Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Page 14
BYLTING I ÞÝÐINGUM
ISLENSKRA BÓKMENNTA
EFTIR SIGURÐ A. MAGNÚSSON
Þýðingar á íslenskum bókmenntum tóku verulegan
fjörkipp þegar Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
komu til sögunnar árið 1962. Undanfarinn aldar-
Driðjung hafa umskiptin orðið nánast ævintýraleg
og fjölmörg bókmenntaverk íslenskra höfunda
verið þýdd og birt á Norðurlandamálum.
Merki listahátíðarinnar í Plovdiv í Búlgaríu sem fram fór í júnímánuði síðastliðnum.
Borgin Plovdiv og einkum þó „Gamla Plovdiv" sést hér í túlkun búlgarska nævistans Tsankos
Lavrenov. Borgin hefur verið menningar- og verslunarmiðstöð um aldir.
sagna, smásagnasafna, ljóðabóka eða leikhús- Laxness, Jökul Jakobsson, Erling E. Hall-
TIL skamms tíma var tiltölulega
fátítt að bókmenntir samdar á ís-
lensku þættu eiga erindi útfyrir
landsteinana. Þar voru fombók-
menntirnar og skáldsögur Hall-
dórs Laxness að sjálfsögðu skín-
andi undantekningar. Islenskir
höfundar sem skrifuðu á dönsku,
norsku eða þýsku voru talsvert þýddir á aðrar
tungur, svosem Jóhann Sigurjónsson, Guð-
mundur Kamban, Gunnar Gunnarsson, Krist-
mann Guðmundsson og Jón Sveinsson, en
heimalningar máttu þegar best lét gera sig
ánægða með að fá stöku smásögu eða nokkur
ljóð birt á erlendum tungum í dagblöðum eða
tímaritum. Auk Halldórs Laxness mun Olafur
Jóhann Sigurðsson hafa verið eini höfundur-
inn sem fékk allmörg verk sín þýdd á erlendar
tungur, og þá einkum austan jámtjalds. Að-
eins eitt af verkum Þórbergs Þórðarsonar, Is-
lenskur aðall, kom út á dönsku, ensku og
þýsku, og þá talsvert stytt. Sömuleiðis kom
Islandsk kust (Þorpið) eftir Jón úr Vör út í
sænskri þýðingu Ariane Wahlgren árið 1957.
. Arið 1960 kom út í Aþenu ljóðasafn mitt,
Þanatos tou Balder kai alla poiemata (Dauði
Baldurs og önnur ljóð), og er eina bókin sem
þýdd hefur verið af íslensku á grísku. Með-
þýðandi var skáldið Gíorgos S. Patríarkeas.
Þrjár af skáldsögum Halldórs Laxness hafa
komið út á grísku (Salka Valka, Heimsljós og
ísiandsklukkan) en vora allar þýddar úr
þýsku.
Umskipti
Þýðingar á íslenskum bókmenntum tóku
veralegan fjörkipp þegar Bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs komu til sögunnar árið 1962.
Þá bauðst íslendingum að leggja fram árlega
tvö bókmenntaverk og fá þau þýdd á dönsku,
norsku eða sænsku á kostnað ráðsins. Það
hafði ekki endilega í för með sér að verkin
fengjust gefin út á Norðurlöndum, en þegar
kom frammá áttunda áratuginn fóra norrænir
útgefendur að taka við sér og gefa út sum
þeirra íslensku verka sem tilnefnd höfðu verið
til verðlaunanna - og reyndar líka mörg önn-
ur.
Undanfarinn aldarþriðjung hafa umskiptin
orðið nánast ævintýraleg og fjölmörg bók-
menntaverk íslenskra höfunda verið þýdd og
birt á Norðuriandamálum, verk eftir Davíð
Stefánsson, Stefán frá Hvítadal, Tómas Guð-
mundsson, Jóhannes úr Kötlum, Stein Stein-
arr, Snorra Hjartarson, Jón úr Vör, Guðmund
Daníelsson, Olaf Jóhann Sigurðsson, Stefán
Hörð Grímsson, Hannes Sigfússon, Einar
Braga, Hannés Pétursson, Þorstein frá Hamri,
Matthías Johannessen, Jóhann Hjálmarsson,
Thor Vilhjálmsson, Guðberg Bergsson, Véstein
Lúðvíksson, Pétur Gunnarsson, Guðmund
Steinsson, Olaf Hauk Símonarson, Jökul Jak-
obsson, Birgi Sigurðsson, Arna Ibsen, Hrafn-
hildi Hagalín Guðmundsdóttur, Geir Kristjáns-
son, Njörð P. Njarðvík, Þorgeir Þorgeirsson,
Bjöm Th. Bjömsson, Böðvar Guðmundsson,
Ólaf Gunnarsson, Svövu Jakobsdóttur, Fríðu
Á. Sigurðardóttur, Álfrúnu Gunnlaugsdóttur,
Steinunni Sigurðardóttur, Vigdísi Grímsdóttur,
Guðrúnu Helgadóttur, Ólgu Guðrúnu Áma-
dóttur, Elínu Ebbu Gunnarsdóttur, Herdísi
Egilsdóttur, Kristínu Steinsdóttur, Fransiscu
Gunnarsdóttur, Ármann Kr. Einarsson, Einar
Má Guðmundsson, Einar Kárason, Gyrði Elí-
asson, Ólaf Jóhann Ólafsson, Aðalstein Ásberg
Sigurðsson, Andrés Indriðason, Friðrik Erl-
ingsson, Þórarin Eldjám, Hallgrím Helgason,
Sjón, Guðmund Andra Thorsson og Kristínu
Ómarsdóttur.
Verk margra þessara höfunda hafa sömu-
leiðis verið þýdd á aðrar tungur, ensku, þýsku,
hollensku, frönsku, spænsku, ítölsku, pólsku,
tékknesku, litháísku eða tyrknesku. Meðal
höfunda, sem ekki hafa verið gefnir út á nor-
rænum tungum en komið út á ensku, þýsku,
frönsku, japönsku eða esperantó, era Agnar
Þórðarson, Gísli J. Ástþórsson, Linda Vii-
hjálmsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Iðunn
Steinsdóttir, Anna K. Brynjúlfsdóttir, Einar
—Heimisson, Garðar Sverrisson, Kristín Marja
Baldursdóttir, Jón Óskar, Sigurður Pálsson,
Heiður Baldursdóttir og Sigrún Eldjám.
Safnrit
Það sem hér hefur verið mjög gróflega rak-
ið (og vísast er eitthvað ótalið) tekur til skáld-
verka eftir 70 höfunda (að undirntuðum með-
töldum). Era þá ótalin þau fjölmörgu safnrit
eða sýnisbækur á mörgum tungum sem kynnt
haf'a íslenskar bókmenntir á nýliðnum áratug-
um. Fer þar langmest fyrir ljóðasöfnum, en
nokkur smásagnasöfn hafa líka litið dagsins
Ijós og tvö söfn leikrita. Annað þeirra var Fire
and Ice - Three Icelandic Plays í þýðingu Ein-
ars Haugens (University of Wisconsin Press
1967) og birti leikrit eftir Jóhann Sigurjóns-
son, Davíð Stefánsson og Agnar Þórðarson.
Hitt var Modem Nordic Plays - Iceland í þýð-
ingu Alans Bouchers og Guðrúnar Tómas-
dóttur (Universitetsforlaget í Ósló 1973) og
birti fimm leikrit eftir fjóra höfunda: Halldór
dórsson og Odd Bjömsson.
Meðal eldri smásagnasafna má nefna sýnis-
bókina Islandfíke noveller (Foreningen Nor-
den, Kobenhavn 1945), undir ritstjóm Eriks
Andersens, með smásögum níu höfunda, frá
Gesti Pálssyni (1852-1891) til Halldórs Stef-
ánssonar (1892-1979). Næst kom safnritið
Seven Icelandic Short Stories sem gefið var
út af menntamálaráðuneytinu 1960 undir rit-
stjóm Ásgeirs Péturssonar og Steingríms J.
Þorsteinssonar sem einnig samdi inngang. Þá
kom sýnisbókin Icelandic Short Stories undir
ritstjórn Evelyn Scherabon Firchow, sem gef-
in var út í New York 1974 (The Ámerican-
Scandinavian Foundation and Twayne Publis-
hers) og endurútgefin af Iceland Review 1982
undir heitinu A Ray of Sunshine and other
selected short stories from Iceland. Þar birt-
ust smásögur eftir 25 höfunda. Elstur var
Þorgils gjallandi (1851-1915) og yngstur Guð-
bergur Bergsson (f. 1932). Árið 1979 birtist á
norsku sagnasafnið Island forteller - Islands-
ke noveller, undir ritstjórn Ivars Eskelands,
með smásögum eftir 36 höfunda ásamt 3 forn-
um þáttum og 3 þjóðsögum. Vegna bók-
menntakynningar í Berlín sumarið 1980 stóð
ég ásamt Heinz Baraske og Ingeborg
Drewitz að kynningarritinu Land aus dem
Meer (193 bls.) þarsem meðal annars efnis
vora birt prósaverk eftir Halldór Laxness,
Guðberg Bergsson og Thor Vilhjálmsson
ásamt Ijóðum eftir sex skáld. Fyrir menning-
arkynninguna Scandinavia Today í Banda-
ríkjunum haustið 1982 tók ég saman 68 síðna
kynningarrit í stóra broti undir heitinu
Icelandic Writing Today með verkum 13
prósahöfunda og 22 ljóðskálda.
Við þennan lista má bæta Islandsheftum
nokkurra bókmenntatímarita í Bandaríkjun-
um, Bretlandi og Þýskalandi. Vorið 1977 helg-
aði breska tímaritið Modern Poetiy in
Translation 30sta heftið ljóðlist 11 íslenskra
skálda og birti samtals 72 ljóð. Bandaríska
tímaritið Micromegas helgaði 3ja hefti 1977
íslenskri ljóðlist og birti 22 ljóð eftir 10 skáld.
Loks ber að nefna þýska tímaritið die horen
sem helgaði ríkulega myndskreytt 143ja heft-
ið (1986) íslenskum bókmenntum og birti,
ásamt greinum um sagnagerð, ljóðlist og leik-
ritun, 69 ljóð eftir 29 skáld, smásögur eftir 14
höfunda og brot úr 4 leikritum. Islandsheftið
af die horen varð svo vinsælt að það var tví-
vegis endurprentað og seldist í áður óþekkt-
um upplögum.
Norræn safnril nútímaljóðlistar
Era þá ótalin safnrit íslenskrar sam-
tímaljóðlistar á mörgum tungum. Að frátöld-
um sýnisbókum Richards Becks, Watsons
Kirkconnells, Páls Bjarnasonar og Jakobínu
S. Johnson í Vesturheimi snemma á öldinni og
safnritum þeirra Olafs Hansens, Udvalgte is-
landske Digte fra det nittende Aarhundrede
(Dansk-islandsk Samfund 1919) og Guðmund-
ar Kambans, Hvide Falke - Digte fra Islands
lyriske Guldalder (Munksgaard 1944), munu
Svíar hafa orðið fyrstir til að gefa út þesshátt-
ar bækur. Ariane Wahlgren gaf út í Svíþjóð
árið 1959 safnritið Modern islandsk poesi
(FIBs Lyrikklubb) með 91 ljóði eftir 13 skáld,
frá Jóhanni Sigurjónssyni (1880-1919) til Jó-
hanns Hjálmarssonar (f.1939). Næst kom út í
danskri þýðingu Pouls P.M. Pedersens safn-
ritið Fra hav tiljokel (Munksgaard 1961) með
33 ljóðum eftir 9 skáld, frá Davíð Stefánssyni
(1895-1964) til Hannesar Péturssonar (f.
1931). Tveimur áratugum síðar kom frá hendi
sama þýðanda sýnisbókin Strejftog i Islands
poesi gennem vort sekel (Poul Ki-istensens
Forlag 1982) með 397 ljóðum eftir 28 skáld,
frá Davíð Stefánssyni til Elísabetar Þorgeirs-
dóttur (f. 1957). I Finnlandi kom út í þýðingu
Maj-Lis Holmberg Mellan fjall och hav -
Modern islándsk lyrik (Schildts 1974) með
115 ljóðum eftir 4 skáld (Stein Steinarr, Jón
úr Vör, Snorra Hjartarson og Hannes Péturs-
son). Þremur árum síðar kom út á finnsku hjá
Weilin + Göös frá hendi sama þýðanda safnrit-
ið Ja tunturin takaa kuulet - Islannin sod-
anjálkeistá lyriikka (Og þú heyrir handan
fjallsins - íslensk ljóðlist eftir stríð) með 185
ljóðum eftir 22 skáld, frá Jóhannesi úr Kötl-
um tii Nínu Bjarkar Ámadóttur (f. 1941).
Loks kom frá hendi Maj-Lis Holmberg sýnis-
bókin Europa slutar hár - 5 islándska lyriker
(Schildts 1983) með 73 ljóðum. í Svíþjóð kom
út í þýðingu Inge Knutssons safnritið Ord
frán ett utskár - Sju islándska lyriska
modernister (Bo Cavefors Bokförlag 1974)
með 82 ljóðum. Þess má geta í framhjáhlaupi
að Inge Knutsson hefur á liðnum 25 áram
þýtt á fimmta tug íslenskra skáldverka sem
birst hafa í Svíþjóð. I Noregi komu út þrjú
safnrit íslenskrar nútímaljóðlistar. Fyrst kom
Islandske dikt frá várt hundreái■ (Fonna For-
lag 1975) í þýðingu Ivars Orglands, með 530
ljóðum eftir 76 skáld, frá Guðmundi Guð-
mundssyni skólaskáldi (1874-1919) til skálda
sem fædd vora í byrjun sjötta áratugar. Næst
kom Váren kjem ridand - Islandsk etter-
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 9. OKTÓBER 1999