Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 12
Bakveggur veitingaálmunnar nær út úr húsinu, en hann er hlaðinn úr söguðum hraunhellum. geislar sólarinnar bregða sér í morgunleik- fími. Þá sést til dæmis að hraunhóll, sem fyr- ir var í slakkanum, var látinn standa og hann myndar fallega hrauneyju sem gestir geta gengið umhverfís á trébrúm. Umhverfismótunin fólst einnig í því að tveggja mannhæða djúp tröð var grafin í hraunið frá bílastæðinu og kemur á óvart að mannvirki Bláa lónsins sjást alls ekki þaðan. Tröðin sveigist eftir hraunlautum frá bíla- stæðinu að húsinu og gestir Bláa lónsins verða að ganga síðasta spölinn. Þeir ættu sannarlega að geta notið návistar við hraun- ið báðum megin traðarinnar, en þetta geng- ur reyndar þvert á þá hugmynd að bílastæði þurfi helzt að vera sem næst húsdyrum til þess að enginn gangi neitt að óþörfu. Grímur Sæmundsen læknir hefur verið framkvæmdastjóri Bláa lónsins h/f frá stofn- un þess 1992 og hann hefur borðið hita og þunga af skipulagningu og framkvæmd. Hugmyndin var búin að gerjast í langan tíma, en aðal arkitekt var Sigríður Sigþórs- dóttir. Verkið var unnið á Vinnustofu arki- tekta ehf þar sem einnig komu að því arki- tektarnir Hróbjartur Hróbjartsson, Richard Olafur Briem og Sigurður Björgúlfsson. Síð- ar komu að umhverfishönnuninni Ólafur Melsted og Hermann Georg Gunnlaugsson, báðir landslagsarkitektar. Þeir áttu sinn þátt í að móta umhverfið ásamt Sigríði Sig- þórsdóttur sem þar var fremst í flokki. Framkvæmdin var einskonar „Blitzkrieg" eða leifturstríð eins og þýzkir segja. Byrjað var í marz 1998, en húsið tekið formlega í notkun 15. júlí síðastliðið sumar. Þetta er ótrúlegur hraði á flókinni framkvæmd. Nú er lónið bláa ekki lengur afrensli frá stöðvar- húsi Hitaveitu Suðurnesja, heldur er jarð- sjór tekinn beint í lögn inni í orkuverinu og leiddur í nýja lónið, 160 gráða heitur og und- ir og undir fimm loftþyngda þrýstingi. Lónið er að flatarmáli 5000 fermetrar og allt mannvirkið, húsið, lónið og umhverfismótun- in, kostaði um 500 milljónir króna. Jarðgufubað í tilbúnum smáhelli er vin- sælt og inn í annan helli er hægt að synda; einnig út í lónið úr innilauginni. Eitt af því sem þótti töfrandi við gamla Bláa lónið var gufan. Hefði áreiðanlega þótt vanta gott orð í sálminn ef gufustrókamir sæust aðeins í fjarlægð. En við því var séð. Ekki með því að leiða gufuna á nýja staðinn, heldur var jarð- sjór leiddur í hólma í lóninu þar sem til hefur orðið gufuhver og baðar bæði húsið og lónið í gufu eftir því hvemig vindurinn blæs. Þetta var tæknileg nýsköpun og einn meg- in áhættuþátturinn. Heiðurinn af þessu eiga Jónas Matthíasson verkfræðingur og Alfreð Albertsson aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suð- umesja. Það var áhyggjuefni að hraunbotninn, svo gljúpur sem hann er, mundi gleypa vatnið. Botn lónsins var þéttaður með sandi, en raunar hafði orðið nokkur þétting með því að affall frá gamla lóninu hafði rannið í slakk- ann. Náttúraleg niðurföll utan lónsvæðisins taka síðan við vatninu. Smám saman er verið að hleypa vatni í lautir sem liggja norðan að húsinu og láta þær þéttast. Samstarf Sigríðar Sigþórsdóttur og Gríms hófst snemma í þessu ferli, segir hann. Sig- ríður var búin að afla sér mikillar þekkingar á áhrifum Bláa lónsins á byggingarefni og þessvegna varð ofaná að nota brasilískan ja- tóba-við í allt tréverk. Hann er gífurlega harður; að saga hann er eins og að saga stein- steypu. Þetta er afar dýr viður, oft notaður í bryggjur og brýr því endingin er góð og þetta tréverk á þrátt fyrir ágang gufunnar og seltu frá jarðsjónum að endast tvo næstu ára- tugi. Burðargrind hússins er hinsvegar úr stáli. Húsið er tvískipt; annarsvegar er baðálm- an með búningsherbergjum á tveimur hæð- um og innilaug, en hinsvegar stór veitinga- salur með glervegg sem snýr út að lóninu; einnig ferðamannaverzlun. Ur veitingasal er gengið upp á efri hæð; þar era m.a. skrifstof- ur og rúmgóður fundarsalur. Flatarmál húss- ins er 2700 fermetrar, en talan segir þó ekki allt um stærð þess því mikil hæð er undir loft í allri veitingaálmunni. Það sem fyrst vekur athygli innandyra er að annar langveggur veitingaálmunnar er hlaðinn úr hraunhellum. Tekið var hraungrýti af svæðinu og sagað í 10 sm þykkt. Það var mikið verk sem starfsmenn verktaksns, Verkafls, inntu vel af hendi. Bakatil eru hraunhellurnar bundnar með steinsteypu. A gólfunum í veitingaálmunni era grágrýtishellur og var sá efniviður sóttur austur í Hranamannahrepp. Að utanverðu má segja að jatóba-viðurinn og gler séu í að- alhlutverki og stendur hvorttveggja fallega með hraunhelluvegg sem nær út úr húsinu, svo og ljósum steinsteyptum vegghlutum sem snúa að lóninu. Þeir era múraðir með sérstakri múrblöndu sem tengir bygginguna við kísilútfellingarnar. Hægt er að taka á móti 900 manns í einu í Bláa lónið, ef notaðir era úti-búningsklefar. Aðsóknin var þó slík í sumar að þessi aðstaða dugar vart þegar mest er um að vera, en 60% allra erlendra ferðamanna á síðastliðnu sumri komu í Bláp lónið. Aukningin liggur þó ekki sízt í því að Islendingar fjölmenntu meir en áður á staðinn. Hugmyndin er að láta ekki hér við sitja, heldur er hafinn undirbúningur að byggingu heilsulindarhótels við Bláa lónið. Það verður byggt inn í hraunbrúnina sem gnæfir yfir lónið að sunnanverðu; látið falla að umhverf- inu eins og kostur er. Þar verður auk fjöl- þættrar fegranar- og heilsuþjónustu vegleg funda- og ráðstefnuaðstaða, svo og a.m.k. 100 gistiherbergi. í tengslum við þetta heilsu- lindarhótel verður meðferðarstöð fyrir húð- sjúkdóma, en nú þegar er starfandi göngu- deild fyrir fólk með húðsjúkdóma við Bláa lónið. Vart er hægt að hugsa sér heppilegri stað fyrir slík náttúragæði sem Bláa lónið er en einmitt á Reykjanesskaga, í næsta nágrenni við Keflavíkurflugvöll og aðeins rúmlega hálftíma akstursleið frá höfuðborgarsvæðinu. Með Bláa lóninu er gert út á hreinleika, heilsubót og náttúravemd. Aðsókn og frá- bærar undirgektir gefa góða vísbendingu um arðbæran rekstur. Olíkt er það hugnanlegra keppikefli en stóriðja, sem virðist orðin að þráhyggju hjá stjórnmálmönnum. AF FUA, DRITA, BARTA OG LAKA OG ÖÐRU BÓK- MENNTAFÓLKI EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Skrif þeirra frönsku höfunda sem hvað hæstgnæfa nú á bókmenntastallinum eiga sér rætur í þeirra menningu á öldinni, en alls engar hér nema fyrir hræðslugæði manna sem láta stjórnast af ótta sínum við að missa af Dróun sem þeir trúa að sé í gangi í cringum þá. FRÁ því á tíð Fjölnismanna, á fjórða áratug 19. aldar, og fram á miðja 20. öld valdi íslenska þjóðin rithöf- undum sínum verkefnin jafnframt því að hún háði baráttu fyrir sjálf- stæði sínu. Eftir það dró úr kröfum til skálda og rithöfunda, þeim að þeir mærðu bændastéttina eða verkalýðsstéttina í landinu, samkvæmt forskrift. Upp úr miðri öldinni hófst tilvistarkreppa meðal skálda og rithöfunda af þessum sökum. Efnisföng og úrvinnsla skáldverka varð að því skapi óljós og formtilraunir, sem ekki gengu upp, vitnuðu einnig um tilvistarvandann. Á þessum sama tíma, síðari hlutar aldarinn- ar, urðu róttæk umskipti á þjóðfélaginu ís- lenska, frá bændaþjóðfélagi til borgaral- egs, frá samfélagi sem byggt var á goðsögulegum granni til rökstudds kerfis íslenska upplýsingasamfélagsins sem nú stýrir og styður við líf sérhvers Islendings. Hið goðsögulega feðraveldi réði íslensku þjóðinni þar til kerfið tók við á árunum þegar 68-kynslóðin komst til manns. Fram að því réði forræðishyggja feðranna til- finningamálum Islendinga, veraldlegum sem andlegum. í krafti persónuleika síns réðu einstakir menn stjórnmálum þjóðar- innar sem bókmenntamálum; menn sem þjóðin sá í goðsagnalegri hillingu, og léku hið goðsögulega hlutverk landsföður. Virðulegt ættemi reyndist einnig drjúg vegtylla, auk leikarahæfileika, og þá helst karlleggurinn. Á þingi sátu endalaust drýgindalegar pabbatípur sem við strákar kölluðum Gunna Thor. og Óla Jó. og þeir sáu um búreikningana. Enginn gat keypt sér útvarpstæki, svo dæmi sé tekið, öðru vísi en af ríkiseinokunarverslun sem mið- aði tækjakostinn við hvað taldist skynsa- mleg innkaup ríkisins hverju sinni - t.d. hvort Viðtækjaverslun ríkisins skyldi bjóða landsmönnum eingöngu rússnesk eða tékknesk viðtæki vegna viðskipta- samninga við austurblokkina. Bókmennta- vitundin var ríkisrekin af Menningarsjóði með Helga Sæm. og Einar Laxness í farar- broddi, auk annarra. Meira að segja lækn- ar áttu vinsældir sínar undir því hversu pabbalegir þeir vora. íslensk þjóðernisvitund, byggð á for- ræði landsfeðra, svo í bókmenntum sem á öðram sviðum, hefur á síðari hluta aldar- innar tekið á sig nýja mynd lýðræðislegrar félagsvitundar. Á meðan á þessum um- skiptum stóð lifðu íslensk skáld og rithöf- undar krepputíð sem tók til flests sem höf- undarmál áhrærði. Á þessum tíma var ljóðmálið í endurnýjun, formbylting fór fram, en jafnframt rýrðist innihaldið svo mjög, eftir markvissa erindisgerð forfeðr- anna á aðra öld, að í dag er óljóst hvort telja skal ljóðagerð á líðandi stund myndl- ist í orðum eða tiltal skálds. Og formið er duttlungar einir. Meðan á þessum róttæku þjóðfélags- breytingum stóð hélt klíka gagnrýnenda uppi vamarbaráttu fyrir menninguna eins og það hét. Jafnframt því að rithöfundar týndu tilvistargrundvellinum, og sneru sér að öðrum málum eða tóku upp mímuleik, eftirhermu íyrritíðar ritmennsku, mynd- uðu nokkrir gagnrýnendur skjólvirki sín í milli um metnað sinn að standa af sér breytingamar og tilvistarkreppu rithöf- undanna. I meðföram þeirra umbreyttist ást fyrirrennaranna á bókmenntum í fíkn og ósjálfræði, en hafði verið sjálfstætt og djarft tilfinningasamband landsmanna og þjóðarvitundar. Jafnræðissamband manns og bókar, lífshyggja Stephans G. Step- hanssonar, vék fyrir fíkilssambandi nautnamanns undir aðhaldi stofnunar og kerfis. Neikvæðar tilfinningar í bland við hræðslu og úr sér vaxnar frumhvatir urðu að fjötran við djöfullegan húsbónda. Og við það situr. Sá sem nú gnæfir á stalli bókmenntamanna þjóðarinnar, Foucault, komst til sjálfs sín, samkvæmt ævisögu hans, þegar friðill hans hafði það af að koma hnefa sínum inn í endaþarm hans. Þá hámarkaðist nautnin. „Gefðu mér veröldina aftur“ heitir ritgerð sem Háskóli íslands gaf út í fyrra og er vitnisburður um slíkt ástarsamband „sjálfsins" og þessa tískuhöfundar bókmenntadeildar skólans þessi árin. Þeir Fúi, Driti, Barti og Laki, tískuhöfundar íslensks bókmennta- fólks, nauðga tilfinningum lesenda sinna af þeirri taktvísi að minnir á s/m stúdíó. Kúnstugar málalengingar sem engan enda taka, stílfærðar hugsanir annarra manna sem kæfa með stílfærslunni röksemdir og vit þéirra manna umræðulaust o.s.frv. Slík eru skrif þessara frönsku höfunda allra, og eiga sér jarðveg í menningu þeirrar þjóðar á öldinni, en alls engan hérlendis nema fyrir hræðslugæði manna sem láta stjórn- ast af ótta sínum við að missa af þróun sem þeir trúa að sé í gangi kringum þá. Þeir Foucault, Lacan, Derrida og Bart- hes eru perrar. Rithöfundurinn og þjóð- málagagnrýnandinn Gore Vidal er hins vegar bara hommi og hefur aldrei komist á blað í bókmenntadeild Háskóla íslands. Á þessu tvennu er munur. Ovirðing líka- msburða og mannvits vex fram úr vald- semi fyrmefndra og kynlífið lýtur sömu reglu og mannsins í runnanum sem svalar hvötum sínum með eggvopn við háls þess sem undir liggur. Lesendur þessara höf- unda eru reyrðir niður af samskonar sefj- andi þrálæti málrófs sem týnt hefur vitinu. Orðaspuninn er vefir tómleikakenndar sem þeim er mikilvægt að viðhalda við af- brigðilegar aðstæður. Heil kynslóð vændisfólks meðal rithöf- unda og bókmenntafræðinga óx upp úr þeim jarðvegi sem hér hefur verið lýst. Eftir að höfuðbólið fór í eyði settust þar að perrar og vændisfólk. Guðbergur Bergs- son hefur lýst þessu ástandi best allra manna með ritum sínum. Höfundur er rithöfundur. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.