Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 9
Skotinn James B. Ferguson prentari er talinn hafa kennt íslendingum fyrstur manna knatt- spyrnu í lok 19. aldar. Rekja má stofnun Fót- boltafélags Reykjavíkur til þess áhuga sem hann vakti á íþróttinni. Friðrik Friðriksson Þorsteinn Jónsson Friðrik stofnaði KFUM 2. janúar 1899. Myndin var tekin af honum í Danmörku á fyrsta áratug þessarar aldar. Þorsteinn gerðist meðlimur KFUM í febrúar 1899. Hann telst til helstu frumherja KR en var aðeins 11 ára gamall um það leyti sem Fótboltafélag Reykjavíkur var stofnað. í greininni er bent á hversu hæpið sé að reikna hann sem formann félagsins frá upp- hafi svo sem hefð er orðin fyrir. boltafélags Reykjavíkur fyrstu árin voru einnig um tíma meðlimir Rristilegs unglinga- félags, þar af höfðu að minnsta kosti fimmtán þeirra gjörst meðlimir fyrir júní árið 1900. Þeir voru: Arni Einarsson, Bjarni Ivarsson, Davíð Olafsson, Geir Konráðsson, Guðmund- ur Guðmundsson, Guðmundur Stefánsson, Guðmundur Þorláksson, Guðmundur Þórð- arson, Jón Björnsson, Pétur Halldórsson, Pétur Arni Jónsson, Sigurður Guðjónsson, Símon Þórðarson, Þorkell Guðmundsson og Þorsteinn Jónsson. Árið sem KFUM tók KR í fóstur Eins og frétt mánaðartíðindanna gefur til kynna höfðu drengirnir af sjálfsdáðum hald- ið uppi æfíngum um nokkurt skeið áður en þeir ákváðu að fella æfingar sínar undir merki Kristilegs unglingafélags. Þetta vekur óneitanlega þá forvitniiegu tilgátu að hér hafi svonefnt Fótboltafélag Reykjavíkur ein- faldlega verið innlimað í KFUM og gert að sérstakri starfsgrein innan félagsins um skeið. Það virðist að minnsta kosti afar hæp- ið að gera ráð fyrir því að um tvö aðskilin fé- lög hafi verið að ræða því skjöl í fórum KFUM staðfesta með óyggjandi hætti að ekki færri en tíu þeirra sem í afmælisriti KR eru taldir til fyrstu sautján frumkvöðla KR stóðu einnig að baki fótboltafélagi því sem fylkti sér undir merki Krístilegs unglingafé- lags árið 1900. Á það má líka benda að Friðrik Friðriks- son nefnir að Ólafur Rósinkranz hafi verið piltunum innan handar við æfingar. Styður það enn frekar þá tilgátu að það sem menn hafa nefnt „Fótboltafélag Reykjavíkur" var orðið „fótboltafjelag á grundvelli K.F.U.M."2 í júní árið 1900. Var þessi skipan mála sam- þykkt á sérstökum fundi sem Friðrik boðaðj til og haldinn var þriðjudaginn 19. júní. í kjölfarið gengu í gildi „Lög fyrir fótboltafjel- ag Kristilegs unglingafjelags" þar sem sagði í markmiðsgrein að tilgangur félagsins væri Thingvalia hét þetta stolta, danska fley og hljóp af stokkunum hjá Burmeister & Wain 1874. Skipið var í förum til ársins 1900, en þá selt til Noregs þar sem það eyðilagðist. DÖNSK SIGL- INGASAGA V EFTIR JÓN Þ. ÞÓR „að æfa meðlimi sína í reglulegum fótbolta- leik og styðja með því að siðsamri og hollri skemmtan." Gerðu lögin ráð fyrir að félaginu væri stjórnað af þriggja manna stjórn í sam- ráði við Friðrik. Félagar í fótboltafélaginu gátu þeir einir orðið sem voru jafnframt fé- lagar í Kristilegu unglingafélagi en þeir sem ekki voru fermdir þurftu auk þess „að sýna skriflegt leyfi frá foreldrum sínum“ um að þeir mættu vera með. Af elstu gjaldabók Friðriks Friðrikssonar má einnig sjá að Friðrik hefur fært gjöld og tekjur fyrir „Fótboltafjelagið" strax frá febr- úar árið 1900 og út júnímánuð sem sýnir að fótboltafélagið var komið í tengsl við Kristi- legt unglingafélag alllöngu áður en það gekk formlega „inn sem liður í Kristilegu ungl- ingafjelagi undir fastri og góðri stjóm.“3 Eru í gjaldabók Friðriks meðal annars færð til gjalda skrifbók, rúgolía, reimar og annar við- gerðarkostnaður, en einnig tekjur af stofnfé- lagsgjöldum níu pilta. Hefur rúgolían sjálf- sagt verið notuð til að verja boltana fyrir bleytu og sliti en skrifbókin bendir til skrif- aðra heimilda sem nú hafa glatast. Einnig hefur varðveist kaupsamningur um boltaka- up frá 30. júlí 1900. Afdrif hins fyrsta fótboltafélags í sögu KFUM En hver urðu svo afdrif þessa fyrsta fót- boltafélags í sögu KFUM? Ekki er vitað með vissu hverjir voru kjörnir í fyrstu stjórn fé- lagsins en flest bendir til að Þorkell Guðmun- dsson hafi valist þar til formennsku enda var hann trúlega elstur í hópnum. Jón Guðbran- dsson og Guðmundur Stefánsson era líklegir til að hafa verið með honum í stjórn en nafn Péturs Jónssonar kemur einnig fyrir í skjöl- um félagsins. Á hinn bóginn er Þorsteins bróður hans ekki getið í varðveittum gögnum Fótboltafélags Kristilegs unglingafélags sem bendir til þess að ekki kveði verulega að honum fyrr en eftir árið 1900 þegar hann var sjálfur kominn í tölu hinna fermdu. Hans er hins vegar getið ásamt bróður sínum í sam- bandi við skipulagningu á fótboltaleik sem haldinn var í Reykjavík sumarið 1903 enda þá orðinn sextán ára gamall.1 Af Mánaðartíðindum Kristilegs unglinga- félags sést að „Fótboltafjelagið" var með æf- ingar þrisvar sinnum í viku í júlí þetta ár og vitað er að í lok mánaðarins festi Friðrik kaup á nýjum bolta fyrir hönd félagsins. Kveðst Friðrik í orði kveðnu hafa haft yfir- umsjón með félaginu og geymdi hann bolt- ann milli æfinga en sinnti starfi félagsins að öðra leyti lítið. Eitt sinn var Friðrik ekki heima þegar piltunum datt í hug að hafa aukaæfingu en þeir brugðu á það ráð að skríða inn um glugga til að ná í boltann. Er heim kom hélt Friðrik að einhverjir hefðu stolið boltanum. Daginn eftir kom þó hið sanna í ljós og eftir tiltal Friðriks lofuðu pilt- arnir „bót og betrun.“5 Að öðra leyti er lítið vitað um frekari afdrif félagsins. I lok sept- ember auglýsti það þó „viðtalsfund" heima hjá Friðriki en þar eð mánaðartíðindin hættu að koma út þann sama mánuð skortir frekari heimildir til að fylgja félagsstarfínu eftir. Þess ber í þessu sambandi að geta að fundahöld í Kristilegu unglingafélagi lögðust að miklu leyti niður komandi vetur vegna skarlatssóttar og húsnæðisvanda og árið 1901 dvaldi séra Friðrik langdvölum í Dan- mörku. Er ekki ósennilegt að fótboltafélagið hafi aftur tekið að lifa sínu sjálfstæða lífi sem Fótboltafélag Reykjavíkur þegar Friðrik sleppti af því beislinu og fleiri áhugamenn um fótknattleik bættust í hópinn sem ekki voru endilega félagsmenn í Kristilegu ungl- ingafélagi. Allt bendir þó til að meirihluti nýrra liðsmanna fótboltafélagsins hafi jafn- framt verið virkir í starfi KFUM næstu árin og var þess ekki ýkja langt að bíða að fleiri fótboltafélög ýttu úr vör í samráði við Friðrik Friðriksson en það er önnur saga og kunnari og skal ekki rakin hér að sinni. 2 Starfsárin 1 bls. 85. 3 Fundarboð dags. 17/6 1900 (Skjöl KFUM 302- 20). 1 Reykjavík 1903,6/8,2. 6 Félagssaga KFUM, 39. Heimildir: Bækur Fyrsta öldin, saga KR í 100 ár. Rvík 1999. Pétur Jónsson óperusöngvari. Rvík 1954. Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar I. 1870-1940. Rvík 1991. Starfsárin 1. Rvík 1933. Blöð og tímarit Félags-blað KR mars 1949. Mánaðartíðindi Kristilegs unglingaijelags 1900. Reykjavík 1899-1903. Skjöl í fórum KFUM Félagaskrár KFUM 1899-1906. Félagssaga KFUM (Skjöl 301:02-03). Gjaldabók Friðriks Friðrikssonar 1899-1904. Skjöl Fótboltafélags KFUM (Skjöl 302:19-21). Flestar myndir við greinina eru teknar úr ritinu: Fyrsta öldin, saga KR í 100 ár. Fyrsta öldin bls. 23, sbr. skjöl Fótboltafélags KFUM. Höfundur er guðfræðingur og vinnur að rifun sögu KFUMogKFUKí lOOár. Anders Monrad Moller, Henrik Dethlefsen og Hans Chr. Johansen: Sejl og damp. Dansk sofarts historie 5.1870-1920. Kobenhavn 1998. 268 bls., myndir, kort, línurit. TÍMABILIÐ frá því um 1870 og fram yfir lok fyrri heimsstyrjaldar er eitt hið áhuga- verðasta í siglingasögu síðari alda. Þetta var skeið umbrota og breytinga, er gufuskip leystu seglskipin að mestu af hólmi í sigling- um um heimshöfm, og undir lok tímabilsins komu fyrstu vélskipin, knúin dísilolíu, til sög- unnar. Þau vora dönsk smíð, en tóku ekki að ryðja gufuskipunum úr vegi, svo heitið gæti, fyrr en á millistríðsárunum og þó enn frekar eftir síðari heimsstyrjöld. Má með miklum rétti líta á tímabilið frá því um 1870, og þó sérstaklega frá því um 1890, og fram yfir 1920 sem blómaskeið gufuskipa í heimssig- lingum. Danii’ voru allt þetta tímabO í fararbroddi meðal siglingaþjóða heimsins og dönsk sigl- ingasaga endurspeglar í flestum meginatrið- um þróunina, sem átti sér stað í kaupskipaút- gerð þeirra Evrópuþjóða, sem fremstar fóru á þessu sviði. Við upphaf tímabilsins voru seglskip, stór og smá, liðlega 93% danska kaupskipaflotans, í tonnum talið. Þau héldu uppi siglingum um heimshöfin sjö, en vora af mörgum og ólíkum gerðum. Stór og glæsileg barkskip sigldu til fjarlægra landa og álfa og fluttu dýrmætan varning, en sum þeirra komu næsta sjaldan til heimahafnar. Öll voru þau gerð út frá dönskum höfnum og áttu flest heimahöfn í Kaupmannahöfn, en allnokkur voru þó gerð út frá minni stöðum, t.d. eyjunni Fanp við vesturströnd Jótlands. Öll voru þessi skip gerð út af dönskum fyrirtækjum, þau voru að langmestu leyti mönnuð dönsk- um sjómönnum og voru undantekningarlítið undir stjórn danskra skipstjóra. Þessi stóru og glæstu skip voru um flest ól- ík þeim skipum, er sigldu á milli hafna í Dan- mörku og á hinum skemmri leiðum á Eystra- salti og Norðursjó og til hafna á Islandi og í Noregi. Þau skip vora af ýmsum gerðum en flest lítil og mörg þeirra voru komin til ára sinna árið 1870, hin elstu um og yfír eitt hundrað ára gömul. Flest þessara skipa voru gerð út af smáfyrirtækjum eða einstakling- um, oft skipstjóranum sjálfum. Siglingar þeirra voru lítt reglubundnar, þau sigldu þegar farm var að fá og héldu þangað, sem senda þurfti vöru hverju sinni. Ólíkt stóru skipunum, sem vora í langsiglingum með fjölmennar áhafnir, voru skipverjar á litlu skipunum fáir, stundum aðeins þrír til sex og allir frá útgerðarstaðnum, jafnvel allir úr einni og sömu fjölskyldu. Um 1920 voru gufuskip um 66% danska kaupskipaflotans og þá hafði allt fyrirkomu- lag útgerðarinnar einnig breyst verulega frá því sem var um 1870. Stórfyrirtæki á borð við DFDS og 0K voru komin til sögunnar og gerðu út mörg skip hvert. Fyrir þessi fyrir- tæki, sem mörg voru stofnuð á síðustu tveim- ur áratugum 19. aldar, skipti mestu máli að halda sem bestri reglu á siglingunum og því héldu mörg þeirra uppi áætlunarsiglingum og/eða föstum reglubundnum siglingum á milli hafna í Evrópu, yfir Atlantshaf, á Miðja- rðarhafi og austur til Asíu. Fyrsta blóma- skeið þessara fyrirtækja var tímabilið frá því um 1890 og fram til 1914. Heimsstyrjöldin olli mörgum þeirra þungum búsifjum en margir útgerðarmenn græddu líka á tá og fingri á stríðsáranum. I 5. bindi siglingasögu Dana segir gjörla af þróun danskrar kaupskipaútgerðar og út- gerðarhátta á tímabilinu 1870-1920. Auk út- gerðarsögunnar sjálfrar era í bókinni fræð- andi og áhugaverðir kaflar um líf og starf sjómanna, kjör þeirra og kjarabaráttu, um breytingar og þróun í siglingatækni og hafn- argerð, um samkeppni útgerðarfélaga og járnbrautarfyrirtækja og skemmtilegir þættir eru um einstaklinga, sem mótuðu sög- una og settu svip á hana um lengri eða skemmri tíma. I bókariok er svo einkar at- hyglisverður kafli um stöðu rannsókna á danskri siglingasögu. Eins og önnur bindi í þessari ritröð er þessi bók ágætlega skrifuð og prýdd miklum fjölda mynda, korta og línurita. Margar myndanna hafa sjálfstætt heimildagildi og miklum fróðleik er fyrirkomið í myndatext- um. I bókarlok er að finna allar nauðsynlegar og hefðbundnar skrár. Lítið sem ekkert er í þessari bók fjallað um íslandssiglingar Dana á tímabilinu, og munu þær þó hafa verið meiri og tíðari á þessum ár- um en nokkra sinni fyrr. Þögn höfunda um þennan þátt stafar þó ekki af neins konar tómlæti, en segir á hinn bóginn mikið um þróun mála í danskri kaupskipaútgerð. Þeg- ar hér var komið sögu, vora Danir orðnir svo umsvifamiklir í heimssiglingum að siglingar til Islands skiptu æ minna máli fyrir útgerð þeirra. Breytti þá engu þótt ferðum hingað til lands fjölgaði ár frá ári og flutningar ykjust. Danir voru alltpetta tímabil ífararbroddi meöal siglingapjóda heimsins. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR i 6. OKTÓBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.