Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 7
AÐKEYPT ULL EÐA HEIMA SPUNNINN HÖR? EFTIR KÁRA AUÐAR SVANSSON Sá grunur læðist óhjákvæmilega að manni að dekur og dufl vestrænna vísindamanna og menníngarvita við fornaldartúngurnar sé ekki sprottið íyrst og fremst af sókn í hagkvæmni, heldur liggi aðrar veigameiri hvatir þar að baki; svo sem ásælni í að sveipa hugðarefni sín helgislikju torræðninnar í augum sljóviturs múgsins. UM MÁLSTEFNU þjóðarinnar hefur alla tíð staðið nokkur styrr. Eru þeir ófáir sem hafa orðið til að gagnrýna hana og lýsa yfír að sá sið- ur Íslendínga að smíða nýyrði yfir alla skapaða hluti í stað þess að taka lán úr nágrannamálun- um sé vegvísir á glapstigu. Þessi árátta þjóni einungis því marki að bála upp í landanum nesjamennsku og kotungshugsun með því að torvelda honum aðgáng að alþjóðlegri samræðu um vísindi og menníngu, auk þess sem íslensku nýsmíðarnar séu oftast nær klaufalegt, óþjált og íllskiljanlegt klastur. Nýyrðanevrósan frónska sé enda fáheyrð sérviska sem ekki hvarfli að neinni annarri heilvita þjóð að stunda, og með öllu ótækt að láta Is- lendínga líða á þennan hátt einúngis til að ata ekki út hrein- leika-hégiljur þröngsýnna þjóðbelgíngsfauska. Þar sem skoðanir í þessa veru eru allútbreiddar hyggst ég hér skoða þær ofan í kjölinn og aðgæta hvort þær eigi við nokk- ur rök að styðjast. Það er fráleitt nokkur sér-íslenskur molbúaháttur að mynda nýyrði yfír nýtilfundin hugtök og fyrirbæri. Öllum lifandi mál- um er slíkt nauðsynlegt ef þau eiga ekki að staðna og úreldast, og þar eru túngur grannþjóða okkar í Evrópu vitanlega eingin undantekníng. Munurinn á nýyrðasmíð Islendínga og ná- grannaþjóðanna er einúngis sá að mörlandinn hagnýtir sér inn- lenda stofna en grannarnir leita í smiðju hinna „klassísku" forn- mála vesturlanda, latínu og forn-grísku. Sú fullyrðíng að íslensku nýyrðin séu iðulega toginleitari og stirðari í munni en grísk-latneskar samsvaranir þeirra stenst í flestum tilfellum einga nánari skoðun. Eru t.d. „valddreifíng" og „iðnvæðíng“ toginleitari en latnesku lánghundarnir decentralisation og indrustrialisation, sem enskumælandi þjóðir ásamt fleirum verða að burðast með? Eru „hljóðlíkíng" og „heilaritun" stirðari í munni en forn-grísku flykkin onom- atopoetikon og electroencephalographia, sem grannþjóðir okkar neyðast sömuleiðis til að dragnast með? Að vísu eru þetta eilítið öfgakennd dæmi, og vissulega fínnast dæmi á gagnstæða lund, en tilhneigíngin er þó ótvírætt í þessa átt. Islenskir nýyrðasmið- ir hafa ævinlega kostað kapps um að hafa afurðir sínar sem knappastar, liprastar og svifléttastar. Staðhæfíngin um að íslensku nýyrðin séu yfirleitt klúsuð og torskiljanleg miðað við hinar grísk-latnesku hliðstæður er einnig á ærið gljúpum grunni reist. Reyndin er sú að einfaldar og gagnsæjar nýmyndanir af innlendum stofnum gera alþýð- unni margfalt auðsóttara að fylgjast með allri umræðu um fræðileg efni og fleira en ef hún þarf að slabba sig í gegnum ein- hvern hrognagraut úr löngu útdauðum og þvísemnæst óskyld- um túngum. Þeir sem t.a.m. óskuðu þess að íslenskir vísundar snökkuðu um „etíólógíu osteóporósisar“ og „skatólógíska póle- mikk um kólesystektómískar praktíséríngar í selenólógísku kontexti", í staðinn fyrir „orsakir beinþynníngar“ og „saurugar ritdeilur um framkvæmdir gallblöðrubrottnáma á túnglinu" gætu naumast verið mjög áfjáðir í að öiva almenníng til vánga- veltna um téð málefni. Nýyrðasköpunin er Islendíngum í blóð borin, því þeim er fyi-irmunað að sjá nauðsyn þess að kalla hlut- ina eitthvað annað en þeir eru. Sá gi-unur læðist óhjákvæmilega að manni að dekur og dufl vestrænna vísindamanna og menníngarvita við fornaldartúng- urnar sé ekki sprottið íyrst og fremst af sókn í hagkvæmni, heldur liggi aðrar veigameiri hvatir þar að baki; svo sem ásælni í að sveipa hugðarefni sín helgislikju torræðninnar í augum sljó- viturs múgsins. Það er velþekkt söguleg staðreynd að óþveiginn pöbullinn hneigist til að góna með lotníngu á hvert það migt mektarborgaranna sem hann þekkir hvorki kjamma né dindil á, sbr. tignun hans á dulrúnum, galdragauli og ankannalegu skánkaskaki allrahanda töfralækna, sjamana og seiðskratta í frumstæðum þjóðfélögum á ýmsum tímum. Ekki svo að ég ætli að væna vestræna broddborgara nútímans um að dylja inni- haldsleysi og loddaraskap með þokubrellum og hátimbruðu el- ítublöðrusnakki, en það getur á hinn bóginn aldrei sakað að láta sauðahjörðina bera sem djúptækasta og beljufrómasta virðíngu fyrir manni. En við skulum ekki fara nánar út í þessa sálma að sinni, enda nokkuð utan við meginefni pistilsins. Allt þetta tal um orðarfleifð Rómverja og Hellena leiðir okkur hins vegar til að íhuga næst þá röksemd gegn nýyrðastefnunni, að hún ali upp í Islendíngum afdalaþeinkjandi útúrboruhátt með því að gera þá stjarfari í sporunum á dansgólfi alþjóðlegra samskipta. Bakvið þennan málflutníng liggur nefnilega sú trú að grísk-latnesku „alþjóðaorðin" svokölluðu séu nk. lingua franca sem geri fólki fjölmargra þjóðerna kleift að skilja ræður og rit hvers annars um vísindaleg og menníngarleg efni næsta hindrunarlítið. En þetta er því miður argvítugasta hjátní: út- breiðsla „alþjóðaorðanna" kemur í raun að sáralitlu gagni við að botna nokkuð í skrafi né skrifum útlendínga. Hvað er svo sem feingið með því að grilla í nokkur „alþjóðaorð" á stángli innan- um sortuflaum af óræðum annarlegheitum? Það mun ætíð út- heimta þrotlaust púl í marga mánuði, ef ekki ár, að verða þótt ei sé nema stautfær í nokkru útlendu sproki, því kjarni túngu- mála, þ.e. grunnorðaforði og málfræðibyggíng, helst í meginat- riðum óhaggaður öldum og árþúsundum saman. „Alþjóðaorðin" fá nálega eingu þarum þokað, auk þess sem þau hljóta ávallt að laga sig að framburði og málkerfí hverrar túngu um sig, og verða þannig oft íllþekkjanleg frá einu máli til annars. Nei, í stað þess að gæla við þessa ámáttlegu og vonlausu hug- sjón, að liðka megi fyi-ir samskiptum þjóða með því að færa mál þeirra nær hvert öðru, ætti mannkynið að hafa vit til að sópa öllum þjóðtúngum burt af borði alþjóðlegs samneytis og hefja til vegs og virðíngar eitt einfalt og auðlært tilbúið hjálparmál með óþrjótandi möguleika til sköpunar og endurnýjunar (esperantó er þarna ljóslega hæfasti kandídatinn). Þar með væri skilníngs- vandi þjóðanna leystur í eitt skipti fyrir öll, og einginn gæti haft minnsta áhuga á því framar hvort þjóðtúngurnar muni þegar fram líða stundir þyrpast á sömu þúfu eða valsa hver í sína vetr- arbraut. Og því ekki leingur unnt að amast við málstefnu ís- lendínga út frá röksemdum um alþjóðaþel. Rétt er hér að gaumgæfa tvær mótbárur enn sem ósjaldan hafa gjálpað fram af vörum nýyrðafjenda. Hin fyrri hljóðar svo að mun skjótvirkara og hentugra sé að þiggja orðin erlendis frá, í stað þess að eyða orku og tíma í að hnoða saman innlendum samsvörunum. Þessu er ég alveg hjartanlega saminála (svo beitt sé hæfilegri hártogun og ófyrirleitnum fimmaurahúmor á kostnað bændastéttar); hvaða döngun er svosum í því að hein- gslast eftir að einhver lúðulakinn drattist til að finna upp drátt- arvélina, þegar hægt er að spenna plóginn utanum mölétinn kambinn á blessuðum húðarjálknum honum Blesa gamla? Skárra éld ég það væri nú'. (Mórauð spýtíng og klór undir setj- andanum.) Seinni andæfíngin er á þá leið að hin mikla mergð tökuorða sem íslenskan geymir sýni það og sanni að aldrei verði gjörlegt að sníða frónskar spjarir á allt sem hugsað er á jörðu, og því sé nýsmíðabröltið fánýtt og þýðíngarlaust. Með svipaðri rökfræði mætti seigja að úr því ekki reynist unnt að baka allt bakkelsið í eldhúsinu heimavið sé eins gott að brenna brauðofninn. Obrjáluð skynsemi seigir okkur að ef nýyrðastefnan væri ein- göngu meðal til að svala einþykkju örfárra þjóðrembuseggja og fornaldardýrkenda, eins og andstæðíngar hennar virðast marg- ir staðráðnir í að ímynda sér, þá myndi hún hafa lyppast niður liðinn nár fyrir meira en öld. Að halda túngunni „hreinni" er ekkert markmið í sjálfu sér, enda ógjörníngur að skilgreina hvað telst óflekkað og hvað eigi í þeim efnum. En Íslendíngar mynda nýyrði samt sem áður, einfaldlega vegna þess að iðjan sú er hagkvæm, gjöful og blátt áfram sjálfsögð, líktog að ofan er rakið. Auk þess auðgar það andann og skerpir skilníng að þrífa- ekki sjálfkrafa og hugsunarlaust þá merkimiða sem á hraðbergi eru, heldur reyna að brjóta hlutina til mergjar og skyggnast inn í eðli þeirra og orsök í því skyni að fínna þeim ný og þjál heiti. En fyrst og síðast snýst nýyrðastefnan um að rækta og varð- veita frjómagn og sköpunarmátt móðurmálsins: hina dásamlegu tilfinníngu um að vera hérumbil laus undan öllum festum og fjötrum við mótun málleirsins; geta ýft hann og undið, teygt og togað og hert og hamrað í nánast hvaða kostulegu kynjamyndir ellegar skínandi skartmuni sem lystin stendur til. Þessa frelsis- kennd og frjósemi í sinni þekkir einginn er aldrei gerir annað en míga í takt við hinar kusurnar. Eða eins og spakmælið kveður: „Þeir sem annarra apa masið, öðlast snemma apa fasið.“ Nú hef ég mært málstefnu þjóðarinnar með stjarfablik í aug- um drykklánga hríð, og að sama skapi hjólað hlífðarlaust í þá sem ekki bera gæfu til að standa á sama meiði. Því mun það ef- laust koma ýmsum á óvart að ég skuli kjósa að Ijúka hugleiðíng- um þessum á boði um sættir, og í leiðinni hætta á að gera margt það sem ég hef ritað hér á undan óþarft. Það hefur nefnilega flögrað að mér hvort okkur fylgjendum og fjendum nýyrða- stefnunnar svipi ekki doldið til tveggja hellisbúa, sem hjakka hvor á öðrum með klubbum sínum óraleingi til að útkljá mis- greiníng sinn um hvort betra væri að reyta kál eða skutla mammút í miðdeigisverðinn, en eru of gæfir að gáfum til að koma auga á að vitanlega væri mesta hollustan og saðníngin í þvi að kjamsa bara á hvorutveggja, laufmeti og loðffí. Þegai- allt kemur til alls ætti jú grunnmarkmið sérhvers okkai’ að vera hið sama; nefnilega að gæða móðurmál vort sem mestu lífi, fjör- magni og fjölbreytni, og gera það sem orðauðugast, litskrúðug- ast og blæbrigðaríkast. Og ef þetta er haft í huga ætti lausnin á barkabítíngunum útaf málstefnunni í raun að blasa við: Að vér Islendíngar héldum áfram að vera jafn lúsiðnir sem fyrr við ný- yrðagerðina, en byðum jafnframt faðminn hverju því orði er- lendu sem með góðu móti gæti fallið að málkerfi túngunnar. Á þann veiginn feingist sérhverju sjónarmiði framgeingt, og allir gætu blásið út brjóst af derríngi yfir að hafa borið sigur úr být- um. En einginn yrði þó roggnari en fósturtúnga vor ástkær og ylhýr; enda hefði hún öldúngis ríflega ástæðu til. Ekkert annað mál í vesturheimi gæti stært sig af því að geta í nánast öllum til- vikum boðið skjólstæðíngum sínum uppá íhiðminnsta tvo kosti þegar þeir þyrftu að klæða hugsun sína í þekkjanlegar flíkur. Hvort væri það aðkeypt ull eða heimaspunninn hör fyrir yður í þetta sinn, herrar mínir og frúr? Höfundurinn er nemi í Reykjavík. INGVAR GlSLASON ÞORSTEINN OG ÞYRNAR A náttborði mínu ég nýt þess sem er svo nærhendis andvöku minni. I samvistum frjóum með Þyrnum og þér og þögninni blómgast vor kynni. Ef segir þú orð er það sannleikans mál og söngur um fegurðarblóma. En kreddum og þrællyndi kyndir þú bál og kúgurum stefnir til dóma. Af næmleika sálar þín kveðandi kær er krydduð með ljúfsætum orðum. I ljóðunum þínum hverlína er tær sem lækur í Hlíðinni forðum. List þína helgarðu landi og þjóð og leitar ei maks eða værðar. Þú yrkir til fossanna fegurstu Ijóð og flytur án væmni og mærðar. Þú sagðir það eitt sinn: „Ef Byron mér bregst, er Breiðfjörð minn orkugjafi. “ Þú reyndir sem var að úr rímunum fékkst hinn rammi og nærandi safil Þitt Ijósa og íslenska lifandi mál er leikur á orðsnillings tungu. Og máttu því una þú minntir á Pál, þegar meistarar skáldanna sungu. Höfundur er fyrrverandi menntamálaráðherra. GÚNTER grass NORMANDI JÓN P. RAGNARSSON ÞÝDDI Skotbyrgin á ströndinni sitja uppi með járnsteypu sína. Stöku sinnum kemur hershöfðingi á grafarbakkanum og strýkur skotraufarnar. Eða þar dvelja ferðalangar í fimm kveljandi mínútur - Blástur, sandur, bréfsneplar og hland: Innrásin tekur aldrei enda. Giinter Grass er Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum 1999. Þýðandinn er sagnfræðingur. CHARLES BAUDELAIRE GRIKKUR ERLINGUR E. HALLDÓRSSON ÞÝDDI Að bera þunga af þessum toga er þörf á Sisyfusar djörfung! Þó hjartað brenni heiðum loga, er lífið stutt en listin síung. Langt frá skrumi lofðunganna, á leið í kirkjugarðinn eina, mín leynda trumba, hjarta-hreina, hamrar taktinn lík-mannanna. - Margt eitt djásn þar djúpt í jörðu dvelst í myrkri, án neinnar vörðu; og plumast langt frá páli og sökku; mörg ein urt með opnu blómi ilmar sætar leyndardómi í einsemdanna djúpi dökku. Ljóðið birtist í Lesbók 11. sept. sl. en var ranglega upp sett og er því endurbirt. Þýðandinn og lesendur eru beðnir velvirðingar. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.