Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 17
mennskuátakinu í Ferðablaði Morgunblaðsins sl. sunnudag. Loforð um dugandi verkstjórn Þegar gengið er um sögufræga miðborg Bologna er undirbúningur komandi árs hvar- vetna sýnilegur. A hverju horni er unnið að viðgerðum og bi’eytingum gamalla bygginga, enda hafa yfirvöld opinberlega lýst því yfír að ekkert verkefni muni finnast hálfkarað þegai’ þriðja árþúsundið brestur á. Til ítrekunar hefur þegar verið bh’t dagatal þar sem merkt er inn á hvenær helstu staðir og söfn verða opnuð. 1 janúar nk. verður hin fornfræga höll Enzos konungs, sem stendur við fyrrnefnt að- altorg, formlega vígð sem vettvangur fyrir þirig, ráðstefnur og ýmis hátíðahöld. Fyrsta sýningin í höllinni mun snúast um boðskipti í sinni fjölbreyttustu mynd; flutning upplýs- inga, samtöl, myndsendingar og fleira og mun sýningin „tala“ ein tólf tungumál. Skömmu síðar verður Landsbókasafn kvenna opnað í gamla klaustrinu Santa Cristina, og með haustinu verður opnað sérstakt tónlistarsafn í Sanguinetti-höllinni þar sem m.a. verður haldið á lofti nafni eins frægasta tónlistai’- nemanda borgarinnar, Wolfgangs A. Mozarts. Matargerðarlist er einn af litríkustu þátt- unum í daglegu lífi Bologna-búa og verður mat gert hátt undir höfði allt árið 2000. Veit- ingastaðir munu hanna matseðla sína sérstak- lega í tilefni ársins, haldin verður ráðstefna um eldhúsið sem samskiptavettvang og í október veitt sérstök verðlaun þeim sem best þykir standa sig í kynningu og varðveislu ítal- skrar matargerðarhefðar. Verðlaunin nefnast á ensku „Slow Food - Bologna 2000“ og er kannski stefnt til höfuðs skyndibitamenning- unni, fast food, en gengt aðaltorginu í Bologna gefur einmitt að líta tvo hamborgara- staði af bandarískum uppruna. „Bak við tjöldin" nefnist kvikmyndahátíð sem reyndar hófst í Bologna í sumai’ sem leið en verður fram haldið í júní á næsta ári. Þar er skyggnst á bak við tjöldin við undirbúning leiksýninga, tískusýninga og annarra sviðsviðburða á Ítalíu og víðar. Fjöldi heim- ildamynda verður sýndur en jafnframt kemst almenningur í tæri við leikstjóra, höfunda, leikara og annað fagfólk á ráðstefnum og opn- um sýningum. Dans, leiklist og iðnaður Með haustinu verður haldin umfangsmikil danshátíð. Undir yfirski’iftinni „Meistarar við árþúsundalok" verða dansarar og danshöf- undar á borð við Pinu Bausch, Cörlu Fracci, Merce Cunningham og William Forsythe heiðraðir með flutningi verka þeirra eða boði um beina þátttöku. I sérstakri danssmiðju mun svo verða þróuð listsýningin „Aterball- etto“ með tónlist eftir ítalska tónlistarmann- inn Lucio Dalla sem í sumar var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við listadeild Háskól- ans í Bologna. Af öðrum hátíðarliðum má nefna djasshá- tíð, fjölþjóðlega leiklistai’hátíð, bílasýningu og iðnaðarsýningu með sögulegu yfirliti. Bologna verður einnig höfuðborg spennusagnanna um nokkurra mánaða skeið, en frá miðju sumri 2000 fram til mai’s árið 2001 munu höfundar spennu- og sakamálasagna úr ýmsum heims- hornum bera saman bækur sínar í bókstaf- legri merkingu á ráðstefnum og í ritsmiðjum sem bera nöfn á borð við „Tryllarannsóknir“ og „Hvernig við njósnum". 1 Bologna er starfandi elsti háskóli Evrópu og er gert ráð fyrir virkri þátttöku háskóla- nema í dagskrá menningarborgarinnar. Börn verða jafnframt hvött til þátttöku og verður áhugamálum þeirra meðal annars mætt með opnun barnabókadeildar í nýju margmiðlun- arbókasafni og listsmiðju tvö þúsund barna frá ýmsum löndum að vorlagi. Smiðjan er haldin á vegum EU.NET.ART sem er evr- ópskt samstarfsnet listamiðstöðva fyrir börn og ungt fólk. Lestrarmaraþon á Netinu Áfram mætti halda að telja upp dagskrár- liði með alþjóðlegum svip og jafnframt eru ónefnd fjölmörg og umfangsmikil alítölsk verkefni. Að endingu skal þó aðeins minnst á einn lið í viðbót sem sameinar ítalskt frum- kvæði og alþjóðlegan menningarbakgrunn. Rithöfundurinn Umberto Eco kynnti í sumar hugmynd sína að lestrarmaraþoni sem standa á allt næsta ár, en Eco er sérlegur ráðgjafi framkvæmdanefndai’ Bologna 2000 á sviði boðskipta. Maraþonið mun fara þannig fram að sjálfboðaliðar skiptast á um að lesa þýðing- armestu bókmenntaverk sögunnar fyrir fram- an kvikmyndatökuvél sem varpar lestrinum yfir Netið um alla heimsbyggðina. Um verður að ræða eins konar boðlestur, líkt og boð- hlaup, og er hugmyndin að afhenda annari borg „keflið" í lok ársins svo halda megi maraþoninu áfram í öðrum löndum um ókom- in ár. STÆRSTA BÓKASAFN ÍTALÍU OPNAÐ I BOLOGNA Morgunblaöiö/Sigurbjörg Þrastardóttir Séð af þriðju hæð yfir aðalsalinn þar sem framkvæmdir eru í fullum gangi. Undir tréfjölunum leynist glergólfið. FRÆÐASETUR OG LIFANDI SAMKOMUTORG MIKIÐ verður lagt í hið spánnýja margmiðlunar- bókasafn sem opnað verður í gamalli hallarbyggingu í li jart a Bologna á næsta ári. Iiöllin var eitt sinn kaup- höll en hefur í gegnum ald- irnar hefur hýst ýmiss kon- ar viðskipta- og menningar- starfsemi. Á síðustu mánuð- um hefur húsnæðið verið rýnit svo fyrir komist bóka- safn sem mætir þörfum allra kynslóða upplýsinga- samfélagsins. „Bókasafnið verður hið stærsta á Ítalíu, en rýmið telur 26 þúsund fermetra," segir doktor Anna Maria Brandinelli, bókasafnsfræð- ingur og faglegur ráðgjafi við uppsetningu safnsins. „Yfir 900 nettengdar tölvur verða til reiðu fyrir gesti auk 400 vinnusvæða til við- bótar þar sem fletta má upp í gagnagrunnum og ýmsu margmiðlunarefni. Þörfum stúdenta, barna og almennra borgara verður inætt á aðskildum hæðum, án þess þó að stíf aðskilnaðarstefna verði rekin.“ Brandinelli segir að rík áhersla verði lögð á að laða almenna borgara að safninu. Borið hafi á ótta margra fullorðinna við hina hröðu tækniþróun upplýsingasamfélagsins, en með skipulagðri kynningu á kostum safnsins sé ætlunin að byggja upp breiðan hóp notenda. „Umberto Eco stýrir til að mynda áætlun sem nefnist „Súlnagöng fjar- skiptanna", en súlnagöng eru einmitt ein- kenni arkitektúrs í Bologna og um þau er stöðug umferð fólks. Súlnagöngum boð- skiptanna er ætlað að veita borgarbúum að- gang að upplýsingum á tölvutæku formi og gera þá læsa - lielst fluglæsa - í hinni nýju margmiðlunarveröld." Freskur frá 16. og 17. öld liafa verið af- hjúpaðar við umbætur á kauphöllinni fyrr- verandi, en við endurbæt- urnar hefur verið reynt að halda í upphaflega ásjónu og andrúmsloft byggingar- innar. I sal sem um þrjátíu ára skeið gegndi hlutverki brúðuleikhúss verða nú barnabækur til útláns og gegnsætt gólf liefur vcrið lagt í aðalsalinn, sem í eina tíð var einmitt kenndur við kristal. í gegnum glergólf- ið má svo sjá rómverskar rústir sem afhjúpaðar hafa verið og lýstar upp með flóðljósum, en rústirnar hafa um aldir hímt í myrkri og þögn í kjallara hússins. Og þögnin verður að hluta til varðveitt, því gegnt rústunum í kjallar- anum verður útbúin að- staða fyrir fræðimemi og stúdenta sem þurfa næði til þess að vinna verk sín. Þar verður aðstaða fyrir 94 tölvur, þar af tengingar fyrir 30 fartölvur. „1 kjall- aranum verður einnig að- staða lil sýningahalds, svo ekki verður skortur á upplyftingu fyrir þá sem kúra í þögniniii,“ segir Brandinelli. Hún útskýrir að þótt reynt sé að halda í hoi'finu þurfi ýmsu að breyta til þess að sníða sali hússins að hinni nýju starfsenú. „Til að mynda liefur verið byggt glerþak yf- ir miðrýmið sem hleypir inn mikilli dags- birtu, auk þess sein mikill fjöldi kapla hefur verið lagður í loftstokka um allt húsið.“ Að endingu útskýrir hún að fyrrnefndur aðalsalur með gólfinu gegnsæja sé hugsað- ur sem líflegt samkomutorg fyrir borgar- ana. „Þar verða kaffihús, bókabúðir og að- staða til þess að fletta dagblöðum og tíma- ritum. Bókasafninu er nefnilega ætlað að vera í senn fræðasetur, upplýsingainiðstöð og lifandi vettvangur til félagslegra sam- skipta.“ Súlur og mynstruð loft hússins eru nú máluð af kappi í uppruna- legum stíl til þess að gleðja augu bókasafnsgesta. YAMBO OULOGUEM TÓMATAR TRYGGVI V. LÍNDAL ÞÝDDI Fólk heldur að ég sé mannæta En þú veist hvernig fólk talar. Það segir að ég hafi rauða góma. En hver hefur svo sem hvíta góma? Lifí tómatarnirl Fólk segir það það komi ekki nærri eins margir ferðamenn núna. En þú veist að þetta er ekki Ameiika og að enginn hér á peninga. Fólkið heldur að það sé við mig að sakast og er óttaslegið en sjáðu nú bara: Tennur mínar eru hvítar, ekki rauðar. Eg hef ekki étið neinn. Fólk er k\ikindislegt, það segir að ég fúlsi við bökuðum túristum. Eða þá kannski að ég hafi pantað þá grillaða; bakaða eða grillaða túrista. Þau segja ekkert, halda bara áfram að horfa á gómana mína. Upp með tómatana! Höfundurinn er skóld ! Mali í Afríku. GUÐMUNDUR BERGSSON OKKAR ER IANDIÐ Eitt vil ég segja sem aldrei má gleyma okkai' er landið sem forsjónin gaf hér vil ég búa og hér á ég heima hjá hrauni og jöklum við ólgandi haf. Islenska vorið með albjartar næt- ur iðandi líferþá hvaivetnn um Frón íslenskir synh' og íslenskar dætur aldrei fá gleymt þeiiri dýrlegu sjón. Oft hefur steðjað að okkur hér vandi enda var glíman hér meinleg og köld höfnum þó einhuga her hér ílandi hefjum nú sókn inní komandi öld A Islandi áður var eifitt að lifa oft hefur skoi-t hérna flest sem að þarf þeir entust þó til að yrkja og skrifa eftir sig skildu hinn dýrasta arf. Skemmum ekki ásýnd alla öræfm þó þyki köld geymum fegurð fossa og fjalla fram á hina næstu öld. Höfundur er gamall Grundfirðingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 2. OKTÓBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.