Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 2
Sýning á verkum Stefáns Jónssonar í Listasafni Akureyrar Tilbrigði við heimsþekkt listaverk SÝNING á verkum Stefáns Jónssonar verð- ur opnuð í Listasafninu á Akureyri í dag kl. 16. Stefán Jónsson (f. 1964) er borinn og barn- fæddur Akureyringur. Hann stundaði fram- haldsnám í myndlist við School of Visual Arts í New York og hefur hin síðari ár búið í Singapúr. I fréttatilkynningu segir að gólfskúlptúrar Stefáns séu tilbrigði við heimsþekkt listaverk úr vestrænni listasögu, frá endurreisn til daga impressjónismans, sem hann vinnur meðal annars úr Legókörlum. Verkin mætti því kalla „mynd af mynd“ eða list um list. Þannig býður Stefán þunga listasögunnar birginn jafnt sem kröfu nútímalistarinnar um að „gera sífellt eitthvað nýtt“. Þegar hin stóru og frægu málverk listasögunnar hafa verið yfírfærð á mælikvarða vinsælla barna- leikfanga kemur útkoman harla spánskt fyrir sjónir. Hægt er að líta á verk Stefáns í sam- hengi við frummyndimar eða sem skírskotun frá fjöldaframleiddum Legókörlum til ein- staklingseðlis listamanna. Samspil efnisins og meðferðar í skúlptúrunum - fjöldaframleidd- ir plastkarlar á sviði verðmætustu listaverka sögunnar - skapa óvenjulegar og skoplegar andstæður. Sjónauki A sama tíma hefst ný röð yfirlitssýninga á vegum safnsins sem hlotið hefur heitið Sjón- auki, en í þeim verður ýmsum hugsuðum boð- ið að rýna í ákveðna þætti myndlistarsögunn- ar. A vaðið ríður heimspekingurinn og út- varpsmaðurinn Hjálmar Sveinsson og fjallar um „dauðahvötina". Sýningarnar em opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 14—18 og þeim lýkur sunnu- daginn 5. desember. Flugfélag íslands er sérstakur stuðnings- aðili Listasafnsins á Akureyri. ■ Dauðahvötin/7 ms . m 1 l! * i !g I I HtfcH Verk sín vinnur Stefán Jónsson m.a. úr Legókörlum. Guitar Islancio lýkur upptökum á geisladiski UPPTÖKUM á nýjum geisladiski Guitar Islancio er nýlokið. A þessum fyrsta geisla- diski þeirra félaga verður þjóðleg íslensk tónlist, mest gömul þjóðlög. Guitar Islancio spinnur við laglínurnar og færir þær í djassbúning. Einfaldar, þjóðleg- ar laglínur fá á sig nútímalegan blæ og minna okkur á að fomar rætur íslenskrar menningar em lifandi hluti af íslensku nú- tímasamfélagi, eins og segir meðal annars í texta bæklingsins sem fylgja mun diskinum og er á fjómm tungumálum. Guitar Islancio var stofnað í Reykjavík haustið 1998 af Bimi Thoroddsen gítarleik- ara, Gunnari Þórðarsyni gítarleikara og Jóni Rafnssyni kontrabassaleikara. Guitar Islancio hefur ferðast víða um land með tón- list sína og er á döfinni tónleikaför um Norð- urlöndin og Kanada. Upptökur fóru fram í BT-hljóðverinu í Bessastaðahreppi. Upptökustjóm og hljóðblöndun var í höndum Björns Thoroddsen og Jóns E. Haf- steinssonar en stafræn yfirfærsla var gerð í Tonstudio Vagnsson í Hannover í Þýska- landi. Utgefandi geisladisksins er nýtt íslenskt útgáfufyrirtæki, Polarfonia Classics. FJÓRÐA FÆREYSKA SÝNINGIN í SLUNKARÍKI ÞJÓÐLÍF í FÆREYJUM HIN síðasta í röð fjögurra einkasýninga fær- eyskra myndlistarmanna í Slunkaríki á Isa- firði verður opnuð í dag kl. 16. Olivur við Neyst heitir listamaðurinn sem röðin er nú komin að. A sýningunni eru sextán myndir unnar í vatnslit og stein- þrykk og eru viðfangsefni hans þjóðlíf í Færeyjum, m.a. færeyskur dans. Einnig eru nokkrar myndir sem listamaðurinn hef- ur unnið hér á landi. Sýningin stendur til 29. október nk. Halldór Haralds- son leikur Schu- bert og Brahms UPPTÖKUM á nýjum geisladiski þar sem Halldór Haraldsson leikur á píanó Sónötur eftir Schubert og Brahms er ný- lokið. Hljóðritun fór fram í Hásölum, safn- aðarheimili Hafnar- fjarðarkirkju, á nýjan Steinway-flygil og sá tæknideild Ríkisút- varpsins um hljóðrit- un. Tónmeistari var Bjarni Rúnar Bjarna- son. Halldór lék Sónötu Schuberts í B-dúr D.960 og Sónötur í f-moll op. 5 eftir Bra- hms á tónleikum víða um land fyrir tveimur árum. Útgáfunni fylgir bæklingur með text- um á fjórum tungumálum og ritar Hall- dór Haraldsson sjálfur um verkin. Hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússon- ar styrkir útgáfuna en útgefandi er Polar- fonia Classics. „Færeyskur dans“, eitt verkanna á sýningu listamannsins Olivur við Neyst í Slunkaríki. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfírlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 Erlingur Jón Valgarðsson (elli). Til 7. nóv. Gallerí Fold, Kringlunni Brian Pilkington og Gunnar Karlsson. GalleriEhlemmur.is. Þverholti 5 Erling Þ.V. Klingenberg. Til 24. okt. Gallerí Stöðlakot Pétur Behrens. Til 24. okt. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Jón Axel. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Örn Ingi, Margrét Jónsdóttir, ljósmyndasýning, Arþúsunda arkitektúr. 31. okt. Gerðuberg Þorvaldur Þorsteinsson. Til 17. okt. Hafnarborg Kristín Þorkelsdóttir og Jóhanna Bogadóttir. Til 25. okt. Hallgrímskirkja Jón Axel Björnsson. Til 28. nóv. Hönnunarsafn íslands, Garðatorgi íslensk hönnun frá 1950-1970. Til 15. nóv. Byggðasafn Eyrarbakka, Húsið Klæðið fljúgandi. Til 31. okt. i8, Ingólfsstræti 8 Kristján Guðmundsson. Til 10. okt. Kjarvalsstaðir Hafsteinn Austmann. Borgarhluti verður til. Pat- rick Huse. Til 24. okt. Listasafn ASÍ Asmundarsalur og Gryfja: Ur djúpinu. Örverka- sýning á vegum FÍM. Arinstofa: Sýnishorn verka úr eigu safnsins. Til 24. okt. Listasafn Akureyrar Stefán Jónsson og Dauðahvötin, yfirlitssýning á vegum safnsins. Til 5. des. Listasafn Árnesinga Gísli Sigurðsson og Sigrid Valtingojer. Til 1. nóv. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudag kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Ljósmyndir Nan Golding. Helgi Þorgilsson. Til 24. okt. Tvær sýningar á verkum úr eigu safnsins. Til 28. nóv. Listasalurinn Man, Skólavörðustíg 14 Hjörtur Marteinsson. Til 17. okt. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Jónína Guðnadóttir. Til 17. okt. Mokkakaffi Einhverfir - heyrnarlausir: Sigurður Þór Elíasson, Gísli Steindór Þórðarson. Til 5. nóv. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Norræna húsið Ánddyri: Grafíkverk norska lista- mannsins Johns Thorrisen við ljóð Rolfs Jacobsen. Til 24. okt. Prinsessudagar. Til 31. okt. Nýlistasafnið Malin Bogholt, Anna Carlson, Maria Hurtig, Mauri Knuuti, Pia König og Leif Skoog. Bjarta og Svarta-sal: Luc Franckaert. Setustofa: Afmælissýning íslandsdeildar Amnesty International. Til 17. okt. One o one Gallerí, Laugavegi 48b Hljóðverk Páls Thayer. Til 9. nóv. Snegla listhús, Grettisgötu Samsýning 15 listamanna. Til 30. okt. Sjóminjasafn íslands, Hafnarfírði Sveinn Björnsson. Til 31. okt. Slunkaríki, ísafírði Færeysk myndlist: Olivur við Neyst. Til 29. okt. Sparisjóðurinn í Garðabæ, Garðatorgi Freyja Önundardóttir, Guðný Jónsdóttir, Gunn- hildur Ólafsdóttir, Ingibjörg Hauksdóttir, Jó- hanna Sveinsdóttir, Kristín Blöndal og Sesselja Tómasdóttir. Til 5. nóv. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suður- götu Handritasýning opin þriðjudag-föstudaga kl. 14- 16. Til 15. maí. TONLIST Laugardagur Hásalir, Hafnarfírði: Karlakór Akureyrar - Geysir. Kl. 14. Salurinn, Kópavogi: Karlakór Akureyrar - Geysir. Kl. 20.30. SunnudagurBústaðakirkja: Kammermúsíkklúbb- urinn: íslenska tríóið og Einar Jóhannesson, klar- inett. Kl. 20.30. Salurinn, Kópavogi: Chopin-vaka. Jacek Tosik- Warszawiak, Alina Dubik, Karolinia Anna Stycze'n. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Einsöngstón- leikar Elínar Huldar Árnadóttur sópransöngkonu. William Hancox. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Kór eldri borg- ara og nágr. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk: Bjartur, lau. 16., fim. 21. Ásta Sóllilja, lau. 16., fös. 22. okt. Glanni glæpur í Latabæ, sun. 17. okt. Fedra, sun, 17., mið. 30. okt. Borgarlcikhúsið Vorið vaknar, sun. 17. okt. Sex í sveit, lau. 16. okt. Fegurðardrottningin frá Línakri, lau. 16., fös. 22. okt. Pétur Pan, sun. 17. okt. Litla hryllingsbúðin, lau. 16. okt. Islenski dansflokkurinn: NPK, Maðurinn er alltaf einn, Æsa: Ljóð um stríð. Fös. 22. okt. íslenska óperan Hellisbúinn, lau. 16. okt. Loftkastalinn Hattur og Fattur, sun. 17. okt. SOS kabarett, lau. 16., fös. 22. okt. Bíóleikhúsið, Bíóborginni við Snorrabr. Kossinn, lau. 16. IðnóFrankie & Johnny, lau. 16., Fim. 21., fos. 22. okt. Kaffíleikhúsið Ævintýrið um ástina, sun. 17. okt. Tjarnarbíó Töfratívolí, lau. 16. okt. Möguleikhúsið Snuðra og Tuðra, sun. 17. okt. Langafi prakkari, sun. 17. okt. Hugleikur Völin & kvölin & mölin, frums. lau. 16. okt. Fim. 21. okt. Hafnarfíarðarleikhúsið Salka, eftir Halldór Lax- ness, frums. fös. 22. okt. Leikfélag Akureyrar Klukkustrengir, lau. 16. okt. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 1 ó. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.