Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.10.1999, Blaðsíða 4
Bílalandslag (Carscape), málverk eftir Erró. Tilkoma bílsins sem almenningsfarartækis snemma á öldinni markaði ótrúleg tímamót. BÍLAR, FÓLK OG UMFERÐ EFTIR BJÖRN ÓLAFS Ekkert töfratæki 20. aldar er eins umtalað og bíllinn. Hin svífg í háloftum, fela sig í jörðu eða sitja bara inni í hýbýl- um sem sjálfsagðir hlutir. Bíllinn er úti á almannafæri, veld- ur aðdáun, mengun, hættum. Hin eiginlega bílaöld hófst ekki fyrr en að lokinni fyrri heimsstyr|öldinni og bíllinn breyttist úr leikfangi yfirstéttarfólks í almenningsfarartæki. Franski bílaframleiðandinn Louis Renault á leið í jólaboð 1898 ásamt fjölskyldu sinni. LOUIS Renault er á leiðinni í jólaboð, fyrir rétt rúmri öld, 24. des. 1898, með móður sinni og öðrum fjölskyldumeð- limum. Hann er tuttugu og eins árs gamall og er nýbúinn að smíða þessi þrjú skrítnu farartæki sem þau ferð- ast í. Hann selur tólf bíla í boðinu. Þannig byrjar saga stórfyrirtækis. Landar hans Panai'd og Levassor höfðu smíðað bíl sjö árum áður og 1886 höfðu Þjóð- verjamir Daimler og Benz gert fyrstu bílana. Þótt bflar væru fyrst og fremst leikfang næstu tvo áratugi dreymdi Louis frá upphafi að bílar yrðu almenningseign, eins og síðar Ford og Volkswagen. Hin eiginlega bflaöld hefst ekki fyrr en að fyrra stríði loknu. Á vel- ferðarárum þriðja áratugarins hefst stórfram- leiðsla bíla á færiböndum, og þeir verða fljótt hluti af borgarlífi Vesturlanda. Bíllinn breytist úr leikfangi yílrstéttar í nytsamlegt farartæki, flutningatæki fyrir fólk og varning. Hann verð- ur þó ekki almenningseign fyrr en á sjötta ára- tugnum, fyrst vestanhafs, síðan smám saman í öðrum heimshlutum. Þegar í byrjun aldarinnar koma fram hugmyndir um að aðlaga borgir bfl- um. Þær byggjast á þeirri forsendu að bíllinn myndi möguleika á að búa í skauti náttúrunnar og njóta um leið öryggis, atvinnumöguleika og menningarlífs miðborga. Frægust af þessum tillögum er Broadacre City arkitektsins Franks Lloyds Wrights sem sýnir víðáttumikla byggð einbýlishúsa, sem þjónað er með mjög rúmgóðu vegakerfi. Evrópskar hugmyndir sem byggjast á sömu forsendum sýna borgir þar sem strjálli byggð háhýsa í fögru landslagi er þjónað með hraðbrautakerfí. Leifar þessara hugmynda eru enn við lýði og ótrúlega lífseig- ar, þótt árangur þeirra sé dapurleg úthverfi, blokkir og hraðbrautir, sem enginn vill hafa í nálægð né augsýn, en sem litið er á sem verðið sem við greiðum fyrir góð lífskjör og nútíma lifnaðarhætti. Viðhorf almenningsálits gagn- vart bflum og umferð gerbreytist þó á sjöunda áratugnum. Fólk í ríkustu löndunum gerir sér grein fyrir því, að ofnotkun einkabíla spillir umhverfínu sem það býr í. Hraður hagvöxtur þessara ára veldur stóraukinni bílaeign og - notkun og þeim fylgja umfangsmiklar fram- kvæmdir í vega- og gatnakerfí sem gerbreyta umhverfí sem fólk býr og vinnur í. Andstaða gegn gerð hraðbrauta í þéttbýli verður svo al- menn að þar er víða alveg hætt að leggja þær, m.a. í Bandaríkjunum síðan á áttunda áratugn- um. Athyglisvert er að þessi andstaða kemur fyrst og sterkast fram í Kaliforníu, ríkasta og bflvæddasta fylki landsins. Frétt vekur athygli um allan heim: Ákveðið er að hætta við hraðbraut á stólpum, sem áætlað hafði verið að byggja i gegnum San Fransisco. Skoðanir fólks eru þó ekki ein- radda. Stór hópur heldur því fram að hver bíl- fær manneskja hljóti óhjákvæmilega að eiga eigin bíl, þannig sé þróun sögunar og örlög mannkyns. Aðrir eru á þeirri skoðun, að líf í borgum og á þéttbýlissvæðum verði óbærilegt, ef einkabílar gegni svo miklu hlutverki og að nauðsynlegt sé að aðlaga bílinn borginni en ekki öfugt. Þó er samhljóma hræðsla við of- vöxt bílaflotans, sem Erró tjáir á þessu tíma- bili í myndinni Carscape. Eins og Bjarni Reynisson hefur bent á hafa ekki komið fram á síðasta aldarfjórðungi leiðandi hugmyndir um þróun borga. Aðeins ein lausn er nú sam- eiginleg flestum borgum: verndun sögulegra borgarhluta í'yrir of mikilli umferð, lausn sem sumstaðar myndar tegund af dúkkulandi en annars staðar, þar sem hún er tengd góðum almenningssamgöngum, hefur blásið lífí í táknrænustu hluta borga. Ekki vantar þó hugmyndirnar. I háalvarleg- um fjölmiðlum er bent á að notkun reiðhjóla og jafnvel hjólaskauta gæti stórminnkað um- ferð og einnig að væru hverfí byggð þannig að íbúarnir kæmust gangandi erinda sinna mundi þörf fyrir bíla eðlilega minnka. Líka hafa tölu- legar upplýsingar sýnt, m.a. frá Bandai-íkjun- um, að bílaeign er mun minni í þéttbyggðum borgum en þeim strjálbyggðu. Þannig á með- alfjölskylda í Boston aðeins 0,9 bíla og þar er þéttleiki byggðar 46 íbúar á hektara, en í Los Angeles á hún 1,5 bíl og þéttleikinn er 29 íbúar á ha (líkt og í Reykjavík.) En borgir hafa þró- ast á mjög mismunandi hátt á undanförnum áratugum. Bæði efnahagur, siðferðileg og stjórnmálaleg viðhorf, saga og auðvitað al- menningsálit hafa mótað mjög mismunandi borgarumhverfi. Adkunn eru dæmi um óstjórnanlegar og óleysanlegai- flækjur borga sumra þróunarlanda Ásíu og einnig dæmi frá Vesturheimi um borgir eins og Phoenix, Ai'izona, sem maður keyrir í gegnum án þess að taka eftir því. Á íslandi hefur arkitektinn Pétur Ármannsson bent á afleiðingar þróunar höfuðborgarsvæðisins undanfarna áratugi: Myndast hafí næstum því tvær þjóðir á svæð- inu, önnur á vestanverðu Seltjarnarnesi, hin í úthverfum og -borgum. Munurinn á þjóðunum sé fyrst og fremst viðhorf við og notkun einka- bfla sem móta síðan gjörólíka lifnaðarhætti. Gaman er að bera saman borgir með gjöró- líkum samgöngukerfum og áhrif þeirra á líf fólks. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 2. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.