Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Blaðsíða 5
og fáir nemendur sóttu námið, bókasafn bæj- arins var einn mygluhaugur og menningar- verðmæti fóru í súginn. Bindindismál voru Þorsteini einnig mikið hjartansmál og áfeng- isneysla í Eyjum hafði farið vaxandi. Næstu ár gátu falið í sér gullin tækifæri fyrir miðlun þekkingar og menningar Vestmannaeyja en þau gátu líka orðið ár hinna glötuðu tækifæra þar sem afturhald og þröngsýni réðu ríkjum. Skólamál í öndvegi Starf Unglingaskólans gekk vel fyrstu ár- in. Arið 1930 voru nemendurnir orðnir 47 talsins, félagsstarf var öflugt og tæpur helm- ingur nemenda tók þátt í bindindisstarfi í Eyjum. Þá hafði skólastjórinn fengið nem- endur til liðs við sig í söfnun gamalla muna en hann hafði fengið þá hugdettu eftir að hafa kynnst byggðasöfnum í Noregi á skólaárum sínum. Það var fullt að gera og vaxandi kraft- ur í skólastarfinu. Þá var lögum breytt og Unglingaskólinn gerður að Gagnfræðaskóla. Arið 1931 skyldi auglýsa stöðu skólastjóra hins nýja Gagnfræðaskóla sem var gert. Duglega Norðfirðinginn átti ekki að styðja. Skólanefndin fékk guðfræðikandídat til að sækja um stöðuna og fór svo að ungi skóla- stjórinn fékk aðeins eitt atkvæði í skólan- efnd, sr. Sigurjóns Ái-nasonar prests. Kennslumálaráðherrann, Jónas Jónsson frá Hriflu, skipaði hins vegar Þorstein Þ. Víglun- dsson skólastjóra Gagnfræðaskóla Vest- mannaeyja. Hjá andstæðingum skólastjór- ans var þetta kallað „hneykslismál“ og vísbending um það að Þorsteinn væri hand- bendi ráðherrans. Þorsteinn var hins vegar á þessum árum alþýðuflokksmaður en ekki framsóknarmaður eins og Jónas. Hins vegar átti hann sér traustan fylgismann sem var Ásgeir Ásgeirsson, fræðslumálastjóri og fyrrverandi kennari Þorsteins í Kennara- skólanum, en hann hafði beitt sér fyrir því að Þorsteinn fengi stöðuna. Árásir á skólastjórann héldu áfram. I blaðagrein einni árið 1933 var fullyrt að ís- lenskukennsla í Gagnfræðaskólanum væri mjög léleg, „...og svo verður aumingja bæjar- sjóður að standa straum af þessum skóla.“ Ungi skólastjórinn sat agndofa á heimili sínu yfir þessari níðgrein en fátt hefur sært hann meira en efasemdir um getu hans til að kenna móðurmálið. Nú eins og oft síðar reyndi á eiginkonuna, Ingigerði, sem þá var rétt þrí- tug. Hún taldi kjark í eiginmann sinn en sá til þess um leið að þrátt fyrir að gustaði um persónu hans úti fyrir þá ríkti eining og frið- ur á heimilinu. Heimilið varð griðastaður hugsjónamannsins og þangað skyldu ekki flutt inn öll deiluefni líðandi stundar í Eyjum. Ungu hjónin ákváðu að láta ekki bugast. Eft- ir þessi skrif reyndust nemendur hans aldrei betri og ljúfari í samvinnu. „Þetta var reynsla mín yfirleitt af Eyjafólki, þegar á reyndi,“ sagði Þorsteinn síðar í grein. Nokkru síðar voru birtar niðurstöður úr landsprófi þar sem nemendur úr Gagnfræðaskóla Vestmanna- eyja fengu hæstu meðaleinkunn á landsvísu. Skólinn efldist og félagslíf var í miklum blóma. Mikið hafði safnast af munum í Byggðasafn Vestmannaeyja sem hafði ekk- ert húsnæði. Hafin var útgáfa á blaði Málf- undafélags Gagnfræðaskólans í Vestmanna- eyjum sem nefnt var Blik. Á skrifum Þorsteins í Blik mátti sjá hversu hann kapp- kostaði að ungt fólk setti sér lífsreglur. „Spakur maður hefir sagt, að gleggstu ein- kenni frjálsa - sjálfstæða - mannsins væru þau, að hann gerði hiklaust, það sem sam- viska segði honum, að væri satt og rétt, hvað sem það kostaði hann.“ Þá fjallaði hann einn- ig mikið um bindindismál. Hann eignaðist trausta vini sem sameinuðust í bindindis- starfinu og tengdust órjúfanlegum vináttu- böndum sem áttu eftir að styrkja Þorstein í hugsjónastarfi á öðrum sviðum. Þetta voru m.a. þeir sr. Jes A. Gíslason og Magnús Guð- mundsson bóndi á Vesturhúsum. Sparisjóður Eyjamanna Árið 1942 hittust Þorsteinn og Jóhann Sig- fússon útgerðarmaður og forstjóri Vinnslu- stöðvarinnar á tröppum Tangaverslunarinn- ar. „Þorsteinn", sagði Jóhann, „við eigum að stofna sparisjóð hérna í kaupstaðnum.“ „Mæltu manna heilastur. Þetta skulum við gera.“ Þorsteinn hóf söfnun undirskrifta og sinnti öðrum undirbúningi. Ári síðar var Sparisjóður Vestmannaeyja stofnaður og sparisjóðsstjóri varð Þorsteinn Þ. Víglunds- son. Sparisjóðurinn var fyrst og fremst sett- ur á stofn í þágu heimilanna í Eyjum. Hann skyldi lána til húsbygginga og treysta hag heimilanna. Stofnun Sparisjóðsins átti eftir að verða meiri lyftistöng fyrir menningu í Eyjum en nokkurn óraði fyrir og átti það ekki síst við um uppbyggingu Gagnfræða- skólans sem var skólastjóranum mikið kappsmál. I upphafi voru lítil innlegg í Sparisjóðinn enda lítið um sparifé fólks. Á fyrstu mánuð- um Sparisjóðsins fékk sparisjóðsstjórinn lán- aða reikningsvél hjá einum af ábyrgðar- Ljósmynd: Sigurgeir Við opnun Byggðasafns Vestmannaeyja í október 1979. Við það tækifæri var Þorsteinn gerður að heiðursborgara Vestmannaeyjakaupstaðar. Við hlið hans á myndinni er kona hans, Ingi- gerður Jóhannsdóttir. Gagnfræðaskólinn í Vestmannaeyjum. Áhugi á skólamálum í fiskveiðabænum var takmarkaður um það leyti sem Þorsteinn tók við starfi skólastjóra Unglingaskólans. Smám saman jókst skilningur á gildi menntunar, unga fólkið lærði réttu tökin og framundan var blómaskeið atvinnu og menningar. Þorsteinn Víglundsson, „Barnafræðarinn" sem varð heiðursborgari. mönnum sparisjóðsins, hún fékkst að láni að morgni og átti að skila henni aftur að kvöldi. Þrátt fyrir lítið fé í upphafi fór sparifé smám saman að streyma inn og Sparisjóðurinn jók útlán til heimila í Vestmannaeyjum. Tveimur árum síðar, árið 1944, voru tíu ár síðan Þorsteinn hafði fengið fyrstu tillögur að útliti byggingar fyrir Gagnfræðaskólann frá Olafi Kristjánssyni sem hafði stundað húsa- teikningar í Eyjum að loknu iðnskólanámi. Þá var samþykkt í bæjarstjóm Vestmanna- eyja tillaga Páls V.G. Kolka læknis að kaupa land suður af Landakirkju þar sem skólinn skyldi standa. Þá birtist grein í blaði í Eyjum þar sem því vai- lýst yfir að aldrei yrði byggt nýtt Gagnfræðaskólahús í Eyjum ef skólinn yrði undir stjórn Þorsteins Þ. Víglundssonar. Árið 1946 komust samflokksmenn Þor- steins til valda í bæjarstjórn Vestmannaeyja og flest snerist Gagnfræðaskólanum í vil. Nú var hafist handa um byggingarframkvæmdir. Á þessum haftatímum var skortur á flestum innflutningsvörum þ.á m. sementi og því varð Teikning: Halldór Pétursson Hér duga engin vettlingatök. Þorsteinn Vígl- undsson forðar sparisjóðnum undan gosinu. byggingarsagan skrautlegri og lengii en til stóð í fyrstu. Illa gekk að fá leyfi til innflutn- ings á sementi í bygginguna og einnig voru fjármunir af skornum skammti. Sparisjóður Vestmannaeyja lánaði til framkvæmdanna en aðrir bankar vildu ekki lána í bygginguna. Reyndar keypti Landsbankinn víxil af Gagn- fræðaskólanum en skólastjórinn gekk í ábyrgð fyrir hann. Það fannst honum skrýtið enda átti hann lítið annað en hálfklárað hús við Kirkjubæjarbraut í Vestmannaeyjum. Árið 1948 hittust Olafur Kristjánsson bæj- arstjóri og Þorsteinn og tjáði bæjarstjóri honum að hann hefði látið leggja til hliðar 60 lestir af sementi fyrir bygginguna. „Án allra leyfa?“ spurði Þorsteinn. „Já,“ svaraði bæjar- stjóri. „Hvað kostar það okkur báða?“ „Aldrei meira en tugthús," svaraði bæjar- stjórinn og brosti. Byggingarframkvæmdir hófust og steyptar voni undirstöður aðal- byggingarinnar sem nemendur og kennarar grófu grunninn að. Byrja átti að steypa und- irstöður fimleikahússins sumarið 1949 en íýrst þurfti að grafa fyrir grunni byggingar- innar. Síldarvertíð var hafin og engan mann að fá, sem inna vildi þetta verk af hendi. Það varð því að ráði, að skólastjórinn gróf sjálfur fyrir grunninum ásamt þrekmiklum unglingi, Guðmundi Guðmundssyni. Byggingarfram- kvæmdir voru því hafnar en 7 ár voru þó í það að byggingin kláraðist. Eftir 14 ára uppbyggingarstarf tók Þor- steinn sér ársleyfi frá Gagnfræðaskólanum árið 1951. Þau hjón héldu til Noregs í því skyni að kynna land og þjóð í um 50 byggðum Noregs. Áð lokinni ferðinni skoruðu ýmsir Norðmenn á hann að taka saman norsk-ís- lenska orðabók. Hann tók þessari áskorun og hóf þegar vinnu við undirbúning verksins. Þegar heim kom tók hann af auknum krafti þátt í bæjarmálum. Hann lagði fram frumtil- lögu um rafkapal milli lands og Eyja á bæjar- stjórnarfundi og beitti sér fýrir bættum mjólkurflutningum milli lands og Eyja. Það sem þótti eftirtektarverðast í bæjarmálapóli- tíkinni á þessum árum var að Norðfirðingur- inn og bolsévíkinn, eins og andstæðingarnir höfðu kallað hann, fylgdi sannfæringu sinni og studdi tillögu sjálfstæðismanna um að selja togara bæjarútgerðarinnar úr bænum. Þessi ákvörðun reyndist farsæl fyrir bæjar- félagið sem var skuldum vafið um þetta leyti. En bygging Gagnfræðaskólans átti hug hans allan. Ekki var lokið píslargöngu milli stofnana í Reykjavík til þess að kría út tilskil- in leyfi og ljármunir höfðu gengið til þurrðar. Enn var það Sparisjóðurinn sem hljóp undir bagga með Gagnfræðaskólanum. Þá lögðu nemendur, starfsmenn og skólastjórinn fram ómælda vinnu við byggingu skólans. Þó vann skólastjórinn aldrei við bygginguna nema til klukkan þrjú á daginn, því að klukkan fjögur varð hann að sinna skyldustörfum sínum sem sparisjóðsstjóri. Árið 1956 var þetta^ 8.500 rúmmetra skólahús að mestu fullbúið. í loka- törninni hafði skólastjórinn notið aðstoðar þáverandi menntamálaráðherra Bjarna Benediktssonar sem hann sagði sjálfur að hefði verið sinn besti yfirmaður. Gagnfræða- skólabyggingin reyndist ein hlutfallslega ódýrasta bygging sem reist hafði verið á veg- um hins opinbera árin 1947-1956. Safn og saga Um 25 ár liðu frá því Þorsteinn kynnti hug- myndir um nýja byggingu Gagnfræðaskóla- hússins þar til hún var fullkláruð. Með þraut- seigju hafði nú ein hugsjónin ræst en skólastjórinn var kominn á besta aldur, rétt undir sextugt, og áhugi hans á söfnun og varðveislu gamalla muna og sögu Vest- mannaeyja hafði farið vaxandi. Hanabjálkinn í Gagnfræðaskólahúsinu og í Goðasteini, íbúðarhúsi þeirra hjóna, geymdu hluti sem flestir höfðu talið einskis virði. Á hanabjálk- anum í Goðasteini voru m.a. geymdar ljós- myndaplötur hver upp af annarri, bátsbjalla, björgunarhringur frá þýskum kafbáti, fisk- dráttarkrókur, rautt siglingaljósker og helj- armikið bátsstýri af v/b Skuld VE. Efst uppi í hanabjálkanum héngu draugaleg sjóklæði og við hlið þeirra hákarla-, og hnísuskutlar. Þá var líka geymdur á háaloftinu fagurlega rauðlitaður skjöldur skreyttur með haka- krossi nasista. Einhver fyrrverandi meðlima nasistahreyfingarinnar í Eyjum hafði sett skjöldinn fyrir framan útidyrnar á Goðasteini fljótlega eftir lok seinna stríðs. Kannski vildi gefandinn spauga með skólastjórann, sem hafði verið einn harðasti andstæðingur nas- ista og bolsévíka í Eyjum, eða þá að hann vildi að skjöldurinn mætti varðveitast í Byggðasafni Eyjanna, kannski til varnaðar komandi kynslóðum. Alla þessa muni þurfti að skrá og segja sögu þeirra. Þá þurfti að finna gott húsnæði fyrir safnið. Enn á ný studdi ein hugsjónin aðra. Þegar Sparisjóðurinn reisti nýtt hús við Bárugötu fékk Byggðasafn Vestmannaeyja lánaða 3. hæð hússins undir stai-fsemi sína. Sama ár og Þorsteinn hætti skólastjórn Gagnfræðaskólans árið 1963 flutti Byggða- safnið í nýju húsakynnin og sparisjóðsstjór- inn gat nú flutt sig milli hæða og sinnt þannig ólíkum hlutverkum í sömu byggingunni. Nú var fræðimaðurinn Þorsteinn kominn á mikið flug og Blik, ársrit Vestmannaeyja, kom út í bókarformi. Ritið var 2-400 síður og kom út annað hvert ár. Þá var norsk-íslenska orðabókin komin vel á veg en hana varð Þor- steinn að skrifa utan hefðbundins vinnutíma. „Það var vetrarríki og skammdegi. Frammi í stofunni sem var óupphituð að næturlagi sat Þorsteinn í þykkri Gefjunarúlpu með penna og púlt að vinna að kaflanum um upphafsstaf- inn S.“ Norsk-íslenska orðabókin kom út í Björgvin í Noregi árið 1967. Þar lauk fimm- tán ára starfi. Eftir því sem árin liðu fór að verða ljóst að gömlu munimir sem legið höfðu lengst af upp á hanabjálka voru orðnir eitt yfirgripsmesta safn gamalla muna frá sjávarsíðunni á ís- landi. Það var einnig orðið býsna þröngt um safnið í húsakynnum Sparisjóðsins við Báru- götu. Það var þó ljóst að tímarnir höfðu LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.