einkabfllinn er aðaltákn ferða- frelsis og stöðu í þjóðfélaginu, búningur og leikfang, munaður, og keluklefi, undirstrikun persónu- leika og karlmennsku, fákur, flutn- ingatæki og geymsla." Það er farið að fjúka í mig í heita pottinum í Seltjarnarneslauginni, þar sem við erum staddir núna: Þú veist þó, Ari, að bfllinn er aðalorsök bæði loft- og hljóðmengunar í öllum þróuðum löndum. Bfllinn er hættu- legur: 885.000 manns deyja í bflslysum í heiminum á hverju ári, þar af 55.000 í Evrópubandalaginu einu. Bara þar lenda 150.000 manns í hjólastól á ári af sömu orsök. Bfllinn er helsta dánarorsök ungi'a karla.“ Ari hefur svar við öllum þessum bar- lómi. „Slysin eru hvorki bflum né vegum að kenna lengur. Hvorttveggja er mjög öraggt og sífellt öraggara. 90% slysa stafa af ofdrykkju, röngum viðbrögðum, og af of hröðum akstri og eru því sök bílstjóra. 80% bílamengunar era sök 20% bfla þ.e. flutningatækja og almenn- ingsvagna. Ekki hef ég samviskubit af því.“ „Þú verður þó að viðurkenna það, hvað fárán- legt það er að geta ekki rekið einföldustu dag- leg erindi sín án þess að flytja með sér tonn af málmi og plasti, eyða orku óþarflega og valda mengun. Bfllinn er heldur ekki lengur bai'a leikfang, hann er orðinn ómissandi og í sífellt meira mæli óhjákvæmilegur. Ekki finnst mér það vænleg þróun né framfarir." Málefnalega hefurðu á réttu að standa, svarar Ari í niður- lægjandi tón. Degi er tekið að halla. „Eigum við ekki að fara á Borgina og fá okkur einn lít- ill fyrir mat?“ „Þá þarf ég að koma þessu flykki heim fyrst; ég er ábyrgur þjóðfélags- þegn.“ Loksins tókst mér að stinga upp í Ara. tónlist. Ljóðræn sýn í gegnum rúður og rign- ingu. „Sjáðu,“ segir Tom, stígur í botn og ekur nokkuð glannalega milli akreina. Við þetta gjörbreytast andlitin, sum verða óttaslegin, önnur reið og fylgdi þeim steyttur hnefi, enn önnur setja upp svip sem þýðir að þau höfðu ekkert séð. „Ef frá er talið ofbeldi og banvæn- ir sjúkdómar er þetta lið ekki eins hrætt við neitt og að lenda í bílslysi eða að missa öku- leyfi. Þá hrynur lífsferill þess. Hefuðu ekki tekið eftir því að í Hollywood-mynd er nær alltaf sýndur glannalegur akstur, öragg aðferð til að ná til tilfinninga þessa fólks.“ Nálægt leiðarenda fer Tom út af hraðbraut- inni á holótta götu sem stefnir beint út í stóra tjörn. Líst mér ekki á blikuna. „Engar áhyggj- ur, regnvatnsleiðslur L.A. eru í rusli, þetta er alltaf svona í óveðrum. Á morgun verða hér bara smádrullupollar," segir Tom og stingur sér í tjörnina. Á hinum bakkanum sitjá bíl- stjórai’ sem greinilega era huglausari en Stan. Úr því að allt er svona ómögulegt hérna flyttu í aðra borg, segi ég; hvar mundir þú vilja búa? I Los Angeles, svarar Tom hiklaust. I Los Angeles era nær engar almenningssam- göngur. Til era vagnar sem flytja fátæk börn í skóla, einnig aðrir sem tengja hótel við flug- velli, en venjulegir strætisvagnar eru sjaldgæfir og tengja aðallega gömlu mið- borgina Downtown við næstu hverfi. Þá nota eingöngu unglingar og fólk sem greinilega hefur orðið undir í lífs- baráttunni. Þeir era óloftræstir, og á heim eru mjög dökkar rúð- ur. Þær verja bflana fyrir hita, en gárungar segja að þannig trafl- ist ekki vegfarendur af sýn farþega. Spor- vagnar tengdu áður hlíðahverfi borgarinnar við Kyrrahafsströnd en þeir vora dæmdir hættulegir og hávaðasamir og lagðir niður. I Evrópu pirrast fólk í umferð. Það keyrir hratt, glannalega og skrykkjótt. í Suður-Évr- ópu skammar fólk hvað annað milli bfla, jafn- vel með hótunum og dónaskap. Kaliforníubúar era greinilega komnir á annað menningarstig. Saana: Fyrir utan flugstöðina stendur göm- ul amerísk drossía. í framsætinu liggur dreng- ur, greinilega ókynþroska, klæddur bláum kyrtli, með gullbelti um sig miðjan. I beltinu hangir rýtingur í glæsilegu hulstri. Um höfuð hans er vafinn á flókinn hátt strautlegur klút- ur. Mér er vísað til sætis aftur í, strákur sest upp, setur bílinn í gang og ekur á ofsahraða eftir beinum vegi sem lýstur er daufgulu ljósi. Landslagið í kring líkist leikmynd í eftir kjarnorkusprengjumynd; allt er rauðgult, skítugt og hrörlegt, meira að segja hundarnir sem hlaupa vælandi yfir veginn. Allt í einu birtast borgarmúrar, bfllinn rúllar niður í ár- farveg sem notaður er sem vegur í þurrki, fer upp úr honum snögglega aftur og stansar brátt harkalega. Barnið hleypur út úr bílnum, hrifsar töskuna mína og stransar á undan mér inn í krókótta götu. Á leiðarenda leggur hann Bíllinn er ekki aðeins farartæki, heldur líka mikilvægur tjáningarmiðill, hluti af búningi, jafnvel skrúði. Hann er verndun fyrir vondum veðrum og vondu fólki. Að vera í bíldruslu af fínni tegund er þó „out“ eða ekki í tízku, var boðskapurinn sem greinarhöfundurinn fékk hjá íslenskum bílaáhugamanni. Til hægri: Arrayo Seco Parkway ( Kaliforníu árið 1939, hraðbraut samkvæmt hugmyndum þess tíma. Til vinstri: 48 árum síðar. Gatnamót hraðbrauta sem kenndar eru við Santa Monica og Dan Diego. Engar nýjar hraðbrautir hafa síðan verið lagðar gegnum þéttbýli Los Angeles. Þessir strætisvagnar í Saana í Yemen eru óvenjulegir, því þeir taka 8-11 farþega. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.