Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Blaðsíða 10
Grænmálaðir kirkjubekkir með Möltukrossi á gaflfjölinni. Innan við bekkina er opið rými og þar sést flygillinn og skírnarfonturinn. Endurgerðar skreytingar á súlu og borða. ■£ v / í: . rrM Séð inn eftir Fríkirkjunni eftir breytingarnar sem hafa verið unnar Fríkirkjan í Reykjavík var byggð 1901 en síðar var tví- vegis aukið við hana og innra útlit kirkjunnar hefur í áranna rás tekið ýmsum breytingum. I tilefni 100 ára afmælis Fríkirkjusafnaðarins var ráðizt í endurbætur og útlitsbreytingar sem hafa tekizt vel, svo nú er þessi merka kirkja að líkindum fegurri en nokkru sinni f/rr. Frfldrkjusöfnuðurinn var stofnaður 1899 og það er af því hátíðlega til- efni sem Fríkirkjan hefur að miklu leyti verið endurgerð að innan- verðu. Gömul og rótgróin stétta- skipting í hinu smáa bæjarsamfé- lagi Reykjavíkur á 19. öld átti sinn þátt í klofningi Dómkirkjusafnað- arins, sem varð og leiddi af sér stofnun Frí- kirkjunnar. Það var hópur alþýðufólks, iðnað- armanna og verkamanna, sem stofnaði Frí- kirkjuna og ástæðan var m.a. gremja yfir því að fremstu sætin í Dómkirkjunni voru frátek- in handa yfirstéttinni og jafnvel þótt höfðingj- amir kæmu ekki til kirkju gat almenningur ekki fengið að nota þessi sæti. Það var hinsvegar ekki fyrr en 1901 að hafizt var handa um byggingu Fríkirkjunnar við göt- una suður með Tjörninni og hefur gatan síðan heitið Fríkirkjuvegur. Jafnframt hefur kirkjan alla tíð síðan verið ein af þeim byggingum sem einna mest setja svip á umhverfi Tjamarinnar og gamla miðbæjarins í Kvosinni. Fyrsta áfanga kirkjubyggingarinnar lauk skömmu eftir áramót 1903. Sá áfangi tók til tumsins og sem svarar fjórum gluggafögum hvomm megin. Yfirsmiður við kirkjuna var Sigvaldi Bjamason. Hvort hann gerði upp- drætti er ekki vitað: þeir hafa ekki fundizt, en þess er getið í virðingargerð sama ár, að kirkj- an sé ekki fullgerð. Tveimur áram síðar, 1905, er kirkjubyggingunni lokið. Þá hefur verið bætt við þremur gluggafögum við kirkjuskipið til austurs, og ljóst er að sú framkvæmd var gerð undir handleiðslu Rögnvaldar Ólafssonar arkitekts. í bókinni íslensk byggingararfleifð I, telur Hörður Ágústsson Sigvalda vera fram- höfund kirkjunnar og saman séu þeir Rögn- valdur höfundar kirkjunnar 1905. Sú kirkja er þá stærsta timburkirkja landsins. Sú kirkja er til á uppdrætti Einars Er- lendssonar frá 1924. Þegar Einar teiknar kór- bygginguna til austurs, dregur hann einnig upp kirkjuna „sem hún nú er“, eins og stend- ur á uppdrættinum. Þá kemur í ljós að svalir hafa verið í kirkjunni á þrjá vegu auk org- elloftsins, þ.e. einnig svalir við austurgafl. Alt- aríð hefur verið byggt fram í kirkjuna og predikunarstóllinn var þá yfii- miðju altarinu. Einar Erlendsson teiknar kórbygginuna og hliðarbyggingar, innganga o.íl sem stein- steyptar byggingar og um sama leyti er einnig fengið nýtt og stærra orgel í kirkjuna en það sem fyrir var. Með hinum nýja kór breyttist allt fyrirkomulag við altari og predikunarstóllinn var færður á hefðbundinn stað til hliðar við kórinn. Síðar, árið 1941, teiknaði Guðmundur H. Þorláksson tvær við- byggingar sitt hvorum megin við turninn. Þar er aðstaða prests og starfsfólks. Endurbætur á kirkjunni utanverðri fóru fram um 1990 og hafði Leifur Blumenstein umsjón með þeim. Umfangsmesta breytingin í Fríkirkjunni núna felst í því að hún hefur fengið nýtt gólf og nýja kirkjubekki. Arkitektar endurbót- anna era þeir Stefán Öm Stefánsson og Grét- Predikunarstóllinn er sá sami og áður, en hefur verið lækkaður talsvert. Hvelfing kirkjunnar er hvítmáiuð og yfir kóri ar Markússon í Teiknistofunni Skólavörðustí 28 sf, en Pétur B. Lúthersson húsgagnaark tekt hannaði kirkjubekkina. Þeir voru uppha lega með hinu hefðbundna lagi kirkjubekkj en hefur tvisvar eða þrisvar verið breytt á 10 árum. Pétur hefur haldið sig við hefðina meginatriðum, en sætin eru bólstruð og 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.