Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGIHNBLAÐSEVS - MENNENG LISTIR 40. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI KFUM og KR Ekki hefur það farið framhjá landsmönnum að KR hefur átt aldarafmæli á þessu ári. Þórarinn Björnsson rifjar upp af því tilefni árið sem KFUM tók KR í fóstur. Það er til- gáta að svonefnt Fótboltafélag Reykjavíkur hafi einfaldlega verið innlimaði í KFUM og gert að sérstakri starfsgrein þar. Bláa lónið er einstætt fyrirbæri í þá veru að þar hefur tekist að búa til náttúrugersemi með því að bora eftir heitum jarðsjó. Þarna varð brátt vinsæll ferðamannastaður, en í sumar var Bláa lónið tekið í notkun á nýjum stað. Þar eru nýjar byggingar og umhverfismótun, sem margir telja að sé á heimsmælikvarða. Gísli Sigurðsson leit á mannvirki Bláa lóns- ins og myndaði staðinn. Hugsjónamaður í landi tækifæranna, er heiti greinar eftir Þór Sigfússon um Þorstein Víglundsson, heiðursborgara í Vestmannaeyjum, skóla- og menningarfrömuð. Þorsteinn hóf feril sinn sem barnafræðari, en varð skólastjóri Gagnfræðaskólans og stofnaði bæði Spari- sjóðinn og Byggðasafnið, óþreytandi til hinstu stundar að vinna að bættu mannlífi. FORSÍÐUMYNDIN er tekin við Bláa lónið. Næst á myndinni er veitingaálman en fjær sést baðálman og til hægri hraunhólmi í lóninu. Ljósmynd.Lesbók/GS. GUTTORMUR J. GUTTORMSSON ÍSLENDINGAFUÓT - BROT - Fljótið klýfur fold og rnerkur háar; fteygar öldur - dúfur vængjubláur bera af frumskóg frétth-, æfiþætti, fyigja Ijósblik þeiira vængjaslætti. Mörkin kliðar ótal rómum rödduð, rís hún sumii fædd og laufi hödduð. Mösurviður vestan fljóts, en austan veikan grunn á björk en merginn hraustan. Tæpt á bökkum bjarkir hafa staðið, bjart en tæft er milli þeirra vaðið. Norðanstorminn þær hafa lengi þolað, þeim hefur fljótið eigi burtu skolað; hlaðnar snjó og ísing norðuráttar enn þær njóta sumarlífs og máttar, jafnt í byl og blíðum enn þær standa beinar - þessar dætur norðurlanda. Yfír fljótið haldast þær í hendur, handabandi samantengja strendur, andi blær, þær beggja megin álsins birta allt með hljómi sama málsins; lit og svip og sömu lögum háðar sífelt meðan uppi standa báðar; sömu lindum laugast þeirra fætur, landi fastarjafnt em þeirra rætur. Guttormur J. Guttormsson, 1878-197ó, var bóndi og skáld í Riverton á Nýja-ís- landi í Kanada. Eftir hann liggja fimm Ijóðabækur og þykir honum stundum svipa talsvert til Stephans G. Stephanssonar. Þekktasta kvæði Guttorms er Scmdy bar, sem fjallar eins og mörg önnur kvæða hans um landnám Islendinga í Vest- urheimi. RABB AÐ SETJA SIG Á HÁAN HEST SKELFING var oft notalegt í gamla daga þegar maður gat yljað sér við geisla þjóð- arsálarinnar. Eftir því sem rásum í þjóðfélaginu hefur fjölgað virðist svo sem okkur Islendingum sé orðið fátt sameiginlegt og að við séum að renna saman við litlaust þjóðahaf í heimsþorpinu eins og gáfumenn taka stundum til orða. Getur verið að marg- nefnd sál sé ekki lengur til eða komin í einhvers konar bandalag við alheimssál- ina? Ymislegt bendir til þess, en þó verða stöku atburðir til þess að sameina okkur og tengja okkur þjóðararfinum sem mað- ur hélt að væri týndur og tröllum gefinn. Mér fínnst eitthvað slíkt liggja í loftinu núna. Fólk sýnist að minnsta kosti ekki skorta sameiginlegt umræðuefni þessa dagana og tilfinningalegt svigrúm hefur verið með ágætum. Þegar býður þjóðarsómi þá á Bretland eina sál. Svona orti Einar Benediktsson um stór- veldið, sem þá var og hét, en vel gætu þessar fallegu ljóðlínur átt við um Islend- inga til skamms tíma. Við, sem lásum ís- landssögu Jónasar frá Hriflu, drukkum það í okkur að baðstofumenningin hefði verið ein og sönn og baráttan gegn erlend- um ósóma búið í brjósti hárra sem lágra. Samkvæmt þeim kokkabókum var heims- myndin einföld og þrátt fyrir meinlítil átök var sál landans nánast órofa heild. En smám saman breyttist þessi hlýlega hugmyndafræði, öllu var snúið við og nú er okkur jafnvel sagt að stórbændur hafi verið vondir en Danir góðir. Ekki hafði því verið um Alftanes spáð en álíka axlaskipti urðu smám saman á öðrum sannindum. Lengi vel rann þó menningin að mestu í sama farvegi. Flestir lásu Laxness, hlust- uðu á hina einu sönnu Gufu, báru gott skynbragð á fréttir og stóðu þétt saman í landhelgismálinu. A fyrstu árum sjón- varps gat landslýður allur sameinast í raunum Forsythe-fjölskyldunnar eða bor- ið saman bækur um afrek Dýrlingsins. Hvort tveggja blandaðist ljúflega saman við hina séríslensku sál. Þjóðin var sem sé ekki af baki dottin þótt baðstofulífið heyrði fortíðinni til. En svo helltust þær yfir okkur allrar þessar rásir og brautir, - kynslóðabilið varð óbrúandi ginnungagap og einstak- lingarnir kostuðu kapps um að fara hver sína leið. Menn fóru að sletta í bak og fyrir og vitna út og suður í erlendar fyrirmynd- ir. Glæsileg nýyrði á borð við menningar- helgi Islendinga heyrðust ekki lengur og nú snerist allt um einhver fínheit frá út- löndum. Síðan hafa deiluefnin í þjóðfélag- inu verið að stigmagnast og menn rífast nú sem ákafast um það sem ekki var nefnt á nafn í gamla daga. Menn kaffæra hverjir aðra í rifrildi um hvort nektardans sé list og skiptast í fylkingar með eða á móti gagnagrunni og samkynhneigðum. Svo er þráttað um eignarhald á bönkum og ein- hvern veginn hefur sú umræða tengst glæpastarfsemi sem sumir eru hátíðlega hneykslaðir á. Stórir þjóðfélagshópar vilja ólmir fá Fljótsdalsvirkjun í gagnið - aðrir fullyrða að þar sé verið að kasta perlum fyrir svín. Ekki síst láta menn gamminn geisa um aldamótaáiáð, staðsetningu Reykjavíkurflugvallar og smávægilegustu málefni hafa skipt þjóðinni upp í fleiri hópa en tölu verður á komið. Deiluefnin eru svo mögnuð að Rás 2 getur ekki leng- ur axlað þá ábyrgð að halda úti Þjóðarsál og þar var vissulega úr háum söðli að detta. Til að bæta gráu ofan á svart hafa menn stöðugar áhyggjur af uppdráttarsýki ís- lenskrar tungu og hafa þar til marks að unga fólkið sé steinhætt að skilja einföld- ustu orð og orðasambönd. Það sperri upp eyrun eins og fælin hross þegar það heyri ágæt orðtök eins og að bera kápuna á báð- um öxlum, að ekki sé riðið við einteyming og hafi ekki hugmynd um að kýr beri en hryssur kasti. Samt gerast stundum svo áhrifamiklir atburðir að þeir ná á svipsundu að setja saman brotin úr okkar sundruðu þjóðar- sál. Þessum atburðum má líkja við mynd- rænar frásagnir úr Islendingasögnum, er blundað hafa með okkur þrátt fyrir allrar hræringarnar, en vakna nú til nýs lífs og verða kveikja listrænnar sköpunar sem fmnur sér farveg á nettengdum þjóð- brautum. Ferskeytla Frónbúans gengur í endurnýjun lífdaganna - glettin og ísmeygileg. Og engan skortir umræðu- efni, hvorki vinnustaði, saumaklúbba né unglingahópa. Eg man eftir nokkrum slíkum atburðum sem tengt hafa saman okkar sundruðu þjóðarsál undanfarin ár en enginn þeirra verður tilgreindur hér. Hins vegar snerta þeir ekki þjóðarsóma eins og hagsmuna- málin á dögum baðstofumenningarinnar. Miklu fremur lúta þeir að hinu gagnstæða. Við erum nefnilega pínulítið meinfýsin og hendum gaman að því þegar fólki verður eitthvað á, einkanlega þegar það þekkir ekki sín takmörk. Ef hægt er að taka svo til orða að íslensk menning búi yfir ein- hverri sérstöðu - þá er það andúð á hvers konar viðleitni til að hefja sig upp yfir fjöldann og gera meira úr stöðu sinni en efni standa til. Ekki er það nein tilviljun að rauði þráðurinn í íslendingasögunum er: Dramb er falli næst. Þetta boðorð virðist lifa góðu lífi í íslensku samfélagi þótt við séum væntanlega fullgildir aðilar að heimsþorpinu, svo aftur sé vitnað í gáfu- mennina. En er það ekki einmitt þessi gamla meginregla sem við getum lagt af mörkum í samfélagi þjóðanna ef við erum á annað borð einhvers megnug? Mér er nær að halda að svo sé. Oskrifuð jafnræðiskrafa og rótgróin fyrirlitning á hvers kyns for- dild eru þeir þættir íslenskrar menningar sem umheimurinn getur helst af okkur lært til að stuðla að auknum jöfnuði og þar af leiðandi betra mannlífi. Að sjálfsögðu geymir saga okkar dæmi af einstaklingum og þjóðfélagshópum sem giipið hafa til hégómlegra ráða í máttvana tilraunum til að hefja sig upp yfir fjöldann. Sem dæmi þar um má nefna að hjá betra slekti í krummaskuðum forðum tíðkaðist víst að tala dönsku á sunnudögum. Yfir- leitt vildi þá ekki betur til en svo að bögu- bósar hnutu um erlenda tungubrjóta og þurftu því að fylla upp í frásögnina með glefsum úr móðurmálinu. Fyrir vikið urðu þeir að almennu athlægi eins og ýmsar skondnar frásagnir vitna um. Þannig fer líka oftast fyrir þeim sem setja sig á háan hest. GUÐRÚN EGILSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.