Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Side 12
Jóhannes Guðmundsson, Bessastöðum,
formaður á Meiri-Garðsbátnum.
Jón Þórðarson, háseti frá Meiri-Garði. Hann
var bróðir Solveigar, konu Jóhannesar.
Engin mynd mun vera til af Guðmundi
Jónssyni frá Bakka.
Landhelgisbátnum Ingjaldi (áður Meiri-Garðsbáturinn) var stillt upp fyrir framan Stjórnarráðið og síðar Þjóðminjasafnið er baráttan fyrir
landhelginni stóð sem hæst 1972-73. Langafabörn Jóhannesar formanns standa hér fyrir framan bátinn árið 1973. Báturinn er nú til sýnis í
Sjóminjasafni íslands t Hafnarfirði og verður sýning sem helgast landhelgisátökunum á Dýrafirði opnuð þar 17. október næstkomandi.
ÓDÆÐISVERK Á DÝRAFIRÐI
FYRIR 100 ÁRUM
Þann 10. október næstkomandi,
þ.e. á morgun, verða liðin 100 ár
frá því að Hannes Hafstein, þá
sýslumaður í Norður-Isafjarð-
arsýslu, hélt við sjötta mann til
að freista þess að ráðast til upp-
göngu í breska togarann Roya-
list, sem þá var að togveiðum á
miðjum Dýrafirði. Togarinn hafði verið að
veiðum á firðinum í næstum fjóra sólarhringa
á undan og skafið botninn inn eftir öllu. Land-
helgi íslands var þá einungis 3 sjómílur og
gæsla á miðunum lítil sem engin. A þessum
dögum hafði skipstjórinn, sænskur maður er
Nilsson hét, komið í land á Þingeyri og versl-
að, en sýndi yfirvöldum ekki skipsskjölin eins
og honum bar, en kvaðst koma seinna.
Bátsverjar
A þessum árum stunduðu menn vor- og
haustróðra á Vestfjörðum. Dýrfirðingarnir,
sem hér koma við sögu, voru á nýjum árabát,
er þá var kallaður Meiri-Garðsbáturinn en
seinna Ingjaldur. Hann var í eigu Kristjáns
Ólafssonar, bónda og skipstjóra í Meira-
Garði. Jóhannes Guðmundsson, formaður á
bátnum, var svili Kristjáns en Jón Þórðarson,
einn bátsverja, mágur þeirra beggja. Jóhann-
es var 37 ára gamall, fæddur og uppalinn í
Önundarfirði. Þar í Hjarðardal kynntist hann
konu sinni, Solveigu Þórðardóttur, en hún
var af Rauðasandi, fædd á Sjöundá árið 1855.
Solveig og Jóhannes giftust árið 1891 og voru
fyrstu fjögur árin í húsmennsku á Mýrum.
Þar fæddist elsta bam þeirra, Ingimar Hall-
grímur. Jarðnæði lá ekki á lausu í þá daga,
síst fyrir efnalaust fólk. í Mýralandi hafði
verið hjáleiga er hét Bessastaðir, raunar bær
með sama nafni þegar á söguöld, og er bæjar-
ins getið í Gísla sögu Súrssonar. Jóhannes
fékk leyfi til að byggja nýbýli á rústum kots-
ins, lítinn en notalegan bæ, og fæddust þeim
þar tvö börn enn, Guðbjörg, f. 1893, og Guð-
mundur Sigurður, f. 1895. Jón Þórðarson,
bróðir Solveigar, var í vist ásamt konu sinni,
Guðnýju Jónsdóttur, í Meiri-Garði hjá systur
sinni, Sigríði, og mági. Yngstur bátsverja var
Guðmundur Jónsson frá Bakka, 18 ára, sem
þá var vinnumaður á Lækjarósi. Fjórði báts-
verjinn var Jón Gunnarsson þá í vinnu-
mennsku á Mýrum, kvæntur og átti börn. Sá
fimmti var Guðni Bjamason frá Sjávarborg í
Mýrahreppi, einnig kvæntur og barnmargur.
EFTIR SIGRÍÐI INGIMARSDÓTTUR
Meiri-Garður í Dýrafirði 1960.
Breskur togari hafói verið við veiðar uppi í landsteinum
á Dýrafirði þegar kært var til sýsl umanns. Hannes
Hafstein brá við skjótt og reru fi mm bátsverjar
á Meiri-Garðsbátnum með hann að togaranum.
Bretarnir slökuðu þá á togvír með jDeim afleiðingum
að bátnum hvolfdi. Þrír Dýrfirðingar fórust, en Hannesi
Hafstein, sem var syndur, var naumlega bjargað.
Bátsverjai- á Meiri-Garðsbátnum lágu við í
fjárhúsum við Hrólfsnaust utan og neðan við
Mýrar, það voru þeirra verbúðir. Oðru hverju
skutust þeir þó heim til sín enda ekki langt að
fara. Þriðjudaginn 10. október ýttu þeir úr
vör í bítið og komu að um klukkan fjögur. I
þetta skipti biðu þeirra menn í lendingunni.
Þar vora komnir Hannes Hafstein, sýslumað-
ur Norður-ísafjarðarsýslu, Friðrik Bjarna-
son, hreppstjóri á Mýrum, og Guðjón Sólberg
Friðriksson, verslunarmaður á Þingeyri.
Eins og fyrr sagði voru Dýrfirðingar orðnir
langþreyttir á ágangi breskra og þótti sá
fylla mælinn, er var á Haukadalsbótinni.
Daginn áður hafði því Jóhannes Ólafsson,
hreppstjóri í Þingeyrarhreppi norðan við
fjörðinn, sent Guðjón til Isafjarðar til fundar
við sýslumann. Því voru þeir þangað komnir.
Sýslumaður hafði óskað þess að fá bát og
mannskap út að togaranum. Þeir Jóhannes
voru tregir til slíkrar glæfrafarar og Guðni
þverneitaði að fara, bar við ómegð og illum
draumum og fór hvergi. Eftir nokkurt þóf og
eindregnar skipanir yfirvaldsins ýttu báts-
verjar frá landi og voru sýslumaður og Guð-
jón Sólberg með í för. Var þá róið eða siglt út
að togaranum. Veður var að sögn fremur
milt, gola út fjörðinn. Sýslumaður var í ein-
kennisbúningi, en frakka utan yfir og skipti
um húfu til að þekkjast síður. Þegar kom að
skipshlið bauð sýslumaður mönnum sínum að
grípa í togvír sem togarinn dró stjórnborðs-
megin. Sýslumaður hneppti nú frá sér frakk-
anum svo einkennisbúningurinn kom í Ijós og
hrópaði hátt og snjallt til skipstjóra bæði á
ensku og dönsku að gefa sig fram og leyfa
uppgöngu á skipið. Ekkert svar fékk hann við
þeirri skipun, en nokkrir skipsmenn þustu að
borðstokknum vopnaðir bareflum. Einn
þeirra skaut ár að bátsverjum en hitti ekki.
Þeir í bátnum þóttust vissir um að hún væri
ætluð sýslumanni. Svo gerðist það í einni
svipan að slakað var á togvírnum með þeim
afleiðingum að hann lenti yfir bátinn, sem við
það kastaðist á hliðina, svo að allir hrukku út-
byrðis. Sýslumaður einn var syndur, en mikið
klæddur og í þungum vatnsstígvélum. Jón
Gunnarsson og Guðjón Friðriksson gátu
hangið á bátnum. Jón Þórðarson náði um
stund taki á árinni, sem kastað hafði verið að
sýslumanni, en örmagnaðist og hvarf í hafið.
Jóhannes og Guðmundur drukknuðu báðir.
Lík þeirra fundust aldrei.
1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999