Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Side 7
Tvær telpur eftir Jóhann Briem. Morgunblaðið/Kristján Svigar eftir Haraid Jónsson. DAUÐAHVÖT I (SLENSKRI MYNDLIST Sjónauki er yfirskrift ó röð yfirlitssýninga í Listasafni Akureyrar sem hefst í dag með sýningu ó verkum er Hjólmar Sveinsson heimspekingur og útvarpsmaður hefur valið. Hjálmar hefur valið verkin útfrá hugmyndum sínum um það sem hann nefnir „dauðahvötina" í íslenskri myndlist. HAVAR SIGURJONSSON ræddi við Hjálmar. Morgunblaðið/Ásdís „Spurning upp é líf og dauða,“ segir Hjálmar Sveinsson heimspekingur. TILGANGURINN með Sjónauka- sýningunum er að fá einhverja sem eru ekki að fjalla mikið um myndlist alla jafna til að skoða ís- lenska myndlist útfrá öðru sjón- arhorni en sérfræðingarnir beita alla jafna. Nálgun undir yfir- skriftinni „glöggt er gests aug- að“,“ segir Hjálmar. „Verkin eru öll í eigu Listasafns Reykjavíkur og fengin að láni á þessa sýningu. Það sem ég fór eftir við valið var tilfinning sem ég hef lengi haft gagnvart íslenskri myndlist. Mér hefur fundist ég merkja ákveðinn streng í íslenskri myndlist, sérstaklega landslagsmálverkum, streng sem fremur er svartur en rauður. Verkin sem ég hef valið eru umlukin þögn og mjög dimmleit. Yfir þeim hvílir dulúð. Oft er myndefnið fjöll og heiðar en þar sést engin manneskja. Sér- staklega voru það málverk Jóhanns Briem sem vöktu fyrst athygli mína á þessu. Jóhann finnst mér vera einn af bestu málurum þjóð- arinnar," segir Hjálmar. „Mörg verka Jó- hanns Briem eru lykilverk í þessari hugmynd minni um túlkun dauðahvatarinnar. Einkenni á mörgum landslagsmálverkum Jóhanns Briem er að manneskjurnar sem þar sjást eru nánast að renna saman við náttúruna. Þær snúa oft baki í áhorfandann og það er nánast eins og þær séu að yfirgefa mannheima, yfir- gefa menninguna og hverfa inn í náttúruna. Dauðahvötin er freudískt hugtak, sú tilhneig- ing sem hann sagði mjög djúpstæða í mann- eskjunni, að afmá eigin vitund, eigið sjálf og renna saman við náttúruna. Þetta er and- stæða alls sem kallast siðmenning og lífshvöt en engu að síður samkvæmt hugmyndum Freuds illviðráðanleg hvöt. Það eru til ótal sögur um þessa þrá eftir samruna við náttúr- una og það má finna ýmis dæmi um þetta í ís- lenskum skáldskap þó frægasta dæmið sé þegar Olafur Kárason hverfur upp á jökulinn og rennur saman við náttúruna." Það vai' kyrrt veður með túngli í hásuðrí og kaldri bldleitrí birtu. Hann stefndi beint til fjals. Neðra voi-u lángir brattar, efra tóku við altlíðandi mosaflesjur, síðan urðh-, loks óslitin fönn. Mynd túnglsins dofnaði þegar bh-ti. Yfh• hafinu var svartur veðramökkur í aðsigi. Hann heldur áfram inná jökulinn, á vit aftur- eldingarinnar, búngu af búngu, í djúpum ný- föllnum snjó, án þess að gefa þeim óveðrum gaum, sem kunna að elta hann. (Halldór Lax- ness) Hjálmar hefur valið verk á sýninguna sem spanna hina rúmlega 100 ára gömlu opinberu íslensku myndlistarsögu ágætlega. Elstur er Þórarinn B. Þorláksson og yngstur er Har- aldur Jónsson en aðrir málai'ar sem Hjálmar hefur valið eru Jóhann Briem, Ágúst Peter- sen, Hringur Jóhannesson, Jóhann Eyfells og Georg Guðni. „Mér finnst ég sjá jafngreini- lega þrána eftir hinni algjöru kyrrð í verkum Haraldar og Þórarins B. þó heil öld skilji á milli þeirra. Það sem ber uppi verkin er þver- stæðan sem felst í þránni eftir algjörri kyrrð en um leið eru málverkin afurð menningar- innar.“ Dýrkun öræfanna „Verkin sem valin hafa verið á þessa sýn- ingu eru öll dimmleit og hjúpuð þögn. Það er meira segja vafasamt hvort hægt sé að kalla myndir Þórarins B. Þorlákssonar, Ágústs Petersen, Guðrúnar Kristjánsdóttur og Ge- orgs Guðna landslagsmyndir; þær virðast miklu frekar túlka einhvers konar hugará- stand. Þær eru á vissan hátt afneitun menn- ingarinnar sem hefur þó getið þær af sér og það liggur við að þær biðjist afsökunar á mennsku sinni. Auðvitað er mótsögn fólgin í slíkri afstöðu en hún endurspeglar á sinn hátt mótsögnina í afstöðu margra Islendinga, ekki síst listamanna, til þess sem kallað er „ör- æfi“. Öræfin, það felst í orðinu sjálfu, eru andstæða lífsins og þar með listarinnar. Já, öræfin eru samkvæmt skilgreiningu mann- fjandsamleg og dýrkun þeirra, sem hefur orðið svo áberandi upp á síðkastið vegna virkjunaráforma, er lúxus þeirra sem búa víðs fjarri þeim í öruggu skjóli. Þar með er ekki sagt að slíkur lúxus sé ámælisverður eða hann beri endilega vott um firringu eða sið- ferðislega hnignun borgarbúans. Þvert á móti, þetta er lúxus sem á sér djúpar rætur í mannlegu eðli; lúxus trúarlegrar reynslu og lúxus dauðans.“ Þráin eftir endurfseðingu Hjálmar segist hafa leitað markvisst að verkum sem staðfestu hugmyndir hans um dauðahvötina. En er hann að draga saman í eina sýningu þunglyndislegar og svartsýnar myndir úr íslenskri myndlistarsögu? „Nei, ekki endilega. Dauðahvötin er nefni- lega rómantísk. Hin algjöra sameining kyn- ferðisleg. Eitt tilbrigðið er að rúlla sér upp úr dögginni á Jónsmessunótt. En þetta sem ég er að gera með vali mínu snýst líka um hugtök í heimspeki eins og t.d. kenningar Rousseaus um að maðurinn sé í eðli sínu náttúrubam og siðmenningin hefði spillt honum og gert hann vondan. Nietzsche hélt því aftur á móti fram að maðurinn, öfugt við dýrin, væri ekki búinn neinum eiginleikum eða eðlisávísunum sem gerðu honum kleift að lifa i náttúrunni. Hann væri í raun algjör- lega berskjaldaður fyrir innri hvötum og ytri áreitum og væri þess vegna nauðugur einn kostur að búa sér til það umhverfi sem við köllum menningu. Afturhvarfið til náttúr- unnar sem Rousseu boðaði er auðvitað blekking en þráin eftir einhvers konar sam- runa við náttúruna virðist engu að síður verða áleitnari eftir því sem hið tilbúna um- hverfi menningarinnar breiðir úr sér.“ Hjálmai' tekur dæmi um frægan gjörning þýska listamannsins Joseph Beuys árið 1971 er hann nefndi Bog action. „Beuys hljóp yfir blauta mýri og sökk þar upp að hnjám, síðan upp að mitti og hvarf að lokum alveg í mýr- ina sem er dimm og blaut og mjúk eins og móðurkviður. Ekki fylgir sögunni hvernig honum tókst að komast upp úr henni aftur en það er freistandi að túlka gjörninginn sem táknræna endurfæðingu. Þráin eftir hinum algjöra samruna er oft samfléttuð fyrirheiti um endurfæðingu hvort sem hún á sér stað niðri í mýri eða uppi á jökli í miklu sólskini." íslenska tilbrigðið „Harmleikur mannsins er að vera ekki eðlilegur hluti af náttúrunni og það er fyrst og fremst vitund mannsins sem myndar þessa hyldýpisgjá á milli. Til að má út vit- undina verður að deyja. íslenska tilbrigðið við þessa þrá eftir hinum algjöra samruna birtist t.d. í myndum Georgs Guðna þar sem hann virðist vera orðið eitt með náttúrunni. Þar sést engin manneskja, það er ekkert eft- ir.“ En felst þá í þessari dauðahvöt einhver angi af löngun til sjálfsvígs? Löngun til að deyja? „Já, auðvitað,“ segir Hjálmar. „Það er ekki til ein einasta manneskja sem ekki hef- ur íhugað sjálfsmorð sem möguleika. Ef það er til eitthvað eitt sem einkennir manninn og mennskuna yfirleitt þá er það hugsunin um sjálfsmorð. Þetta er ekki bara hugarleikfimi heldur spurning upp á líf og dauða. Hverfa aftur oní mýrina. Islenska aðferðin við að fyrirfara sér hefur gjarnan verið að ganga i sjóinn eða hverfa til fjalls. Þar er verið að ganga á vit náttúrunnar og má út vitundina í bókstaflegum skilningi,“ segir Hjálmar og vitnar að lokum í þýðingu sína á ljóði eftir þýska skáldið Gottfried Benn sem hann orti 1914. 0, að við sem frvmfeður okkar værum, klessa af slúni á volgum mýrarslóðum. Líf og dauða, getnað og fæðingu við bærum fram sem straum af vessum hljóðum. Pangblaðka, sandhóll eða sjávarlöður sem hrannast upp í þungum byl. Jafnvel bjölluhaus eða fuglsfjöður væri ofmikið og fyndi svo til. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.