Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Qupperneq 9
MYNDVERKASÝNING GÍSLA SIGURÐSSONAR í LISTASAFNI ÁRNESINGA Vorleysing á Kili. Olía og collage á plexigler, 80x70 sm. Hlöðufell. Olía á striga, 160x120 sm. þessari sýningu eru lands- lagsmyndir frá síðustu ára- tugum, en hefur þú ekki yf- irleitt verið með önnur myndefni á sýningum þín- um? „Jú, rétt er það“, segir l Gísli, „Eiginlegar lands- Jagsmyndir hafa ekki í langan tíma verið viðfangsefni málara, en bæði hef ég og margir aðrir málað landslag í dulargervi; stílfærð áhrif af landslagi. Verið gæti að umræða um náttúruauðlindir og auk- inn áhugi á sérkennum íslenskrar náttúru verði til að beina athyglinni að landslags- myndum á nýjan leik og þá ekki síst að há- lendinu. Pað má marka til dæmis af sýningu á öræfamyndum sem nú stendur í Lista- safni Islands. En þessi nýlega til komna umræða um hálendið hefur þó ekki breytt neinu fyrir mig. Ég er alinn upp í Uthlíðar- hrauni og bæði þar og á hálendinu inn á Kjöl átti ég mörg spor í æsku og þeim kynnum hef ég haldið við. Ef ég nota landslag sem yrkisefni, þá er það af þessu hálendi. Ekkert annað landsvæði hefur beinlínis kallað á mig á þann hátt. Svo hefur alltaf verið og því eru þessar myndir ekki í neinum tengslum við ný- liðna atburði. Mér fannst hinsvegar til- valið að draga þær fram og bæta nokkr- um nýjum við þegar Listasafn Arnes- inga heiðraði mig með boði um sýningu. Frá barnsaldri veitti ég athygli mynd- um sem ég þóttist sjá í hrauninu. Pær komu mér til' að teikna og síðan að mála með vatnslitum og það gerðist áður en ég hafði nokkru sinni séð alvöru mál- verk. Framan af þróaðist þessi viðleitni í þá veru að teikna og mála landslagið sem líkast fyrirmyndinni. Ég hætti því síðar, en fór eins og margir aðrir að stíl- færa það og loks að draga út úr því abstrakt kjama. A einni af minni fyrstu sýningum, í Bogasalnum 1967, var ein- göngu abstrakt úr landslagsmyndum og ein þeirra er með núna. I langan tíma kallaði landslagstúlkun ekki á mig; viðfangsefnið var oftar fólk og fantasíur; oftast eitthvað sem var frá- sagnarlegs eðlis og þar af leiðandi bann- að. Á þeim 11 einkasýningum sem ég á að baki hefur landslag þó oft flotið með, oftast í dulargervi, eða abstrakt búningi. Það er alkunnugt fyrirbæri í myndlist að menn fara í hringi og koma aftur að gömlum viðfangsefnum. Svo fór að ég varð leiður á að mála landslag í felubúningi, stíliserað og hálfabstrakt. Það heillaði mig að sjá í myndum eitthvað sem ég þekki og þótti vænt um; eitthvað sem ég gat heimfært uppá eigin lífsreynslu, en tók mér jafnframt frelsi til að fara frjálslega með staðfræðina; mynd- rænn forgi-unnur sem ég fann á Haukadals- heiði er ef til vill kominn í mynd innan af Kili og Þjófadalafjöllin í baksýn. Sumt er landslag sem gæti verið til, en er það í rauninni ekki. Svo hef ég gert það að gamni mínu að mála einskonar portret af nokkrum svipmiklum fjöllum eins og Hlöðufelli og Högnhöfða. Mað- ur velur sér sjónarhorn líkt og þegar málað er portret af manni og reynir að túlka karakter- inn. Vel er mér ljóst að með þessu syndir maður móti straumi. Þetta gengur gegn tízkunni. Allt frá „bannárunum" eftir miðja öldina hef- HALENDI Landslagsmyndir 1967-1999, flestar af hálendinu ofan Biskupstungna, málverk og blönduð tækni. Sýningin er opnuð í dag. Fremstaveri. Olía og collage á plexigler. ur það fagnaðarerindi verið boðað að landslag í myndum megi ekki þekkjast. Svo seint sem á þessu ári fékk málari landslagsmynda hrós hjá einum af gagnrýnendum Morgunblaðsins fyrir að hafa gætt þess að hafa landslagið óþekkjanlegt. Eg hef sagt það áður og undir- strika það hér, að ég sé ekki listrænt mikil- vægi þess að forðast allt sem gæti verið þekkjanlegt í mynd, enda hafa hinir dáðu brautryðjendur okkar í málaralist sýnt og sannað að sú kenning heldur ekki vatni. Því hefur reyndar verið haldið fram að það sé þessum snjöllu brautryðjendum að kenna að landslag datt hreinlega uppfyrir sem við- fangsefni góðra myndlistarmanna í áratugi. Hvortveggja var að maður eins og Jóhannes Kjarval hlaut að hafa þau áhrif að málarar forðuðust þá gildru að fara í fótspsor hans. En meðal málara var líka uppreisn gegn ofurást landsmanna á landslagsmálverki. Landið er mikilfenglegt myndefni sem fyrr, en segja má að myndlistarmenn hafi látið það ljósmyndurum eftir, sem er óþarft. Sjálfur hef ég unnið að náttúruljósmyndun; tók til dæmis yfir 2000 ljósmyndir á hálendinu ofan Bisk- upstungna til að velja úr i Árbók Ferðafélags Islands 1998. Af eigin raun þekki ég að sumt í náttúrunni, sem kemur afar vel út á ljósmynd, er vonlaust viðfangsefni í málverki. Jafn aug- ljóst er að með myndavél er alls ekki hægt að gera ákveðnum viðfangsefnum í náttúrunni nein viðlíka skil og hægt er með málverki. Þessir miðlar hljóta að vinna hlið við hlið þeg- ar náttúrutúlkun er markmiðið. Myndavél getur verið gagnlegt hjálpartæki fyrir málara, en einungis til að festa minnisat- riði og spara sér með því tíma. Ef ég þyrfti þess með á ég heilmikinn sjóð slíkra minnisat- riða fólginn í ljósmyndum. En þessi sneið af hálendinu sem ég sæki myndefni í, þ.e. ofan Biskupstungna og inn á Kjöl, er mér svo gam- alkunnug að ég treysti mér til að teikna fjöllin þar frá öllum hliðum og ákveðna staði eftir minni. Ekkert á því svæði hefur þó fangað mig á borð við Jarlhettumar, sem eru eins og skúlp- túrar.með Langjökul að baki. Ég kann þær utanað ef með þarf, en jafn oft hef ég stílfært þær allavega og stærsta myndin á sýningunni er einmitt af því tagi. Myndlistarmenn vinna of oft með þann klafa um hálsinn að myndlist „eigi“ að vera þetta eða hitt og oftast eru slík tízkuboðorð komin frá útlendum listpáfum og meðtekin ____ hér með skilyrðislausri undirgefni. Gunnlaugur Scheving orðaði þetta afar vel eitt sinn í samtali við Matthías Jo- hannessen: „Mér finnst stefnur í nútímalist ósköp leiðinlegar og allar þessar aðvaranir um, að það megi ekki gera þetta eða hitt. Það má ekki líkja eftir náttúranni. Það má ekki segja sögu í mynd, ekki vinna að táknrænni list. Maður má ekki vera „litterer", ekki túlka pólitík eða trú af neinu tagi. Listin á að vera óhlutkennd og óháð öllu - nema sjálfri sér“. Núna finnst mér að þessi franskætt- uðu boðorð séu hlægileg. Sem betur fer fór Scheving ekki eftir þeim. Jóhannes Kjarval ekki heldur. Ég held hinsvegar að landslagsmálverkið, sem var töluvert staðnað, hafi haft gott af abstraktinu; þeirri mjmdhugsun að geta dregið fram kjarnann úr mótífinu. Scheving kunni hinsvegar ekki að meta það og sagði í áður nefndu samtali: „Það er talað um að nútímalist eigi að vera abstrakt og sú list sé einhvers kon- ar frelsun undan áþján og kúgun þess- arar gömlu listar. En mér fyrir mitt leyti finnst abstraktsjónin áþján og af- neitun, nokkurs konar svelti; ég held uppá rómantík, natúralisma, ég vil vera sentimental. Ég elska stefnuleysi og lauslæti í listinni. Ég hef ánægju af sym- bólisma, draumum og súrrelaisma og sveitarómantík. Sem sagt: ef ég ætti að afneita öllu þessu og neita mér um að mála ský á himni, fjall eða tungl, þá gæti ég ekki málað. Ég legg ofar öðru áherzlu á vondan smekk. Án hans væri ég ekki til, eða réttara sagt: ég mundi fá hægt andlát úr tómum leiðindum." Undir flest af þessu get ég skrifað heils hugar. Á þessum síðustu naumhyggju- tímum er hætta á að bæði málarar og listnjótendur fái „hægt andlát úr tómum leið- indum“. En málverkið er sígildur listmiðill og lifir þetta af; líka landslagsmálverkið sem mun ganga í endurnýjun lífdaganna. En það verður eitthvað nýtt að gerjast og eiga sér stað. I minni viðleitni að túlka hálendið og auðnina hef ég reynt að rata hæfilega langt frá því sem kalla mætti hefðbundið landslags- málverk, til að mynda með því að nota ljós- myndasamklippur með olíumálverki, stundum á plexigler. Líkt og Scheving nefndi, er ég dá- lítið hallur undir „stefnuleysi og lauslæti í list- inni“, er til að mynda feginn því að myndimar á sýningunni eru það sem kallað var „ósam- stæðar“, vegna þess að þær hafa orðið til á alllöngum tíma. Harðlífi er skelfilega leiðin- legt í listum". LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.