Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 11
þessa lands, viðamesta tilraun Guðjóns Samúelssonar til end- •j en húsið og haföi átt sér langa forsögu sem einkenndist af ukahlulverki á staðnum og þyrfti að finna henni nýtt hlutverk. Ljósm.Lesbók/Gísli. betur ef trén væru farin. Hér er hús með margháttaða möguleika sem þarf að finna nýtt hlutverk. KÓLINN 70 ÁRA IIGURÐSSON pDUnMTrmn m og hún er sú hlið sem flestir sjð og þekkja. Myndin er tekin skömmu eftir að húsið var fullgert. Sögunni fylgir að ráðherrann hafi tekið sinn gærupoka steinþegjandi og borið hann yfir bleytuna. Nemandinn tók að sér pípulagningarnar Byggingarframkvæmdir við Laugarvatnsskól- ann hófust 1928 og var þá unnið fyrir fjárfram- lög frá hreppunum í sýslunni, svo og einstak- lingum, alls um 30 þúsund krónur. Tveir Eyr- bekkingar tóku að sér að byggja: Arinbjörn Þorsteinsson og Sigurður Bjargmundsson. Þeim tókst fyrsta sumarið að reisa tvær burstir og anddyri og ennfremur var lögð vatnsveita og hitaveita frá hvernum. Það var tímans tákn og gæti ekki gerzt núna, að nemandi á þessu fyi-sta ári skólans, Grímur Ögmundsson frá Syðri- Reykjum í Biskupstungum, setti sig inn í rör- lagningar og tók þátt í þeim af miklum áhuga. Hann varð síðan í marga áratugi hinn eini og sanni pípulagningameistari staðarins þótt ófag- lserður væri og hélt áfram að sinna því verki löngu eftir að hann var orðinn gróðurhúsabóndi á Syðri-Reykjum. Vorið 1929 var haldið áfram við skólabygg- inguna; þá bættust við fjórar burstir og opin sundlaug austan við húsið. Fyi-sta veturinn hafði raunar verið útbúin sundlaug í kjallara hússins, þar sem matsalurinn varð síðai'. A aðal- hæðinni voru fjórar kennslustofur, forsalur fyr- ir nemendur í frímínútum, svo og kennarastofa. Nýja húsið var vígt og skólinn settur 4. októ- ber 1929. Jónas Jónsson hélt að sjálfsögðu aðal- ræðuna - ræður voru ekki sparaðar- en Eggert Stefánsson alheimssöngvari og Sigurður Skag- field óperusöngvari skemmtu með söng. Nú má líta svo á að þessi vígsla hafi verið ótímabær; betra hefði verið að bíða með hana í eitt ár. En mönnum lá á og ekki stóð á því að skólinn fengi nemendur. I burstunum voru innréttuð 23 heimavistar- herbergi og þrjú salerni með böðum. í október- lok var húsið fokhelt, en allt ódúklagt og ófrá- gengið. Skólinn tók samt til starfa í húsinu eins og það var, og komu 83 nemendur til Laugar- vatns haustið 1929. Stúlkurnar fengu herbergin sem til voru frá fyrra ári, en strákarnir urðu að gera sér að góðu að sofa í flatsæng í óinnréttuðu rými. Kennarar urðu að búa í fokheldu húsi, svo og Bjarni Bjarnason sem varð skólastjóri 1929 eftir að séra Jakob Ó. Lárusson í Holti hafði gegnt stöðunni fyrsta veturinn. Ferill Bjarna varð langur og farsæll. Við skólastjórn af hon- um tók nýbakaður silfurverðlaunamaðui' frá Olympíuleikunum í Melbourne 1956, Vilhjálmur Einarsson, þó aðeins einn vetur, en síðasti skólastjóri héraðsskólans var Benedikt Sig- valdason. Nemendur veturinn 1929-30 unnu sjálfir við að þilja af herbergi um og þeir gengu ásamt kennurum að vinnu við steypu og vatnsleiðslur. Sérstakt keppikefli var að koma upp sundlaug og að menn gætu fleytt sér fyrir jól. Það tókst með samstilltu átaki. Ljósm.Lesbók/Gísli. Tvær kennslustofur héraðsskólans hafa nú verið teknar undir bókasafn Menntaskólans og þetta húsrými kemur þannig að fullum notum. Bókasafnið mætti hugsa sér að yrði hluti af miklu stærri menningarmiðstöð í húsinu. Ljósm.Lesbók/Gísli. Borðsalur héraðsskólans. Þar er nú aðeins aðstaða fyrir myndmennt sem er valgrein í mennta- skólanum. Þar er allt undarlega kyrrt og rótt á móti kliðnum sem varð þegar nemendur fylltu sal- inn á matmálstímum. Árið eftir, sumarið 1930, var skólahúsið múr- húðað að utan og lokið við frágang innanhúss. Borðstofa var þá tilbúin í kjallara, svo og eldhús með gufusuðupottum. Lokið var við sundlaug- ina og hafin bygging fyrsta heimavistarhússins uppi við þjóðveginn. Það var Björkin, sem er nú orðin harla þreytuleg, en stendur enn. Ekki var lokið við húsið fyrr en á miðjum vetri og þar til urðu skólapiltar að sofa í flatsæng í þeirri kennslustofu sem þá og alla tíð síðan hefur verið kölluð Babýlon. Fyrir skólann skipti sköpum að 1929 gengu í gildi ný lög um héraðsskóla og var þarmeð feng- inn sá grunnur sem skólinn starfaði á. Til 1945 starfaði Laugarvatnsskólinn í tveimur deildum, Yngri og Eldri deild. Vísir að menntaskólanámi hófst þar með Skálholtsdeild 1947, en Mennta- skólinn var stofnaður vorið 1953. Rekstur gistihúss í Laugarvatnsskóla hófst 1933 undir forustu Vigfúsar Guðmundssonar gestgjafa, hins landskunna „Fúsa verts“ í Hreðavatnsskála. Sá sumarrekstur stóð þar til eldsvoði varð síðsumars 1947. Þá brunnu burst- irnar nema sú austasta, en sem betur fer var gengið í að endurbyggja þær í upprunalegri mynd; því verki var þó ekki lokið fyrr en 1958. Nýtt hlwtverk Guðjón Samúelsson teiknaði síðar viðbyggingu fyrir sundlaugina og íþróttahúsið austan við skólahúsið. Mörgum hefur fundizt þessi álma stinga í stúf við burstabæjarstíl gamla skóla- hússins, en Guðjón hefur ekki litið svo á að ófært væri að hafa þarna tvær stíltegundir hlið við hlið; auk þess er varla rökrænt að hafa burstir yfir sundlaug og íþróttahúsi. Nú stendur sundlaugin tóm, íþróttahúsið að- eins notað fyrir leiksýningar, og að utanverðu sér stórlega á því. Það kynni því að vera freist- andi að dæma þessa álmu óþarfa og brjóta hana niður til þess að losna við kostnað af viðhaldi. En það væri óþarflega metnaðarlítið. Öll þessi heild er verk Guðjóns og gömlum Laugvetning- um þætti áreiðanlega eitthvað vanta á þá heild ef íþróttaálman væri horfin. Laugardalur hefur aldrei eignast félagsheim- ili og Menntaskólinn þarf betra hús til leiksýn- inga en gamla íþróttahúsið. Nýtt félagsheimili þyrfti á að halda öllu húsrými íþróttasalarins og sundlaugarinnar. Til þess að hrófla sem minnst við verki Guðjóns Samúelssonar ætti að halda eins og hægt er hinu upprunalega ytra útliti álmunnar. Þarmeð væri þessari álmu fundið hlutverk, en það er ekki nóg. Þýðingarmest er vitaskuld að finna gamla skólahúsinu nýtt hlutverk. Segja má að nú sé hún Snorrabúð stekkur, en húsið er staðarprýði eins og áður og menningarsögulegt verðmæti. Eðlilegast væri að frumkvæði að því að finna húsinu nýtt hlutverk kæmi frá ríkisvaldinu og þá Menntamálaráðuneytinu. Ymislegt er hægt að sjá fyrir sér í því sam- bandi, án þess þó að þyrfti að umturna öllu að innan. Þar á meðal er einhverskonar menning- ai-miðstöð fyrir Arnessýslu og vissulega gæti bókasafn Menntaskólans orðið hluti af henni. Við vígslu skólahússins talaði Jónas Jónsson um að myndlistarmönnum yrði boðið að dvelja og starfa í skólahúsinu og að skólinn eignaðist með tímanum gott listasafn. Minna varð um efndir á því en til stóð, en íbúðir í vestur- og austurenda hússins mætti nýta í þá veru, að myndlistar- mönnum og rithöfundum stæði til boða að dvelja þar um tíma. Aðstaða fyrir smærri ráð- stefnur er vel hugsanleg, en þá verður að vera boðleg gisting á staðnum. Heilsuræktar- og íþróttaaðstaða fyrir al- menning er vanræktur möguleiki á Laugar- vatni. Kæmi vissulega til greina að einhver hluti gamla skólahússins yrði nýttur í því augnamiði, en hluti af því dæmi yrði að vera stór útisund- laug niðri við bakka Laugarvatns, og önnur að- staða til almenningsíþrótta svo sem frambæri- legur golfvöllur. Vísir að slíkum velli var til í skötulíki á Laugan'atnstúninu fyrir nokkrum árum, en í honum endurspeglaðist það metnað- arieysi sem loðað hefur við staðinn í flestu sem lýtur að því að gera hann áhugaverðan fyrir gesti að sumai'lagi. Önnur leið er vissulega til og áreiðanlega fær, ef áhugi er á því að finna hinu sjötuga Laugar- vatnsskólahúsi nýtt hlutverk. Hún er sú að hús- ið yrði selt einhverjum sprækum og fjáðum at- hafnamönnum, sem hefðu kraft og hugmyndir til að gera þar eithvað við hæfi um leið og höf- undarréttur Guðjóns Samúelssonar væri virtur og í engu hróflað við útliti hússins. Kristinn Kristmundsson skólameistari vildi láta það koma fram, að í fljótu bragði hugnaðist sér ekki sú framtíðarsýn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.