Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 15
LJÓÐRÝNI PÉTUR GUNNARSSON Petta er lífíð. Þú áttar þig ekki á því rétt á meðan, álítur alltaf að það sé rétt í vændum, handan við hornið, innan seilingar. Fyrir bragðið gef- urðu ekki gaum að augnablikinu nema eins og annars hugar samtali á næsta borði. En það er lífíð sjálft Er þetta ljóð? Það gæti verið það en er það ekki samkvæmt því sem Pétur Gunnarsson segir í formála að bók sinni, Vasabók (1989), þar sem þessi texti birtist. Þar notar hann orð eins og „hugarmyndir", „nótur“ og „athugasemdir“. En hvað um það. Maður þarf ekki og á ekki alltaf að taka mark á því sem skáld segja um verk sín. Það þarf heldur ekki að taka heiti þessa dálks mjög hátíðlega. Og þurfí menn frekari huggunar við má alltaf vísa í hið póstmóderníska mærarof, hið grimmilega upp- brot tímans á öllum formum, öllum skilgreiningum. Bókmennta- greinar sem áður voru aðskildar eru nú aðeins brotabrot sem rað- ast saman á tilviljunarkenndan hátt, skilgreiningar setningar sem ráfa áttavilltar um bókahillur. (Talandi um skilgreiningar, hvað er ljóð svo sem annað en texti sem höfundur ákveður að kalla þessu nafni?) Brot (eða brotabrot) eins og þau sem er að finna í vasabókum Péturs Gunnarssonar, þeirri sem nefnd var hér að framan og hinni, Dýrðin á ásýnd hlutanna, sem kom út tveimur árum síðar, er þannig afar póstmódernískt bókmenntaform. Þau eru í eðli sínu utan við allar skilgreiningar vegna þess að þau eru „bara“ brot af einhverju. Það er eitthvað annað og meira á bak við þau, eða framundan þeim öllu heldur (sem skýrir kannski hversu lítið hefur verið fjallað um þessar bækur Péturs á meðan skáldsögur hans hafa orðið tilefni mikilla skrifa, það er nánst eins og þessar bækur hafí ekki verið teknar alvarlega). Um leið eru þær formleg endurspeglun á hinu póstmóderna ástandi, upplausninni sem fylgt hefur gagngeru endurmati og niðumfi á viðteknum hugmyndum og gildum, - (hugmynda)heimurinn er í brotum eftir atgang af- byggingarinnar. Ennfremur skírskota brotin til skynjunar okkar á tímanum nú eftir dauða sögunnar. Sagan varð til sem díalektísk framvinda á síðustu öld, í lok þeirrar tuttugustu hefur þessi fram- vinda stöðvast í kjölfar þess að stríðandi andstæður leystust upp og urðu að hinu Sama. Sagan hefur stöðvast og við tekur algleymi augnabliksins, það er engin fortíð, engin framtíð, aðeins andartak- ið sem þenur sig út yfír allt. Vasabækur Péturs upphefja þetta ástand, þær eru „lofsöngur til augnabliksins“ eins og segir í formála að fyrri bókinni. Þær eru tilraun til að lifa þennan tíma þegar núið er eina haldreipið, „það eina sem við eigum með vissu,“ eins og Pétur segir. Tilraun til að fanga augnablikið, „lífið sjálft“ þegar það er ekkert annað en bara það - brot og brotabrot í eilífðinni, með engu upphafi og engum enda. Textabrotin vh’ðast rökrétt leið að þessu markmiði, tenging við heiminn og lífíð í gegnum hið smáa, hversdagslega, stundlega í stað þess að þefa uppi glataðan tíma (þó að nefið sé vissulega „makalaust tæki“) í linnulitlum sagnabálkum. Boðskapur þessarra bóka, sem heyra má enduróm af í nýjustu skáldsögum Péturs, gæti því hljómað þannig: leiðin að augnablikinu (lífinu) liggur í gegnum brotakenndar skynjanir hvunndagsins. En hún er torfær: Æfí wanns líður varla, gufar frekar upp. Eins og draumur sem reynt er að handsama í morgunsár- ið en smýgur jafnan úr greipum manns. Hvenær seguiband til að taka upp drauma? Pangað til krota og pára - svo að lífíð hverfí ekki sporlaust. ÞRÖSTUR HELGASON VALGERÐUR ÞÓRA BENEDIKTSSON HVÍTASUNNUMORGUNN Allt iðar aflífi eldsnemma morguns dádýrin að leik og sleikja saltið af asfaltinu. Reisa höfuðin, sperra löng eyrun og taka á rás grönn, spengileg, háfætt. Taka stökk yfir skurðinn til graslendisins ekkert sérlega hrædd. Dýrin eru hvít að aftan, fögur í ró sinni. Maríuerla með langt stél og hvíta rák á höfði er ekki stygg, aðeins forvitin vegna tramps í skósólum. Trampið er það einasta sem heyrist inni í jarðgöngum gegnum granítbergið. Fyrir utan er bleiksvartur steinninn snarbrattur við þjóðveginn. Fura og birki vaxa beint út úr berginu. Hljómur frá strítt streymandi, mjóum fossi heyrist. Vatnið er brúnt vegna vorleysinga og rennur milli dökks og Ijósgræns skógar. Það heyrast djúpar drunur neðan frá firðinum. Þvílík gleði að vera til þennan fagra, lifandi morgunn. Höfundurinn býr í Noregi. UÓÐIÐ HOLDI KLÆTT ÖRSAGA EFTIR EYSTEIN BJÖRNSSON YNDISLEGASTI dagur í lífi mínu var nótt. Anita Ekberg. Ljóðið holdi klætt! Já, hvað skyldi það nú vera, lesendur góðir? Þið megið geta þrisvar. Konur í svörtu, konur í rauðu, konur í grænu, konur í engu. Konur. Tólf ára gamall fékk ég vinnu nokkrar vikur að sumri til sem sendill á skrifstofu fyrirtækis úti á landi. Þetta var ekki erfið vinna. Eg var aðallega sendur með reikninga og eyðublöð alls konar út um bæinn, til þess að ná í gögn og vörur og vera yfirleitt til taks ef á þurfti að halda. A skrifstofunni vann ung, ljóshærð stúlka. Eg veit ekki nákvæmlega hve gömul hún var. Eftir á að hyggja hefur hún líklega verið sautján - átján ára. Þetta var sumarið þegar ég varð ástfanginn í fyrsta sinn. Allar nætur dreymdi mig hana. Ymist kom hún svífandi til mín, sveipuð gegnsæjum, rósrauðum slæðum eða hún sat við að tína gul og bleik blóm einhvers staðar í fallegu skógarrjóðri. Og alltaf þegar ég reyndi að nálgast hana í draumnum leystist hún upp og hvarf. Hún var það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði á morgnana og síðasta myndin í huga mér áður en ég sofnaði á kvöldin. Það verður erfitt að lýsa því hvemig mér var innanbrjósts þennan sumarpart. Líklega þarf lesandinn að hafa orðið ástfanginn til þess að átta sig á því. Ég var ofsalega fljótur í öllum sendiferðunum. Ég sást aldrei úti nema á hlaupum, var kominn eins og byssubrenndur aftur upp á skrifstofuná, settist á stólinn minn úti í horni, dinglaði löppunum og starði á stúlkuna. Ég fylgdist með hverri hreyfingu hennar hvort sem hún var að skrifa, vélrita, laga til á borðinu eða svara í símann. Augu mín voru límd við blóðrauðar varir hennar á meðan hún talaði, brosti og hló. Og ef hún stóð upp til þess að ná í einhver gögn í skjalaskápinn eða átti erindi við framkvæmdastjórann á innri skrifstofunni fór fyrst að hitna í kolunum. Alveg er ég handviss um að aldrei hefur hjartað í nokkrum manni slegið hraðar og ákafai’ í kyrrstöðu en þessi tólf ára gamla dæla mín í sínum mjóslegna brjóstkassa. Ég kalla hana Rósu. Hún Rósa gekk ekki. Hún leið áfram, vaggaði, bylgjaðist, sigldi, sveif. Mjaðmir hennar, brjóst og kálfar runnu saman í eitt, mér sortnaði fyrir augum og ég fann óendanlega Ijúfsáran, hrollkenndan fiðring fara um mig allan. Titrandi fiðring sem þrengdi sér inn í hverja taug mína og frumu. Ég var stundum svo lengi að koma til sjálfs mín eftir þessar ferðir hennar um herbergið að hún hélt að ég hefði skyndilega orðið veikur þar sem ég sat þarna kafrjóður í framan, augun öll á skakk, með hálfopinn munninn og aulalegan yfirliðssvip á andlitinu. Hún var alltaf að brýna það fyrir mér að fara mér hægar í sendiferðunum. Það væri áreiðanlega ekki gott fyrir mig að hendast svona fram og aftur eins og brjálaður maður og hún spurði mig oftar en einu sinni að því með umhyggjusvip hvort ekki gæti verið að það væri eitthvað að hjartanu í mér. Hún lagði einu sinni höndina á enni mitt eftir að ég hafði dottið út enn eina ferðina í stólnum og kvað upp þann úrskurð að ég væri með bullandi hita og skyldi þegar í stað fara heim, upp í rúm og láta mér batna. Þegar ég var eðlilegur, að henni fannst, spjallaði hún heilmikið við mig, gantaðist og stríddi mér á hinu og þessu. Hún var alltaf að spyrja mig hvort ég ætti ekki kærustu, og þegar ég kvað nei við því, hvemig mér litist á hina og þessa, hvort ég vildi hafa þær Ijóshærðar, dökkhærðar, rauðhærðar, freknóttar, grannar, þybbnar, lágvaxnar eða háar. Loks vorum við búin að gera úttekt á öllum stelpum í bænum á mínum aldri. Hún hætti að vélrita, virti mig fyrir sér með þessu stríðnislega brosi sínu og sagði: - Ja, héma. Það er greinilega ekki auðvelt að gera herranum til hæfis. Hvemig þarf hún eiginlega að vera, þessi stelpa, til þess að hún fái náð fyrir augum þínum ? - Eins og þú - Ég missti þessi þrjú orð út úr mér algerlega óviljandi. Þau brutust bara út úr munni mínum með offorsi, þvert ofan í vilja minn og ásetning. Á dauða mínum átti ég von en ekki því að heyra sjálfan mig segja eitthvað þessu líkt. Brosið hvarf af andliti Rósu. I staðinn komu hörkudrættir við munninn sem ég hafði aldrei tekið eftir áður. Hún leit á borðið fyrir framan sig, bankaði á nokkur umslög sem búið var að árita. - Viltu gjöra svo vel að fara með þessi umslög á pósthúsið fyrir mig, sagði hún, án þess að líta í áttina til mín, og hélt svo áfram að vélrita. Ég tók umslögin og fór með þau á pósthúsið en ég kom aldrei aftur á ski-ifstofuna. Þóttist vera veikur daginn eftir og sagðist svo vilja fara í sveit til frænda míns. Ég vissi að foreldrar mínir höfðu lengi talið það góðan kost fyrir mig að kynnast dásemdum sveitalífsins. Ég hafði öðlast mína fyrstu reynslu í samskiptum við sterkara kynið og þetta er ekki prentvilla. Höfundurinn er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.