Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 8
ÁRIÐ SEM KFUM TÓK KR í FÓSTUR EFTIR ÞÓRARIN BJÖRNSSON Drengirnir höfðu af sjálfsdáðum haldið uppi æf- ingum um nokkurt skeið áður en þeir ákváðu að fella æfingar sínar undir merki Kristilegs ungl- ingafélags. Þetta vekur þá forvitnilegu tilgátu að hér hafi svonefnt Fótboltafélag Reykjavíkur ein- faldlega verið innlimað í KFUM og gert að sér- stakri starfsgrein innan félagsins um skeið. 7 Igreininni rennir Þórarinn Björnsson stoðum undir þá kenningu sína að Fótboltafélag Reykjavíkur hafi í raun verið innlimað í KFUM árið 1900 og varpar þar með nýju og óvæntu ljósi inn í það mistur óvissunnar sem frum- kvöðlaár KR eru hulin. Ferguson og upphaf Fótboltafélags Reykjavíkur Jafn flinkur og æskulýðsleiðtoginn Friðrik Friðriksson var að stjóma og finna upp á skemmtilegum sumarleikjum í þágu fjörmik- illa félagspilta í KFUM, eða Kristilegu ungl- ingafélagi eins og félagið hét fyrst, þá hafði hann ekki hundsvit á nýrri íþrótt sem var óð- um að ryðja sér til rúms i Reykjavík um alda- mótin 1900. Iþrótt þessi var stundum nefnd fótknattleikur en þó oftast fótbolti í daglegu tali. Orðið knattspyrna var enn ekki til sem nýyrði en þótti talsvert virðulegra heiti á þessari vinsælu íþrótt þegar fram liðu stund- ir. Sá sem fyrstur er talinn hafa kynnt knatt- spymu fyrir íslendingum var Skotinn James B. Ferguson sem hóf vinnu sem prentari hjá Isafoldarprentsmiðju árið 1895. Tók hann að standa fyrir knattspymuæfingum á óraddu svæði sem gjarnan var nefnt Melar og var á svipuðum slóðum og Hringbrautin og Þjóð- arbókhlaðan era nú, suðvestan gamla kirkju- garðsins við Suðurgötu. Meðal þátttakenda var Ólafur Rósinkranz sem kenndi íþróttir og leikfimi við latínuskólann í Reykjavík. Kom það ekki hvað síst í hans hlut að leið- beina áhugasömum skólapiltum í knatt- spyrnu þegar nær dró aldamótunum og Fergusonar naut ekki lengur við. Um miðjan febrúar 1899 er síðan talið að fyrsta knatt- spymufélagið hafi verið myndað þegar nokkrir ungir piltar bundust samtökum um boltakaup. Nefndu þeir félagsskap sinn Fót- boltafélag Reykjavíkur en nafninu var breytt í Knattspymufélag Reykjavíkur (KR) árið 1915. Líklega elsta mynd sem til er af íslensku knattspyrnuliði. í greininni er m.a. minnst á þá Geir Konráðs- son (á stól t.v.), Bjarna ívarsson (á stól f. miðju) og Davíð Olafsson (standandi t.h.). Þeir eru fæddir á árunum 1885 og 1886 og gerðust allir meðlimir Kristilegs unglingafélags árið 1899. Knattspyrnuæfingar hófust í lok 19. aldar á óruddu svæði sem gjarnan var nefnt Melar og var suðvestan gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Myndin er frá æfingu á gamla Melavellinum fyrir 1910. Lög fyrir Fótboltafjelag Kristilegs unglingafjelags" tóku gildi 1. júlí ár- Talið er að Fótboltafélag Reykjavíkur hafi verið stofnað um miðjan febr- ið 1900. Þau eru jafnframt fyrstu varðveittu log Fótboltafélags úar 1899 í verslun Guðmundar Olsens í Aðalstræti sem hér sést. Reykjavíkur. Ellefu óra formaður? Traustar framheimildir um upphaf Fót- boltafélags Reykjavíkur era því miður af næsta skomum skammti og hafa menn talið að aldrei hafi verið gerðar félagaskrár eða skráðar fundargerðir á fyrstu árum félags- ins. Stuðst hefur verið við stopula fréttamola í blöðum og endurminningar fáeinna frum- herja félagsins varðandi það hvernig starfið hófst og hverjir tóku þátt í því í upphafi. Má af þeim upplýsingum ráða að flestir stofn- enda félagsins hafi verið drengir á aldrinum 11-15 ára og hefur hingað til verið álitið að formleg stjórn hafi fyrst verið kjörin árið 1910. A meðal þeirra sem teljast til framherja KR á fyrsta áratug þessarar aldar vora bræðurnir Pétur Ami og Þorsteinn Jónsson og er Þorsteinn titlaður formaður félagsins frá 1899-1911 í nýútkomnu afmælisriti KR. Athygli hlýtur þó að vekja að í febrúar 1899 var Þorsteinn aðeins ellefu ára að aldri en Pétur bróðir hans var fullra fjórtán vetra. Virðist því öllu líklegra að forystan hafi fyrst í stað fremur verið í höndum Péturs eða ann- arra stálpaðra drengja í hópnum. Má í þessu samhengi benda á þá forvitnilegu staðreynd að nokkram dögum áður en Fótboltafélag Reykjavíkur er talið stofnað gjörðist Pétur meðlimur Kristilegs unglingafélags (5/2 1899) en Þorsteinn fylgdi síðan í kjölfarið þremur vikum síðar (26/2), rétt eins og að hann hafi einnig ákveðið að slást í hópinn fyr- ir hvatningu eldri bróður síns. í fótknattleik ó kúskinnsskóm Þótt efast megi um réttmæti þess að titla Þorstein Jónsson sem formann KR allt frá 1899 kemur öllum saman um að báðir voru þeir bræður miklir knattspyrnuunnendur og er í ævisögu Péturs að finna afar fróðlega lýsingu á aðstæðum frumherjanna í boltafimi á þessum áram: Allt var harla ófullkomið í fyrstu. Völlur- inn á melunum ... var ógirtur, ósléttur, grýtt- ur og holóttur og illa strikaður. Var vegar- troðningurinn suður í Skildinganesið bezti hluti vallarins. Jafnvel stærð hans var með öllu óákveðin, því takmörk voru sett af hand- ahófi, sín í hvert skipti. Flestir sem íþróttina stunduðu vora krakkar og unglingar. Enginn átti knattspyrnustígvél. Var fótabúnaðurinn með margvíslegu móti; sumir jafnvel á kúsk- inns- eða selskinnsskóm, og mun þá boltinn ekki hafa verið þægilegur viðureignar, eink- um þegar hann var rennblautur upp úr poll- unum. Knötturinn, sem þá hét fótbolti, var áreiðanlega af ódýrustu gerð, oft linur og gú- lóttur. Sá þótti mestur maðurinn sem lengst gat sparkað, hvernig sem á stóð, eða vaðið í gegnum fylkingu með boltann og þjösnazt einhvernveginn áfram með hann í „gullið“ hjá hinum ... Unglingar urðu fljótt áfjáðir í þennan leik, en ekki voru pabbi og mamma alltaf jafn ánægð, þegar drengurinn þeirra kom heim með skósólana gapandi frá yfir- leðrinu.1 Fótboltaæfingar ó grundvelli KFUM Vitað er að í tengslum við þjóðhátíðina í ágúst 1899 fór fram sérstakur kappleikur í knattspyrnu sem þótti hin besta skemmtun. Þar öttu kappi saman tvö lið undir forystu þeirra Adams Barkley Sigmundssonar og Olafs Rósenkranz. I afmælisriti KR segir að ekki fari fleiri sögum af opinberum kapp- leikjum næstu þrjú árin en að einhver knatt; spyrnuiðkun hafi jafnan verið til staðar. I ljósi þessa er vert að veita athygli stuttri frétt sem birtist í Mánaðai’tíðindum Kristi- legs unglingafélags í júní 1900: Fótboltaæfingum hafa nokkrir drengir haldið uppi, en nú hafa þeir samþykkt, að reglubinda sig á grundvelli fjelags vors. Fót- boltaæfingin er góð og holl hreyfing og sak- laus skemmtun. Fáeina vantar í fulla tölu, og geta þeir sem vilja ganga í það, snúið sér til Þorkels Guðmundssonar. Þorkell sá sem hér er nefndur til sögunnar gjörðist meðlimur Kristilegs unglingafélags í janúar árið 1900. Hann var þá nýorðinn nít- ján ára og því nokkru eldri en flestir hinna upphafsmanna KR, en í sögu þess félags er hann engu að síður ótvírætt talinn til frum- herjanna. Við nánari athugun sést að ekki færri en tuttugu þeirra 27 pilta sem nefndir eru sérstaklega í tengslum við starf Fót- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.