Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 17
 Morgunblaðið/Halldór Þ. Halldórsson Paul Farringl.on stjórnar sameiginlegum söng kvennakóra á fjórða landsmóti kvennakóra á Siglufírði um síðastliðna helgi. Á landsmótinu veitti Gillyanne Kayes tilsögn í Estill-söngtækninni. * * SONGURINN LIFEÐLIS- FRÆÐILEGT FYRIRBÆR - EN EKKERT UNDUR Hlustaðu ekki á sönginn heldur hvernig hinir mis- munandi hálsvöðvar mynda hljóminn. Þetta er eitt aðalinntakið í söngkennslu Gillyanne Kayes og Paul Farrington en þau hafa dvalið hér í viku og kennt söngtækni sem kennd er við bandarísku söngkonuna og kennarann Jo Estili, HILDUR EINARSDÓTTIR gat ekki heyrt betur en þau væru full aðdáunar á óvenju miklum söngáhuga íslendinga og sögðu þau að hér væri að finna margargóðar og fjölbreytilegar söngradc dir. au Gillyanne og Paul ættu að vita um hvað þau tala. Um síð- astliðna helgi hlustuðu þau á 250 konuraddir sem voru sam- ankomnar á Siglufirði á lands- móti kvennakóra sem var hald- ið þar í bæ. Þar fyiir utan hafa þau verið með það sem þau kalla „master class“. í þeim leiðbeindu þau íslensku atvinnufólki í söng og leiklist og öðr- um sem vildu auka við söngkunnáttu sína. Þau voru einnig með eins dags námskeið. Þar kynntu þau Estill söngtæknina sem kennd er um víða um lönd. Sjálf eru þau Bretar og Gill- yanne hefur rekáð söngskólann EVTS, UK síðan 1996 en skammstöfunin stendur fyrir Estill Voice Training Systems, United King- dom. Þegar þau eru spurð að því á hverju Estill söngtæknin grundvallist þá segjast þau fyrst verða að segja frá ferli Jo Estill því að hann skýri aðdragandann að því að hún þróaði þessa nýju söngtækni. „Jo Estill sem enn er á lífi, komin um átt- rætt, var þekkt óperusöngkona í heimalandi sínu, Bandaríkjunum,11 byrjar Paul frásögn sína. „Á sjötta áratugnum vann hún söng- keppni. Verðlaunin voru þau að hún mátti velja um hvort hún vildi halda einsöngstón- leika í Carnegie Hall í New York eða fara í söngferðalag um Evrópu, hún valdi síðari kostinn. A ferðalagi sínu söng hún í helstu tónleikasölum álfunnar og átti meðal annars að syngja í Wigmore Hall í London. Þá gerð- ist það að hún missti röddina." „Þetta getur hent söngvara,“ skýtur Gill- yanne inn í.“ „Jill leitaði til færustu sérfræðinga í Bret- landi en enginn þeirra fann neitt að hálsi hennar," heldur Paul áfram. „Fór hún þá að velta því yfir sér hvemig söngurinn verður til og hvernig ræddfærin vinna. Hún rannsakaði þetta mál á vísindalegan hátt og upp úr at- hugununum hennar varð til þetta söngkerfi sem hún síðar kenndi eftir í Bandaríkjunum og víðar. Estill-tækni lýsir því hvernig raddfærin vinna „Söngtækni Jo Estill byggist á æfingum þar sem nemandanum er kennt að æfa og stjórna ákveðnum vöðvum í hálsinum,“ út- skýrir Gillyanne. „Síðan lærir hann að nota röddina út frá þeim lífeðlisfræðilegu forsend- um sem liggja að baki raddmynduninni. Söngur er mjög áþreifanlegt fyrirbrigði ef ég má orða það svo, en ekki óskiljanlegt undur. Við kennum einnig hvernig beita má ýmsum aðferðum sem hafa áhrif á hljóminn í rödd- inni, svo dæmi séu tekin.“ Þau segja þessa tækni ekki aðeins fyrir óp- erusöngvara eða aðra atvinnusöngvara held- ur hafi hún nýst vel óreyndu söngfólki eins og til dæmis leikurum sem þurfa að syngja í söngleikjum. Tæknin geti einnig nýst stjóm- málamönnum sem þurfi að brýna raustina, svo og viðskiptafólki sem þarf að kynna mál fyrir hópi fólks. Hún er fyrir börn, eldra fólk og fólk með skemmda rödd. Paul hefur til dæmis unnið með deild á háskólasjúkrahús- inu í Birmingham þar sem þessi aðferð er notuð til að hjálpa fólki með slík vandamál. Sem sagt, tæknin er fýrir alla þá sem vilja læra að beita rödd sinn betur. Skrifaði bók fyrir leikara sem vilja læra að syngja Gillyanne Kayes og Paul Farrington störf- uðu sem söngvarar áður en þau byrjuðu að kenna. Paul er lærður óperusöngvari en hann starfar nú sem prófessor við Konunglegu söngakademíuna, The Royal Akademy of Music og við Sönglistaskólann í Birmingham; Birmingham Conservatoire. Gillyanne söng með atvinnukórum og í kirkjum áður en hún gerðist aðalskipuleggjandi námskeiða á veg- um EVTS, UK. Hún er einnig söngkennari að mennt. Bæði starfa þau sem ráðgjafar þekktra söngvara. Bráðlega mun kom út bók eftir Gillyanne sem heitir Singing and the Actor. „Bókin greinir frá því hvemig leikarar geta þjálfað rödd sína með hjálp Estill-söngtækninnar," segir hún. „Gerðar eru auknar kröfur til þess að leikarar geti einnig sungið, til dæmis í söngleikjum eða í Shakespeare-leikritum, og er bókin ætluð þeim. Þetta er fyrsta bókin af þessari tegund sem gefin hefur verið út, að því er ég best veit. Verður hún seld bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum." Ástæðan fyrir komu þeirra Pauls og Gill- yanne hingað til lands er sú að Egill Ólafsson, söngvari og leikari, var á námskeiði hjá þeim í Wigmore Hall í London íyrir einu ári síðan og hreifst af kennslunni. „Egill hafði lesið um Estill-söngtæknina í tímariti sem heitir „The Singer“ og langaði til að vita meira,“ segir <- Gillyanne. „Við hittumst svo af tilviljun eftir námskeiðið. Það atvikaðist þannig að við vor- um nokkur saman úti að borða og Egill sat við næsta borð. Svo fór að við tókum tal sam- an. Viðraði hann það við okkur hvort við hefð- um áhuga á að koma til íslands og kynna og kenna þessa tækni og það varð úr. Það hefur verið afar ánægjulegt að dvelja hér en þið eigið margt af hæfileikaríku söngfólki." R§pl ens LANGVERKANDI s k e i ð a r r a k a g j a f i Skeiðarþurrkur vcldur oft kláða.ertingu og óþægindum og hel'ur í mörgurn tilvikum slærn áhrif á kynlíf fólks. Ástæða þurrksins er sú að ólag hefur komist á náttúrulega rakamyndun skeiðarinnar og þar kernur Replens til hjálpar. Replens er langverkandi rakagjafi sem viðheldur heilbrigði skeiðarinnar. Replens fæst án lyfseðils í öllum apótekum. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 16. OKTÓBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.