Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 12
NÚ DRUKKNAR HINSTA DAGSINS UÓS EFTIR GUÐRÚNU GUÐLAUGSDÓTTUR í upphafi þessarar aldar sáu nokkur íslensk skáld sér þann kost vænastan að yfirgefa Island og starfa erlend- is. Einn úr þessum hópi var JONAS GUÐLAUGSSON, sem skrifaði bæði skáldsögur og Ijóð á dönsku við góð- ar undirtektir. Jónas var mjög bráðþroska og átti um margt óvenjulega „dramatíska" ævi í starfi jafnt sem einkalífi. Hann kom víða við, gaf út Ijóð sín, ritstýrði blöðum og tók Dátt í stjórnmálum á íslandi áður en hann hélt utan ti að gerast þar rithöfundur og skáld. Hann dó á 28. aldursári og hafði þá gefið út margar bækur og hlotið verðskuldaða viðurkenning sem Ijóð- skáld, rithöfundur og greinahöfundur. FYRIR nokkrum árum var haldin sýning á verkum Jótlandsmálar- anna svonefndu í Norræna húsinu í Reykjavík. Meðal verkanna á sýningunni var portret-mynd af ís- lenska ljóðskáldinu Jónasi Guð- laugssyni. Verkin komu frá jóska listamanna- og fiskiþorpinu Skagen, þar sem Jónas dvaldi síðasta ævi- tíma sinn og þar sem hann dó á 28. aldursári 15. aprfl 1916. Ég horfði kannski af meiri at- hygli á myndina af honum en aðrir sýningar- gestir - Jónas var ömmubróðir minn og frá því ég man eftir mér heyrði ég mikið um hann talað. Þótt hann væri þá löngu látinn lifði minning hans sterk meðal systkina hans, ekki síst systra hans Guðrúnar ömmu minn- ar, Jóhönnu, Láru og Theodóru, en þær voru nær honum í aldri en bræður hans Guðmund- ur og Kristján. Nokkru fyrir andlát sitt gaf Andrés Bjömsson fyrrum útvarpsstjóri mér ljóðabókina Tvístimið, sem hefur að geyma ljóð Sigurðar frá Amarholti og Jónasar Guð- laugssonar og fyrir skömmu las ég svo æviminningar Asgríms Jónssonar listmálara, skráðar af Tómasi Guðmundssyni, þar ber einn kafli yfirskriftina Jónas Guðlaugssón. Lestur ljóðanna og frásögn Ásgríms hvatti mig til þess að leita frekari heimilda um þennan löngu liðna frænda minn og reyna að setja mér persónu hans fyrir sjónir, þær til- raunir leiddu svo til þess að ég skrifaði þessa grein. Jónas Guðlaugsson fæddist á Staðarhrauni í Mýrasýslu 27. ágúst 1887, sonur séra Guð- laugs Guðmundssonar og Margrétar Jónas- dóttur. Guðrún amma mín sagði mér svolítið um tildrög þeirra kynna. Guðlaugur faðir hennar var sonur Guðmundar Gíslasonar bónda og hreppstjóra í Dalsmynni og konu hans Guðrúnar Guðmundsdóttur. Séra Jónas Guðmundsson, sem séra Ámi Þórarinsson segir í ævisögu sinni að hafi verið mestur ræðusnfllingur í guðfræðistétt sinnar tíðar, tók að sér að kenna Guðlaugi undir skóla gegn því að hann kenndi bamalærdóm böm- um hans og konu hans Elinborgar Kristjáns- dóttur frá Skarði á Skarðsströnd. Margrét Jónasdóttir var þá níu ára gömul en Guðlaug- ur fjórtán árum eldri, fæddur 20. apríl 1853. Guðlaugur fékk því næst inngöngu í Latínu- skólann í Reykjavík, lauk þaðan stúdentsprófi 1882 og guðfræðiprófi nokkru síðar. Að því loknu kvæntist hann Margréti og var Jónas elstur tólf bama þeirra. Hin voru Elínborg og Þórdís, sem dóu ungar, Guðrún, Jóhanna, Lára, Ingibjörg, sem dó ung, Theodóra, Ólöf, Kristín, dó á bamsaldri, Guðmundur og Kri- stján. Bömin sem upp komust giftust öll og eignuðust börn og er stór ættbogi frá þeim kominn. Jónas Guðlaugsson þótti þegar í frum- bemsku afar mannvænlegur drengur. Hann var mjög bráðþroska. Jóhanna Ölafsdóttir fyrrum húsfreyja í Breiðholti (gamla bænda- býlinu) sagði í útvarpsviðtali þá 99 ára gömul að hann hefði verið farinn að tala í hendingum þriggja ára gamall. Hann var einu sinni að reyna að sauma með stúlku sem Gunna hét og ömmu sinni Guðrúnu sem bjó á heimili hans, saumaskapurinn gekk illa. Sagði hann þá: Getur þú ekki gefið mér góðan rauðan tvinna? Amma hans bætti þá framan á vísupartinn eftirfarandi: „Gunna blessuð gegndu hér gerðu bænum sinna.“ Jóhanna var í vist hjá Guðlaugi og Margréti í þrjú ár, kom til þeirra ellefu ára, hún kvað heimUið hafa verið glaðvært og hefði skáld- skapur mikið verið hafður þar um hönd. „Þau voru bæði hjónin mikið hagmælsk, hún ekki síður,“ sagði Jóhanna. Séra Guðlaugur gaf út ljóðmæli sín á efri árum. Jónas Guðlaugsson var í flestu tUliti óvenju bráðþroska. Innan við fermingu handskrifaði hann nokkur eintök af fréttablaði, sem síðan gekk manna á milli í sveitinni og þótti góð skemmtun í fásinninu að glugga í það. Eitt slíkt blað sá ég hjá Hös- kuldi Ólafssyni fyrrum bankastjóra. Hann er dóttursonur Ingibjargar systur Margrétar, en hann safnaði saman ýmsu efni sem snerti Jónas Guðlaugsson. Jónas fór að heiman um tólf ára aldur og fór þá að búa sig undir skóla. Faðir hans gat ekki liðsinnt honum mikið vegna vaxandi ómegðar. Margrét var að vísu af ríku fólki komin, dótturdóttir Kristjáns kammerráðs á Skarði, en hann var sonarsonur Magnúsar KetUssonar sýslumanns sem nefndur hefur verið fyrsti blaðamaður íslands. Magnús var brautryðjandi á ýmsum öðrum sviðum og gift- ist inn í Skarðsættina, þar sem fyrir var mikið ríkidæmi í jarðeignum og fleiru. Elinborg móðir Margrétar fékk t.d. Svignaskarð í morgungjöf og voru afgjöld af þeirri jörð vasapeningar hennar. Séra Ámi Þórarinsson segir að þeir peningar hafi að vísu allir farið til fátækra, enda Elinborg rómuð fyrir gjaf- mildi og lækningahæfileika. Þrátt fyrir lítil peningaráð tókst Jónasi Guðlaugssyni að komast í skóla og settist í Latínuskólann, þar var hann m.a. bekkjar- bróðir Ásmundar Guðmundssonar biskups. Jónas iauk ekki stúdentsprófí og olli því það atvik að öllum í bekk hans var vikið úr skóla vegna óspekta. Seinna var þeim gefinn kostur á að Ijúka prófinu en ekki vildi Jónas þá þekkjast það boð. Þess í stað fór hann átján ára gamall að fást við blaðamennsku og stjómmál. Hann var um tíma ritstjóri Valsins á Isafirði. Hann var ekki nema sextán ára þegar hann var orðinn áróðursmaður fyrir Landvamaflokkinn. Ferðaðist hann talsvert Jónas Guðlaugsson. Teikning eftir Ásgrím Jónsson. Séra Guðlaugur Guðmundsson á Stað. Jónas Guðlaugsson um þeirra erinda, hélt ræður og þótti stórorð- ur. Hann var þá löngu farinn að fást við ljóða- gerð. Gáfu óvildarmenn hans honum viður- nefni í háðungarskyni og nefndu hann Litla- leir. Þegar faðir hans frétti af nafngiftinni rumdi í honum: „Ætli ég sé þá Stóri-leir?“ Þess er víða getið að Guðlaugur hafi fengist við ljóðagerð, m.a. í dagbókarbrotum Ólafs Davíðssonar, „Ég læt allt fjúka". Þeir vora samtíða í skóla og er ekki laust við að gæti hneykslunar í frásögn Ólafs. Jónas Guðlaugs- son hneykslaði sína skólabræður ekki síður þegar hann lýsti því yfir að hann ætlaði að verða stórskáld. Jónasi Guðlaugssyni er víða lýst af samtíð: armönnum. Jóhanna systir hans segir: „I mínum augum var Jónas bróðir minn fallegur, hann var hár og grannur með hrokkið hár, djarfur í framkomu og gleðimaður." Hún seg- ir ennfremur að þegar hann hafi verið að hugsa og yrkja hafi hann annað slagði tekið með hendinni upp í hár sér áður en hann svo 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.