Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 10
Forhlió veitingaálmunnar sem snýr að lóninu er að mestu úr gleri og jatóba-viði frá Brasilíu. BLÁA LÓNIÐ UMHVERFISMÓTUN OG ARKITEKTÚR f ILLAHRAUNI Við Bláa lónið. Veitingaálma til vinstri, baðálma UÓSMYNDIR OG TEXTI: GÍSLI SIGURÐSSON Bláa lónið er dæmi um manngerðan ferðamannastað og náttúruundur sem menn hafa búið til. Nýju bygging- arnar þar og umhverfismótunin öll eru til íyrirmyndar og sæta tíðindum í íslenzkri byggingarlist síðari ára. NÁTTÚRUPERLUR eins og goshverir, heitar laug- ar, fossar, jökullón og ósnortin víðerni eru mikil verðmæti í nútímanum og landshlutar án slíkra hlunninda eiga á hættu að ferðamannastraumurinn fari hjá garði. Að búa til náttúruundur hefur ekki verið talið gerlegt, en hvað hefur komið í ljós? Að það er að minnsta kosti til ein mark- verð undantekning frá þeirri reglu: Bláa lón- ið hjá virkjunarstað Hitaveitu Suðurnesja. Það sem er þó enn merkilegra er, að það mikla verðmæti sem ætla má að hafí orðið til þama, hefur þjóðin eignast eins og hvern annan happdrættisvinning. Það sem í fyrstu leit út fyrir að verða til ama, varð sannkaliaður happafengur: Heitur jarðsjór með þessum fal- lega, bláa lit, dulmagnaðri fegurð og lækn- ingamætti. Afrennsli frá virkjuninni virtist í fyrstu ekki vera annað en mengunarvandamál; kísill sem flæddi út um allt hraun. Það var snjallræði að mynda lón, en enginn vissi þá að þarna yrði brátt vinsæll ferðamannastaður. Bláa lónið var frumstætt í fyrstu; skemmtilega frum- stætt fannst sumum, og leizt ekkert á blikuna þegar kynnt var að nýtt blátt lón með boðlegri nútíma aðstöðu mundi koma í stað hins upp- runalega. Nú þegar barnið er komið á koppinn og hægt að virða fyrir sér arkitektúr og umhverf- ismótun er ekki hægt annað en að fagna. Hér hefur verið komið til móts við þá náttúruauð- legð sem felst heitum jarðsjó í fallegu hrauni með byggingum sem sem eru á borð við það bezta í íslenzkri samtíma byggingarlist að við- bættri umhverfismótun sem hlýtur að teljast til fyrirmyndar. Virðing fyrir náttúrunni er hvarvetna í fyrirrúmi. Nýja lónið er jafn eðli- legur hluti hennar og áður var og þess hefur verið gætt að byggingarnar gnæfi ekki yfír umhverfið og séu í sátt við hraunið. Illahraun, sem talið er að hafi runnið 1226, er yngsta jarðmyndun á Reykjanesskaga. Hraunið hefur myndað sjö metra háan kant og verður náttúruleg fyiirstaða við lónið, sem fyllir slakka norðan við hraunkantinn. Ofan af hraunbrúninni er ævintýralegt að líta yfír lón- ið, ekki sízt árla morguns, þegar gufan og Göngubrýr liggja út ai Hrauntröðin ser 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 16. OKTÓBER 1999 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.