Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Side 13
4 Minnisvarði um atburðinn á Dýrafirði 10. október 1899 verður afhjúpaður á morgun. Solveig Þórðardóttir ásamt sonum sínum, Ingimari og Sigurði. Myndin er tekin árið 1904, Höfundur hans er Jón Sigurpálsson, myndlistarmaður á ísafirði. sama ár og Hannes Hafstein varð ráðherra. Hannes Hafstein, þáverandi sýslumaður á ísafirði. Hann var einn syndur af bátsverjum, en var þó mjög þrekaður þegar honum var bjargað. HaukadalsþáHur Nú víkur sögunni að Haukadal hinum meg- in við fjörðinn. Bátarnir þar voru líka ný- komnir að og var verið að gera að fiskinum. Guðmundur, bóndi í Höll, stóð úti á hlaði hjá sér og skyggndist í kíki í átt að togaranum og bátnum. Höll stendur nokkuð ofarlega í brekku. Hann sá strax hvað gerst hafði úti á bótinni og tók til fótanna niður í fjöru þar sem bátarnir voru. Sumir sögðu það vera í fyrsta og eina skiptið sem Guðmundur Eggertsson sást hlaupa, en hann var maður allþrekvax- inn. Tveimur bátum var hrint á flot og róinn lífróður að togaranum. Skipverjar sáu strax til bátanna, sáu sitt óvænna og fóru að bjarga þeim Hannesi, sem þeir höfðu áður reynt að farga. Settu þeir krókstjaka í frakka sýslu- mannsins og drógu hann upp nær dauða en lífi og lögðu hann á tunnu á þÚfarinu. Pá gerði skipskokkurinn sér lítið fyrir og dró hníf úr slíðri sýslumanns og otaði honum ógnandi Landhelgisbrjóturinn Royalist frá Hull. Hann var í notkun langt fram eftir öldinni. Þessi mynd hefur ekki birst áður. framan í hann magnþrota og hótaði honum öllu illu. Köðlum var fleygt tii Guðjóns og Jóns, sem enn héngu á bátnum. Það var fátt um kveðjur með togaramönnum og sjómönn- unum frá Haukadal. Áhöfn fyrri bátsins bar sýslumann sinn í bátinn og hlúði að honum eftir mætti. Hann var síðan fluttur heim til Matthíasar Ólafssonar, alþingismanns í Haukadal. Jón og Guðjón voru ferðafærir en lerkaðir. Skipverjar í síðari bátnum innbyrtu lík Jóns Þórðarsonar. Hann var jarðsettur á Mýrum nokkrum dögum seinna. Kíkirinn sem kom við sögu er varðveittur á Byggðasafninu á Isafirði, oft nefndur lífgjafi Hannesar Haf- stein. Eftirmálar Hannes Hafstein sýslumaður lá nokkra daga heima hjá Matthíasi í Haukadal til að jafna sig eftir volkið. Ekki skorti þó á dug hans og framtakssemi. Hann lét rétta í málinu í fyrsta skipti fjórum dögum síðar og þá í Haukadal. Einar Benediktsson, þá nýbakaður lögfræðingur, var settur sýslumaður þar sem Hannes sjálfur var viðriðinn málið og stjórn- aði þessu réttarhaldi og þeim sem á eftir fóru. Fundargerðirnar eru allar skrifaðar með hans hendi. Framhaldsréttai'höld voru svo á ísa- firði og á Mýrum og var þeim lokið í febrúai-. Það fréttist ekki af togaranum í fyrstu. Hann hélt til hafs strax og hann var laus við Dýr- firðingana og sýslumanninn. Seinna, löngu seinna, fréttist að hann hefði haldið beint til Keflavíkur syðra, gert þar örstuttan stans meðan Valdimar Rögnvaldsson, fiskilóðs um borð, maðurinn sem þekkti bæði Dýrafjörðinn og Hannes Hafstein, náði í konu sína og börn í land. Síðan hélt togarinn beint til Englands. Valdimar settist þar að og kom ekki aftur til Islands til langdvalai-, en kona hans og eitt- hvað af börnum mun hafa komið aftur nokkr- um árum síðar. í Dýrafirði hafði togarinn breitt yfir nafn og númer að hluta, og virtist heita Oyali, en í ljós kom að hann hét Royalist eins og áður var sagt og var frá Hull. I nóv- embermánuði var hann tekinn að ólöglegum veiðum við Jótland og færður til Frederiks- havn. Við réttarhöld þar kom hið sanna í Ijós og allir máttu vita að ódæðisverk hafði verið unnið á Dýrafirði. Málið fór fyrir hæstai’étt Danmerkur og var endanlega dæmt í því vor- ið 1900. Skipstjórinn Nilson, stýrimaðurinn Holmgreen, danskur maður og matsveinninn Rugaard, líka danskur, fengu allir dóm. Máls- aðilum voru dæmdar bætur, þar með voru ekkju Jóhannesar, Solveigu, dæmdar bætur, 3.600 krónur, en þær voru aldrei goldnar. Þess má geta að Guðjóni Sólberg Friðrikssyni voru dæmdar 523 krónur og 25 aurar fyrir skemmdir á fatnaði. Síðar veitti Alþingi ís- lendinga Solveigu kr. 200 á ári í styrk, 50 kr. til barnanna fram að fermingu og 50 kr. henni til handa en skyldi sú greiðsla falla niður þeg- ar yngsta barnið væri fermt. Margir vildu taka bömin í fóstur, en það gat hún ekki hugsað sér. Þá sýndu Sigríður, systir hennar, og Kristján Ólafsson, hennar maður, þann drengskap að bjóða Solveigu til sín að Meiri- Garði með öll bömin. Systkinin þrjú ólust þar upp með þremur frændsystkinum og tveim fóstursystkinum og unnu búinu það sem þau máttu, þegar þau komust á legg. Því er þessa getið hér, að Jóhannes var sá eini af þeim sem fómst við landhelgisvarnir á Dýi’afirði 10. október 1899, sem átti afkomendur. Hér verður ekki rakin frekar saga þeirra, sem komu hér við sögu. Hannes Hafstein mótaði sögu Islands meira en nokkur annar á þessum ámm. Rúmum fjóram áram seinna vai’ hann orðinn fyrsti ráðherra landsins, fremstur í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. Minnisvarði Synh’ Jóhannesar, Ingimar og Sigurður, komust til fullorðinsára en Guðbjörg lést úr berklum um fermingu. Ingimar gerðist barnakennari og skólastjóri en Sigurður bóndi og síðar húsvörður. Eiga þeir margt af- komenda. Síðastliðið haust ákváðu afkomend- ur Jóhannesar Guðmundssonar og Solveigar Þórðardóttur að gangast fyrir því að þeim þremenningum sem fórust 10. október 1899 yrði reistur minnisvarði vestur í Dýrafirði. Minnisvarðinn er eftir Jón Sigurpálsson, myndlistarmann og forstöðumann Byggða- safnsins á Isafirði, og verður hann afhjúpaður á morgun, 10. október, að lokinni messu og minningarathöfn í Mýrakh’kju, sem hefst kl. 11. Landhelgisgæslan mun heiðra þessa ár- menn landhelgisvarna með því að senda varð- skip inn á Dýrafjörð meðan á athöfninni stendur. Ríkisstjórn Islands ákvað á fundi 7. september síðastliðinn að tillögu Sólveigar Pétursdóttur, dómsmálaráðherra, að styrkja gerð minnisvarðans myndarlega og vai’ sú viðurkenning mikils virði. HELSTU HEIMILDIR: Dómsmála- og lögregluréttarbók Norður-ísafjarðar- sýslu og Isafjarðarkaupstaðar árið 1900. Hæstaréttartíðindi í Kaupmannahöfn hæstaréttarárið 1900, 44. árg. 1901. íslenskar blaðafréttir, okt.-nóv. 1899. Arsrit Sögufélags ísfirðinga 1959. Móðir mín, húsfreyjan, 1978. Höfundurinn er fyrrverandi kennari. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.