Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 6
Der virtuelle Campus Carnpusplatz Horne ■ Hilfe ■ PublicChat Morgunblaðið/Jim Smart Hér sjáum við mynd úr lofti þar sem horft er niður á aðaltorg háskólans. Ef glöggt er gáð má sjá bláan rafgerving standa á torginu, en hann getur leitt mann um háskólasvæðið. Vinstra megin á myndinni má sjá yfirlitsteikningu af háskólasvæðinu með hinum mismunandi einingum sýndarháskólans. RAFHEIMARNIR gefa kost á að hanna sýndarheima þar sem setja má fram allt milli himins og jarðar - frá stærðfræðilíkön- um til tölvuleikja - á myndræn- an hátt. Kóðinn sem notaður er til að skrifa þrívíða heima er al- gildur kóði sem heitir VRML (Virtual Reality Modeling Language) og því geta allir komist inn á þessi svæði, sama hvaða tölvugerð er notuð. Inni á Netinu má fínna fjölmörg samfélög eins og Cybertown og Active Worlds þar sem fólk getur valið um yfír 300 mismunandi heima, verslað í sýndarkringlum, numið land, byggt hús og ræktað garða, hitt fólk í formi rafgervinga, boðið þvi í heimsókn og spjallað saman, eða spilað leiki sem gerðir eru fyrir marga þátt- takendur sem geta verið staðsettir hvar sem er í mannheimum. Þrívíðir sýndarheimar Netsins eru ekki eingöngu leikvöllur tölvunörða og leikjaá- hugamanna. Upplýsingasamfélög nútímans krefjast að fólk sé í stöðugri endurmenntun alla ævina. Hér koma rafheimarnir inn sem góð staðsetning fyrir háskóla og aðrar menntunarstofnanir þar sem fólk hefur ekki alltaf kost á því að taka sér frí úr vinnu til að sækja tíma í háskólum. í Evrópu hafa há- skólamir gert sér grein fyrir nauðsyn endur- menntunar og að sýndarveruleikinn sé ákjósanlegur staður fyrir háskóla framtíðar- innar. Sumum kann að þykja þetta óheillandi tilhugsun en ef kostimir em skoðaðir þá sést að þeir em mun fleiri og sterkari en gallam- ir. Öll upplýsingaleit verður til dæmis mun auðveldari, textar í stafrænu formi em aldrei í útláni á bókasöfnum, svo að biðlistar, týnd- ar bækur eða skjöl og önnur slík taugastrekkjandi fyrirbæri falla úr sögunni. Listasöfn hafa einnig tekið þrívíddartæknina í sínar hendur og til era söfn þar sem hægt er að brima um í sýndarheimum og skoða verk eftir þekkta listamenn. Arkitektinn Sigrún Guðjónsdóttir hefur undanfarið staðið í smíðum á háskólasvæði sex þýskra háskóla sem staðsettir verða á sama háskólasvæðinu inni á rafheimum Netsins. Sigrún stundaði nám í arkitektúr við háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi og lokaverkefni hennar var að hanna, forrita og setja upp háskólasvæði sem heitir ViKar (Virtueller Hochschulverbund Karlsmhe) og mun verða samstarfsverkefni háskólanna sex, þar sem nemendur geta sótt tíma í öðr- um skólum en þeim sem þeir em skráðir í. Háskólinn sameinar krafta hinna háskólanna og kemur fram sem eigin stofnun á Netinu. Allt nám fer að sjálfsögðu fram í gegnum tölvur og símalínur, kennarinn og samnem- endur em í formi rafgervinga en að öðm leyti er um hefðbundna háskólakennslu að ræða. En hversvegna að setja upp háskóla inni í raíheimum? I Þýskalandi hafa háskólarnir gert sér grein fyrir þeim breyttu kröfum sem nútímasamfélög setja um símenntun í öllum geimm mannlífsins. Stóm iðnfyrir- tækin hafa verið afar hugfangin af verkefn- um sem þessum og stjórnvöld hafa veitt mik- ið fjármagn í þróunarvinnu á sýndarvera- leikanum. Hagræðingin fyrir stóm fyrirtæk- in - t.d. BMW og Mercedes Benz - er fólgin í því að nú þurfa þau ekki lengur að senda starfsmenn sína langar vegalengdir til að ARKITEKT í RAFHEIMUM Þrívíddarhönnun í sýndarveruleikanum er nýtt svið innan hönnunargeirans sem komið hefur fram á síðustu árum. Rafheimar Netsins eru orðnir gífurlega stórir og íbúar þeirra fjölmargir. ÞQRHALLUR MAGNUSSON ræddi við Sigrúnu Guðjónsdóttur arkitekt en hún hefur að undanförnu fengist við að hanna sýndarháskóla sem starfræktur verður inni á Netinu. Sigrún Guðjónsdóttir sækja tíma í háskólum eða sjálf að halda endurmenntunarnámskeið með tilheyrandi kostnaði og fyrirhöfn. Nú geta þau sent starfsmenn sína í vinnutímanum í háskóla til að læra nýjustu tækni og vísindi og aukið þekkingu og þarmeð hagsæld fyrirtækjanna. Félagslegi þátturinn er einnig mikilvægur en honum era gerð góð skil í þrívíðum heimi sýndarháskólans. Fjamám í gegnum Netið tíðkast í dag hjá háskólunum en þar er ekki möguleiki að hitta samnemendur sína og mynda tengsl við fólk með sama áhugasvið. Hvað leiddi til þess að Sigrún fór að hanna háskólasvæði með byggingum, torgum og götum í þrívíðu rými rafheimanna? „Fyrsta tilraun mín með arkitektúr á Vefnum var í skólanum fyrir rúmum tveimur árum þegar ég fékk hönnunarverkefni sem átti að skila í formi heimasíðu. Þá fór ég að fást við arkitektúr á Netinu með AutoCAD- teikningum og þrívídd. Ég fór að hugsa um hvernig maður gæti notað Netið og tölvur fyrir arkitektúr almennt en var þó ekki farin að stefna á þrívíddarhönnun á þeim tíma. Eitt leiddi af öðru og ég fór að fást sífellt meira við tölvur. Að lokum gerðist það að mér var boðið að hanna þennan sýndarhá- skóla sem lokaverkefni. I verkefninu fólst að hanna sýndarheim sex háskóla á einu há- skólasvæði, formgerð hans og útlit. Ég kynnti mér hvernig staðið hafði verið að fjar- námi hjá háskólunum og sá að það skorti á félagslega þáttinn og því hafði ég hann í huga er ég hannaði umhverfi háskólans. Ég eyddi miklum tíma í að hugsa um hvernig heimur þetta ætti að vera, því í raf- heimum sleppum við að hugsa um svo margt sem hefðbundinn arkitektúr þarf að fást við. I rafheimum eru engin þyngdarlögmál, það blæs hvorki né rignir og í raun gilda allt önn- ur lögmál á öllum sviðum en í raunveruleik- anum. Samt sem áður verður fólk að finna sig í þessum heimum og skilja þá. Þessvegna ákvað ég að nota götur, torg og einhverskon- ar byggingar þó að þær séu stundum bara línur eða - eins og í tilfelli fyrirlestrarý- manna - hljómur. Ég ákvað að hafa heiminn á einum fleti þó að möguleikinn á að hafa hann á mörgum hæðum sé að sjálfsögðu fyr- ir hendi. Allan tímann þurfti ég að passa mig á að verða ekki of abstrakt og halda í raun- veruleikatilfinninguna. Þannig notaði ég ekki alla möguleika miðilsins. Ég stillti til dæmis þyngdarlögmálið þannig að fólk er alltaf á jörðunni en það er að sjálfsögðu ekki nauð- synlegt. Það væri eflaust of framandi fyrir fólk sem einungis ætlar sér í háskóla að þurfa allt í einu að læra að fljúga um á milli bygginga. Líklega myndi ég hanna heiminn allt öðruvísi eftir þrjú ár, en það verður að taka tillit til þess að í dag eru sýndarheimar of framandi fyrir fólk og það tekur vissulega tíma að læra lögmál nýs veruleika. Þeir sem hafa verið mikið í tölvuleikjum eiga hinsveg- ar ekki í neinum vandræðum með að skilja þessa heima og hér er því um visst kynslóða- bil að ræða.“ Arkitektúrinn á sér langa og viðburðaríka sögu sem tengist listasögunni og hugmyndaheimi samfélagsins almennt. Eru straumar og stefnur í arkitektúr sýnd- arheimanna? „Nei, það er enginn einkennandi stíll fyrir þessa heima. í raun og veru er um fullkomna óreiðu að ræða. Þar sem almenningur á eftir að hanna hús sín sjálfur, án hjálpar arki- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.