Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Side 5
en nýtur ekki skjóls af ímyndun, sjálfs- afneitun eða hverskonar annarri óraunveru sem á hinn bóginn stendur listamönnum til boða ef þeir á annað borð njóta frelsis. Sir Osbert Sitwell ritar i ævisögunni - og nefnir til sameiginlega kunningjakonu: Nina Hamnett sat oftast þessar kvöld- veislur sem ég og Sacheverell bróðir minn héldum skáldinu W.H. Davies; auk þess ungt, íslenskt leikritaskáld, Haraldur Ham- ar að nafni. Við kölluðum hann Island ... Hamar var mikill vinur málarans Augustus John og fastur gestur á Café Royal og mörg ár áberandi persóna í bóhema-lífinu enska. Hamar var lítill maður vexti, dökkur á hár og svo rjóður í andliti að honum svipaði til búktalarabrúðu enda þótt eldsnör, græn augu hans afsönnuðu svo fjarstæðukenndar hugmyndir um hann. Leikrit hans voru aldrei flutt eða gefin út og hann lifði við afar rýran efnahag, eyddi oft því fé í áfengi er hann átti að nota sér til matar. Þegar honum áskotnuðust einhverjir peningar var hann geysilega örlátur og eyðslusamur. Ég man að eitt sinn bárust honum óvæntir peningar í hendur og ákvað hann þá að kaupa sér veru- lega góð og falleg föt. Hann bað Sacheverell bróður minn að vísa sér á klæðskera hans og þar völdu þeir efnið. Því næst skyldi taka mál af fötunum og bað hann Sacheverell að vera viðstaddur athöfnina. Bróðir minn lét ekki segja sér tvisvar og fylgdi honum til klæðskerans í Conduit Street; en skrýtið var upplitið á klæðskeranum þegar ísland fór úr gömlu fötunum til að prófa hin nýju og í ljós kom að vesti og nærbuxur hans reyndust vera eingöngu gömul dagblöð sem hann hafði nælt saman með einhverjum ráðum. I hvert sinn sem honum var boðið til kvöldverðar þar sem vín var veitt komu því miður í ljós viðbrögð hins norræna manns við sterkum veigum og vegna þess að hinir fullkomnu, norænu drykkjusiðir fólust í því að brjóta glös til þess að öðlast sjálfur og flytja öðrum mönnum heill og hamingju og eins af hinu hve hjartagóður hann var og óskaði okkur gæfu og gengis, skyldi hann alltaf eftir hrúgu af brotnum vínglösum í borðstofunni eftir slíkar athafnir. Þegar svo staðið var upp frá borðum endurtók sig allt- af sama sagan: hugur Islands var þá jafnan gagntekinn af þessu sígilda, frumspekilega vandamáli: Er ekki unnt að festa svipmót andlits manns að eilífu í spegli með því að bera eitthvert efni á yfirborðið, um leið og spegilmyndin blasir við?... Hamar var höfðingi að eðlisfari. Hann reyndi aldrei að fá lánaða peninga hjá vinum sínum, og harmaði sárt ef hanngat ekki end- urgoldið gestrisni þeirra ... Eg hugsa að Davies hafi látið sér annt um hann og fengið samúð með honum vegna þess hvernig hög- um hans var háttað: að vita aldrei hvaðan hann gæti fengið fé fyrir næsta málsverði eða húsaskjól - svipað og eitt sinn hafði ver- ið ástatt fyrir honum sjálfum. Þó að Davies mislíkaði oft við Hamar, sleit hann aldrei vinfengi og sambandi við hann og honum sárnaði jafnvel stórlega ef einhver vina Hamars sagði upp í opið geðið á unga mann- inum að leikrit hans urðu aldrei flutt eða sýnd. Þegar Davies kom til þess að gista hjá okkur ferðaðist hann alltaf fótgangandi alla leiðina frá Bromsbury til Chelsea og hafði meðferðist lítinn, ómerktan ferðapoka. Stundum slóst Island í fylgd með honum en hann hafði um það leyti feiknlega aðdáun á Davies og leit á sig sem sjálfkjörinn lífvörð hans...“ W.H. Davies var af heldri mönnum kom- inn eins og þau Sitwell- systkin (systirin Edith varð þeirra frægust) og þess ekki að vænta að Haraldur ætti nema um sinn inn- hlaup í klíku sir Osberts, eftir þessari lýs- ingu aðalsmannsins að dæma, því draumur Haraldar um að verða frægt skáld á enska tungu rættist ekki. Haraldur hafði helst samband við Steinunni, systur sína hér heima. Steinunn var kunnur atvinnuljós- myndari á sinni tíð. Fyrstu allmörg árin af þeim fimmtán sem Englandsdvölin stóð skrifuðust þau systkinin á en svo hætti Haraldur að svara bréfum Steinunnar. I mörg ár var með öllu ókunnugt um dvalar- stað hans og afdrif. Allt til ársins 1929 (sum- ir segja 1927) en þá þótti Steinunni og öðr- um ættmennum Haraldar sem ekki mætti lengur við svo búið una og Steinunn fór til Englands í leit að Haraldi. Hún fann hann í fátækrabæli í London, einan og yfirgefinn. Svo bágur var Haraldur þá að hann mundi lítið til Englandsdvalarinnar og minna til bernsku sinnar. Leikritið Einhverjir sem þekktu til sögðu um Har- ald eftir að hann var alkominn til heima- lands síns á ný að hann hafi átt til að taka of- an úr hillu handritið af eina leikritinu sem varðveist hefur eftir hann og handleika það þegjandi um stund eins og dýrgrip og leggja svo frá sér í hilluna á ný. Leikritið Santa Sanna veitir nokkra innsýn í sálarlíf höfund- ar þess í upphafi fullorðinsáranna, um tví- tugt, og er merkt í því tilliti. Ljóst er af lestri þess að Haraldur hefur búið yfir frjóu ímyndunarafli og myndauðgi af því tagi sem einkenndi föður hans, Steingrím Thorsteins- son, á Hafnarárum þess síðarnefnda, fram til 1870, en Steingrímur breytti um áherslur í kveðskap sínum eftir að hann flutti alkom- inn heim til Islands. Drauma og vitranir helgileiks sonar hans einkennir sumpart persónulegt líkingamál af sama tagi og bernskuskrif föður hans, hvort sem var fyrir áhrif eða erfðir. Skyldi Steingrímur hafa les- ið þýðingar sínar á ævintýrum fyrir krakka sína? Með leikritinu hefur Haraldur ætlað að gera boðskap um gæsku almættisins svo áhrifaríkan sem unnt væri með því að hafa í bakgrunni ógnir og mannvonsku heim- styrjaldarinnar fyrri. Hann setur verkið nið- ur í smábæ einum í Belgíu í styrjöldinni og lætur gerast í varðstöð þýska hersins þar sem fram fer kúgun hinna innfæddu að þýskum hætti vegna reglubrota. Hið góða sigrar svo hið illa með endalausum og fyrir lesandann lítt umberanlegum kraftaverkum sem fylgja kvenverunni Sönnu og kann svo sem að mega finna slíkum firnum hliðstæðu í Maríudýrkun fýrri alda eins og hún gerðist frumstæðust og barnalegust. Hið undarlega og einstæða við leikrit Haraldar er að þessi aðalpersóna verks hans, Sanna, er engin hei- lög María, Sanna getur varla svo mikið sem talist fulltrúi kristilegs hugarfars, því átrún- aður Sönnu er á sólina og önnur efnisleg fyr- irbæri sem taka á sig persónulega mynd í stuðningi sínum við gæsku hennar gégn ill- virkjum Þjóðverjanna. Sanna réttlætist ekki af tengslum sínum við persónur trúarbragð- anna sem gildir um dýrlinga að flestra hyggju heldur fyrir einhverskonar náttúru- trú, sóldýrkun. Hún er meira að segja ólétt út allt leikritið. Og hinn þýski yfirmaður varðstöðvarinnar elur með sér holdlega ást til hennar þótt ekkert verði úr fyrir skap- festu Sönnu. Annað sem vísar til frumleika höfundar er að hann gerir í sumum senum leikritsins ráð fyrir kvikmyndalegum bak- grunni, svipmyndum frá vígvellinum af þvi tagi. Og hlutir og ómannlegar fígúrur tala í leiknum svo að við flutning hans verður að nota hljóðnema og aðra nútímatækni ef vel á að vera. Trúarmærðin flæðir stundum út yfir öll mörk svo að minnir á vímu fremur en allsgáðan samsetning. Síðan Haraldur Hamar bjóst til að leggja leiklistarheiminn breska að fótum sér hefur gengið yfir bylting í tilfinninga- og hvatalífi vestrænna manna sem enn er vist við hæfi að kenna við Sigmund Freud þótt orðin sé alþýðubylting en ekki bara vitsmunamanna eins og var árin upp úr heimstyrjöldinni fyrri. I ljósi breyttra tíma er því líkast sem Haraldur hafi í leikriti sínu frá 1915 ekki náð að brúa bilið milli persónulegrar móður- dýrkunar sjálfs sín og þarfar kynferðisins fyrir holdlegri förunaut; hann miklar því æ meir fyrir sér sakleysi og heilagleika Sönnu eftir því sem lengra líður á leikritið uns veruleikafirringin er orðin alger - og vit- leysan keyrir langt úr hófi. Þegar á líður leikverkið taka kraftaverkin að ganga eins og holskeflur yfir Þjóðverjana svo að liggur við að maður vorkenni þeim. Þá hefur höf- undur á lífsflóttanum bylt inn í verk sitt æv- intýrum sem lesa má úr með góðum vilja vís- dóm, meira að segja frumlegan; undarlegar, dulfræðilegar bollaleggingar sem einar sér hefðu ekki átt upp á pallborðið hjá bresku biskupakirkjunni, ef vitnast hefðu í umdæmi hennar, en kannski helst hlotið náð hjá fylgj- endum dulfræðingsins og ljóðskáldsins írska W.B. Yeats. Þeir aristókratar, félagar Haraldar á Englandsárunum framanverðum, kenndir við Bloomsbui’y, listamannahverfi í London, hleyptu engum bjánum inn í hóp sinn heldur kusu að bæta sér upp ófrumleika sjálfra sín og nánasta skylduliðs með slagtogi við menn eins og Harald sem bjuggu yfir fjarstæðu- kenndum frumleika ofan í vitsmuni og voru því svo skrítnir að þeir gátu ekki þrifist öðru vísi en undir vernd sér voldugri manna. Fað- ir Haraldar hafði vit fyrir sér í þessum efn- um; hann fann frumleika sínum farveg í þýð- ingum á viðurkenndum skáldverkum, sögum, ljóðum, ævintýrum. Og hann gerðist á fullorðinsárum kunnur að hóglega stemmningsríkum náttúrulýsingum og ljóð- um um hefðbundin sannleiksmál. En þegar listamiðurinn Steingrímur Thorsteinsson gerðist ráðsettur hafði varla nokkur maður ímyndað sér, jafnvel ekki sem fjarlægan möguleika, jafnvel ekki í skáldskaparórum, að öll heimsbyggðin kynni að verða styrj- aldarvettvangur á einni og samri stundu. Slíkt gerðist fram til þess aðeins í Biblíufrá- sögnum og því ekki langsótt að Haraldur Hamar lenti i botnlausu dulfræðigrufli við umfjöllun sína um styrjaldarástand sem spannaði alla heimsbyggðina og hófst um líkt leyti og hann kom fyrst til Englands. I bréfi er nefnt að Haraldur skrifaði ann- að leikrit en af því lifir ekkert nema nafnið. Dr. Jón Stefánsson segir í bréfi til móður Haraldar, Guðríðar Thorsteinsson 1. júní 1916: „Af því að þér munuð bera áhyggjur fyrir brjósti út af syni yðar, Haraldi þá leyfi ég mér að skrifa yður línu um hann. Jeg hef aldrei séð hann fyrr en hér í London, en nú kynnst honum vel og getað leiðbeint honum í mörgu. Jeg hef varið mörgum kvöldum í að þýða leikrit hans sem mun vekja athygli þegar það kemur fyrir almannasjónir ... Jeg held að Haraldur verði ekki einungis sjálfbjarga þegar hann er búinn að vera 3 mánuði í film-skóla - hann hefur miklar gáf- ur til þess og þesskonar er mjög vel borgað -, nei, hvað meira er, að hann verði yður og ættinni og minningu föður síns til heiðurs og sóma þegár komið er fyrir almanna sjónir fleira sem í honum býr líkt og þetta leikrit. Hann fær það líklega prentað fyrir árslok. Hann verður þá sjálfbjarga og langtum meira svo það er ekki nema herzlumunurinn að styrkja hann dálítið núna...“ Dr. Jón sem kunnastur hefur orðið fyrir ævisögu sína, Utan úr heimi, og þá sérvisku að sitja að bókalestri árum saman á British Museum en sinna ekki borgaralegu lífi þótt hann ætti þess ágætan kost, hafði eftir til- vitnuðum orðum úr bréfi hans að dæma mikla trú á Haraldi enda var Haraldur vafa- laust ágætum kostum búinn og bar sig heldrimannlega sem átti vel við dr. Jón. Gleðibani Ég hef ekkert fundið á prenti eftir Harald annað en tvo ritdóma í Eimreiðinni, 1914, um bækur eftir Einar Hjörleifsson Kvaran. Haraldur skrifar þar af skarpskyggni og til- finninganæmi um smásögur Einars sem hann hrósar mjög, og um leikritið Lénharð fógeta sem kom fyrst út á bók árið 1913 og Haraldi þykir ósannfærandi eftir því sem hann ritar. Með ritdóminum gengur hann í berhögg við almenningsálitið, en hann segir að mönnum hafi yfirleitt líkað leikritið vel. Haraldi þykir skorta á raunsæið. Og „það er enginn frumlegur dráttur í leiknum". En þetta er frumraun Einars í leikritsgerð. Og „við vonum að Einar hafi í næsta leikriti náð sömu snilldartökum á meðferðinni og í smá- sögunum." Sá maður sem menn muna af Skálanum var ekki svipur hjá þeirri sjón sem Osbert Sitwell minnist í ævisögu sinni. Sir Osbert ritar þar um Harald, auk framangreinds: „Honum tókst að bjóða mér til samfagnaðar á hugkvæmasta, óvenjulegasta og skemmti- legasta hátt sem ég hef orðið aðnjótandi á ævinni ... Þetta gerðist í fyrra stríðinu, ég var háttaður, steinsofnaður í svefnherbergi mínu á annarri hæð í húsi mínu við Swans Walk, klukkan orðin þrjú að nóttu, kaldur vetur, hafði farið snemma að sofa eða kl. ell- efu eftir rólegt kvöld. Þá var eins og ég yrði gegnum djúpan svefninn óljóst var við ein- hverjar hræringar, líkast því sem barið væri að útidyrunum lengst fyrir neðan mig... Og innan skamms er tendrað ljós í herbergi mínu, og þjónn minn vekur mig og tilkynnir: „Herra Island vottar yður virðing sína og flytur yður þá orðsendingu að hann og herra Augustus John hafi brotist inn í vínkjallara, og að þeir æski nú þegar í stað félagsskapar yðar!“ - Tilvitnun lýkur. Hverskonar tilgerð átti upp á pallborðið hjá þeim Bloomsbury- skáldum en hún rétt- lættist þegar til lengdar lét af stétt og stöðu. Og dyrnar lokuðust að fullu á Harald. Við tóku dvalir á vistheimilum utangarðsfólks og annað ámóta sem heyra má um í sönglag- inu hjartnæma Stræti Lundúnaborgar og margir þekkja. Af Haraldi fór hommaorð eftir heimkom- una. Og hann hafði reyndar þótt hæpinn á námsárum sínum í Menntaskólanum, hann kvað hafa byrjað daginn í Baðhúsi Reykja- víkur sem fyrst var opnað á þeim árum. Samkvæmt Freud og ef til vill leikriti hans fann Haraldur Hamar kynhvöt sinni aldrei þann farveg sem náttúra og samfélag buðu heldur ófst hún um bernska ímynd sem hann hafði af sjálfum sér alla tíð. Það þoldu Eng- lendingar honum en Islendingar ekki. Arið 1938 gengu í gildi lög um vananir á Islandi og að fenginni þeirri heimild tóku landar sig til og beittu á Harald þýsku aðferðinni, þá hálffimmtugan. Fóru með hann eins og Lalla í Pólunum, sagði einn heimildarmanna minna. Hann var geltur! Það mun vera satt. Sami heimildarmaður bætti við og minnist Haraldar vel í sjón frá Skálaárunum: „Hann var að sjá eins og ævisaga þar sem allar síð- urnar eru auðar!“ Höfundurinn er rithöfundur. ERLENDAR BÆKUR AÐ BORÐA OG DREKKA MEÐ GOETHE Essen und Trinken mit Goethe. Mit Goethe-Creationen von Marcello Fabri Meisterkoch im „Elephant" in Weimar. Herausgegeben von Joachim Schultz. Mit 75 farbige Abb- iidungen. Deutsche Taschenbuch Verlag 1998. í ár eru 250 ár frá fæðingu Goethes. I tilefni þess kemur þessi bók út og inntakið er matar- og vínsmekkur Goethes. Ekkert mannlegt var Goethe óvið- komandi. Hann er oft talinn til síðustu alfræðinganna, ef ekki sá síðasti. Hann er ekki aðeins höfuðskáld Þjóð- verja, hann fékkst við flestar greinar mennskrar þekkingar, jarðfræði, lita- fræði og ljósfræði, dýrafræði og grasafræði og ekki síst matargerðar- list. Auk þess var hann drátthagur eins og myndir hans votta. Ahugi hans á matargerð kviknar í bernsku í Frankfurt. Afi hans í föður- ætt rak gistihúsið „Zum Weidenhof", sem var talið það fjórða besta þar í borg. Móðurafi hans var háttsettur embættismaður, Goethe var heitinn eftir honum, og sem keisaralegur embættismaður varð lífsstíllinn að vera á því stigi að matarsmekkur varð að vera samkvæmt kröfum „feinsmek- era“ þeirra tíma. Það má lesa um nýjársmóttökur og veisluhöld þeim fylgjandi í „Dichtung und Wahrheit“. Þar er lýst ýmsum frábærum réttum og auk þess ólst Goethe upp við úrvals matargerð í heimahúsum. Goethe skrifar vini sínum frá Leip- zig og telur upp ýmsa rétti og matar- tegundir, þá var hann 16 ára og smekkur hans fyrir úrvals réttum mótaður. Hann nefnir í þessu bréfi fasana, geldhana, lax og silung, blóðpylsur, skelfisk og ál, hann talar um að Mersebúrger-bjórinn sé of rammur fyrir sinn smekk, nefnir ekki sterka drykki né önnur vínföng. Með aldrinum fær vínið meiri um- fjöllun í bréfum Goethes, og vínið verður hans „lífseleksír". Eftir að hann varð heimagangur við hirðina í Weimar, þróast smekkur hans og í Italíuferðinni bætast ítölsk vín á vín- seðilinn. Hann þurfti ekki að lúta að lélegum víntegundum. Hann naut þrúgusafans frá bestu vínhéruðum Evrópu, frá Frakklandi, Þýskalandi og Italíu. Goethe minnist mjög víða á mat og vín í bréfum sínum, dagbókum og verkum. Þjónn Goethes, Gottlieb Friedrich Krause, síðasta árið sem hann lifði, skráði þau matföng og þær víntegundir sem komu á borð skálds- ins, súpurnar voru: sagósúpa, kartöf- lusúpa, grjónagrautur, kjötsúpa, bygggrjónagrautur og spergilsúpa. Meðal smárétta: gæsapaté, gæsalifr- arkæfa, parmesanostur, kavíar, sar- dínur, ostrur. Meðal kjöt- og fiskrétta eru: blóðsteik, nautasteik, kálfasteik, hérasteik, svínaket og fiskréttir, síld, flatfiskar ýmsir, humar, lax, silungur o.fl. o.fl. Spergill og blómkál, baunir, grænar baunir, broccoli, kartöflusalat, súrkál, spínat og salöt. Goethe var gefinn fyrir súkkulaðibúðinga og súkkulaðidrykkinn sjálfan, marsipan og vanillubúðinga. Kaffi, te, mjólk, púns og líkjörar voru vinsælir. Villi- svínaket með kirsuberjum var meðal eftirlætisrétta skáldsins. Goethe hafði næman smekk fyrir ýmsum kryddteg- undum og stjórnaði sjálfur og mældi það sem hann taldi hæfilegt magn á kjöt og ídýfur. Hann hafði gaman af matargerð og bragðskyn hans var óbrigðult. Þessi bók er skreytt mörg- um fögrum myndum frá tímum skáldsins, og lýst margvíslegum rétt- um sem bornir voru fyrir skáldið, auk kafla úr bréfum og dagbókum varð- andi matseld. SIGLAUGUR BRYNLEIFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.