Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 14
og barnlaus. Meðan hann lifði hélt hann ujipi einhverju sambandi við föðursystkini sín á Is- landi. Ég man að hann sendi a.m.k. einu sinni Guðrúnu ömmu minni um jólaleytið almanak skreytt með listaverkamyndum. Jónas Guðlaugsson lést 15. apríl 1916 á Skagahóteli. Hann dó að morgunlagi, hann var í þann veginn að fiytjast til Kaupmanna- hafnar og voru kona hans og sonur farin á undan honum frá Skagen. Um nóttina hafði Jónas unnið að því að pakka saman búslóð þeirra Marietje. Um morguninn fékk hann blóðspýting og dó. Þýskir læknar töldu að hann hefði fengið magablæðingu og sama sinnis var frændi hans Jónas Sveinsson lækn- ir. Við dánarbeð hans sat Mor Anni, sem rak Skagahótel. Hún skrifaði föður hans og sagði í bréfinu: „Þótt ég gæti þá mundi ég ekki vilja kalla hann til lífsins aftur, dauðdagi hans var svo fagur. Hann sagði við mig: Það er gott að deyja inn í sólina og vorið.“ Þá nefndi hann nafn konu sinnar og sonar og dó að svo mæltu. Foreldrar Jónasar hefðu án vafa kall- að hann til lífsins aftur ef þau hefðu mátt, þrátt fyrir hinn fagra dauðdaga, svo ákafur vai' harmur þeirra þegar þau fréttu dauðsfall- ið. Theodóra dóttir þeirra sagði mér að hún hefði verið viðstödd þegar andlátsfréttin barst að Stað í Steingrímsfírði þar sem séra Guðlaugur var þá prestur. „Pabbi féll alveg saman en mamma lagðist fyrir og stundi sárt og þungt. En hún var sterk kona og fór fljót- lega á fætur til þess að telja kjark í pabba,“ sagði Theódóra. Jónas var ekki aðeins for- eldrum sínum, systkinum, konu og barnung- um syni harmdauði - hann var öllum þeim harmdauði sem unnu fagurri ljóðlist. Leiði Jónasar er að sögn Asgríms Jónssonar and- spænis grafreitum þeirra málaranna Loehers og Kroyers. „Ég geymi ennþá fyrstu ljóða- bækur Jónasar Guðlaugssonar með áritaðri kveðju hans, og þykir mér vænt um þær. Hann unni áreiðanlega þjóð sinni, þó að um- komuleysi hennar hrekti hann úr landi, og mér fínnst að hún mætti halda minningu hans á loft,“ segir Ásgrímur í kaflalok. „Síðasta kvæði Jónasar var kveðjuljóð til íslands, átakanlega fallegt og birtist það í danska vikublaðinu Verden og Vi, örfáum dögum eftir andlát hans.“ Þórbergur Þórðarson gisti á Stað í Stein- grímsfírði árið 1918, þegar hann var í orða- bókarleiðangi'i sínum. í bókinni Mitt róman- tíska æði segir frá heimsókn Þórbergs til séra Guðlaugs og Margrétar Jónasdóttur. „Þegar ég kom í hlaðið á Stað hitti ég aldraðan kven- mann við kyrkjugarðinn. Ég þekti hana af Jónasi skáldi. Þetta var móðir meistarans, en kona klerksins. Hún var hátöluð og aðals- mannsgustur í röddinni." Þórbergur gisti eina nótt hjá presthjónunum á Stað og tóku þeir fljótlega tal saman hann og séra Guðlaugur og ræddu margt. „Klerkurinn er mjög hæglátur, ljúfur, blíður, fróður, ástúðlegur og á liðugt um mál,“ segir Þórbergur. „Dætur á séra Guðlaugur margar og allar kváðu þær vera skemmtilegar, gáfaðar og hagorðar. Er því fólki við brugðið fyrir gáfur í Strandasýslu. Einni dóttur hans varð ég bálskotinn í. Hún var mjög skemmtileg sýnum. Líktist hún fremur móðurættinni. Aðra sá ég, sem var svo að segja lifandi eftirmynd Jónasar.“ Ég hef heyrt að það hafi verið Lára sem Þórbergur var „bálskotinn“ í, en hver systranna fimm sem Þórbergur getur hafa séð líktist Jónasi svo mjög er ekki gott að meta - ég læt lesend- ur um að skoða myndir af þeim sem birtast með þessari grein. Því fór fjarri að Þórbergur væri alltaf sammála séra Guðlaugi í viðræðum þeirra kvöldstundina á Stað 1918 - þar til talið barst að Jónasi Guðlaugssyni. „Skáld- skap sonar síns metur hann (Guðlaugur) mik- ils. Þá gat ég verið honum sammála í hjarta mínu,“ segir Þórbergur. Áður en Guðlaugur bauð Þórbergi góða nótt hermdi hann honum síðustu orð Jónasar; „Det er dejligt at do i foraaret og lyset.“ Séra Guðlaugur Guðmundsson orti erfiljóð eftir Jónas son sinn. Ég á þetta erfiljóð í eig- inhandarriti Guðlaugs og þar eru þessi erindi: Tíðum flýgur muni minn marganóttogdaga. Svalgeims stígu sorg þrunginn suður á Vendil-Skaga. Minn þar sonur sefur á svæfli grafarinnar. Dánarvonirhonumhjá hvíla æsku minnar. Göfgi andans átti hann afl og fjör til Ijóða; sjer og landi sínu vann sæmd meðal norðurþjóða. Nú eru strengir hörpu hans hrokknir af dauðans völdum en nafnið lengi lista manns lifir á sögu spjöldum. HVERS VEGNA SNERI GUNNAR Á HLÍÐARENDA AFTUR? EFTIR ÞORVALD SÆMUNDSSON Gunnar og Hallgerður. Útsaumsmynd Sigríðar Einarsdóttur í Byggðasafninu í Skógum, gerð eftir málverki Tryggva Magnússonar. Ef hvorki ættjarðarást né afbrýðisemi var ástæðan fyrir því að Gunnar sneri aftur heim, hver er þá skýr- ingin á hegðun hans? Þeirri spurningu verður líklega seint svarað á óyggjandi hátt, en benda má á, að í þessum punkti sögunnar rís stílsnilld og listfengi höfund- ar Njálu einna hæst. FLESTUM, sem lesið hafa Njálu, mun einna hugstæðastur sá kafli hennar, þar sem segir frá því, er þeir Gunnar og Kolskeggur bróðir hans búast til brottfarar frá Hlíðar- enda og ríða til skips, albúnir þess að hlíta útlegðardómi sínum og hverfa af landi brott. Á leiðinni drepur hestur Gunnars niður fæti; hetjan stekkur úr söðlinum og verður henni þá litið upp til hlíðarinnar og bæjarins á Hlíðarenda og segir: „Fögur er hlíðin svo að mér hefir hún aldrei jafnfögur sýnst, bleikir akrar en slegin tún og mun eg ríða heim aftur og fara hvergi.“ Kolskeggur biður hann halda áfram forinni, en Gunnar segir: „Hvergi mun eg fara og svo vildi eg að þú gerðir.“ Skildi þar leiðir með þeim bræðrum fyrir fullt og allt. Mörgum mun hafa fundist sú skýring, á þeirri ákvörðun Gunnars að snúa aftur heim, einna nærtækust, að ættjarðarástin, þ.e.a.s. tengsl hetjunnar við heimahagana hafi hér ráð- ið úrslitum um þá ákvörðun. Hafa og sumir fræðimenn á sviði Njálurannsókna hallast að þeirri skýringu í ræðu og riti. Þá minnast margir orða Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Gunnarshólma: „Pví Gunnar vildi heldur bíða hel en horfmn vera fósturjarðar ströndum," svo og annarra ljóðlína fyrr í því kvæði um hug- renningar Gunnars um landið. Vitanlega eru þau orð, sem skáldið leggur Gunnari í munn í kvæðinu, rómantísk skáldsýn Jónasar á landinu til foma en ekki orð Gunnars sjálfs. En fullvíst má telja, að landið og náttúra þess hafi haft djúp áhrif á marga landnámsmenn og afkom- endur þeirra, eins og víða kemur fram í forn- sögunum og einna gleggst má sjá af fjölmörg- um ömefnum, er þeir gáfu ýmsum stöðum í landnámi sínu. Hvort sú ættjarðarást var lík þeirri tilfinningu, sem nútímafólk ber til lands- ins, skal hins vegar ósagt látið. Nú hefur allnýstárleg skýring verið sett fram á hughvarfi Gunnars. I Lesbók Morgunblaðs- ins, 26. tölubl. hinn 10. júlí sl„ birtist grein um þetta efni eftir Hannes Hólmstein Gissurarson prófessor. Heldur greinarhöfundur því fram að afbrýðisemi hafi ráðið gerðum Gunnars, er hann sneri heim aftur. Orðrétt segir greinar- höfundur: „Hver er hin sálfræðilega rétta skýr- ing á hegðun hans? Hún er augljós, þegar Njála er vandlega lesin. Gunnar óttaðist, að í fjarveru hans myndi Hallgerður, kona hans, leggjast með öðram mönnum. Þetta gat hann ekki þol- að, og á þetta var hann minntur, þegar hestur- inn drap niður fæti og hann leit upp til bæjarins á Hlíðarenda. Þar var Hallgerður." Nefnir greinarhöfundur máli sínu til skýringar, að Njáluhöfundur gefi í skyn, að um slíkt samband hafi verið að ræða miili hennar og Sigmundar Lambasonar, frænda Gunnars, og vitnar í því sambandi í 41. kafla Njálu, þar sem ýjað sé að samdrætti Hallgerðar og Sigmundar. Dálæti Hallgerðar á Sigmundi virðist í sög- unni aðallega stafa af því, að Sigmundur er sagður skáld gott og nýtti Hallgerður sér þann hæfileika hans til að eggja hann til að yrkja flím um Njál og Bergþóra og syni þeirra. Vera má, að Hallgerður hafi beitt kynþokka sínum til þess að örva Sigmund til dáða við kveðskapinn. En er sú skýring sennileg, að hetjan og glæsi- mennið Gunnar hafi óttast svo mjög, að meintir eljarar hans kæmust yfir Hallgerði í fjarveru hans, að hann sneri aftur af þeirri ástæðu og legði með því líf sitt í hættu? Sigmund Lamba- son þurfti Gunnar að minnsta kosti ekki að ótt- ast, í því efni, er hann reið til skips, því að Sig- mundur var þá löngu dauður, hann féll við lítinn orðstír fyrir öxi Skarphéðins í 45. kafla sögunn- ar. I 44. kafla Njálu segir frá því, er Gunnar kom heim af þingi. Þá hafði Sigmundur Lambason drepið Þórð leysingjason, fóstra (fóstbróður) Njálssona, en Gunnar bætt víg hans. Gunnar kom þá að máli við Sigmund og mælti: ,Meiri ertu ógiftumaður en eg ætlaði og hefur þú til ills þína mennt... Ert þú mér ekki skaplíkur; þú ferð með spott og háð, en það er ekki mitt skap; kemur þú þér því vel við Hallgerði, að þið eigið meir skap saman.“ Af þessari frásögn að dæma virðist Gunnar ekki líta á samband Sigmundar og Hallgerðar sem ástarsamband, heldur tengi þau saman óvildarhugur til hjónanna á Bergþórshvoli og sona þeirra. Sá skapgerðareiginleiki sé ríkur í báðum að reyna að koma illu til leiðar, svo að af hljótist vígaferli og vandræði, sem og raunin varð. Þá hlýtur og glögga lesendur Njálu að renna gran í, (enda sums staðar óbeint gefið í skyn í sögunni), að ást Gunnars til Hallgerðar hafi verið farin að kólna nokkuð, er hér var komið sögu, svo mikla skapraun og erfiðleika, sem ætla má að hann hafi oft haft af tiltækjum konu sinnar. En ef hvorki ættjarðarást né afbrýðisemi var ástæðan fyrir því, að Gunnar sneri aftur heim, hver er þá skýringin á hegðun hans? Þeirri spurningu verður líklega seint svarað á óyggj- andi hátt, en benda má á, að í þessum punkti sögunnar rís stílsnilld og listfengi höfundar Njálu einna hæst. Hann lætur lesandanum eftir að geta í eyðuna, hver ástæðan raunverulega var. Hefði höfundur látið Gunnar hverfa af landi burt, datt saga hans botnlaus niður og enginn hetjuljómi hefði leikið um kappann. Sagan varð að enda á dramatískan hátt, annað var ekki samboðið miklu listaverki. Hetjudauð- inn varð óhjákvæmilega að vera endirinn á sögu Gunnars á Hlíðarenda. Að síðustu skal minnt á orð Gunnars við Kol- skegg, er leiðh þeirra skildi á bökkum Markar- fljóts og áður er vikið að: „Hvergi mun eg fara og svo vildi eg að þú gerðir." Kolskeggur var svo mikill drengskaparmaður, að honum kom ekki til hugar að ganga á gerða samninga og rjúfa þannig sættina, kaus því heldur að fara. Én í augum Gunnars hefur þetta ef til vill litið öðruvísi út, sættin verið hálfgerður nauðasamn- ingur, sem hann gat illa sætt sig við. Kemur þessi hugsun skýrt fram í 78. kafla sögunnar, þar sem Gunnar er látinn kveða vísu í haugi sínum. Þar segir hann, að hann vildi heldur berjast og deyja með hjálm á höfði en vægja fyrir óvinum sínum. Hann hafði ekki, að þeiraar tíðar dómi, framið neinn stórglæp á við morð eða húsbrennu, þótt hann væri sekur fundinn fyrir mannvíg. Hann átti oftast hendur sínar að verja eða var að hefna fallinna ættingja og vina, er í odda skarst með honum og andstæðingum hans. Sjálfur lét Gunnar svo ummælt, að hon- um félli þungt að þurfa að vega menn og gengi nauðugur til þeirra verka. Hann hefur því lík- lega talið það réttlætanlegt að rjúfa sættina, láta óvini sína, þótt voldugir væra, ekki hrósa sigri og flæma sig úr landi sem ótíndan glæpa- mann frá óðali sínu og ættingjum og eiga máski ekki afturkvæmt til Islands. Á þann hátt - að falla með sæmd - var samboðið hetjunni að hverfa af sjónarsviðinu með glæsibrag. Þannig hlaut hin stórbrotna og áhrifaríka saga hans að enda og verða ævinlega í minnum höfð. Höfundurinn er fyrrverandi kennari í Reykjavík. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.