Lesbók Morgunblaðsins - 30.10.1999, Síða 15
ist við. Þeir hafa lagt efnið fram, en sjá ekki
menningarfræðilegt gildi þess né symbólskt
samhengi. Þeir vita ekki eða neita sér um að
vita af heimsmyndinni sem býr í tungumál-
inu sem partur af grunninum að hugarfars-
byggingunni, og því er ekki heldur von að
þeir viðurkenni hana í vísindum sínum.
Raunhyggjuvísindamenn gæddir efnisvís-
indalegri vísindahugsjón og með heimsmynd
í molum ganga vitanlega að tungumálinu
sem rannsóknarefni á þeim grunni, en ekki
með þeirri vitund, að þótt heimsmyndin sé
nú brot ein, þá er ekki svo í tungumálinu
nema í allra síðustu tímalögum þess. Ekki
heldur með þeirri vitund, að vegna þess að
málið er um veruleikann heiminn til þess að
þekkja hann, hlýtur það að stefna að ár-
eiðanlegri (hug)mynd þ.e.a.s. þekkingu á
honum, og að sú mynd er veruleg undirstaða
tilvistar okkar og hugarheimur okkar um
leið í mikilvægum skilningi. En þetta hlýtur
(ég vil ekki segja auðvitað) að vera með þeim
hætti að sjónarstaður mannsins og þar með
máls hans er hugarheimur hans sjálfs þar
sem hann er staddur, og sá á heima inni í
menningarheimkynninu sem er hjá „þjóðinni
okkar,“ hver sem hún er. Utan um þetta
merkilega heimkynni „okkar“ eru (landa)
mæri sem eru eðlisfræðilega hringlaga (sem
hugmynd), sem það ókunnuga og óttalega og
áleitna er fyrir utan, sífellt að þrengja sér
inn fyrir. Þarna eru villináttúran og dauð-
raríkið, hvort með sinum hætti. Fornvitað
er, að „norður og niður liggur helvegur".
Norður í þessu sambandi má stundum vel
þýða með aftur, sbr. symbólgildi afturend-
ans og orðtök eins og t. d. „aftarlega á mer-
inni“. En stefna menningarinnar er fram og
upp, stefna allrar góðrar viðleitni okkar.
Þegar illa fer, er það því í stefnuna aftur og
niður, hún er andmenningarstefnan, sbr. og
symbólgildi mannasaurs og annarra óhrein-
inda, hugmyndlegra ekki síður en raunveru-
legra.
Við frágang líks af nýlátnum manni er það
meginatriði að marka skýrt mæri þessa
heims og annars á þann hátt að komið verði í
veg fyrir afturgöngu þess framliðna, sem
væri líka ágangur annars heims á okkar
heim. Lífsbaráttan öll stefnir að því að auka
heim okkar og gera hann öruggari verustað
(vísindin). Grjót um höfuð dauðs manns eru
einnig partur af því landamærastarfi.
Eg tel að symbólgildi hellanna í orðtakinu
ætti nú að vera orðið ljóst. Meðferð tveggja
grandvarra og nákvæmra fræðimanna á
„fyrir neðan allar hellur" hefur ekki verið
tekin til umræðu hér þeim til neinnar minnk-
unar, heldur til ábendingar til viðvörunar
um takmörkun hugvísindanna á öld okkar.
Tungumálið er sísmogið, gagnsýrt og lifandi
og tilfinningabært af symbólum sem eru
ekki sízt mikilvæg þegar þau hvfla á sjálf-
sögðum burðarásum heimsmyndarinnar.
Svo mikilvægir þættir í máli, sem snúa að
menningunni og eðli hennar og allri mynd
(heimsmyndinni), verða utan sjónsviðs í
raunvísindaleiddum málvísindum og leiða til
svo átakanlegrar grunnfærni (sem dæmið
sýnir), að við það þykir mér að við ættum
ekki að una. Sakir þess hve gagnsýrð tungan
er af veruleikamynd sinni, hljóta dæmi ó-
skilnings á borð við skilninginn á „fyrir neð-
an allar hellur" að vera á hverju strái í lær-
dómsritum, og má ábendingin hér því teljast
nálgast það að jafngilda mjög alvariegum
vanhæfnisdómi um íslenzk málvísindi í und-
irstöðum skrásetningarverka um tungumál-
ið. Raunhyggja af því tagi sem hér um ræðir
er í sjálfri sér alvarleg ávirðmg þegar hún
stjórnar ferðinni á verkasviðum og í grund-
vallaratriðum þar sem hún ætti ekki að fá að
vera ráðandi. Þar væri eiginlega nauðsyn-
legt að kveða hana niður fyrir allar hellur.
Eg vil hins vegar ekki tala um vanhæfni,
heldur aðeins nauðsynlega leiðrétting, með
því að menningarfræðileg grunnþekking
fengi að komast að í hugarfari málvísind-
anna. I bið eftir því verður að vara þekking-
arleitandi fólk vandlega við og fá því í leiðar-
nesti nægan skerf af menningarfræðilegri
og þekkingarfræðilegri hugsun og gagnrýni
til þess að óhætt verði að sleppa því til kynna
við svona löguð málvísindi. Vísindi þurfa sí-
fellt að „athuga sinn gang“, gagnrýna sig
sjálf - og breytast og vonandi batna við. Eg
vildi stinga því að forsvarsmönnum málvís-
inda að fara nú að taka alvarlega hið forn-
kveðna, að „orð eru til alls fyrst“, og taka
síðan afleiðingunum af því sem þessu fylgir,
afleiðingunum af því að veruleiki okkar er
hugmynd. Beinna tengd en svo erum við
ekki við raunheiminn.
1 fslcnzkt orðtakasafn. Halldór Halldórsson samdi. 3.
útg., aukin og endurskoðuð (Reykjavík 1991). Bls. 213.
Síðast í því sem þar e_r sett fram undir flettiorðinu hella.
3 Mcrgur málsins. íslensk orðatiltæki, uppruni, saga og
notkun. Reykjavík 1993. Bls. 239-240 undir flettiorðinu
hella.
3 Sbr. áður. B1 í sviga er tilv. til íslenzkrar orðabókar
Sigfúsar
íllundals.
1 Tilvitnanirnar eru í Þórðar sögu hreðu og Njáls sögu í
útgáfunni íslenzk fornrit.
GUNNARSHOLMI
JÓNASAR
EFTIR
TORFA H. TULINIUS
Það mætti því lýsa Gunnarshólma sem tröllvaxinni
sonnettu, en það form ó vel við umfjöllunarefni
kvæðisins, því fegurð og tilfinningakraftur sonnett-
unnar eru mögnuð upp í stærð sem hæfir örlögum
þjóðar sem ó glæsta fortíð og býr í tignarlegu landi.
Ég hef ekki rekistó þetta form hjó öðrum samtíma-
skóldum hans og er mér nær að halda að hann hafi
fundið það upp sjólfur.
GUNNARSHÓLMI er
án efa eitt merkasta
kvæði sem ort hefur
verið á íslensku. Hall-
dór Laxness segir að
með því „hafi ís-
lenzkri menningu í
einu átaki verið lyft á
hærra svið“ og vissulega getum við enn
undrast fegurð þess og seiðmagn hálfri
annarri öld eftir að það var ort. Framandi
ljóðform er lagað svo haganlega að ís-
lenskri tungu og kveðskaparhefð að halda
mætti að Islendingar hefðu ort tersínur
öldum saman áður en Jónas gerði það.
Máttugar og margslungnar myndir af
landi og fólki eru dregnar upp og úr þessu
verður furðulega áhrifarík hvatning til ís-
lensku þjóðarinnar um að hún vakni af
þymirósarsvefni sínum.
Nýtt Ijóðform?
Við fyrstu sýn er ekki auðvelt að henda
reiður á þeim bragarhætti sem Jónas yrkir
undir, enda má segja að það sé sett saman
úr tveimur suður-evrópskum formum sem
eru ný í íslenskri ljóðlist, tersínunni eða
þríhendunni og oktövunni eða átthendunni.
Það var Dante Alighieri sem gerði ters-
ínuna fræga á Italíu á miðöldum en hún
samanstendur af þremur braglínum sem
mynda erindi með rímskipaninni a-b-a. Þó
er erindið ekki sjálfstætt þar sem miðlínan
í erindinu rímar saman við fyi'stu og þriðju
línu næsta erindis. Því býður tersínan upp
á að hægt sé að semja langa ljóðabálka
eins og t.d. Helgileikinn guðdómlega (Div-
ina Commedia) eftir Dante eða Gunnars-
hólma, en það telur tuttugu og tvær tersín-
ur.
Oktavan er líka ítalskt form frá miðöld-
um. í erindinu eru átta braglínur en í því
afbrigði sem Jónas notar er rímskipanin a-
b-a-b-a-b-c-e. Gunnarshólmi endar á tveim-
ur slíkum átthendum, sem er skeytt aftan
við tersínurnar tuttugu og tvær.
Ef hugað er að efni tersínanna, kemur í
ljós að það skiptir þeim í tvo jafna hluta.
Fyrstu ellefu fjalla um landslagið en seinni
ellefu um Gunnar frá Hlíðarenda. Það má
því skipta kvæðinu í fjóra hluta, tvo jafn-
langa tersínuflokka og tvær oktövur, en
þær fjalla einnig um sitthvort efnið. Þessi
fjórskipting efnisins minnir um margt á
uppbyggingu ítölsku sonnettunnar en
fjórtán braglínur hennar skiptast í fjögur
erindi, tvær ferhendur og tvær þríhendur.
Efni sonnettunnar er þannig skipað niður
að það myndast andstæður milli ferhend-
anna tveggja og raunar einnig milli þrí-
hendanna. Einnig breytist yfirbragð og
tónn sonnettunnar í þríhendunum sem
gjarnan eru tilfinningaþrangnari og sterk-
ari en ferhendurnar.
Efnisskipanin í Gunnarshólma minnir
um margt á sonnettu þar sem lesa má and-
stæðu úr tersínuflokkunum tveimur sem
fjalla annars vegar um landið og hins vegar
um hetjur sem riðu um héruð. Svipaða
andstæðu má greina milli oktavanna
tveggja, því sú fyrri fjallar um örlög hetju-
nnar en sú seinni um örlög landsins. Síðast
en ekki síst breytist tónninn veralega í átt-
hendunum þar sem huglægt mat skáldsins
fær að heyrast („Hugljúfa samt eg sögu
Gunnars tel, / þar sem eg undrast enn á
köldum söndum?“) og höfðað er til þjóðar-
innar sem nú býr í þessu landi.
Það mætti því lýsa Gunnarshólma sem
tröllvaxinni sonnettu, en það form á vel við
umfjöllunarefni kvæðisins, því fegurð og
tilfinningakraftur sonnettunnar era mögn-
uð upp í stærð sem hæfir örlögum þjóðar
sem á glæsta fortíð og býr í tignarlegu
landi. Ég hef ekki rekist á þetta form hjá
öðrum samtímaskáldum hans og er mér
nær að halda að hann hafi fundið það upp
sjálfur.
Auðugt myndmál
Myndmálið í kvæðinu er einkar áhrifa-
mikið, en auk þess margslungið, þar sem
það bindur saman hina ólíku hluta þess.
Myndsviðin eru tvö, annars vegar lands-
lagið og hins vegar Gunnar en það flækh'
þó málið að um þau er fjallað á tveimur
tímaskeiðum. Það má því segja að kvæðið
hvfli á ásum tveggja andstæðupara, annars
vegar andstæðunni milli hetjunnar og
landslagsins sem hún ferðast um en hins
vegar milli glæstrar fortíðar og niðurlæg-
ingar og eyðileggingar samtíðarinnar. Ur
þessu verða fjórar myndir sem svara til
hinna fjögurra hluta kvæðisins en sem
koma saman í þriðju myndinni, myndinni
af Gunnarshólmanum sjálfum sem bindur
saman mann og land og fortíð og nútíð.
Það er þó fleira í myndmálinu sem teng-
ir ólíka hluta kvæðisins. Fyrstu ellefu ters-
ínurnar eru að mestu leyti bein mynd af
tignarlegu og gróskumiklu landslagi Ran-
gárvallasýslu á söguöld. Þó ber þar tals-
vert á ýmiss konar persónugervingum.
Minnst er á vætti úr fornri goðatrú (Frosta
og Fjalar) en fyrst og fremst eru fjöllin
sjálf persónugerð með líkingum og mynd-
hverfmgum. Eyjafjallatindur svalar höfði
sínu í lind himinsins. Tindafjöll eru „blá-
svörtum feldi búin“ og „grænu belti gyrð“,
hjálmi prýdd og „horfa yfir heiðarvötnin
bláu“.
Það er einkum þessi persónugerving
Tindafjalla sem tengir fyrri tersínuflokk-
inn við þann síðari. Lýsingin á þeim vísar
mjög til búnaðs víkingsins en seinni flokk-
urinn fjallar um fornaldarhetjurnar Kolsk-
egg og Gunnar. Það er eins og skáldið vilji
sýna að tengsl séu milli landsins og forn-
kappanna, að þeir séu sprottnir af landinu
á einhvern hátt og lifi í einhverjum skiln-
ingi ennþá í óbyggðum þess.
Myndin af Gunnarshólma er bein mynd,
þar sem þessi óbrotni græni reitur er sagð-
ur vera til og honum er lýst þar sem hann
lifir þrátt fyrir jökulána sem eyðir öllum
gróðri í kring. Þó myndin sé bein, þá setur
skáldið hana í þannig samhengi að þessi
lági grasbali verður að tákni um eitthvað
annað. Þetta kemur fram í því hvaða orð
era valin til að lýsa honum. Hann er „al-
grænu skrauti prýddur" en sigrast á
„ólmri ógnabylgju“. Honum hlífir „hulinn
verndarkraftur" og vafalaust er það vegna
þess að á þessum stað ákvað Gunnar, að
sögn skáldsins, að fórna lífi sínu á altari
ættjarðarástar sinnar. Þannig er þessi litli
hólmi gerður að tákni íyrir það að enn geti *
þjóðin endurheimt sína „fornaldarfrægð"
og leitað til þess styrks í minningunni um
hetjur fortíðarinnar.
Hvatning til þjóðarinnar
Kvæðið er því hvatning til þjóðarinnar
um að rísa nú upp úr öskustónni eins og
kolbítamir forðum, hlúa að landinu svo það
verði aftur fagurt sem fyn- og tileinka sér
dyggðir forfeðranna. Ef það væri einvörð-
ungu áróðursljóð sem höfðaði til innan-
tómrar þjóðernishyggju, væri það ekki
jafn áhrifaríkt og það er í raun.
Hvernig er unnt að útskýra þennan
mikla áhrifamátt? Ef til vill liggur hann
fyrst og fremst í því hvað það er dýrt kveð-
ið. Svo mikil alúð er lögð í hverja mynd, í
hvert erindi, í hvert orð, að lestur kvæðis-
ins verður að samfelldri nautn, nautn sem
yfirfærist á landið sem verið er að lýsa,
vekur ást á því og þess vegna ábyrgðartil-
fmningu gagnvart örlögum þess. Kvæðið
er því sannkallað hvatningarljóð, en ekki í
nafni tómlegrar hugmyndafræði heldur
smitar ást skáldsins á landi og þjóð - sem
kemur fram í því hvað hann vandar til
verksins - lesendur og vekur hjá þeim
sams konar tilfinningar.
Þessar máttugu myndir af landslagi og
mönnum í fortíð og nútíð sem dregnar eru
upp og koma svo saman í táknrænni mynd
af hólmanum á Markarfljótsaurum mynda
órjúfanlega heild sem finnur ástinni, sem
ljóðið vekur og túlkar, farveg í gegnum
fortíð og nútíð, landið og sögu fólksins sem
hefur byggt það og býr þar enn.
í nýútkomnum Skírni skrifar Guðmund-
ur Hálfdanarson fróðlega grein um
náttúrusýn nítjándualdarskáldanna. Frá
því sjálfstæðisbaráttan hófst hafa hug-
myndir um sérstaka fegurð landsins verið
ríkur þáttur í þjóðernisvitund íslendinga,
ekki síður en vitneskjan sem fomsögumar
gefa um glæsta fortíð. Þessa þjóðernisvit-
und átti Jónas Hallgrímsson vafalítið meiri
hlutdeild í að móta en aðrir. Það tókst hon-
um vegna þess að hann kunni flestum bet-
ur að beita ljóðmálinu, og ekki síður vegna
hins næma formskyns sem gerði honum
kleift að búa til nýtt ljóðform úr tveimur
eldri.
Höfundurinn er dósentviö Hóskóla íslands.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 30. OKTÓBER 1999 1 5