Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 15
Náttstaður í Hekluhrauni. Blár silkikoddi frá Bedúínum og leynibókin. Á leið yfir hraunin í átt til Heklu: „Ég var komin í það ástand að langa til að verða útilegustelpa sem veður straumhörð fljót, grípur silung sér til matar og gðlar á túrista." Klettur uppi á Bjólfelli faerður í kjól. Á Heklu: Muggur Sverrisson, Björk frá Selsundi oggreinarhöfundurinn. sinni sem oftar í hrauninu, settist niður, horfði á fjallið og tók eftir einu sem ég veit ekki hvort er vogandi að segja frá. Eða hvernig á segja það. En ég sá að íjallið var lifandi. Já. Það andaði, svona rétt einsog líf- vera, hófst og hneig. Kannski er Hekla líf- vera sem gýs þegar hún verður ástfangin. Nei, ég ætla nú ekki að skálda neitt, koma með líkingar eða upphefja þessa sýn. Eg einfaldlega sá að fjallið var lifandi, ég sem hafði hingað til haldið að fjöll væru að mestu steindautt grjót, sum flott í laginu og gaman að klifra uppá þau. Auðvitað er náttúran hlaðin orku, en þetta var eitthvað meira en það, hreint ekki ósvipað einsog að horfa á lifandi manneskju, hest eða kött, nema að þetta var fjall. Seinna þegar ég fór í eina af heimsóknum mínum í Selssund, fann ég þegar ég keyrði inní segulsvið fjallsins og spurði Sverri bónda hvort það gæti verið rétt. Það er eins og honum fínnist ekkert dularfullt um leið og allt verður þrungið duiúð í návist hans, hann gaf sosum ekkert sérstakt út á þetta, en sagði að allir áttavit- ar rugluðust í návist fjallsins. Ég varð fyrir annarri undarlegri reynslu undir Heklurót- um þessa daga sem ég dvaldi í Syndaselinu. Þá hafði ég verið að skottast úti allan daginn í kjólnum með bókina mína, stundum tyllti ég mér niður, teiknaði mynd eða skrifaði hugleiðingar. Ég var komin í það ástand að langa til að verða útilegustelpa sem veður straumhörð fljót, grípur silung sér til matar og gólar á túrista. Ég var alvarlega að hugsa þetta þegar ég var að klöngrast upp eitt af þessum fjöllum sem umkringja Heklu. Hitinn var tuttugu stig einsog hina dagana. Þar sem ég nennti ekki að bera mikið nesti, var mangóávöxtur það eina sem ég hafði matarkyns og þegar ég komst á toppinn, settist ég á stein, tók upp hníf, skar hýðið utan af ávextinum, fékk mér bita og BANG! Heimurinn opnaðist í sprengingu. Það fór straumur um mig alla, öll skilning- arvit urðu næmari og ég sá landið í nýju ljósi, litirnir urðu skýrari, birtan magnaðri, útsýnið stórbrotnara og Hekla auðvitað mesta krúttið. Allt af einum bita. Þama skildi ég loksins söguna í aldingarðinum Eden. Þessar upplifanir eiga sér kannski rætur í því að eftir þennan einveruþvæling í náttúr- unni, er komið á beint samband, það var enginn nema ég og Hekla og það sem varð til á milli okkar. Og í svona góðu sambandi opnast inní sálina og sálina í náttúrunni. Sálin sameinuð líkamanum, í staðinn fyrir að kúldrast í þessu eina herbergi sem hún verður oft að láta sér lynda. Og einsog sálin var sameinuð líkamanum, var ég sameinuð náttúrunni. Einsog ég hefði tapað mér til að finna mig uppá nýtt, það er kannski þá sem maður skynjar frummyndina af sjálfum sér, myndina á bak við. Og líkamleg áreynslan magnaði þetta upp. Og kannski var það mangó-bitinn sem var hápunkturinn, sem hnýtti þræðina saman, svo veröldin opnaðist í blússi. Blissblúss. Svona liðu þessir dagar þangað til þessi veruleiki varð einsog draumur. Eða hvað. Kannski leiðsla. Þessi leiðsla sem manneskj- unni er svo nauðsynlegt að komast í. Og þá er eitthvert leiðarhnoða sem býr til þessa leiðslu og í leiðslunni fær maður hugljómun, sælu, múrarnir brotna, maður bara ER. Svona verður maður einsog fábjáni að reyna að koma þeirri reynslu sem maður verður fyrir úti í náttúrunni í orð. (Það er kannski bara eins gott að drekkja þessu öllu eða stejpa yfír þetta.) I bakaleiðinni kom ég við í Selssundi í fyrsta sinn og sagðist vera komin og var sagt hvar lykillinn væri falinn ef þau væru ekki heima og ýmsa aðra leyndardóma fékk ég að vita og fékk þessa dularfullu tilfínn- ingu að ég væri komin heim en það hefur líka eitthvað með hjartað að gera. Upp frá þessu fór ég að venja komur mínar þangað og eitt haustið varð ég svo fræg að fara í svokallaðar Hraunaleitir, þá er smalað í hrauninu norðan megin við sem er úfið og illt yfirferðar. Mér hefur reyndar ekki verið boðið oftar í svoleiðis ferð. Eitt sumarið fór ég með Magnúsi Hauki bróður mínum í dagsferð uppá Selssundsfjallið sem teygir sig einsog langur rani út úr Heklu. Og við kynntumst auðvitað á nýjan hátt einsog fólk gerir jafnan í fjallgöngum og hann trúði mér fyrir kjarnasögunni í lífi sínu. Það fór að líða að því að ég myndi klífa sjálft eldfjallið, núna þegar ég hafði prílað uppá öll fjöllin í kring, en mér fannst Hekla vera þannig fjall að ég myndi ekkert æða uppá hana, fyrr en ég hefði kynnst henni að ráði. Það voru liðin fjögur ár frá því ég dvaldi í Syndaselinu þegar ég kom í Selssund eina helgina í júlí í fyrra. Þann dag var steikjandi hiti og sól, og um kvöldið æxlaðist svo til að við ákváðum að fara á Heklu, ég, Muggur og Björk. Við tókum með harðsoðin egg, appelsínur, súkk- ulaði og kaffi á brúsa, og auðvitað fjallakjól- inn minn. Það var orðið kvöldsett, við lögð- um af stað um tíuleytið og myndum vera komin upp um miðnætti. Nóttin var björt og sól enn á lofti, einhverstaðar yfir Langjökli. Það kom í ljós að það hafði verið þjóðbraut uppá Heklu þennan dag, um hundrað manns höfðu lagt leið sína á fjallið en fáir voru á ferli þegar okkur bar að og við hittum bara fólk sem var á leiðinni niður. Við tróðum vikur og snjóskafla áður en við komum upp. Svo vorum við komin upp. Ég verð að játa að mér varð ekki um sel. Fjallið var þá lif- andi. Ég fékk á tilfinninguna að hún gæti rifnað upp með rótum þegar minnst varði, enda á hún það vist til að hafa á sér lítinn fyrirvara. A toppnum var allt kolbikasvart, mjúkt og heitt, og rjúkandi. Á fjallstoppnum er stór, funheitur gígur sem rýkur stans- laust úr og hjá honum er svo heitt að þai- má spæla egg með smá ýkjum. Það var kominn hrollur í okkur eftir gönguna, svo við sett- umst í gufumökkinn á gígbrúninni, borðuð- um þetta afbragðs nesti og vorum einsog agndofa álfar. Það gerði líka útsýnið, sjáðu til. Við vorum ekki bara uppi á sjálfri Heklu, eldijalli allra eldfjalla á Islandi, heldur var sumarnótt sem helltist yfir heit og hljóð, og ellefujöklasýn. Þeir röðuðu sér kringum drottninguna, hvítir og tignarlegir einsog loðfeldur um háls hennar. Og við vorum bæði hátíðleg í bragði og með viðeigandi fíflaskap, hringdum nokkur áríðandi símtöl, dönsuðum, hrópuðum, hvisluðum og þögð- um og ég fór í kjólinn Heklu til heiðurs. Svo gerðum við „ritúal" sem er kjörið að gera uppá fjöllum, þá stingur maður fótunum niður í iður jarðar og teygir hendurnar lengst upp í himinninn og hrópar af öllum lífs- og sálarkröftum: Ég er til. Þá opnast inní fjallið. Líka fjallið í sjálfum manni. Seisei. Á leiðinni niður fann _ég eina litaða steininn á kolsvörtu fjallinu. Ég heimtaði að fá að bera hann niður þrátt fyrir mótbárur Muggs og Bjarkar sem reyndar hjálpuðu mér svo. Mig langaði mest til að gefa Svölu hann en meira til að eiga hann sjálf, sem líka var viss sigur. Þetta var appelsínugulur steinn og rauður, tíu kíló að þýngd og gettu hvað: Hann var eins og hjarta í laginu og ljónshöfuð: Ljónshjarta. Var þetta tilviijun eða heyrði ég spunahljóð örlagaþráðanna? í það minnsta augljóst vitni um sanna drama- tík. Höfundurinn er skáld í Reykjavík. SNORRI ÞORSTEINSSON Á FJÖLLUM Haust á Héraði: Hæðir síðklæddar úrhelli og úfín vötn á heiðinni veðurbarðar tóftir vitna um gleymda önn. Geitasandur grár og svartur. Herðubreið hulin sýn ogsjá frá hæðarbrún: mólendi á litklæðum tvöfaldur regnbogi djúpbláar vakir á himni Möðrudalur - hið eina byggða ból - baðaður sólskini. í Víðidal hamast haustregnið. Höfundurinn býr í Borgarnesi. 5, KRISTJÁNJ. GUNNARSSON Milljón prósent Skáldskapur einsog kapítalismi miðast við hámarksgróða af lágmarksframlagi sem sagt að túlka altumlykjandi hugsun án orða. Ótrygg var gangan um álagaskóg, þarástin oggrimdin í afdölum bjó hún var skógarhindin sem heillaði ogseiddi, hann var myrkviðstígurinn sem tældi og veiddi. Sorti Háa yfir Hraundranga hrásvalt gengur úlfgi'átt yggiiský um himinvegi. Bráhýr því eigi blikar né skín ástarstjarnan staka. Vart mun lengur vegna þín vert aðvaká. Höfundurinn er fyrrverandi fræðslustjóri í Reykjavík. r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.