Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Side 14
HERNA MEGIN VIÐ HELLUR
EFTIR DAVÍÐ ERLINGSSON
„Ég hef gert umfjöllun og skilning tveggja gildra og
virðingarverðra fræðimanna á „fyrir neðan allar
f íellur" að umtalsefni í | beim ti Igangi, sökum þess að
mérvirðastj: >eir báðir hafa lagt sér í hendur efni til að
s ikilja þetta efni á viðhlítandi háttog réttan, að mínu
viti, en svo er sem | þeir s kirrist' /ið. Þeir hafa lagt efnið
fram, en sjá ekki menningarfræðilegtgildi þess né
symbólskt sarr ihengi.
Mynd: Escher.
✓
ASTAÐ, sem þannig er
skírskotað til, má, hvað
sem öðru líður, fullyrða
að er _(-um) við sjálf sem
hér eigumst við í orði og
hugsun. I því sem okkur
fer á milli er þessi staður
sjónarstaður. Hann er
með í því, sagður eða sjálfsagður sem sá
skírskotunarvettvangur sem gerir boðskipt-
in miili okkar þarfleg / nauðsynleg / gerleg
o.s.frv. að einhverju leyti. Beint eða óbeint
og uppskátt eða dulið varða boðskipti manna
vettvanginn mannheima eða eru um hann.
Mannheimar eru ekki allt sem er, því að til
er það í heimi sem ekki er þeir og þörf ber til
að vita að er annað en þeir, og að þama eru
mörk í milli héma megin og þess margvís-
legs sem er hinum megin í einhverjum skiln-
ingi. Þetta og þýðing þessa eru í boðskiptum
oft gefin til kynna með táknmáli, symbólum.
Flestar greinar málvísinda okkar aldar og
orðabókaverk margvísleg reyna í viðfangs-
' efnavali sínu og með vinnuaðferðum yfirleitt
að forðast að lenda í viðureignum við hið
symbólska, í ámóta merkingu og þeirri sem
hér er verið að tala um, — sem er eiginlega
það þegar orð eða önnur tjá (myndir, tónar)
kalla fram merkingar og meiningar og þar
með tilfinningar sem eru allt miklu meira en
það sem kalla má beina og afmarkanlega
(orðabókar)merkingu (t. d.þegar hestur er
látinn vera ákveðin tegund af spendýri), til
dæmis þegar einhver setur sig á háan hest
og alls ekki er verið að tala um spendýr
heldur eitthvað allt annað og raunar alls
ekki auðráðið hvað það komi dýrinu við.
Orðabækur tala þá oft um afleiddar merk-
ingar eða yfirfærða notkun, tala um líkingar
og metafórur o.s.frv., og hljóta notendur að
vera þakklátir fyrir slíkar ábendingar, þótt
þær séu oft ekki mjög markvissar eða ná-
kvæmar, enda er oft um torræð efni að
ræða. Afstaða slíkra vísinda er raunhyggja
að stofni, og litið er í botninn á tungumál
sem tæki til tjáningar á veruleikanum.
Ástæður þessarar afstöðu félagslegar og vís-
indahugmyndasögulegar verða ekki gerðar
hér að umtalsefni, en það er á hinn bóginn
mikil þörf á að benda (að minnsta kosti öllu
verðandi mennta) fólki á þessar afstæður og
hvað þær merkja, með einstökum dæmum,
og sýna hvað það getur haft í för með sér að
fara að hugsa að fordæmi slíkra vísinda og
hleypa ekki hinu symbólska hlutverki að
(hvort sem er í málstextum eða mannlífi),
þegar og eftir því sem það á við til þess að
skilja orð, orðasambönd og texta um þetta
sama mannlíf og heim þess. Hér kemur nú
eitt slíkt dæmi.
Það er fyrir neðan allar hellur. I þeim orð-
um, sem heyrast oft í samtíðarmáli töluðu,
fellir mælandi mjög harðan dóm um það sem
til umræðu er, þetta það. Það er „afburðalé-
legt“, svo að gripið sé þýðingarorð úr texta
Halldórs Halldórssonar málfræðiprófessors
um orðatiltækið1, þó ekki væri nema til að
vekja athygli á því eiginhlutleysi fræði-
manns og fræðimennsku sem yfirleitt telst
dygð og kostur, því að efnismeðferðin fær
hlutlægni af því að sleppa við að fræðimað-
urinn blandi huglægri afstöðu sjálfs sín inn í
meðferðina og texta sinn um athugunarefn-
in. En um leið gætir í þessu orði rangrar eða
>1 rangleitinnar hlutlægni, því að það, lélegt, á
miklu betur við um eitthvað sem er efnis-
hlutur en um eitthvað sem er (ef til vill ekki
annað en) hugleg afstaða, og orðið ber þá í
sér dóm um þá afstöðu. „Lélegt" felur þann-
ig ekki í sér þá sterku siðferðilegu fordæm-
ingu sem „fyrir neðan allar hellur" ber í sér.
Þetta orðasamband heyrist í lifandi máli
með áherzluþunga og flytur dóminn „sem
ætti ekki að eiga sér stað“ eða „sem ætti
ekki að geta verið, eða fá að vera, í okkar
heimi“. Orðið lélegur er hins vegar orð sem
gæti átt heima í orðaforða „gæðastjórnunar"
t.d. yfir einhverri framleiðslu efnisbundinni,
og það breytist ekki mjög með því að skeyta
afburða- framan við. Að málkennd þess sem
hér stritast við að hugsa er ekki langt frá að
hinn harði áfellisdómur siðferðilegur í „fyrir
neðan allar hellur“ komist að fordæmingar-
stigi upp að hliðinni á því þegar sagt er að
eitthvað sé „til háborinnar skammar", enda
þótt ég segi ekki að þessi orðasambönd
myndu vera höfð um það sama. Mér finnst
ég varla vita það.
En ég tel að við sjáum í þessu eina orði
leitni raunhyggjumarkaðrar málrannsóknar
til bæði hins efnisraunverulega og til þeirrar
hlutlægni viðhorfsins sem er í eðli sínu sið-
laus (án siðar, hér eins og í öðrum vísindum
aldarinnar, en af því getur sprottið siðleysi í
hinni merkingunni, með meiningu fordæm-
ingar); einnig sést hér varygðin gagnvart því
huglega sem er önnur hlið þessa, viljinn til
að sneiða hjá því sem er einhvem veginn
öðmvísi veralegt en „raun“veralegt. En allir
ættu að vita að það er margur veruleiki í líf-
inu sem ekki er áþreifanlegt eða sýnilegt
efni. Með þessum orðum er nú bent með
víðri sveiflu á þau merkinga- og meininga-
svið sem hætt er við að verði út undan at-
hygli til rannsókna og komi afar misjafnlega
til skila í stranglega raunhyggjumótuðum
skrásetningabókum um mannlega hugsun.
I framhaldi af þessu er ástæða til að líta
nokkru nánar á þau rit bæði um íslenzk orð-
tök sem ég tek dæmið úr, rit Halldórs Hall-
dórssonar áður tilvitnað og rit Jóns Frið-
jónssonar.2 Fróðlegt er að sjá að Halldór
gaupnar orðtakaefnið saman í eina grein, en
Jón tekur það fyrir í fjórum atriðum eða
deildum sem hver er að upphafi merkt með
sverum punkti, eins og oft er gert tU yfír-
litshjálpar í þeirri bók. Þetta tengist því að
nokkru leyti, að Jón hefur meira efni að
setja á sína skrá. Punktadeildir hans fjórar
eru:
• e-ð fellur á hellu (sjaldg.) „e-ð ber ekki ár-
angur
• e-ð er fyrir neðan allar hellur (hér þýtt: )
„e-ð er fráleitt, e-ð nær engri átt“. (Því er
skylt að hrósa, að hér kemur afstæða for-
dæmingarinnar fram í þýðingunum, sem
mér þykja vera réttar og góðar.)
• e-m verður hált á (sömu) hellunni (sjaldg.)
„e-m verða á mistök (sömu mistök og e-m
öðrum)“
• skammast sín niður fyrir /(undir) allar
hellur „skammast sín mjög mikið“. Undir
þessum síðasta punkti tínir Jón fram ýmis
þeirra orðtaka sem nefnd eru í samgrip-
inu hjá Halldóri, en ekki öll.
Það sem Jón tekur upp fram yfir Halldór
eru fyrst og fremst sjaldheyrðu orðtökin 1
og 3 í þessari röð. í þeim virðast koma fram
beinar samlíkingar við auðráðinn efnisveru-
leíka, en veruleikasamband 2, í brennidepli
hér, og 4, þar sem raunar er ekki eitt heldur
margt tekið saman, er miklu torráðnara fyr-
ir nútímamanninn, að minnsta kosti þann
sem ekki veit annað en raunhyggja og skyn-
semi og heimsmynd sem ekki nær sjálfri sér
saman sé allt eðlilegt og sjálfsagt og hið eina
eðlilega og sjálfsagða. Það er því um þessi
atriði sem hér er þörf að ræða nokkru nánar.
Flettigrein Halldórs, HELLA, hefst á því að
hann tekur aðdáanlega utan um nokkur
þessi orðtök í einu með því að segja:
Orðasamböndin niður undir (allar) hellur,
ofan undir allar hellur og niður fyrir ailar
hellur eru notuð til áherzluauka með nokkr-
um sögnum, aðallega skammast sín,
skamma, óska, níða o.s.frv. Skulu rakin
nokkur dæmi, -
Síðan koma þau, og er afar fróðlegt að
íhuga þau í því samhengi sem þau veita
hvert öðru. I því næstsíðasta skammast
maður sín ofan undir allar hellur fyrir hirðu-
leysi sitt, en í því síðasta er talað um að níða
Spánverja niður fyrir allar hellur. Þar á eftir
sérstakt stykki um upprunann, sem að verð-
ur komið hér á eftir; en það hlýtur að vekja
sérstaka athygli, að flettigreinin endar á
staksettum viðbótarlínum sem segja:
Af sömu rót er runnið e-ð er fyrir neðan
allar hellur (Bl) „e-ð er afburðalélegt".3
Því að í vissum skilningi er hugmyndin í
því grundvöllur og staðurinn sem allt hitt
stendur á, hugmyndin um það sem er hinum
megin við þetta hellnagrjót. Hefði verið eðli-
legt þess vegna að skipa dæminu með so.
vera á undan dæmunum með öðrum sagn-
orðum sem hafa sértækari merkingar. En
fræðimennimir líta ekki þannig á málið. Lít-
um nú fyrst á stykki það hjá Halldóri sem
flytur okkur það sem hann telur helzt ætl-
andi um sannrök til orðtakanna (sbr. etymo-
logia), en síðan á mál Jóns Friðjónssonar um
sama efni, þar sem hann stendur vitanlega á
herðum Halldórs:
Uppruni er óvís, en ef gert er ráð fyrir að
orðasamböndin séu í fyrstu með óska eða
merkingarlíkum sögnum, gætu þau verið
dregin af greftrunarsið og merkt í fyrstu „til
dauða“. Þessu til styrktar má benda á eftir-
farandi staði úr fornritum: Þórðr kveðst eigi
þat hirða, - „má þat eigi víst vita, hverr hell-
um hleðr at höfði öðrum“ ÍF XIV, 199 -
„Reynt mun slíkt verða", segir Skarpheðinn,
„hverr grjóti hleðr at höfði öðrum“. ÍF XII,
229.4
Jón Friðjónsson er loflega varfærinn,
finnur vissa veikleika í máli Halldórs, og
reynir að bæta um. Þegar hann segir i fyrstu
orðunum að uppruni sé óljós í stað óvís hjá
Halldóri, skil ég það svo að Jóni þyki tilvitn-
animar í fomsögur í sjálfum sér alltraustur
ávitull á það, á hvaða sviði orðtökin hljóti að
eiga rót sína, en eigi að síður sé margt óljóst
um það. Sé svo, er ég honum líka samdóma.
Hann skrifar: Uppruni er óljós en líkingin er
er e.t.v. tengd greftrun. Annars vegar gæti
hella vísað til steina á gröfum eða þess þegar
menn voru urðaðir, þ. e. óska e-m niður und-
ir (allar) hellur merkti þá „óska e-m til
dauða“ (HH91, 213). Hins vegar gæti líking-
in verið dregin af því þegar búið var um
látna menn, sbr. orðatiltækið hlaða hellum /
grjóti að höfði e-m (tilv. í sömu sögur og hjá
Halldóri, en í annarri útg.) „sigra e-n, verða
e-m yfirsterkari" þar sem líkingin virðist
dregin af umbúnaði líka, þ.e. bein merking
er „búa um höfuð manns í gröfinni" en yfir-
færð merking „ganga af e-m dauðum“.
Þessu til styrktar skal nefnt orðatiltækið
safna grjóti til sinnar eigin grafar (tilv.) og
afbrigðið safna steinum að sinni eigin gröf
(tilv.). Það sem er fyrir neðan allar hellur
vísar þá til þess að lægra (en í gröfina) verði
ekki komist.
Allt virðist mér þetta fjarska viturlegt og
sennilegt, og nauðsynleg er sú leiðrétting á
tali Halldórs um greftrun að gera greinar-
mun á þessum hinum allra hinzta frágangi
manna frá líkum og öðrum frágangi á eða frá
líkum manna sem t.d. gátu hafa verið vegnir
í vopnaviðskiptum, og hlutu vegendur og
aðrir að ganga sæmilega frá til bráðabirgða
þannig að líkin yrðu ekki æzli varga í biðinni
eftir heiðarlegri húslan. Þannig hefur verið
fullkomlega eðlilegt að sá sem vegið hafði
mann þyrfti að hlaða hellum að höfði honum,
hugsunaryfirfæringin lítil frá því síðar-
nefnda til hins fyrrnefnda. En hugur minn
stöðvast við ályktunarsetninguna sem Jón
endar umfjöllun sína með, þar sem það er
líkt og orðið „lægra“ slái mig dálítið utanun-
dir, sem náttúruvísindalega stefnt merking-
artilbrigði við „neðar“ (fyrir neðan) í orðtök-
unum sjálfum: ekki lengur miðað aðeins við
hellur þessar heldur er það nú orðið ískilið
að mælt sé á einhvern almennt gildan hæð-
armæli því að um þannig lagaða afstöðu sé
að ræða. Þetta er ósvífnislega sagt af mér,
en ég bið að mér verði það umborið vegna
þess að afstaða rannsakandans skiptir mjög
verulegu, ef ekki öllu máli. Notendur verka
vísindamanna okkar verða að vita afstöðu
þeirra eins nákvæmlega og unnt er að gera
hana ljósa. Og það þarf að kenna fólki að
fara rétt með það sem á milli ber hugsunar
þeirra og vísindamannanna. Öðrum kosti
geta verk vísindamannanna beinlínis orðið
til ills, fyrir lesendur sem ekki kunna að vara
sig á hættulegum markaðstorgum fræðsl-
unnar.
Eg hef einmitt gert umfjöllun og skilning
tveggja gildra og virðingarverðra fræði-
manna á „fyrir neðan allar hellur" að um-
talsefni í þeim tilgangi, sökum þess að mér
virðast þeir báðir hafa lagt sér í hendur efni
til að skilja þetta efni á viðhlítandi hátt og
réttan, að mínu viti, en svo er sem þeir skirr-
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999