Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 4
Sundnámskeið við sundskálann á Eiðinu. Jóhann Gunnar Olafsson sundkennari heldur á rólu, sem var hjálpartæki fyrir byrjendur í sundi. Kennarar og nemendur Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum sækja sand norður fyrir Eiði til múrhúðunar innan húss. HUGSJÓNAMAÐUR ( LANDITÆKIFÆRANNA HAUSTIÐ 1927 stigu á skipsfjöl nýgift hjón, Þor- steinn Þ. Víglundsson 28 ára gamall nýútskrifaður kennari og Ingigerður Jó- hannsdóttir sem þá var 25 ára. Ferðinni var heitið til Vestmannaeyja. Þau höfðu aldrei áður komið til Eyja en hann hafði verið skipaður í starf skólastjóra Unglingaskóla Vestmannaeyja. Það hafði spurst út meðal áhrifamanna í Eyjum að von væri á nýjum skólastjóra við Unglingaskólann. Þeir vissu að þessi ungi maður kom frá Norðfirði en það þótti ekki veita á gott í því pólitíska landslagi sem var í Eyjum á þessum tíma. Meira vissu þeir samt ekki og örugglega gerði enginn sér í hugar- lund hversu mikill styr átti eftir að standa um hugsjónir og lífsstarf Þorsteins Þ. Víglun- dssonar í Vestmannaeyjum næstu 40 árin þar áeftir. Nýi skólastjórinn hafði fengið um það bréf frá bamaskólastjóranum í Eyjum að Ungl- ingaskólinn væri starfræktur fimm mánuði á ári og að hér væri aðeins um vísi að skóla að ræða „og við vonum að með tímanum takist að gera úr honum skóla á tryggum grund- velli.“ Þorsteinn vissi þá reyndar ekki að tveir ágætir menn höfðu áður reynt að auka veg Unglingaskólans í Eyjum með litlum árangri þó. Þegar hann kom til vinnu daginn eftir komuna til Eyja vora einungis þrír dagar í skólasetningu. Þá höfðu 9 nemendur skráð sig í skólann en á annað hundrað unglingar á aldrinum 14-17 ára voru í Vestmannaeyjum á þessum tíma. Nýi skólastjórinn hélt strax á íúnd sóknarprestsins sr. Sigurjóns Araason- ar og kom þeim saman um að Þorsteinn mætti á fund hjá Verkamannafélaginu Dríf- anda og hjá bindindisstúkunni Báru og kynnti fyrirhugað starf Unglingaskólans. Þremur dögum síðar voru 22 nemendur mættir í kennslu í Unglingaskóla Vestmanna- eyja. Skólinn var aðeins starfræktur í fimm mánuði en þessi tími var vel nýttur. Á daginn fór fram kennsla en á kvöldin var félagsstarf í umsjá skólastjórans. Þegar leið á fyrsta mis- serið hófu nemendur undirskriftasöfnun og óskuðu eftir því við bæjaryfírvöld að námið yrði framlengt um 1 mánuð. Það fékkst sam- þykkt og var aldrei eftir þetta rætt um að skólinn starfaði skemur en 6 mánuði á ári. Laun skólastjóra Unglingaskólans voru lág og til að drýgja tekjumar hóf Þorsteinn að kenna við bamaskólann. Fljótlega varð hann var við að ekki var óalgengt að slorlyktina legði af drengjunum í bamaskólanum. „Þá varð ég líka þess áskynja, hvers kyns ljósu blettimir voru, sem sáust á boðöngum og krögum drengjanna. Þetta voru sem sé slor- mengaðar minjar eftir að hafa hrært í slor- körum og slógstömpum á morgnana í leit að lifrarbroddum, áður en farið var í skólann." Annars var kannski ekki að vænta í litlu fiski- þorpi en að allir legðu hönd á plóg til verð- mætasköpunar en skólamaðurinn fann snemma fyrir því að áhugi fyrir skólamálum var takmarkaður; það var viðhorf margra að EFTIR ÞÓR SIGFÚSSON Öld er liðin frá fæðingu Þorsteins Þ. Víglundssonar, sem kom til Vestmannaeyja frá Norðfirði og var a f sumum talinn heldur vafasöm send ing, en Þorsteinn varð með tímanum heiðursborgari í Vestmannaeyj- um. Hann hóf feril sinn þar sem „barnafræðari", síð- an varð hann skólastjóri Gagnfræðaskólans, stofn- andi Sparisjóðsins og Byggðasafnsins, ó þreytandi til hinstu stundar að vinna að bættu mannlífi. Þorsteinn Víglundsson tekur fyrstu skóflustunguna aö Safnahúsi Vestmannaeyja. alþýða manna þyrfti ekki á lestrar- eða reikn- ingskunnáttu að halda til að vinna allflest störf í verstöðinni Vestmannaeyjum. Þessi viðhorf voru ekki bundin við Vestmannaeyjar heldur ríktu þau víða um land um þessar mundir. Land tækifæranna Nýi skólastjórinn vann ýmis verkamanna- störf stærstan hluta ársins og gekk þá meðal annars í Verkamannafélagið Drífanda. Grun- semdir áhrifamanna um að pólitískar skoðan- ir unga skólastjórans væru andstæðar þeirra eigin reyndust þá á rökum reistar! Árið 1929 var haldinn opinn þingmálafundur í Eyjum. Þá stóð upp ungi skólastjórinn. Hann var snyrtilega klæddur, í hvítri skyrtu með stíf- um kraga og í jakkafötum með samlitu vesti. Þetta var í fyrsta skiptþsem hann stóð upp á opnum fundi í Eyjum. I ræðu sinni lét hann m.a. „nokkur hlýleg orð falla um samvinn- uhreyfinguna og nauðsyn þess, að sjómenn og verkafólk um land allt stæði saman, tæki höndum saman til eflingar verslunarsamtök- um almennings í landinu og um leið til styrkt- ar sínum eigin hagsmunum.“ Það var tim- burgólf í fundarsalnum og stappið í fundarmönnum og óp yfirgnæfðu unga skóla- manninn. Hann fékk að ljúka máli sínu og settist á meðal fundarmanna. Þá stóð upp þingmaður Eyjanna og lýsti því yfir að þessi „bamafræðari", væri greinilega „útsendari" dómsmálaráðherrans, sem einnig var þá kennslumálaráðherra. Strax eftir fundinn barst Unglingaskólanum bréf þar sem for- eldri sagðist taka barnið sitt úr skólanum og litlu síðar birtist pistill í Víði þar sem stóð skrifað: „Bolsaklíkan getur hrósað happi yfir því að hafa nú fengið þennan afdankaða leið- toga af Norðfirði til þess að flónskast hér á opinberum fundum.“ Uppnefnin voru helst „baraafræðari" eða „unglingafræðari" en í þeim titlum átti að felast spottið og fyrirlitn- ingin sem lýsti ríkjandi viðhorfum. I þessari orrahríð hlaut að brjótast í ungu hjónunum frá Norðfirði hvort þau væru á röngum stað og hvort nýi skólastjórinn ætti að kjósa friðinn og ef til vill þar með skólan- um gæfu og gengi. Áhugi áhrifamanna fyrir bamaskólanum var reyndar afar lítill þrátt fyrir að bamaskólastjórinn væri hvorld frá Norðfirði né talinn handbendi Jónasar frá Hriflu. Átti nýi skólastjórinn að þola þennan mótbyr eða halda upp á land að nýju og byrja í raun að nýju á lífsstarfinu? Þorsteinn segir sjálfur svo frá: „Smám saman fann ég það æ glöggar, að leynd áhrif hins mennilega æsku- heimilis míns orkuðu á viljann og hugsunina. Þar ríkti alltaf trúarhiti án alls þröngsýnis eða ofstækis. ... Aldrei að víkja frá góðum málstað." Hann varð þess Iíka áskynja að for- eldrar vildu mennta böm sín, hann hafði eign- ast trausta vini í Eyjum og hann vildi ekki gefast upp, þetta var hans fyrsta starf og ef þau flýðu af hólmi var óvíst hvort jafngóð tækifæri biðu þeirra. Á þessum fyrstu árum starfsævinnar varð þeim hjónum ljóst að þrátt fyrir mótbyr var þetta land tækifæranna fyrir hugsjóna- og skólamanninn, þama var mikið verk að vinna. Starfsskilyrði skólans voru mjög léleg 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 16. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.